Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðubla'ðið 29. desember 1969 Götu Gvendur a □ : ORRI skrifar mér um bind- indisfræðslu, og þótt ég sé hon- um ekki sammála um allt birti ég' það með ánægju og nota tæki ' færið til að láta í ljós að þessi 1 dálkur er opinn fyrir hvaða heið ■ virð sjónarmið sem eru, alveg ■ eins þótt sjálfur sé ég á öndverð um meiði. Bréfið hljóðar svo: NÝLEGA var haldinn full- trúafundur Landssambandsins gegn áfeng'isbölinu, og var aðal- efni hans bindindisfræðsla í skól um. Meðal þeirra ályktana sem gerðar voru var, að fræðsla um áfengis- og bindindismál sé auk- , in í skólum landsins. Bindindis- frséðsla hefur um langt skeið far ið fram í skólum landsins og til að veita hana hafa verið fengn- iv ýmsir bindindisfrömuðir. En . þa^í vill alltof oft brenna við hjá þeiím góðu mönnum, að þeir séu of j ofstækisfullir, þeir standa ' frammifyrir nemendum og lýsa v hve áfengið er mikill bölvaldur, hversu marga það hefur leitt til g'lötunar, og hina éinu réttu 1 lausn telja þeir algjört bindindi, i þ. e. áfengisbann. — Hver er ár angurinn? Ekki mikill. Nemend ur framhaldsskóla halda áfram að .drekka, og jafnvel nemendur ; unglingaskóla, og frétt hef ég, að , drýkk.juskapur í skólum hafi frekar aukizt en hitt síð- an 'ég sat í framhaldsskóla, fyrir sárafáum árum. — Það á að áuka bindindisfræðsluna, það á að leggja enn fastar að ungling- uníim að drekka ekki, með því aðUýsa á enn áhrifaríkari hátt böli áfengisins. — En sann- leikurinri er sá, að þeir einir hlusta sem eru bindindismenn fyrir, hinir drekka sig fulla hve nær sem þá lystir, þrátt fyrir all ar prédikanir, o.V;g þori jafnvel að fullyrða að í sumum tilí'ell- um getur bindindisprédikun leitt beinlínis til drykkju. HVERSVEGNA ekki að snúa dæminu við og hefja kennslu í meðferð. víns? Ætli það gæti ekki orðið árangursríkara að kenna unglingunum að fara með þennan drykk sem getur orðið mönnum til mikiilar skemmtun ar ef rétt er með farið? Það þarf að fræða unglingana um vínteg- undir, það þarf að seg'ja þeim frá ýmsum drykkjuvenjum, hvaða tegundir eru drukknar með hvaða mat hvernig staup og glös á að nota undir hinar ýmsu tegundir, Það þarf að kenna hvernig á að blanda rétt og kenna að blanda ýmsa drykki úr fleiri tegundum. MEÐAL DRYKKJUVENJA sem gaman væri að kenna ungl ingum eru drykkjuvísur ýmissa þjóða og ýmislegt fleira sem tengt er drykkju með aldagam allý!íéfð. — Með þessu og fleiru á að vera hægt að komast fyrir þá orsök sem í mörgum tilfell- um veldur því að menn drekka sér til óbóta, menn sitja í hópi kunningja, enginn hefur neitt að segja, allir halda á glasi, og í leiðindunum er bara drukkið og drukkið, blandað aftur í glösin og haldið áfram að drekka þar til yfir lýkur. — Einnig þarf að útrýma „stútmenningunni". Það er að mínu leyti ruddalegt og móðgandi við vínið að kneifa það af stút. Undantekning er að vísu drykkja í réttum, þá er ekki um annað að ræða en stútinn. ÞAÐ ER ÞETTA sem fram- haldsskólarnir eða æðri skólarn- ir, eins og þeir eru oft nefndir, eiga að gera til að hamla á móti áfengisbölinu. Reyndar verða Framhald á bls. 15 FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX BaHentp er ein BALLERUP hrærivélanna. Þær eru fjölhæfar: hræra, þeyta, hnoða, hakka, skilja, skræla, rífa,.. pressa, mala, blanda, móta, bora, bóna, bursta, skerpa. Þær eru fallegar og vandaðar og fóst í 4 stærðum. SlMT 2 44 2a --':SUÐÚ.RGÖtU 'T0 YNJAH ITONLIST I Hvað er á seyði úti fyrir Bretlandsslrönd! | □ Mikil undur gerast nú í djúpunum undan Corn- Iwall á suðvesturströnd Bretlands. Að miansta kosti finnst Simon Regan, blaðamanni við enska vikublað- ið News of the World nóg um hljóðin, scm hann Iheyrir á 20 feta dýpi, að ekki sé minnzt á tónverkm, sem heyrast, þegar neðar dregur. Orðrómur hefur verið á kreiki meðal kafara á þessum slóðum um dularfull hljóð. Simon Reg- an fór því á vegum blaðs síns fyrir rúmri viku síðan á staðinn til að kynnast þessu af eigin raun. í nokkra daga æfði hann sig í köfun með þjálfuðum köf urum, og tók síðan bát á leigu og sigldi á hinn umrædda stað og lét sig sökkva. „Þetta var ógnvekjandi reynsla,“ sagði hann. „Eg var kominn á umráðasvæði þeirrar deildar varnarmálaráðuneytisins sem hefur með eiturefnahern- að að gera. Sjórinn þarna er fullur af úrgangseínum. 25 ára g'amall kafari, sem með mér var var búinn að segja mér frá kynjahljóðum þarna í djúpun- um, en fyrstu dagana kafaði ég sjálfur ekki mjög djúpt. Það var ekki fyrr en einn dag, að ég fór niður fyrir 20 feta dýpi. Það voru fleiri kafarar með mér. Þá heyrðum við allt í kring' um okkur undarleg hljóð, sem erf- itt er að útskýra^. Fyrst fannst mér þetta ofur eðlilegt. En svo fór ég að heyra raddir tala á frönsku, ensku og rússnesku. Dimmar og drauga- legar raddir, sem urðu sífellt sterkari eftir því senj neðar dró. Mér var farið að líða hálf .illa, og skyndilega bylti straumurinn mér við, svo ég gat alls ekki fundið út hvað var upp eða nið- ur og átti erfitt með að komast upp á yi'irborðið. En með hjálp hinna tókst það þó og ég kafaði ekki meira þann dag. En næsta dag ákváðum við að fara öllu dýpra. Við g'áfum okkur g^ðan tíma til að komast niður og á leiðinni heyrðum við í sífellu sömu raddir og daginn áður. Eg var kominn niður á 100 feta dýpi er ég heyrði skyndi- lega, og nokkuð skýrt, 2. píanó- konsert Rachmaninoffs og fiðlu konsert eftir Brahms. Eg ætla ekki að reyna að lýsa því hvern ig mér leið. Við fórum upp aft- ur. Næstu daga héldum við áfram að kafa, og alltaf heyrðum við þessa. tónlist, og eftir því sem við færðum okkur um var sem við færum i gegn um ný tón- svið. Raddirnar tóku að skýr- ast fyrir mér og það varð auð- veldara að greina orðaskil. Eitt skiptið var eins og ég' væri að hlusta á útsendingu franskrar útvarpsstöðvar frá því í heims- styrjöldinni, það var verið að lýsa sprengjuárásum.“ Regan er sannfærður um að hér hafi ekki verið um ofskynj- anir að ræða. Þegar hann bar sig saman við hina kafarana virt ust þeir allir hafa heyrt hið sama, sömu orðin og sömu tón listina. News of the World hef ur leitað sve/s við þessari gátu hjá varnarmálaráðuneytinu brezka. En þeir kannast ekkert við þetta. Og ekki kannast þeir heldur við brennisteininn og önnur úrgangsefni, sem nú drepa fisk þarna í nágrenninu. En hver kannast þá við það? Brezki blaðamaðurinn Simoni Regan kaí'ar í leit að kynjahljóðj ’um. .1/ Þéftbýlisþréunin í Samvinnunni □ Þéttbýlisþróunin er það efni, sem tekið er sérstaklega fyrir í nýjasta heftinu af Sam- vinnunni, £em er að koma út þessa daganá. Atta menn eiga þar greinar um þett.yefni, Valdi mar Kriutinsson viðskiptafræð- ingur, Björn Stefánsson búnað- arhagfræðingur, Lárus Jónsson viðskiptafræðingui', Björn Frið- finnsson bæjarstjóri, Sigfinnur Sigurðsson borgarhagfræðing'ui', Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Einarsson fulltrúi. Að vanda er svo ýmisleg't annað efni í blaðinu en. nú um nær tveggja ára skeið hefur Sam- vinnan haft þann hátt á að taka ákveðin mál til meðferðar á svipaðan hátt og byggðaþróun- ina í þessu blaði. í síðasta hefti voru þannig birtar allmargar gt-einar um sjónvarpið, og vöktu þær falsverða athygli, eins og fleiri greinaflokkar af þessu tagi hafa gert. Ritstjóri Samvinnunn ar er Sigurður A. Magnússon. Styrkir til náms í hjúkrun □ Rauða krossi Islands stentj ur til boða brezki Florencál Nightingale-styrkurinn til framhaldsnáms í hjúkrunar* fræðum á Stóra-Bretlandi. i t Ætlazt er til að umsækjendH ur stundi nám í sjúkrahússtjórp' heilsuvernd eða hjúkrunar- kennslu og hafi þriggja til fimni ára starfsreynslu að baki. Styrkurinn er að verðmæti 600 pund og nægir það fyrir, kennslyjjöldum og dvalarkostn aði. | r \ Námið hefst 1. sept. 1970 og skulu umsóknir hafa borizt eigi síðar en 18. janúar n.k. til skrif stofu Rauða kross íslands, Öldit götu 4, sem gefur allar nánari upplýsingar um styrkinn og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. i i’; Fréttatilkynning frá ) Rauða krossi íslands. □

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.