Alþýðublaðið - 18.12.1969, Side 14

Alþýðublaðið - 18.12.1969, Side 14
14 Alþýðublaðið 18. desember 1969 Framhaldssaga eftir Ellzabelh Messenger Á f jallahótelinu ■— En hefði nú barnið konrið fram í kvöld eins og til stóð, og og alt hefði heppnazt, þá var hún alveg jafn nær, sagði Pat. — Ég var þó hérna enn þá. Lögreglufulltrúinrr hvessti augun á hana. — Við það er víst réttast að setja spurningar merki. Virginia myndi hafa haft einn eða tvo klukku- tíma eftir að hún hafði falið peningana, þangað til drengurinn kom heim. Hnífurinrr, sem ég minntist á áðan — símhringing yfir í herbergl yðar, þar sem þér voruð beðnar um' að koma yfir til skrifstou hr. Frame — en þangað hefðuð þér aldrei komizt. Það varð dauðaþögn andartak. Loks sagði Pat eins og við sjálfa sig: — Stephen, hann fékk mig til að koma hingað. Hann hefur hagað sér furðulega.... — Sá herramaður, sagði lögregluforinginn, — hefur um nokkurra ára skeið haft lífsviðurværi af vitneskju þeirri, sem hann hefur í hjáverkum sínum viðað að sér um fólk, sem síðan hefur orðið að borga honum' ríkulega fyrir að þegja. Það er aldrei að vita, nema hann hafi heyrt yður tala um Jinny og samvist ir ykkar í skólanum, er þið voruð saman um borð. Þar sem hún vildi bersýnilega ekkert hafa með hann að gera, hefur hann hugsað með sér, að ef til vill gæti hann srruðrað eithvað uppi, sem hann gæti hagnazt á. Það var einnritt vegna svon uppátækja hans, sem honum var hent út úr fjallahótelinu í Sviss þar sem hann vann síðast. Svo að það var þess konar aðstoð, sem Stephen hafði verið að vonast til að fá hjá henni! Patricia var orðlaus, svo mjög var henni brugðið. Það var andartaks þögn í stofunni. Loks sagði —frú Carlton þreytulega: -— Og þetta var þá tengdadóttirin, sem við vild um umfram allt elska og dekra við! En við höfum þó Peter, og honum sleppum við ekki, Hún haljaði vang anum upp að dökku höfði drengsins: — Hann er ekki okkar af blóðskyldleika, en við ætlum að gera hann að fóstursyni okkar, ef það er nokkur leið. Það er einlægur ásetningur minn. — Það skal áreiðanlega heppnast, sagði hr. Carl ton. — Engin auðæfi í heimi geta keypt barn frá foreldrum þess, en í þessu tilfelli hefur móðirin sam þykkt að láta drenginn frá sér. Hvort svo sem það hefur verið hennar vegna, eða vegna drengsins — um’ það er ekki gott að segja, en sömu rökin eru þó alltaf fyrir hendi. 36. KAFLI. LOGREGLUFORINGINN gekk fram að dyrunum. Hann leit sem snöggvast vingjarnlega á frú Carlton og drenginn, en þau sáu ekkert nema hvort annað. Pat gekk út á eftir honum. Við aðaldyrnar sá hún Meg og Jerry, sem voru í áköfum samræðum. Hún gekk til þeirra. — Er þetta ekki stórkostlegt? sagði hún. — Dásamlegt, svaraði Jerry og leit ekki af kaf- rjóðu andliti Meg, 'Pat hló. , i— Þú ert alveg óforbetranlegur, Jerry. Hún strauk hendinni unv vanga hans og s neri sér sðan að Meg: — Ég er svo ósegjanlega glöð ykkar vegna. Hún gekk gegnum glerdyrnar út á breiðar tröpp- urnar. Skyndilega var John Webley kominn upp að hlið hennar. Þegjandi tók hann undir handlegg henn- ar. Stjörnurnar tindruðu yfir höfðum þeirra, og mán inn, sem var rétt kominn upp fyrir fjallsbrúnina, varp aði birtu á snjóinn. — Hvað mér þykir leiðinlegt, að allt þetta skuli hafa verið lagt á vesalings gömlu hjónin, sagði Pat, en svo mundi hún allt í einu eftir öðru og leit upp á hanrr. — Það var líka fiörm'uiegt, að þetta skyldi koma fyrir þig, sagði hún lágt. — Fyrir mig? Hvað áttu við? spurði John. — Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig að hlusta á allt þetta um stúlkuna, sem þú varst í þann veginn að kvænast. Hann sneri sér við og leit á hana: — Hverri ætlaði ég að fara að kvænast? — Virginiu! Hún sagði mér það sjálf! — Og hvenær sagði hún þér það? — Fyrsta daginn minn hérna, daginn, sem þú ihjálpaðir mér til í kaffistofunni. Það mætti segja mér, að hún hafi séð það á mér, að mér geðjaðist mjög vel að þér. Svo að þetta hefur átt að koma í veg fyrir, að ég færi að gera mér nökkrar vonir. — Svo að Virginia sagði þér, að ég ætlaði að gift ast henni? Það korn' kökkur í hálsinn á Patriciu. — Stóð það ekki til? — Nei, alls ekki„ svaraði John. — Ég hef aldrei haft neinar hugrenningar í þá átt — satt að segja var mér í nöp við hana frá því ég sá hana fyrst, en ég varð að umgangast hans, vegna gömlu hjónanna, því að það er nú einu sinni hluti af starfi mínu að sjá um að allt fari vel og skikkanlega fram, ekki sízt þegar þau eiga í einhverjum erfiðleikum eins og núna upp á síðkastið. Hann þagnaði og horfði lengi innilega á Pat. — Hvað varðar stúlkuna, sem ég ætla mér að kvænast, þá hef ég á allri minni lífsleið aðeins hitt eina stúlku, sem ég umhugsunarlaust myndi ganga að eiga á stundinni. Það er stúlka með slétt hár, sem sindrar eins og tunglsljós á snjónum, með augu sem eru fögur, hlýleg og hreinskilnisleg. Sem allt- af eru reiðubúin að brosa. Þess konar ást hef ég aldrei verið sérlega trúaður á, það er að segja, ást við fyrstu sýn — að maður geti sagt á stundinni: þessi stúlka er stúlkan mín! En svona hefur nú samt fariðJyrir mér. Það kom stúlka til fjallahótels- ins, og á samri stundu og ég sá hana, vissi ég al- vég fyrir fullt og fast, að það var þessi stúlka, sem ég myndi ganga að eiga, ef þá hún vildi giftast mér — vilt þú giftast mér, Patricia? Ástin mín! Hann laut niður og kyssti hana og Patricia leið inn í faðm hans, svo gagntekin hamingju, að hún átti engin orð. Hvað okkur, hugsaði hún, er sagan ekki á enda, hvað okkur srrertir, er þetta byrjunin.... Það var einu sinni... .á fjallahóteli.... SÖGULOK. Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞ J ÓNUSTA Látíð fagmann annast viðgerffir og viðhald á tréverki húseigna yffar, ásamt breytingum á nýju og eidra húSnæffi. — Sími 41 0 5 5 ' VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyririiggjandi: Bretti — Hurffir — Véfarlok — Geymslu lok á Volkswagen f allflestum litum. Skiptum á einunt ðegi meff dagsfyrirvara fyrir ákveffiff verff. Reyniff viffskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. PÍPULAGNIR . ' Tek aff mér viðgerffir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Simi 18 717 I I i! i i i PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viffgerffir, breytingar á vatns- leiffslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri viff WC-kassa. — Sími 17041. ' HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur l i l Höfum til leigu litlar og stórar jarffýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. F.eimasímar 83882 33982. Jarðvfnnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Matur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN . VEiTINGASKÁLINN, Geilhálsi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.