Alþýðublaðið - 30.12.1969, Side 1

Alþýðublaðið - 30.12.1969, Side 1
Alþýðublaðið hefur það eftir heimildum í Ólafsvík, að í ráði sé, að HraðfrystDiús Ólafsvík- ur h.f. kaupi hraðfrystihúsið Kirkjusand þar vestra, sem er í eigu Sambands íslenzkra sam- vinnuféiaga. Kirkjusandi var lokað og allri starfi-ækslu húss- ins hætt í byrjun ágúst í sumar og var þá öllu starfsfólki sagt upp störfum. Biaðinu tókst ekki að fá fulla staðfestingu á þess- um eignabreytingum hjá við- komandi aðiium í gær, enda mun enn ekki vera búið að skrifa undir samninga þar að lútandi. í Eins og fyrr segir mun vera í bígerð, að Hraðfrystihús Ól- afsvikur kaupi allar eignir Kirkjusands og þar á meðal eignarhluta þess í síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á staðn um. Hins vegar mun vera gert ráð fyrir því, að einhver hluti freðfisks-framleiðslu Kirkju- sands verði áfram seld í SÍS- umbúðum. Tveir bátar, sem verið hafa í eigu Kirkjusands í Ólafsvík, hafa þegar verið seldir. Valafell, sem er 70—80 tonna skip, mun Jónas Guðmundsson skipstjóri í Ólafsvík hafa keypt, og verður það því væntanlega gert áfram út frá Ólafsvík, en Guðmundur Þórðarson, sem er um 300 tonna skip, mun hafa verið seldur til Grindavíkur, og munu íbúar Ó1 • afsvíkur því ekki njóta þessa framleiðslutækis í framtíðinni. Tíðindamaður blaðsins í Ól- afsvík tjáði blaðinu í gær, að þessi uppskipti vektu mikla at- hygli þar í byggðarlaginu og þættu mikil tíðindi. I I I 1 Alþýðublaðið spyr: Hver er sjónvarpsmaður ársins! Magnús Bjarnfreðsson efstur með 15 afkvæð! í sambandi við áramót er oft venja að spyrja fólk hver sé maður ársins. Þegar við á rit- stjórninni fórum að hugleiða hvort þessi spuming skyldi bor in upp, þá fannst okkur í fljótu bragði að sviptingar í þjóðlíf- inu hefðu ekki verið það miklar á því ári sem er að líða, að al- menningur ætti auðvelt með að svara spurningunni. Þess vegna datt okkur í hug að spyrja; — Hver er sjónvarpsmaður ársins? Við spurðum 66 viðs vegar á landinu, og fengum að sjálf- sögðu margvísleg svör. í flest- um tilfellum gekk greiðlega að fá svör, einstaka vildi alls ekki gera upp á milli fréttamann- anna, en þeir voru efst í hug- um margra. Eitt svar var ó- venjulega snjallt, og við látum það fljóta hér með: „Gylfi Þ. Gíslason er hiklaust sjónvarps- máður ársins, þvi: íað hann kemst betur út úr þeim vanda- málum sem lögð eru fyrir hann en sjálfur dýrlingurinn.“ Við gerum enga kröfu til að „skoð- anakönnun“ okkar sé tekin há- alvarlega, en óskum Magnúsi Bjarnfreðssyni og öðrum þeim sem nefndir eru, til hamingju. 31 maður hlaut atkvæði, en eitt kom okkur sérstaklega á óvart; enginn nefndi Kimble flóttamann! Eiður Guðnason 8 Svavar Gests 1 Chaplin 1 Magnús Bjarnfreðss. lö Armstrong 3 Ben. Gröndal 2 Hannibal Valdimarss. 2 Gylfi Þ. Gíslason 6 Björgvin Halld. 1 Bjarni Ben. 2 Markús Örn 4 Ingimar Eydal 1 Kristín Pétursd. 1 Ronnie Corbett 1 Somes 1 Þór Magnússon 1 David Frost J! Harðjaxlinn 2 Sigurbjörn biskup 1 Lassí 1 Dýrlingurinn 1 Ólafur Gaukur 1 Ólafur Bagnars 1 Eggert G. Þorst. 1 Herbert Lomm 1 Har. J. Hamar 1 Andrés Indriðason 1 Frh. á 4. síðu. Magnús nr. 1 Eiður nr. 2. veður ’amGiufu □ Gert er ráð fyrir stilltu veðri og úrkomulausu um ára- mótin, að sögn spekinganna á Veðurstofunni í morgun, cg vægu frosti. 33 brennur verða í borg- inni um áramótin, þ. e. a. s. brennur sem lögreglan hefur gef ið leyfi fyrir, en auk þeirra verða 15 bállcestir í borginni. Stærsta brennan verður borg- arbrennan við Kringlumýrar- braut/Miklubraut, en í henni verður kveikt kl. 22.30. Að svo mæltu óskum við lesenðum okk ar gleðilegs nýs árs. — Gylfi nr. 3. BSŒFf&m „Ekki mega aiiglýsistgar misnota vanþroska eða frúgirni barna", segir í reglum sjónvarpsins í auglýsingaflóði sjónvarps- ins fyrir jólin birtust auglýs- ingar frá Sana-verksmiðjunum á Akureyri sem valdið hafa miklu umtali og í mörgum til- fellum hneykslan. Myndirnar voru þrjár, og var ein þeirra tekin mjög fljótt úr umferð, þar sem inntak myndarinnar var upglingum sérstök hvatning til að drekka Thule öl. Ekki þótti fólki það nóg og bárust svo margar kvartanir vegna mynd- arinnar, þar sem bófi í snöru átti þá síðustu ósk að fá Thule, að ákveðið var í morgun að hætta sýnmgum á þeirri mynd, og stendur þá eftir síð- asta myndin, þar sem fulltrúi vizkunnar, sjálfur Sókrates, getur ekki neiíað sér um að fá sér einn Tliule! Margir bentu réttilega á að snöruimyndin væri mun hættu- legri en myndin þar sem ung- lingarnir voru að drekka bjór- inn. Börn taka auglýsingar mjög alvarlega og -herma gjarn an eftir því sem birtist á skerm- inum. Sjá allir að slík mvnd er alltof hættulegt fordæmi, — enda segir svo í reglum um flutning auglýsinga í sjónvarpi: „7. gr. Auglýsingar skulu miðast við, að börn sjái þær, og mega á engan hátt misbjóða þeim. Ekki mega auglýsingar misnota vanþroska eða trúgirni bama eða vekja hjá þeim trú, að þeim sé eitt eða annað nauð- synlegt af annarlegum ástæðúm, svo sem samanburði við önnúr börn eða vegna útlits.“ Emi fremur segir í reglunum að auglýsingar „skuli látlaust orð- aðar, lausar við skruin og hæpn ar fullyrðingar, en segi það eitt eða sýni, sem satt ev og rétí í öllum greinum,“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.