Alþýðublaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. m,arz 1970 3 LOÐNUAFLINN SL. LAUG- ARDAG 12 ÞÚS. IONNUM MINNIEN IFYRRA í msrfjíi var heildaraflinn að nálgast 80.000 fORD □ Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands höfðu alls bprizt á ía.nd á laugardaginn, 56,885 tonn af loðnu. en á sama tíma í fyrra var heildarloðnu- aflinn 69,722 tonn. 62 bátar eru komnir á skrá hjá FÍ með einhvern afla og ðar af hafa 26 bátar yfir 1000 tonn. Hæstur er Gísli Arni (skip- stjóri Eggert Gíslason) með 1909 tonn, þá Súlan (skipstjóri Hrólfur Gunnarsson) með 1761 tonn, Birtirígur með 1669, Gígja 1631 og Hilm.ir með 1570. Hæstu löndunarstaðir eru Vestmannaeyjar með 23.450 tonn, Neskaupstaður 7,861 tonn og Fáskrúðsfjörður með 3,508 tonn. Allar tölur eru miðaðar við s. 1. laugardag, en síðan hafa komið á land um 20.000 tonn. Ágætur afli síð- asta sólarhring [~| Síðasta sólarhring fengu 25 bátar 5920 tonn af loðnu á tv.eim veiðisvæðum fyrir Suð- urlandi. Við Ingólfshöfða feng- us.t 2300 tonn, en hitt á svæð- inu milli Skaftáróss og Skarðs- fjöruvita. í morgun.var veður farið að versna við Ingólfshöfða og lík- lega ekki vinnuveður, en á ves't ursvæðinu var sæmilegt veður. Loðnan stóð frekar djúpt við Ingólfshöfða í gær og aflinn qr að mestu fenginn í gærkvöldi. Þessir bátar fengu afla: Gígja 250 .tonn. Reylcjaborg 320, Dag- faxá 260, Örn 300, Örfirisey 330, Huginn. II 220, Hafrún 230, Helga II 290. Ásgeir 240, Giss- ur hvíti 200, Krossanes 200, Hilmir 100, ísleifur IV 200, Höfrungur II 210, Gjafar 220, Alcurey 300, Þorsteinn 250, Bára 130, Bergur 200, Halkion 210, Súlan 400, Jörundur III 240, Bjarmi II 200, Héðinn 250 og Gullver 170 tonn. — ÍSLENDINGAR MEÐ BRETUM í deilunni um laxveiðar á N.-Ailantshafi P Wilson, forsætisráðherra Breta, er bjartsýnn á að við- ræður geti hafizt við Dani, er leiði til lykta deiluna um lax- veiði við Grænland. Kom þetta fram í fyrirspurnartíma í brezka þinginu í vikunni sem leið. Laxveiðideiluna bar einnig á góma í viðræðum Wilsons og Willy Brandts, kanzlara V,- Þýzkalands, en Þjóðverjar styðja Dani í þeim efnum. Finnst þeim krafa þeirra ríkja,, er hagsmuna eiga að gæta vegna laxaræktar í ám og vötnum, ó- aðgengileg. Það eru Bretar og Kanadam.enn, sem einkum eru í forsvari fyrir þau ríki, og krefj- ast þau 10 ára banns við lax- veiði í úthöfum. ísland er í hópi þeirra 15 ríkja, sem andvíg eru þessum veiðum, og sæti eiga í nefnd þeirri; er ákveða skal framtíð. laxveiði á Norður-Atlantshafi. Þessi myndl var tekin í Kópavogi er sameiginlegt prófkjör flokkanna fór fram um 'helgina. •— Hinn 15. apríl fer M.S. Gullfoss í sérstaka skemmtisiglingu með skíðafólk til fsafjarðar. í ferðinni verður skíða- kennari, sem leiðbeinir þeim, sem þess óska. Farþegar búa i M.S. Gulifossi allan tímann. Kvöldvökur, dans og margs konar skemmtanir fyrir farþega um borð f skipinut Veizlumátur á borðum. Verð frá kr. 3.370,00 Fæði og þjónustugjald innifalið. Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Skíðaferð Skemmtisigling til ísafjarðar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.