Alþýðublaðið - 22.10.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.10.1970, Blaðsíða 7
1 iatar og allt sem nöfnum tjáir að nefna, okkur er bölvað og fonnælt — það er ’alveg ótrú- 1‘egt hverju sumar manneskj- ur geta tekið upp á; þær eru verri en nokkur villidýr. En við megum ekki missa þolin- mæðina, og við verðum að r'eyna að vera góðar við þær, hvernig sem þær láta. Það er heldur ekki hægt annað en kenna í brjósti um þær“. Hún bætir við, að sér fynd- ist ekki veita af að læria ein- hver ákveðin tök þegar feng- izt er við óðar manneskjur. „Og þó að drukknir karlmenn geti verið erfiðir viðureiignar, eru trylltar konui- þúsund sinnum verri. En við höfum blessaða varðstjórana okkar hérna til hjálpar ef með þarf“. ★ HÖRKU MA EKKI ' SÝNA. „Já, það eru einstaklega' góðir menn sem við vinnum með“ tekur Amalía undir, „þaulreyndir og öruggir og þekkja á fólkið og geta fxætt okkur um margt. Það lærist smátt og smátt að koma auga á viss einkenni sem g'eta var- að mann við hættu. Og þegar ég segi hættu, meina ég fyxst og fremst hættuna á, iað þær reyni að fyrirfara sér. Ég hef svo sem lent í því, að ráðizt h.afi verið á mig, og það er ekkert skemmtilegt, en þó (að ég hafi ekki lært júdó eða nieitt slíkt, kann ég tök sem hæg(t er að <nota eif í hart fer. Og stundum er ekki óhætt a‘ð opna kiefahurð án þess að hafai fleiri sér til aðstoðar. Það má ekki sýna neina hörku, en festa er nauðsynleg. Þessum vesalings konum er alls ekki sjálfrátt mörgum hverjum, og ég get ekki látið mér gremj- ast við þær, þó að þær séu oft hræðilega erfiðar“. Fiestar koma þær ofurölvi, stundum æstar og hatursfullar, sumar hafa ef til vill kastað sér í sjóinn en ekki tekizt að drekkja sér, margar eru í hörmulegu ástandi og vilja þó ekki láta hjálpa sér neitf. „Þegar verst lætur, er náð í lækni sem svæfix þær með sprautu, en oftast róast þær sinátt og smátt þe'gar fer að renna af þeim. Við bjóðum þeim upp á heita súpu sem er góð hressing, og þegar þær sofna, förum við inn og breið- um yfir þær teppi. En sumar mega ekki hafa teppi, því að þær reyna að kæfa sig undir ábreiðunni. Við tökum af þeim yfirhaínir og belti, sokka og skó og skai-tgripi, en sumar eru svo örvilnaðar, að þær reyna . með öllum ráðum að drepa sig, kyrkja sig með nær- fötunum, berja höfðinu í ve;gg- ina — sumar verður bókstaf- lega að klæða úr hverri spjör, svo að þær verði sér ekki að meini. Þær eru margar trufl- aðar á geðsmunum og þyrftu sannarlega að vera á hæli. Hér er engin höfð lengur en 24 klukkustundir, en sum;ar vesalings manneskjurnar kotma hingað aftur og laftur. Þær eiga hvergi höfði sínu að haMa, og það er engin lausn að senda þær inn á Klepp um emátíma og sleppa þeim síðan aftur út þar sem þær lendia enn á ný í götunni". Framhald á bls. 11. Það tekur ekki nema örstutta stund að búa til heita súpu sem er hressandi og oftast vel þegin. Ljósm. G. Heiðdal Skrifí'innska ér hluti af starfinu. Alit verður að vera í röð og reglu og nákvæmlega skrásett. A þessum gangi eru kvennaklefarnir fimm og beint á móti þeim skápar þar sem yfirhafnir og eigur fanganna eru geymdar þangað til þeir fá að fara aftur út. * FIMMTUÐAGUR 22. OKTÓBER 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.