Alþýðublaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 12
RUST-BAN, RYÐYCRN RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. Ármúla 20 — Sími 81630. □ Cm næstu mánaöamót frumsýnir Þjóðleikliúsið sönff- leikinn Ég vil, ég' vil, í þýð- ingu Tómasar Guðmundsson- ar skálds. Þessi söngleikur er byggður á leikriti, sem er mjög þekkt hér á landi, sem sé leikritinu Rekkjunni, eftir liolienzka höfundinn Jan de Hartog. Rekkjan var sýnd hér fyrir 18 árum í Þjóðleiklms- inu og átti geysilegum vin- sældum að fagna og urðu sýn- ingar alls á leiknum nær 50. Leikararnir Gunnar Eyjólfs- son og Inga Þórðardóttir fóru þá með hin erfiðu og marg-! slungnu hlutverk. Fyrir nokkrum árum gerðu höfundarnir Tom Jons og Harvey Schidt söngleikinn Ég vil, ég vil og er liann byggður á Rekkjunni, eins og fyrr segir. Leikurinn spannar yfir nær hálfa öld í samlífi tveggja persóna, manns og konu og hefst á hjónavígslu þeirra. — Síðan er æviþráður þeirra rakinn í blíðu og stríðu allt til elliára á einkar skemmti- legan og sérstæðan liátt. — Þetta er í höfuðatriðum sögu- þráðurinn í söngleiknum Ég vil, ég vil. Leikararnir Bessi Bjarnason og Sigríður Þor- valdsdóttir fara með hin erf- iðu og margbrotnu hlutverk, en Lárus Ingólfsson, gerir leik myndir, Erik Bidsted er leikstjóri. Bidsted er íslenzkum leikhús- gestum að góðu kunnur. Ilann var ballettmeistari Þjóðleik- hússins í 8 ár, eða nánar til tekið á árunum 1951—1960. Á þeim árum sviðsetti hann og samdi nokkra balletta fyrir Þjóðleikhúsið, t.d. Dimma- limm og Ég bið að heilsa. Ungur hljómsveitarstjóri, Garðar Cortes, stjórnar hljóm sveitinni í söngleiknum Ég vil, ég vil. Gar'ðar leikur nú og syngur piltinn Indriða í Pilti og stúlku í Þjóðleikhús- inu. Myndin er af Erik Bidsted, leikstjóra og ballettmeistara. VIL!” leikstjóri er trik Bidsted, sem var balletmeistari Þjóðleikhússins í 8 ár. Aðalhíutverkin leika Sigríður Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason. 40 5 ÉG VIL, ÉG Norrænt „minkasam- starf" hugsanlegt □ Loðdýraræktarfyrirtælci í Dánmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafa í hyggju að setja tipp sameiginlega miðstöð fyrir skinnauppboö og vörulagera í Glostrup í Danmörku, og yrði I»ar þá einnig höfð sameiginleg Söluskrifstofa, sem annaðist inarkaðs- og sölustörf. Það eru stjórnir landssam- ban-iia lcðdýraræktarfyru iækja i þessum löndum, sem tekið hafa af skarið og efnt til ráðstetfinu í Kaupmannahöfn, en þessi hug- mynd hefur verið rædd áður. Búizt er við 'að ákvörðun um þetta mál verði tekin fyrir ára- mót. Verne Rasmusen, ieinn stjórn- armanna Loðdýrs h.f., slcýrði blaðinu frá þvi að í ráði væri að I stofna landssamband loðdýra- ræktarfyrirtækj a hér á landi, en enn sem komið er hafa aðeins tvö fyrirteeki haífiið rekstur; Loð- dýr hf., sem á bú á Kjalarnesi, og Pólarminkur á Skeggjastöð- um. Kvað hann undirbúningsnefnd þessa landssaimbands myndu fylgjast með þróun þessara mála, og ,eí úr þessari norrænu sam- • 'Framh. á bls. 8 Súkonuraar verzla giaft □ Það er ánægjulegt að verða var við forsjálni og búkonubrag margra reykvískra húsmæðra. þeg ar þær birgja sig upp fyrir vetur- inn og kaupa matvælin inn, á með an sláturmetið er nýtt á haustin“. Þetta sagði verzlunarstjórinn í einni kjötverzlun borgarinnar, er við spurðumst fyrir um það, hvort margir birgðu sig upp maff kjöt og annað sláturmeti fyrir veturinn, sem þeir síðan geymdu í írysti- kistu lieima hjá sér. Alþýðublaðið hafði samband við Guðjón Guðjónsson hjá Af- urðadeild SÍS og_ spurðist fýrir um kjötsöluna í haust. Guðjón kvaðst telja, að salan á kjöti i heilum skrokkum værá í haust heldur meiri en undanfarin haust, en iþó væri hun alls ekki áber- andi meiri. Hins vegarhefði eftir- spurnin eftir slátri verið gífurlega mikil og hefði ekki réynzt unnt að svara þeirri eftirspurn allri. en minna slátur hefði 'borizt frá þeim svæðum, sem geta sent nýtt slát- ur á markaðinn í Reykjavík, en oft áður. í kjötbúðinni Borg feng um við þær upplýsingar, að eftir- spurn eftir kjöti „í frystikistuna“ væri tteldur meiri en undanfarin 'haust, 6n það ætti auknum vin- sældum að fagna meðal neytenda, að kjötbúðin Borg pakkaði hverri einingu fyrir sig,jþannig að kjötið væri við afgreiðslu tilbúið í frysti • kistuna. Haustið — eða öllu heldur slát- urtíð.in — er aðalvertóð frysli- kistusalanna. Við spurðumst fvrir um frystikistusöluna í haust hjá nokkrum fyrirtækjum. Hjá Rai'ha fengust þær upplýsingar, að frýsii ■ kistusalan hefði gengið mjög veL Framh. á bls.. 8 □ íslendingar ern enn í þriðja sæti eftir sjö umferðir á Eviópumeistaraniótinu í brid.ge. í Estoril í Portúgal. Framan af liöfðu íslendingar forystu, en eftir 4. umferð fóru Svisslendingar og Frakk- ar fram úr. f sjöundu umferð, sem spil- uð var í gær, unnu íslending- ar Tyrki 15—5. Þessi lönd eru nú efst af þeim 22, sem þátt taka í keppninni: 1) Sviss 108 2) Frakkland 107 3) ísland 103 4) Bretland 92 5) italía 88 Samstarfinu formlega slitið O Á fundi bæjarstjórnar ísa- fjarðar 21. október s. 1. var sam- staríi Alþýðuflokksins og Alþýðu bandalagsins við Framsóknar- flokkinn formlega slitið. Á bæj- arstjómarfundinum óskuðu bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandal agsins eftir því, að eftirfarandi yrði bókað frá fund- inum: i „Með tilvísun til samþykkta, sem gerðar voru á fundum Al- þýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins á ísafirði, sem lialdnir voru sunnudaginn 18. október 1970, lýsum við undirritaðir full- trúar riefndra flokka því hér með yfir, að lokið er bæjarmálasam- starfi því, er flokkarnir hafa haft við Framsóknarflokkinn og hefur Framsóknarflokknum verið til- kynnt þar um bréflega. Björgvin Sighvatsson, Aage Steinsson, Sigurður Jóhannsson". — »POPPIÐ »ER í »OPNU »I DAG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.