Alþýðublaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 13
RITSTJÓRI: ÖRN EIÐSSON
© m er
IHR9TTIR
Þessi mynd er frá HljómSkálahlaupi ÍR, sem háð var á sunnudaginn. Þátttaka 1
var mikil, íen nánar verður skýrt frá úr slitum í hlaupinu síðar.
Einar Sæmundsson endurkjörinn formaður KR:
KR-INGAR UNNU 2967 STUNDfR Í
SJÁLFBOÐAVINNU VIÐ ÍÞRÓTTAHÚS
FJÁRHAGUR FÉLAGSINS
Það kom fram í reikningum fé-
lagsins, að fjárhagur KR stend-
ur traustum fótum, þar sem
hrein eign þess er bókfærð á
8.6 millj. kr., og ennfremur að
' tekju.afgangur varð hjá félaginu
á starfsárinu. Er það í fyrsta
skipti í mörg ár, að ekki er
rekstrarhalli á ársreikningi fé-
lagsins í heild, en það mun að
nokkru stafa af nýjum tekjulið
á árinu, þ. e. getraunastarf-
semi, en KR-ingar hafa gengið
ötullega fram í sölu getrauna-
seðla.
( byggingar-
FRAMKVÆMDIR ,
j KR-ingar eiga í smíðum nýjan
' íþróttaskála á félagssvæði sínu
við Frostaskjól, og var unnið
við byggingu þessa fyrir tæpar
j Í/4 millj. kr. á starfsárinu, þann
ig að samtals hafa verið lagðar
í þessa nýju byggingu um 4
millj. kr.
KR-ingar hafa drjúgum unn-
ið sjálí'boðavinnu við bygging-
arframkvæmdir sínar, og hafa
þeir lagt fram 2367 stundir í
sjálfboðavinnu við nýju bygg-
inguna. Þá voru ísleifi Þorkels-
syni færðar þakkir fyrir ágætt
starf og forgöngu að uppsetn-
ingu ljósaskiltis með félags-
merkinu á KR-heimilið.
KR 70 ÁRA
KR varð 70 ára á s. 1. ári, og
höfðu KR-ingar uppi mikil há-
tíðahöld í tilefni þessa afmælis.
Haldin var vegleg afmælishátíð
á Hótel Sögu, flestar íþrótta-
deildir félagsins héldu afmælis-
mót og sýningar og myndarlegt
félagsblað var gefið út í umsjá
Ellerts B. Schram og Þórðar
Sigurðssonar. f tilefni afmælis-
ins var Sigurður Halldórsson,
fyrrv. formaður Knattspyrnu-
deildar félagsins, gerður heið-
ursfélagi KR fyrir frábært starf
í þágu félagsins, Sveinn Björns-
son sæmdur stjörnu KR, en
Gullmerki með lárviðarsveig
hlutu Ólafur Þ. Guðmundsson,
Þórir Jónsson, Árni Magnússon,
Sigurgeir Guðmannsson og
Hans Kragh.
10 ÍÞRÓTTADEILDIR
Alis eru nú starfandi 10 íþrótta
deildir innan KR og mikill dugn
aðu.r og áhugi ríkir innan þeirra,
þó að afrek og.fjör sé misjafnt
eins og gengur.
Knattspyrnufélag Reykjavík-
ur hélt aðalfund sinn fyrir starfs |
árið 1969 í KR-heimilinu við .
Frostaskjól mánudaginn 26. jan. I
s. 1. Fundinn sátu 87 fulltrúar j
frá 10 deildum félagsins, aðal- *
stjórn og hússtjórn. Fundarstjóri I
var Haraldur Gíslason, en fund |
arritari Gunnar Felixson.
í upphafi fundar minntist for |
maður KR, Einar Sæmundsson, I
fjögurra KR-inga, sem létust á ■
starfsárinu, þeirra Davíðs Ólafs 8
sonar, Nieljohníusar Ólafssonar, |
Helga Guðmundssonar og Ge- I
orgs Kjartans Hannessonar. I
Risu fundarmenn úr sæíum sín- |
um til að votta þessum látnu ,
félögum virðingu og þakkir fyrir I
störf í þágu félagsins, en tveir I
þeir fyrsttöldu voru heiðursfé- ■
lagar KR.
Gunnar Sigurðsson, ritari að- I
' alstjórnar, flutti skýrslu aðal- I
" stjórnar . og ennfremur úrdrátt
úr skýrslu hinna einstöku deilda, I
en allar deildir höfðu haldið að- I
■alfundi sina, áður.en aðalfundur I
félagsins varð haldinn. Sveinn I
Björnsson flutti skýrslu og I
reikninga hússtjórnar, og gjald- 1
Framhald á bls. 11.
FANN
VEILUNA
VÖRN
- og vann
sigyr m:
□ íslandsmeistararnir ÍR
hefndu ófaraTina frá fyrri um-
ferð íslandsmótsins gegn KR í
fyrrakvöld, og sigruðu með 15
stiga mun, 85—70.
ÍR tók strax forystu í leikn-
um, 10-6, 24-12, 35-16, og í
hálflei’k var 18 stiga munur,
44-26. Nú gekk leiikaðferð f'R-
ingann'a gegn svæðisvörninni,
sem KR lék, alveg glimrandi
vel, O'g munaði þar mest um að
Kristinn Stefánsson, sem leikur
lykiifhlutveírk í vörninni, sat
meiddur á bekknum, en þeir
sem hlupu í skarðið reyndust
ekki valda hlutverkli Kristins.
Flest stig ÍR voru skoruð undir
.körfu, og tókst ÍR-ingum, með
Kristin Jönindsson og Sigurð
Gíslason í broddi fylkin'gar að
plata varnarmen'n KR, þá sem
gæt'a áttu svæðisins undir körf-
unni, upp úr skónum, ef svo
má að orði komaist. ÍR-Lngar
voru líka tiibúnir að mæta Eih-
ari Bollasyni, sem reyndiEt
þeim svo erfiður í fyrri leikn-
□ Kristinn Jörundsson skor-
aði 31 stig gegn KR á sunnu-
daginn, og átti mjög góðan
ieik. Þessi ungi maður er orð-
inn ein af máttarstoðum ÍR-
liðsins. og hefur vafeið at'hygli
fyrir frábæna hæfileika í körfu-
Jsnattleiknum.
um, enda veittist þeim það léttj
riú, þegar Kristins StefánsBonar
naut ekki við.
Síðari hálfleikur var hnifj afn,
og reyndar vann KR hann með.
3 stigum. Nú fóru KR-ingar að
skjóta meira fyrir utan í stað.
þess að troða boltamum inn á?
miðju til Einars, þar sern hann-
lenti venjulega í höndum ÍR-
ih'ga. Gekk þá mun betur, en
vörn KR vair sú sama. Flestar
sóknarlotur ÍR-inga emduðu
inni undir körfu KR, þar sem
lítið var um varnir og ÍR-ingar
unnu léttan siigur, 85-70.
ÍR-in'gar vissu hvar veilian
var í vöminni hjá KR, þegar
Kristin Stefánsson vantaði, og
notfærðu sér það óspart. Af
sömu orsökum veittist þeim
vömin létt. Þessi munur er of
mikill til að hann gefi rétta hug
mynd um styrkleika liðianna, en
ef að líkum lætur gefst körfu-
kniatt'leilksunn'endum kostur á
að sjá þau aftur í keppni inn-
an skamms. Þó getur undan-
keppnin fyrir þriggja leikja úr-
slitin gert strik í þamn reikn-
ing eins og kunnugt er.
Kristinn Jörundsson var lan'g
bezti maður ÍR, og átti alveg
sérstakt'ega góðan leík. Hann
skoraði 31 stiig, en Si’gurður
Gíslason, sem kunni frjálsræð-
inu undir körfu KR vel, skor-
aði 18 stig. Birgir Jaknhsson
var ekki mjög virkur í þessum
lerilk, en skoraði samt 15 stig, en
Þorsteinn Ha'llgrímsson átti'
mjö'g góðan varnarleik, og skor-
aði auk þess 14 stig. Einar
Bollason skoraði 20 stig fyrir
KR, en næstir komu Bjamí
Jóhannesson með 15, Stefán
Hallgrímsson með 14 og Kol-
beinn Pálsson, bezti maður liðs-
ins með 13 stig. — gþ.
VELJUM ÍSLENZKT-/MV
ÍSLENZKAN IÐNAÐ U»4/