Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 6
6 Aliþýðublaðið 29. desember 1969
Nýjar
bækur
I
ENGILL STRÍÐSFANGANS
heitir bók sem nýlega er út
komiri hjá Prentverki hf. Það
eru rriinnisblöð hins norska rit
stjórai Olav Brundvand úr fang
■elsum! nazista í Noregi og Þýzka
landi.
1
Bókina íslenzkaði Ásgeir Ing
ólfsson, Prentverk prentaði,
Nýja hókbandið batt, en Prent-
stofa fcj. Benediktssonar annað-
ist setningu og umbrot. For-
mála ritar Ivar Eskeland.
Á kápusíðu bókarinnar segir
að hún fjalli ekki um starfsemi
neðanjarðarhreyfingar, heldur
ekki sem Gestapo, yfirheyrslur
eða pyntingar, heldur um dvöl-
ina í 'þeim fangelsum þar sem
menn voru lokaðir inni en ekki
beinlínis pyntaðir og kvaldir.
Höfundur var fyrst í þremur
norskum fangelsum og svo í
þremur þýzkum, alls í þrjú og
hálft ár.
j
Höfundur er þekktur maður
í dag, vinsæll blaðamaður og
stjórnmálamaður í jafnaðar-
mannaflokknum norska. Hann
hefur komið hingað til lands.
r
ÁRNI frá Kálfsá, æviminn-
ingar, nefnist bók sem Þor-
steinn Matthíasson hefur búið
til prentunar, en Prentverk hf.
gefur, út. Þetta er ævisaga Árna
Björrissonar frá Kálfsá í Ólafs-
firði, en hann lifði starfsævi
sina alla þar norður frá Bók-
in er 150 bls. að stærð, prent-
uð í brentverki.
Pétur
Ottesen
á vinafundi
Bókin um Pétur Ottesen.
Skrjfuð af vinum lians.
Bókaflokkur um mæta
menn.
Hersteinn Pálsson bjó til
prentunar.
Skuggsjá. 207 bls. og úr
myndabók Péturs Ottesen.
ÁGÆT virðist sú hugmynd
Skuggsjár að stofna til ritflokks
um mæta menn, sem komið
bafa rækilega við sögu lands
og þjóðar. Bókin um séra
Friðrik Friðriksson tókst vel í
fyrra, og nú bætist önnur í
hópinn. Fjallar hún um Pét-
ur Ottesen, rituð af vinum
hans.
Höfundar bókarinnar um
Pétur eru seytján, en ritsmíð-
arnar átján talsins. Allar munu.
þær nokkurs virði, þó að mis-
jafnar dæmist. Hér gætir mik-
illar fjölbreytni, en dálítið ber
á endurtekningum eins og oft
vill verða, þegar margir leggja
hönd að slíku verki án þess að
vita hver af öðrum. Skemmti-
leg er ferðasaga Birgis Kjaran
að Ytra-Hólmi í júlí 1967
vegna samtalsins við Pétur, þar
sem hann hermir minningar og
skoðanir af opinskárri hrein-
skilni um menn og málefni.
Færeyjaþáttur Birgis reynist
sýnu misheppnaðri, þrátt fyrir
myndina stóru og góðu af Pétri,
þegar hann flytur ræðuna í
Kirkjubæ. Birgir kastar þar
höndum til upplýsinga og ger-
ist jafnvel svo áttavilltur að
úrskurða Mykines austast Fær-
eyja, en það er að hafa enda-
skipti á staðreyndum. Fleiri
missagnir getur í bókinni.
Prentvilla er eða pennaglöp,
að nýsköpunarstjórnin hafi lát-
ið af völdum 1937, og óná-
kvæmt telst til orða tekið, þeg-
ar segir . . . „var þetta um
páskaleytið á stríðsárunum . .“
Megingildi bókarinnar felst i
skemmtilegum svipmyndum,
sem upp er brugðið. Áður
greinir frá ræðunni í Kirkju-
bæ á Færeyjum. Bii-gir Kjaran
lýsir Pétri þar eftirminnilega
eins og í samtalinu heima á
Ytra-Hólmi. Emil Jónsson
leggur svo til dæmis þennan
skerf af mörkum; „Fræg er
sagan af honum í þingveizlu
einni. Mann kom þá í seinna
lagi, þannig að byrjað var að
borða þegar hann kom, en hann
settist þegar og tók til matar
síns. Hann var þá vel kátur og
hló allra manna hæst. Gerði
þá einn þingmaður það að
gamni sínu að ná í einn þjón-
inn, sem gekk um beina, og
sagði við hann, mjög alvar-
legur á svipinn: Ég held að þið
megið ekki skenkja Pétri Otte-
sen meira; hann er orðinn svo
hávær. En aumingja þjónninn
svaraði honum og sagði: Við
höfum ekki skenkt honum á-
fengisdropa. Hann var svona,
þegar hann kom.“ Lesandinn
sér líka Pétur glöggt fyrir hug-
arsjónum, þegar honum blöskr-
aði fákunnátta norðmannsins,
sem gerði Snorra Sturluson
fornkonung þar í landi. Minnis-
stæð er og afstaða þingskör-
ungsins úr Borgarfirði, þegar
hann neitar að fara úr flug-
vélinni í Glasgow til að stíga
ekki fæti á brezka grund í
landhelgisdeilunni. Guðmundur
Jónsson á Innra-Hólmi frægir
Pétur öðru fremur með sög-
unni af karlinum á Hvalfjarð-
arströndinni, sem komst svo að
orði, þegar rætt var um stjórn-
mál og stuðning manna við
flokka og einstaklinga: Ég er
fi-amsóknarmaður. Ég er bara
sjálfstæðismaður fjórða hvert
ár — einn dag. Og gaman er
að lýsingunum á mataræði
Péturs Ottesen, hvort heldur
hann snæðir málsverðinn dýra
með Karli Kristjánssyni í Par-
ís eða réttir Jóni ritstjóra
Helgasyni vasahnífinn og salt-
ketslegginn heima á Ytra-
Hólmi. Sitthvað mætti til tína
af slíku tæi, því að hér er af
mörgu að taka.
Pétur Ottesen sat á alþingi
43 ár og lengst íslendinga fyrr
og síðar. Auk þess var hann
stólpi hrepps og sýslu, rak snot-
urt bú, stundaði sjó, verzlaði
með hross, ferðaðist víða og brá
alls staðar stórum svip yfir
hverfi sitt, en naut sín bezt í
átthögum og heimaranni. Öllu
þessu eru skil gerð í bókinni.
Hins vegar er þeirri spurningu
ósvarað, hvers vegna Pétur
hreppti mannaforráð sín og
hélt þeim langa ævi, þrátt fyr-
ir sviptingarnar í íslenzkum
stjórnmálum. Mig langar að
fara nokkrum orðum um það
atriði.
Málefni Péturs voru um-
deilanleg. Hann þótti íhalds-
samur framan af ævi, en gerð-
ist víðsýnni og frjálslyndari
Hetjur og
□ Jón R. Hjálmarsson: Af
spjöldum sögunnar. 22 þættir
um fræga menn og mikla at-
burði. Suðurlaiulsútgáfan Sel-
fossi 1969.
□ Jón R. Iljálmarsson, sagn
fræðingur, hefur nú um langt
skeið ritað blaðagreinar og
flutt útvarpserindi um sagn-
fræðileg efni frá ýmsum tím-
um. Hefur þetta efni orðið vin-
sælt, því að Jón er skýr og skil
merkilegur rithöfundur og fyrir
lesari.
Nú hefur Suðurlandsútgáfan
á Selfossi gefið út 22 af þess-
um sagnfræðiþáttum, og er
þetta allstór bók, nær því 250
blaðsíður.
Þessir þættir ná yfir meira
en tvö þúsund ára tímabil. —
Hinn fyrsti er um hið forna
með aldrinum. Þróun atvinnu-
veganna til lands og sjávar
varð honum ríkt hugðarefni,
og réð sú afstaða mjög úrslit-
um um frama hans, metorð og
trúnaðarstörf. Miklu skipti og
tryggð Péturs við borgfirðinga.
Honum datt aldrei í hug að
flytja úr héraðinu, en deildi
kjörum við kjósendur og vildi
einnig gjarnan vera full-trúi
þeirra, sem ekki kusu hann á
þing. Loks ber þess að geta,
hvað skapgerð Péturs var
heilsteypt. Hann duldi aldrei
skoðanir sínar og þótti löng-
um einarður gagnvart sam-
herjum eigi síður en andstæð-
ingum. Pétur var óvenju sér-
stæður og minnisverður sam-
ferðamaður og svo skemmtileg-
ur keppinautur, að allir hlutu
að gefa honum gaum, er hann
lék vopnum. Persónuleiki hans
lýsti yfir flokk og samfélag, en
naut sín þó helzt í einrúmi.
Þess vegna fékk hann atkvæði
drjúgum fleiri en þeirra, sem
kölluðust sjálfstæðismenn árs-
ins hring og alla tíð. Pétur
rakst ekki eins og sauður í
hjörð, enda þótt hann færi oft
troðnar slóðir. Hann var geð-
ríkur og svipmikill einstakling-
ur með þjóð sinni og reyndist
nýtur stjórnmálamaður af því
að honum var annt um kjör-
Framhald bls. 11.
afre
stórveldi Persa, en hinn síðasti
urn þrælastríðið í Bandaríkjun
um á öldinni sem leið. Sumir
kaflarnir fjalla um frægar sögu
legar persónur t. d. Alexander
mikla, Neró, Atla Húnakonung
Múhamed og Maríu Stuart, aðr
ir um fræga atburði svo sem
eyðingu Karþagoborgar, fyrstu
hnattsiglinguna og för flotans
ósigrandi til Englands.
Mikill fróðleikur er í þessum
þáttum, og frásögnin er skýr
og lipur. Lítill vafi er á því að
þessi bók verður vinsæl af því
fólki, sem hefur yndi af sögu-
legum atburðum, en það er
margt hér á landi. Auk þess
væri tilvalið. að nota bókina
sem lesbók við hlið hinna reglu
legu námsbóka í gagnfræðáskól
um og menntaskólum, sem slík
ar bækur hefur alveg vantað í
íslenzkum skólum, en þær tíðk
ast víða í skólum erlendis.
Ólafur Ilansson.
NÝJAR GERÐIR AF RUNTAL MIÐSTÖÐVAROFNUM
ÁSAMT ELDRI GERÐUM.
SÝNING í RYGGINGARÞJÓNUSTUNNI,
LAUGAVEGI 26, OPIN ALLA VIRKA DAGA KL. 13—18.
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN. .