Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 1
Bók Jónasar I sérflokki „Við ætlum að kveikja í henni klukkan hálf ellefu á gamlárskvöld, en ef það verður hvasst, þá verður þetta bara þrettándabrenna." Þeir hreykja sér upp á áramótabrennuna sína, strákarnir af Laugarásvegim:m,, sem hafa lagt síðustu hönd á verkið og meira að segja gefið brennunni nafn. Hún heitir Oillidó. (Mynd: Þarri.) í stuttri bókakönnun sem Al- þýðublaðið gerði í morgun virðist ljóst að „sigurvegarar;‘ þessarar vertíðar séu Jónas Sveinsson heitinn og Vilhjálnv ur S. Vilhjáimsson heitinn. i>á var ágæt sala í bókum þeirra Árna Óla, Sveins Víkings og Gunnars M. Magnúss (Völvan). Talið er að bók Jónasar hafi Verið í sérflokkjf jhvað ,sölu snertir. Talsverður uggur var í bóka- útgefendum og bóksölum lengi framan af mánuðinum, en síð- asta vikan brást ekki nú frem- ur en endranær. Af þýddum bókum befur Al- aister Mc Lean sennilegast ver- \ ið vinsælastur, og af barnabók- um voru nefndar sem góðar sölubækur Prins Valiant, Bly- ton-bækumar, Dagfinnur dýra- læknir, Tom Swift, Pip og Bob Moran bækurnar. Þá er ljóst að ritverki Guð- mundar Kamban hefur venð vel fagnað. Nokkrar góðar bækur sem komu út seint í mánuðinum náðu ekki þeirri sölu sem þær verðskulda, t. a. m. bókin um Collingwood og verk hans. — Bækur sem koma út seint ná ekki eyrum almennings nema að þær séu því hressilegar aug- lýstar var skoðun eins bóksal- ans. Friéarins jól - en nekkur ölvun Jólin voru friðsamleg um allt land að þessu sinni, þó að reynd ar bæri n<ykuð á ölvun víðast hvar að loknum dansleikjum á annan í jólum. Víða á landinu var hálka á vegum jóladagana og urðu víða árekjtrar. Bana- slys varð í Öxnadalnum á ann- an dag jóla, er jeppi fór út af veginum og valt í mikilli hálku, stormi (|« skafrenningi með þeim afleiðingum að sjö ára gamall drengur, sem í bifreið- inni var ásamt foreldrum sínum og systkinum, beið bana. Er tal ið, að litli drengurinn hafi lát- izt samstundis við slysið, en for eldra hans og hin börnin sakaði lítið. Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík sjálfa jóladagana, en þó skyggði^ þar á, að nokkrir unglingar, sem oft hafa lent í kasti við lögreg’f'l', gátu ekki látið af þeirri iðju sinni yfir sjálfa jóiahátíðina að brjótast inn í fyrirtæki og stela pening- um og öðrum fjármunum, en lög reglan stöðvaði iðju þeirra fyrr en síðar. Tilkynnt var um tvö innbrot á jóladag og þrjú inn- brot á annan dag jóla. — Vinningsnúmer birl siar Á Þorláksmessu var dreg ið í HAS, en vegna þess að fullnaðarskil. haf a ekki borist, verður frest- að að birtá vimiingsnúm- er fnam í janúar. Engin veiði □ Mörg síldveiðiskip héldu út í gær eftir jólaleyfi áhafnanna. Bræla var fram eftir nóttu á miðunum í Jökuldjúpi og lítil síld fánn.St Ekkert var kastað í nótt af þéim sökum og því eng- in veiði. — I I ; i i Bíða við Sikiley undir herskipavernd □ F. llbyssubátarnir fimm, sem fóru frá Cherbourg í Frakklandi á jólanótt, veru við Sikiley í morgun í fylgd ísraelskra herskipa, þar á rneðal jkafháta. Frétt ir frá Beirut í Líbanon sögðu, að þeir myndu halda kyrru fyrir í dag, en halda ferðimii áfram með myrkri inn á austanvert Miðjarðarhafið og væntan- lega koma til Haifa einhvem tíma í nótt. Hvarf fallbyssubátanna hefur yakið mikla athygli, en þeir eru úr flokki 12 báta, sem á sínum tíma voru smíðaðir fyrir ísrael. Frakkar bönnuðu hins vegar vopnasölu til ísraels áður en bát arnir voru afheyúr, og fórst af- hendingin því fyrir. Nú segja Frakkar hins vegar "ð norskt skipafélag hafi kevpt bátana, en norsk yfirvöld neita því að svo sé. Öins vegar mun fyrirtæk ið, sem er sagður kaupandi, vera til, skrásett í Panair.a, en í eigu norskra borgara. Martin Siem forstjóri Akers-skipafélagsins lýsti því yfir í gær, að hann væri fulltrúi skipafélagsins, og átti hann langar \ iðræður við Willock samgöngumálaráðherra Noregs í gærkvöldi um málið. Hvorki Siem né Willoch vildi í gær kannast við að yfirmenn á bátunum væru norskir, en vitað Framliald á bls. 11- Flensan breiðist [út um landiö IQ Inflúensan breiðist nú út um landið með nokkrum hraða, en staðfesting hefur fengizt á því að þessi farsótt er af A- Sstofni og því sama veikin sem lagt hefur milljóiiir manna í Evrópu í rúmið undanfarnar Ivikur. Miklar ahnir vpíu um jóla- hátíðína hjá læknum sem á vákt voru, en innflúensan lýsir sér með háum hita og beinverkj- um„ að sögn Braga Olafssonar, aðstoðarborgarlæknis í morgun. Þeir sem veiktust í fyrra, er veiki af sama stofni gekk hér, eigá að líkindum í sér ónæmi ennþá, að sijgn Braga, en hins vegar er hætt við því að þeir scm bólusettir voru í fyrra geti tekið veikina nú. Ekki virðist veik.'n komin um allt land ennþá, t. d. hafði Bragi samband við hér.'.ðslækninn á Þingeyri í morgi' i. en þá hafði ekki borið’ á ve'kinni þar. Um áramótin kémur til lands- ins bóluefni við inflúenzkunni og strax þá heíjast Mkriar harida að sprau fólk við veik- inni. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.