Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 N Fréttaskvrin Eru umsvif Jakobs Frímanns Magnússonar í London stórkostleg landkynning eða bara ferðaklúbbur íslenskra listamanna? Jakob segir að vel á annað þúsund íslendingar hafi farið út en enginn man eftir því að hafa ákveðið að umsvifin yrðu svona mikil Frá því Jakob Magnússon tók við embætti menningarfulltrúa (cultural attaché) við sendiráð Is- lands í London hefur starf hans verið umdeilt. Embættisveitingin lyktaði af pólitík og frá byrjun var ljóst að hún var í andstöðu við hefðir og viðhorf í utanríkisþjón- ustunni. Blaðaskrif báru þess merki og birtist grein í tímaritinu Heims- mynd um þetta undir heitinu „- Hneyksli í utanríkisþjónustunni“. Þar var vitnað í háttsetta heimildar- menn í utanríkisþjónustunni sem sögðust hugsa til þess með hryllingi þegar Jakob og frú hans gengu fyrir Elísabetu Englandsdrottningu til að afhenda henni trúnaðarbréf. At- burður sem virðist vera innan seil- ingar nú. Ellert B. Schram, rit- stjóri DV, skaut einnig fast og sagði að þarna væri mágur hans utanrík- isráðherrann að rétta Jakobi bitling á meðan Ragnhildur Gísladóttir stundaði nám í London. Nafngiftin „poppsendiherrann“ sýndi líka hug manna, en það væri synd að segja að Jakob haft einbeitt sér að poppinú. Stuðningsmenn hans segja að hann haft staðið fyrir viðamestu kynningu á íslenskri list á erlendri grund síðan sögur hóf- ust. Þegar afrekalisti Jakobs er skoðaður sést að margt er til í því og taldi hann sjálfur að vel á annað þúsund íslendingar hefðu farið út á hans vegum síðan hann byrjaði að starfa í London. Búkslátturinn gaf tóninn Upphafið var hins vegar umdeilt. Jakob barði bumbur um leið og hann mætti til London og strax í desember 1991 stóð hann fyrir mik- illi uppákomu til að fagna 1000 ára afmæli Ameríkuferðar Leifs Eiríks- sonar, þar sem búksláttur þeirra Ragnhildar Gísladóttur, Sigurðar Rúnars Jónssonar (Didda ftðlu) og Sverris Guðjónssonar (The Human Body Percussion Ensem- ble) vakti mikla athygli. Reyndar umdeilda athygli þar sem kynning- in á uppákomunni fór misjafnlega í margan manninn því ekki var laust við að sagnfræðin tengd henni væri umdeilanleg: „...an Icelatidic cu- stom for those long, cold winter nights. Rythmic slappitig by 2 of Ice- land's leading exponents of this sti- mulating and blood warming art.“ (..íslenskur siður sem stundaður er á löngum og köldum vetrarnótt- um. Búkslátturinn er framkvæmd- ur af tveim af færustu sérfræðing- um íslands í þessari örvandi list- grein.) Aðdáendur stuðmanna- húmorsins hlógu en öðrum var ekki skemmt. Blaðaskrif urðu af þessu hér heima og þá þótti ýmsum blaðamönnum í London sem verið væri að hafa þá að fíflum — og það þola blaðamenn verst af öllu. Heimildarmaður í London sagði að Jakob hefði verið settur út af sakra- mentinu hjá nokkrum blöðum og aimannatengslum fyrir vikið. Sigurður Hall, síðasti matarsendiherrann sem fór út, en hann stóð fyrir veisluföngum í upphafi sýningar Sjafnar Haraldsdóttur nú 9. nóvember. Matreiðslumenn hafa ferðast mikið út til London á vegum Jakobs eða allt frá því hann fékk Rúnar Marvinsson til að sjá um fyrstu veisluna fyrir þremur árum. Skipið Leifur Eiríksson var tekið undir Radio Reykjavík. Bumbumenning ís- lendinga Tímaritið PR-Wcek var eitt þeirra en þar var skrifað: „Although „rhythmic slapping“ does have its ro- ots in lcelandic folk culture, it is not exactly the country's main sport. „We like to think we’re bringing it out of the closct now,“ (Þó að búk- sláttur eigi rætur sínar í íslenskri al- þýðumenningu þá er ekki um að ræða höfuðíþrótt landsmanna. „Við lítum svo á við séum að færa hana út úr skápnum,“ sagði Jakob í viðtali við tímaritið. í vondri grein í The Sunday Times 1. desember 1991 er mikið vitnað í bumbusláttinn og augljóst að það hefur verið blaða- konunni Geraldine Bedell hug- leikið. Hún víkur meðal annars að veitingahúsamenningu íslendinga þar sem ávallt sé margt um mann- inn, þorskkinnar aðalmaturinn og búksláttur aðalskemmtunin! Fyrir þessum fróðleik er Jakob Magnús- son borinn. En byrjunaruppákoman var skrautleg enda kennd við eld og ís; við opnunina komu fram Magnús Magnússon útvarpsmaður, Jónas Sen tónlistarmaður, auk þess sem kvikmyndin Börn náttúrunnar var sýnd. A sama tíma var myndlistar- sýning í galleríi í London með verk- um eftir Georg Guðna og Guðjón Bjarnason. Sömuleiðis var hljóm- sveitin Todmobile í London á þess- um tíma. Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður átti að vera þarna en forfallaðist vegna þess að á sama tíma var hann að taka við Felix- verðlaununum í Berlín. Að sögn Jónasar þá minnir hann að Jakob hafi haft uppi fyrirætlanir um að ná í Hilmar til Berlínar með þyrlu. Af því varð þó ekki. „Það var mjög gaman þarna þó að flestir muni eft- ir búkslættinum. Þarna voru fimm sjónvarpsstöðvar og atburðurinn fékk nokkra kynningu,“ sagði Jón- as. Listamennirnir fengu ekki greiðsiu fyrir að koma fram og sagðist Jónas hafa staðið straum af uppihaldi sínu sjálfur. Ferðakostn- aður var hins vegar greiddur. 17. iúní kominn á lanaakortið í London Frá því Jakob kom út hefur hann sett mark sitt á 17. júní- hátíðarhöld íslendingafélagsins enda gerðist hann snemma formaður þess. Þann 17. júní 1992 hélt hann hátíðarhöld- in í upphafi vörusýningar og varð frægt að hátíðargestir lentu í víns- mökkun sem vakti misjafna lukku. 17. júní-hátíðarhöldin 1993 inni- héldu pokaboðhlaup barna þar sem áfengi var í verðlaun og hlutust af nokkur blaðaskrif vegna þessa. Lenti Jakob í ritdeilu við tvo frétta- ritara í London; þær Hildi Helgu Sigurðardóttur og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur vegna málsins. Og fuilveldisdagurinn hefur einnig verið Jakobi hugleikinn. Þann 1. desember í fyrra var meðal annars boðið upp á kappræður milli Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra og Guð- bergs Bergssonar rithöfundar um framtíð Islands. Kappræðan þótti hins vegar litlaus og var utan- ríkisráðherrann klappaður úr ræðustóii. Kristín Ólafsdóttir út- varpskona fór út til að fylgjast með máíinu og var broti umræðnanna útvarpað hér heima. Boðið var upp syni, Arnaldi Indriðasyni, Einari Einarssyni, Kristni Árnasyni og Pétri Jónassyni. í apríl kom Hamrahlíðarkórinn út og hélt tón- leika. Sú ferð kostaði árekstra á milli Jakobs og sendiherrans en Helgi vildi fá kórinn út, sem sonur hans söng með, og kostaði ferðin eina og hálfa milljón króna af rekstrarfé menningarfulltrúans. Ferðin í heild kostaði 4 milljónir. Kammersveit Hafnarfjarðar kom sömuleiðis út ásamt Sverri Guð- jónssyni í apríl. I upphafi árs var myndlistarsýn- ing Sigurðar Örlygssonar en einn af fyrstu atburðunum var myndlist- arsýningin „Vision“ sem var opnuð af Björk Guðmundsdóttur 26. maí, en Jakob hefur gjarnan notað hana við opnanir á sýningum enda frægð hennar óumdeild. Á sama hátt hefur hann nýtt sér frægð Magnúsar Magnússonar. Á sýning- unni sýndu sex konur; Hulda Há- kon, Ráðhildur Ingadóttir, Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, Inga Þórey, Svava Björnsdóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Sýning- in fór að lokum til Bandaríkjanna í tengslum við Scandinavian Found- ation. Þessi sýning var unnin undir umsjón Halldórs Björns Runólfs- sonar listfræðings og hefur því fag- legri sess en aðrar sýningar. í byrjun júní var sýningin „Outlaws", sýning 17 íslenskra lista- manna, að mestu myndlistar- manna, en sýningin var hugsuð sem tilraun til að sýna fram á þá breidd og sköpun sem íslenskir listamenn standa að erlendis. Til- gangurinn var að koma þeim skila- boðum á framfæri að á íslandi sé mikil listastarfsemi; þarna voru skúlptúrar, gjörningar og ljós- á kvöldverð með þessu og kostaði 30 pund inn en hljómsveitin Ný- dönsk lék fýrir dansi. Aðsóknin var hins vegar dræm og mæltist þetta misjafnlega fyrir meðal stúdenta í London, enda þótti verðlagið of hátt og hótelið í dýrari kantinum. Varð verulegt tap af þessu fyrir ís- lendingafélagið en það kostaði út för Guðbergs og hljómsveitarinnar. Ferðaklúbbur ís- lenskra listamanna En árið í ár hefur tekið flestu fram enda verið sett í gang hátíðin „50 Northern Light Year“ sem er 12 mánaða hátíðarhöld með þunga- miðjuna á tímabilið frá maí til júlí- loka. Það er kostnaður við þessi há- tíðarhöld sem helst hefur orsakað umframeyðslu embættisins. Strax í mars var haldin gítarhátíð í Wigmore Hall með Kombói El- lenar Kristjánsdóttur, Friðriki Karlssyni, Guðmundi Péturs- myndir. Sýningin fór fram í Butlep Wharf nálægt Tower of London og þar sýndu: Arnfinnur Einarsson, Bokki, Elsa Gísladóttir, Finnur Arnar, Guðmundur Rúnar Lúð- víksson, Gunnar Straumland, Guðrún Hjartardóttir, Haraldur Karlsson, Hlynur Helgason, Helgi Hjaltalín, Jóhann Valdj- marsson, Magnús Sigurðsson, Pétur Örn, Sólveig Þórbergs- dóttir, Sólrún Lilja Rósmunds- dóttir, Spessi og Þórarinn Blön- dal. Á sama tíma voru Steinunn Helgadóttir og Helgi Valgeirsson með samsýningu í öðru galleríi í sama hverfi. Sigurður Árni Sig- urðsson, Davíð Guðbjartsson og Helgi Þorgils Friðjónsson voru með samsýningu í Cork Street Gall- ery. Islenskir listamenn í London fengu sinn skerf og þær Hafdís Bennet og Helga Lára Haralds- dóttir sýndu skúlptúra og pastel- teikningar. Þá var Tolli einnig með sýningu. Tónlistarmennirnir Og tónlistarmenn hafa fengið sína athygli. Einsöngstónleikar voru haldnir með Sigríði Ellu Magnúsdóttur í St. Johns Smiths Sqaere. Edda Erlendsdóttir var

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.