Alþýðublaðið - 28.04.1970, Síða 3
Þriðjudagur ,28. apríl 1970 3
sl-y
Menntamálaráðherra á blaðamannaiundi í gær:
Óskir stúdenta
veröa teknar til
athugunar
□ „Ég tel, að þær upplýsiugar, sem borizt hafa
fjölmiðlum frá ýmsum hópum íslenzkra námsmanna
erlendis og stjórn SINE, Samhandi íslenzkra náms-
manna erlendis, séu í veigamiklum atriðum svo vill-
andi, að nauðsynlegt sé, að ég skýri málið svolítið
frá sjónarmiði ríkisstjórnarinnar“, sagði dr. Gylfi Þ.
Gíslascn, menntamálaráðherra, í upphafi blaðamanna
fundar, sem hann hélt í gær.
„Þess er fyrst að geta, að sá
aðili. sem á að hafa skipti við
mennta'málaráðimeytið fyri-r
hönd íslenzkra stúdenta erlend-
is, er stjórn SÍNE. Hún er að
vissu leyti löggiltur fulitrúi
þeirra, því áð lögum samkvaemt
á hún ful’ltrúa í stjórn Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna.
Þá er þess að geta, að þær
óskir, sem fundirnir við sendi-
ráð íslands erlendis áttu að
undirstrika, hafa aldrei verið
sendar menntamálaráðuneytinu
af stjóm SÍNE. Hins vegar
skrifaði stjórn SÍNE Lánasjóði
íglenzkra námsmanina á síðast-
liðnum vetri — 24. nóvember
1969 — þai' sem ósldr eru sett-
ar fram um 100% námsaðstoð
vegna svo'kallaðrar umfram-
fj árþarfai' á fjórum árum. Þar
eð þá var búið að taka ákvörð-
un um fjármál sjóðsins 1970
og auka ráðstöfunarfé hans úr
62 milljónum krónum í 86
milljónir króna, tjáði Stjóm
Lánasjóðsins stjóm SÍNE, að
þessar óskir kæmu of seint
fram og þær yrði ekki unnt að
taka til meðferðar fyrr en við
undirbúning fjárlaga 1971.
MÁLIÐ TEKIÐ UPP
Á NÆSTA ÞINGI
Mér var skömmu síðar afhent
a'flrit af þessu bréfi til Lána-
sjóðsins af formanni SÍNE og
formanni Stúdentaráð; og sagði
ég þeim þá, að málefni sjóðsins
hefðu þegar verið afgi'eidd fyr-
h' árið 1970, en þetta mál skyldi
að sjáifsögðu verða tekið upp
fyrir undirbúning fjárlaga
1971.“
FYRIRVARALAUS
FUNDARHÖLD
17. þ.m. — eða fyrir tíu dög-
um — barst ráðuneytinu bréf
frá Lánasjóðnum um þetta mál,
en í stjóm Lánasjóðsins eiga
sæti bæði fuBtrúar stúdenta
heima og erlendis.
Með öðrum orðum — áður
en ráðuneytinu og ríkisstjórn-
inni gefst nokkuð ráðrúm til
þess að kynna sér og athuga
hugmyndir Lánasj óðsiins, etru
hafin fundairhöld úti um heim
um málið og óskað eftir tafar-
lausri afstöðu".
\
AÐSTOÐIN HÆKKI í
ÁFÖNGUM
Bréf Lánasjóðs íslenzkra
námsmanna, sem ráðherrann
vitnan- í, er dagsett 11. apríl s.l.
ög er á þessa leið;
Eftirfarandi samþykkt var í
dag gerð einróma:
„Stjórn Láuiasjóðs ísl. náms-
manna samþykkii' að beina
þeim tilmælum til menntamál'a
ráðuneytisins, að á næstu árum
Skuli námsaðstoð hækka í á-
föngum þannig að mankmiði
2. gr. laga um námslán og náms
styrki verði náð við úthlutun
á árinu 1975“.
Undir umræðum um mál
þetta kom fram, að það er ein-
róma álit sjóðsstjórnarinnar, að
samfara aukinni námsaðstoð
beri að gera erm meiri ki'öfur
til framvindu í námi en nú er
gert. Sömuleiðis, að fyllilega
komi til greina að setja sérstak
ar reglur um endurgi-eiðslu
lána þeirra námsmanna, sem
ánnaðhvort hætta námi eða
ljúka því að vísu, en hefja starf
erlendis.
Stjórn sjóðsins mun við gerð
tillagna sinna til fjárlaga fyrir
næsta ár byggja á þessari sam-
þykkt og leggja fyrir hið háa-
ráðuneyti útreikninga sína þar
að lútandi“.
I
AÐSTOIN HEIMA OG
ERLENDIS
Þá sagði dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamáliaráðherrá, á-
fram:
Ég hef hér tölur um það,
hversu miklu námsaðstoðin hef
ur numið heima og erlendis
undanfarin þrjú ár í hlutfalli
af heildarfjárþörf og sömuleið-
is um það, hve hið óbrúa$a bil
er stórt.
i
Hvað námsmennina erlendis
snertir, hefur námsaðstoðin
numið því, sem hér segik; og
er þá miðað við heildarfjár-
þörf;
Árið 1967 — 36% 1
árið 1968 — 42%
árið 1969 — 45%. ,
Óbmaða bilið var því á iþess-
um árum:
Árið 1967 — 31% ,
árið 1968 — 32% ,
árið 1969 — 26%. c
H'já stúdentum heiima eru
tölurnar þessar:
Árið 1967 — 21% ,
árið 1968 — 26%
érið 1969 — 30%. j
Óbrúaða bilið; j
1967 — 27% (
1968 — 30%
1969 — 28%“.
Framh. á bls. 15
Sementsverksmiðjan
ij
j býður bæjar- og sveitar
félögum sement til
gatnagei;ðar
á árinu 1970
með mjög
::
hagstæðum kjörum
Sementsverksmiðja ríkisins
Akranesi