Alþýðublaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.03.1970, Blaðsíða 8
8 Þriðjiidagur 10. marz 197CH „Það er margt sem til þarf, og Jietta fæst auðvitað aldrei nema með reynslunni . . . og það margra ára reynslu", segir Hlín. Hún er að tala um þá á- byrgðarstöðu sem henni hefur verið falin: að taka að sér stjórn hins nýja Hótel Esju við Suðurlandsbraut. Hún lítur ekki út eins og maður ímyndar sér gjarnan hótelstjóra. iFyrst og fremst er hún ekki karlkyns eins og venjan er um þá er skipa þessa virðulegu stöðu. Svo er hún ung og næstum telpuleg í út- liti. En þegar hún fer að tala, kemur í ljós, að hún er örugg og ákveðin á látlausan, róleg- an hátt, og veit auðsjáanlega hvað hún er að segja. Hún hef- ur tekið nám sitt alvarlega og lifað sig inn í starfið með brennandi áhuga. „Ég er alls staðar með nefið ofan í öllu hvar sem ég er“, játar hún með bros á vör. ÓTTAST EKKI ÁBYRGÐ Síminn hringir með stuttu millibili, og hún afsakiar sig kui'tdlsli&ga. Meðlal anmars er verið að panta herbergi á nýja hótalinu í sumar, þó að það opni ekki fyrr en 1. júlí, og þegar er yfirbókað um mesta amn-aitím'ann. „Ég ætlia rétt að vona, að áætlunin standi'st og eikkert óvænt komi fyrir til hindrunar", segir Hlín. Hún er nefnilega nýkomin heim fi’á Mexík'ó þar sem eng- um finnst liggja neift á og „á moirgun“ hugsunarhátturinn er allsráðandi. Og þax gemgu smá- hlutir eins og hóteiopnianir dá- lítið skrykkjótt. Um þessar mundir er hún önnum kafin við aiis kyns bréfaskriítir til útlanda og um- fangsmi'klar pantanir á vélum og tækjum. Seinnia kemur að ráðningu starfsfólkisims, og á því mun hún ber'a fulla ábyrgð. Hún er sem betur fer laus við hinn algenga „kvenlega“ eigin- leifca að óttast ábyrgð. „Ég hef ekki fundið fyrir neinni hræðslu“, segir hún hreinskilni'slega, „en hvort ég hef fengið nóga reynslu og þroska til að gegnia stariinu vel, verður að sýna sig. Ég hef alls konar fólk í kriinigum mig sem er ti'lbúið að hjálpa mér, og ef mér mistekst samt, þá er ekki! um amnað að gena en draga silg í hlé og ta'ka því. Ef maður gerir eiinis vel og manini er frek- ast unnt, getuir maður haft góða samvizku, því að meira er ekki hfegt. Nú, svo er ég að- eins ráðin til 1. nóvember, þarnnig að þeir geta þá losað sig við mig ef þeir vilj'a, eða ég hætti ef ég treysti mér ekki 'að halda áfram“. En það er eitthvað í ein- beittum svipnum sem sýnir, að liún hefur a.m.k. ekki í hyggju að gefast upp baráttulaust. ÞÁ iVANTAÐI FLÖKKUEÐLIÐ Hlín hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og ferðamálum. Fyrst fór hún til útlanda 13 ára gömul og dvaldiist þá heilt ár í Bandaríkjunum. „Kannsiki vaknaði þá í mér þetta flökku- eðli sem ég hef alltaf haft síð- an. Og ég sá, að ég þyrfti að vita sem mest um ísland, bæði land og þjóð, ef ég ætlaði mér að ferðast víða, því að það væri skammarlegt að vita ekki skil á neinu þegar fól'k af öðr- um þjóðum faeri að spyrja mann. í skólanum þurfti ég að svara spurningum um ísland, og hinir nemendumir voru fullir af forviitni og vildu fá að vita al'lt um okkur, hvernig við lifðum lífinu, hvemig um- hverfið væri, o.s.frv. Mininug þessarar reynslu siinniar fór hún á leiðsögumann'a- námskeið sem haldið var í Há- skólanum á vegum Ferðaskrif- stofunmar. „Til að fá meiri þekkingu á Reykjavik og ís- landi. Ég var þá í 5. bekk í Memntas'kól'anum og átti 'að taka stúdentspróf í ensku um vorið — ég var í stærðfræði- deild — og ég vann tvö sum- ur á Ferðaskrifstofu ríkisins, m. a. til að fá svolitla æfingu í málum. Starfið átti pcrýðilega við mig og var svo skemmti- legt og tilbreytinsgiarríkt, að mér datt í hug, að gaman væri að fara út í að læra ferðai- skrifstofur ekstur ‘ ‘. Veturinm eftir stúdentspróf var hún í skóla úti í London og var þá að velta fyrir sér að leggja fyrir sig viðskipta- fræði. En næsfa sumarið vann hún atftur á Ferðaskrifstofunni og bauðst þá tækitfæri til að taka að sér rekstur hótelsins að Varmalandi í Borgarfirði um mánaðartíma. „Og þar vaknaði áhuginn á hótelrekstri. Okkur vantar fólk sem er sér- menntað á því sviði, vegma þess að ferðamannastraumur- rnn er sífellt að aukiast og þá þarf að reisa fleiri hótel, bæði í Reykjavík og úti um liandið. Og ég fann, að stönf í sam- bandi við ferðamál myndu eiga bezt við mig atf öllu sero ég gat hugsað mér að fást við“. FJÖLÞÆTT NÁM Hún vissi, að tungumália- kunnátta var mjög nauðsynleg í slíkum störfum, svo að hún hélt næst til Parísar og Xas tfrönsku við Sorbonne. Um leið byrjaði hún að leita upplýs- in'ga um hótelskóla í ýmsum löndum, og að lokum afréð hún að sækjia um skólavist í því . mikla hótelmannatendi, Sviss. Inntökuskilyrði voru stúdents- próf, góð frönskukunnátta og minnst eins árs starfsreynsla annað hvort á hóteli eð'a ferða- skrifstofu. „Ég skrifaði tveimur sviss- neskum hótelskólum sem ég hatfði fengið að vita, ,að væru mjög góðir, en erfitt að fá inn- göngu og biðtíminn langur. Og ég fékk það svar, að ég yrði að bíða 2—3 ár, svo að mér leizt ekki á blikunia. En ég var heppin; í marz fékk ég bréf frá öðrum þeirra þar sem mér var sagt, að ég gæti fengið að taka inntökupróf um haustið. Um leið var mér ráðl'agt að Hlín Baldvinsdóttir koma í júli og ta'ka þátt í for- námskeiði sem þá væri baldið. Þessi skóli var í fjallaþorpiinu Glion fyrir ofan Montreaux við Genfarvatnið“. Inntökuprófið stóðst hún með slíkri prýði, að hún var sett í þyngri deildina af tveimur. „Það er miiðað við tveggja ára nám í hótelstjórn, en hin deild- in er léttiari og telist fremur undirbúningur undir hótel- stjóm. Þeir sem í henni eiu verða að taka þriðj'a árið ef þeir vilja fá sama diploma. Námið tekur allt árið samfleytt, „É'g ekfka ferðaíög og „En það virtist ekkei flælking, svo ég fór til handa mér að gera.“ Mexíík'ó.‘‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.