Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 15
Alþýðublaðið 29. desember 1969 15 REIÐABLIK f SÓKN A OE9 ^ gp e-í '; . f.VV Frá aðalfundi félagsins. □ Aðalfundur Breiðabliks var haldinn í Félagsheimili Kópa- vogs 7. nóv. s. 1. Gestur Guð- mundsson formaður félagsins setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna. Fundarstjóri var Ingólfur Ingólfsson og ritari Björk Kristjánsdóttir. Formaður gaf yfirlit yfir starfsemina á árinu, en deildarformenn skýrðu frá starfi hinna einstöku deilda fé- lagsins. Guðmundur Óskarsson gjaldkeri félagsins skýrði frá reikningum. Meðlimir félagsins eru nú. á sjöunda hundrað, í sex íþrótta- deildum, sem félagið starfræk- ir. Knattspyrnudeildin er lang fjölmennust. Stjórn félagsins lagði fram á fundinum fjölritaða skýrslu um alla starfsemi félagsins á liðnu ári, ásamt reikningum félagsins og allra deilda þess, auk þess eru þar skráð úrslit kappleikja og íþróttamóta, sem félagið stóð fyrir eða tók þátt í á árinu. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir því, að bætt verði skilyrði til íþróttaiðkana í bænum, og lögð rík áherzla á, að á næsta sumri verði gert verulegt átak í þeim efnum. Stjórn félagsins var- öll end- urkjörin, en hana skipa, Gestur Guðmundsson formaður, Grét- ar Kristjánsson varaform., Ejaði Jónsson ritari, Guðmundur Óskarsson gjaldkeri og Ingólfur Ingólfsson spj aldskrárritari. í Kópavogi er vaxandi áhugi ungmenna fyrir iþróttum, og bættust margir í hópinn í sum ar. íþróttaþjálfarar voru marg- ir í starfi hjá félaginu, og marg ir áhugamenn lögðu fram sína vinnu endurgjaldslaust við þjálfun og leiðbeinendastörf, og má geta þess ,að þrjár deildir kostuðu þar ekkert til, þar sem deildarmeðlimir lögðu á sig þessi störf sjálfir. Frjálsíþróttafólkið æfði mjög vel, undir handleiðslu hins á- ■ gæta íþróttakennara Ólafs Unn steinssonar. Þátttaka var mjög góð í öllum stærstu frjálsíþrótta mótum ársins, og létu íþrótta- menn og konur mikið að sér kveða á þessum mótum. Félagið hefur nú á að skipa einu sterk asta félagsliði á landinu í frjáls um íþróttum. Félagið átti marga sigurveg- ara á Meistaramóti íslands í sumar, og einnig í Bikarkeppni F.R.Í.. í Víðavangshlaupi ÍR voru 10 keppendur frá félag- ' inu, sem unnu þar í 3., 5. og 10 manna sveitum, annað árið í ' röð. Tveir frjálsíþróttamenn voru valdir í landsliJð íslands á Norðurlandamótinu sem frani fór í Danmörku í sumar, voru það þeir Karl Stefánsson og Trausti Sveinbjörnsson, þá var Kristín Jónsdóttir, hlaupadrottn ing, valin til þátttöku á Evrópu mótið í Aþenu. Kristín tvíbætti íslandsmetið í 200 m. hlaupi, og Arndís Björnsdóttir setti ís landsmet í spjótkasti. Trausti nálgaðist íslandsmetið í 400 m. grindahlaupi og Þórður Guð- mundsson setti íslandsmet í 600 m. hlaupi innanhúss. Bæjarkeppni við Vestmanna eyinga vann félagið með mikl um yfirburðum, bæði í karla og kvennagreinum. ★ Þá skal þess sérstaklega get- ið, að Kópavogsbær bauð þrem v ur íþróttamönnum til Odense í Danmörku í sumar á vinabæja mót seni þar var haldið, með þátttöku frá vinabæjum Kópa- vogs á hinum Norðurlöndun- um. ' ■' Knattspyrnumenn voru í mik illi framför í sumar, unnu sinn riðjl í íslandsmótinu með yf- irburðum, og háðu þrjá leiki um sætið í fyrstu deild næsta ár, og munaði litlu að það tækist, verður væntanlega ekki langt að bíða þar til þeir nái því marki að spila í fyrstu deild. Yngri flokkar í knatt- spyrnu eru efnilegir, og sigr- uðu í mörgum smærri mótum I sumar. Knattspyrnan á hér sem annarstaðar miklum vinsæld- um að fagna, og verður fróð- legt að fylgjast með framvindu hennar á næstu árum. Síðan sundlaugin var byggð hér í Kópavogi, hefur áhugi fyrir sundíþróttinni vaxið mik- ið. Sunddeildin er að vísu ekki nema ársgömul en þrátt fyrir það, eru nú þegar margir efni- legir unglingar í sundi. Sendir voru keppendur á Sundmeistaramót íslands og Unglingameistaramót íslands. Nokkrir keppendur voru send ir á afmælismót KR. Bæjar- keppni var háð við Hafnfirð- inga. 28 keppendur tóku .þátt í sundmóti TJMSK, sem er stiga keppni á milli sambandsfélag- anna, var sundfólkið sigursælt á því móti, og sigraði með yfir- burðum. Meistaramót Kópa- vogs var haldið í maí s.l. með 31 þátttakanda. Handknattleikur hefur mikið verið stundaður undanfarin ár, en skort hefur húsnæði í Kópa vogi til æfinga, og hefur verið æft í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi. Þangað er erfitt að sækja æfingar og mjög kostn- aðarsamt, en í byrjun næsta árs verður fullgert íþróttahús, sem verið hefur i smíðum hér í Kópavogi, og batnar þá að- staðan. Þátttaka var í íslandsmóti bæði ihnan og utanhúss, UMSK móti. og var félagið efst að stigum yfir alla flokka í því móti. Tvær stúlkur frá félaginu voru valdar í unglingalandslið kvenna sem þátt tók í Norður- landamóti í Danmörku á ár- inu. Glímuæfingar hafa farið fram í íþróttahúsinu í Kópavogi, og- hefur þátttaka farið vaxandi síðustu árin. Sérstaklega eru það ungir drengir sem sækja æfingár. Sveitaglíma var háð s.l. vor við i KR með yfirburðasigri Breiðablika. Bikargrímá Kópa- vogs fór fram í máí s.l. Þátt- takendur voru 23 í þremur ald ursflokkum. „ Tíu manna glímusvéit sýndi glímu. á sumardaginn fyrsta und ir stjórn ívars Jónssonar. Könfuknattleiksdeildin er jafngömul Sunddeildinni, og voru -fastar æfingar í fyrravet- ur, og hafnar aftur í haust, þar era einnig efnilegir unglingar, sem koma eflaust við sögu, þegar tímar líða. Sendir voru þrír flokkar í ís- landsmótið í fyrravetur, með sæmilegum árangri. Á fimmta hundrað manns munu hafa tekið þátt í íþrótta- æfingum á VégUhT'félagsins á árinu. Mikil vinna er því lögð af mörkum árlega við undirbún ing og skipulag vegna æfinga og leikja, íþróttamóta og þátt- töku í öðrum mótum utan Kópa vogs. Eins og áður ér vikið að er það stærsti draumu-r íþrótta fólks að eignast gott íþrótta- svæði, bæði til æfinga og_ keppni þá mun íþróttunum vegna vel í Kópavogi. MOU LITLI — EFTIR RAGNAR LÁR. Gölugvendur Framliald af bls. 2. alltaf til ofdrykkjumenn (alkó- hólistar) en ofdrykkja er ekkert annað en illkynjaður sjúkdómur sem læknar verða að gera sitt Köngnll sá þá félagana koma gangandi eftir ísnum og nú ákvað hann að gera þá ærlega skelkaða. Hann tók nú stefnuna í áttina til þeirra. Sleðinn brunaði áfram á fleygiferð og þeir Moli og Jói veltu því fyrir sér hvort Köngull ætlaði virkilega að skila þeim sleðanum óumbeðið. Það var ekki honum líkt. bezta til að lækna“. ÞANNIG hljóðar bréf ORRA. Ég er ekki í vafa um að hann á marga skoðanabræður. En hann á líka marga andstæðinga. Ég mun fjalla um efni bréfs hans síðar því ég hef ekki rúm fyrir lengra mál í dag. Götu-Gvendur. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H> □ John Profumo, fyrrum varnarmálaráðherra og hneykslunarhella brezkra aristókrata, er nú a£tu> kom inn fram á sjónarsviðið nú sem starfsmaður hjá Toyn bee Hall, en það er stofnun sem stendur fyrir þjóð- félagslegum umbótum. Þegar þessi mynd var tekin var hann að opna sýningu á 100 listaverkum eftir fanga í enskum fangelsum. Orðsendíng frá „Flugeldaiðjunni", Þórsmörk, Garðahreppi Vér leyfum oss að vekja athygli yðar á, að flugel'dar og blys frá „Flugeldaiðjunni“ Þórsmörk, Garðahreppi, eru framleiddir eftir formúlum frá Tívólí flugeldaverksimiðjunni í Kaupmannahöfn og unnin af eina faglærða manninum, sem lært hefur hjá Tívólí flug- eldaverksmiðjtunni og fengið þaðan viðurkenningu sem flugelda- framleiðandi. „FLUGELDAIÐJAN’* ÞÓRSMÖRK — GARÐAHREPPI. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.