Alþýðublaðið - 22.10.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1970, Blaðsíða 6
„Ekki vildi ég nú samt þurfa að dúsa hér til lengdar“, scgir Frið'rika. „Ég er hrædd um, að ég fengi innilokunarkennd". Hún situr á svefnsallinum í einum klefanna. Svampdýnan er klædd lcðurlíki og þægilegt að liggja á hcnni, en samt varð einum kvenfanganum svo gramt í geði fyrir nokkrum dogum, að hann (eða rétt u'a sagt hún) reif dýnuna sína í tætlur í bræði- kasti. — Myndir: Gunnar Heiðdal. Ef fangana vanhagar uin eitthvað, geta þeir þrýst á þennan hnapp eins og Amalia sýnir okkur hér. Þá kviknar ljós á þremur stöðum og bjalla hringir þangað til fangavörðurinn er kominn á vettvang. AUÐVITAÐ spyTja allir þær hvort þær séu e’kki útlærðar í júdó, boxi og glimu, og mað- ur hefur kajmsiki ósjálfrátt bú- ið sér til hrollv'ekj andi hug- mynd um kvenfangarverði sem ógnarlegar vaikyr j ui' með stingandi augnaráð, samanbitn- ar varir og vöðva er sæma myndu heimsmeistara í kúlu- varpi. En bað er ekkert hrollvekj- andi við þær góðu frúr, Amal- iu Jónsdóttur og Friðriku Pálsdóttur, sem gegna stai'fi kvenfangavarða í nýju lög- reglustöðvarbyggingunni við Hverfisgötu. Þær minna ein- mitt á það seim þær eru í rauní og veru; elskulegar húsmæður, rólegar og látiatusar konur sem eru gerólíkair öUum hugsköp- uðum myndum af ströngum fangavörðum. . Það eru heldur engir ri'ml- ar á fangakiefunum. Yfirleitt er þetta ekkert tukthúslegt að sjá, þó að þama séu fimm fangaklefar. Allt er tandur- hreint og bjiart og nýtízku- iegt, og Amalía og Friðrika eru klæddar hvítum sloppum, brosandi og glaðlegar, Amalía ljóshærð og Eriðrika dökk- hærð, báðar mjög húsmóður- legar, enda eru þær að hella upp á könnuna þessa stundina. Þær játa, að kaffidrykkja sé iðkuð aif kappi í vinnutíman- um, ekki sízt á næturvakt. ★ OFT ER ÓGÆFAN SJÁLFSKAPARVÍTI. Amalía er eidri í starfinu og hefur unnið þarna síðían fanga'geymslan var opnuð 26. febrúar á þessu ái'i. Friðrika byrjaði hins vegar 1. öktóber. Þær skiptast á og taka nætur- vakt aðra vikuna og dagvakt hina, fi'á kl. 7—7. Eða við það er miðað. En oft eru engir kvenfan.gaa' inni, og þá þarf heldur ekki fangavörð. „Það er hringt í okkur þeg- ar méð þarf“, segir Amalía. „Við verðum náttúrlega að vera tilbúnar að hlaupa upp úr rúminu um miðja nótt þeg- ar við eigum vafetskyldu, eða úr samkvæmi í miðju kafi þegar því er að skipta, en við erum lífca töluvert frjálsar og getum faiið okkar ferða Þeg- ar enginn fangi er inni, svo framarlega sem við látum allt af vita hvar hægt er að ná í okkur í síma. Eins hjálpumst við að og getum tekið vakt hvolr fyrir aðra ef sérstaklega stendur á. Ég kann vel við starfið, og það er gott að vinna þetta með heimilinu, a.m.k. eins og fyrirkomulagið ea- í dag“. Hún hafði áðui' unnið á sjúkraliúsinu Kleppi um fjög- urrla ára skeið. „Þetta er mjög skylt því á köfium“, segir hún, „þó að ástandið sé auð- vitað verra þegar um alvar- lega geðsjúkdóma er að ræða. Og þó ekki alltaf — það sorg- ieigia er hvað ógæfa fanganna er oft sjálískapai'víti. En mað- ur vorkennir þeim ekki minna þess vegna“. Þæi' tala báðar af samúð um fanga sína, og þetta eru kon- ur sem oft sjá lífið í sínum ömurlegustu myndum. „Eh maðui’ má ekki láta það draga sig ni-ður“, segir Friðrifea. „O'g ekfei.þýðir að vera öf hörunds- sár. O'kfcur er stundum úthúð- að og fúkyrðunum hellt yfir okkuii’, við eigum -að vera sad- Ekki dugir annað en loka klefanum vandlega, því að fangamir eru æði misjafnir við að eiga. Annar slagbrandur er neðan til á hurðinni, svo að fanginn geti ekki opnað með því að teygja höndina út um litlu lúguna og kippa efri slagbrandinum frá. 6 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.