Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Draumalið Guðna Kjartanssonar í fótbolta Myndi vinna öllliðá pappírunum Enn heldur MORGUNPÓSTUR- INN áfram að taka fyrir val ein- stakra „sérfræðinga" á íslenskum draumaliðum og nú er komið að knattspyrnunni. Áður hefur Jó- hann Ingi Gunnarsson valið sitt draumahandboltalið og Einar Bollason tók saman sitt körfu- boltadraumalið. Að þessu sinni er það knatt- spyrnuþjálfarinn Guðni Kjartans- son frá Keflavík sem leiðir okkur í allan sannleika um val sitt á besta fótboltaliði íslands. Guðni hefur komið víða við og var lengi með fremstu knattspyrnumönnum landsins þegar hann lék með Kefla- vík og landsliðinu. Síðan tók þjálf- unin við og þar hefur hann meðal annars þjálfað lið Keflavíkur og KR auk íslenska landsliðsins. Hann þjálfar nú drengjalandsliðið skipað leikmönnum átján ára og yngri. „Þetta yrði án efa mjög skemmti- legt lið,“ segir Guðni. „Það er ekki nokkur spurning um að þetta lið myndi vinna alla andstæðinga sína rirfram á pappírunum, Þorsteinn lafsson var stór og sterkur mark- maður. Ég spilaði með honum í mörg ár og held að það sé óhætt að segja hann einn besta markvörð okkar fyrr og síðar. Hann var reyndar stundum gagnrýndur fyrir að tala ekki nógu mikið við sam- herja sína en að öðru leyti var hann afar traustur. Þorsteinn var lengi markvörður Keflvíkinga en fór síð- an í atvinnumennsku til IFK Gautaborgar. Þar meiddist hann og lék lítið og hélt síðan til Akureyrar og lék með Þór. „Sweeperinn“ fyrir aftan Þor- stein í markinu yrði síðan Guðni Bergsson sem er fyrirliði íslenska landsliðsins í dag. Þegar hann er í - • > ». * r. iv, • '**■ Pétur Pétursson 11 Þórólfur Beck --------- ———————— Albert Guðmundsson I Ríkharður Jónsson Ásgeir Sigurvinsson jj^ Arnór Guðjohnsen Sigurður Jónsson -- , -- /**«' ‘ Ellert B. Schram . |____L, Atli Eðvaldsson Guðni Bergsson Þorsteinn Olafsson #1 |BIpÍl»íi|!(II Skallagrímur ffá Borgarnesi er eitt þcirra féiaga sem á í rífandi upp- gangi þessa dagana. Liðið hefur enda notið góðs af nálægðinni við knattspyrnubæinn Akranes, og hafa margir leikmenn sem ekki hafa komist í lið meistaranna, farið þangað og leikið með liðinu. Skalia- grímsmenn unnu 3. dcildina sl. sumar og leika því í 2. deild á því næsta. Á dögunum barst tilkynn- ingin um fyrstu félagaskiptin til 2. dcildarliðsins, Daði LArusson, vara- markvörður FH-inga til nokkurra ára, er genginn til liðs við Borgnes- inga og mun leika með þeim næsta sumar... Daði er alls ekki fyrsti leikmaður- inn sem yfirgefur herbúðir FH-inga frá lokum tímabilsins. Fyrir liggur að Þórhallur VIkingsson er farinn í Fram, Andri Marteinsson mun þjálfa og leika með Fjölni úr Grafar- vogi, Hörður Magnússon leikur með 3. deildarliði í Sviss og er ekki viss um að fara aftur í FH og nú bætast við tíðindin um brottför Tippið með Birni Inaa Látið Björn Inga segja ykkur hvernig á að vinna pottinn Arnór Guðjohnsen. „Með góða hæfileika til að brjótast sjálfur í gegn.“ þessari stöðu er hann nokkuð fljót- ur og hefur hæfileikann til að lesa leikinn vel. Hann er reyndar ekki að spila þessa stöðu í dag og kannski má segja að hann hafi breyst nokkuð við að fara til Eng- lands en hann hentar mjög vel. Kannski má segja um Guðna að hann hafi ekki alltaf verið í nógu góðu formi en það þarf kannski ekki svo mikið í þessa stöðu, þar sem hann þarf ekki svo mikið að fara fram á völlinn. Atli Eðvaldsson, sem leikið hef- ur á íslandi með Val og KR og sem atvinnumaður á Þýskalandi og í Tyrklandi, og Ellert B. Schram, KR-ingur, sem eru fyrir aftan Guðna í vörninni, voru mjög lík- amlega sterkir og gætu í raun spilað í öðrum stöðum einnig. Kannski segja sumir að þeir séu of þungir fyrir þessa stöðu en ég held að þeir vinni það margfalt upp með öðrum hætti. Þeir voru mjög sterkir I skallaboltanum og vinstri fóturinn á Ellert ætti að nýtast mjög vel í hans stöðu. Sá sem gæti síðan fyllt upp í nokkur hættuleg göt aftast á miðj- unni myndi síðan vera Skagamað- urinn Sigurður Jónsson. Hann er mjög vel spilandi í þessari stöðu og ætti að vera mjög sterkur. Ég er nú kannski ekki mjög sátt- ur við að þurfa að setja kempurnar Arnór Guðjohnsen og Asgeir Sigurvinsson út á kantana en svona er þetta þegar maður vill koma mörgum frábærum leik- mönnum að. Ég tel að þeir gætu gefið góða bolta á aðra leikmenn, Ásgeir með sinn frábæra vinstri fót og Arnór með góða hæfileika til að stinga sér í gegn. Þessir tveir eru auðvitað með sterkustu atvinnu- mönnum sem við höfum átt og ekki hægt að ganga fram hjá þeim við val á svona liði. Á miðjunni er síðan tveir miklir höfðingjar. Þeir væru kannski meira vanir því að spila framar á vellinum en þeita er jú sóknarlið. Albert Guðmundsson var gífur- lega teknískur leikmaður á meðan að Ríkharður Jónsson gat brotist í gegnum varnir án mikilla erfið- leika. Fremstir í þessu stjörnúliði yrðu síðan tveir menn sem báðir hafa leikið með KR. Þórólfur Beck var reyndar á seinni hluta ferilsins þeg- ar ég kynntist honum en samt náði ég að leika með honum landsleiki. Daða sem er uppalinn Gaflari... Eitt hefúr þó vakið sérstaka at- hygli varðandi félagaskipti FH-inga. Ekkert hefur nefnilega heyrst um skipti þeirra tveggja leikmanna sem voru hvað óánægðastir með vistina í sumar. Þeir Atli Einarsson og JóN Erling Ragnarsson hafa ekkert gert eða sagt sem túlkast gæti sem brott- fararyfirlýsing og á mcðan að svo er ástatt er gert ráð fyrir áframhald- andi dvöl þeirra í námunda við Kaplakrikann... Hann var mjög leikinn sóknarmað- ur og sama má segja um einn af okkar allra sterkustu sóknarmönn- um, Pétur Pétursson. Hann var alveg í fremstu röð og átti mörg ógleymanleg tímabil. Þessir leikmenn voru allir marg- reyndir með íslenska landsliðinu og eiga það flestir sameiginlegt að hafa gert mikið fyrir íslenska knatt- spyrnu. Þetta er auðvitað miðað við þann tímapunkt á þeirra ferli sem má kalla bestan en auðvitað áttu þeir sína vondu leiki eins og allir aðrir. Ég er kannski ekki svo viss um að þetta lið myndi vinna marga leiki, en það myndi vinna þá alla fýrirfram á pappírunum og eitt er víst að áhorfendur myndu skemmta sér konunglega.“ Bih Guðni Kjartansson. „Eg er kannski ekki svo viss um að þetta lið myndi vinna marga leiki, en það myndi vinna þá alla fyrirfram á pappírunum og eitt er víst að áhorfendur myndu skemmta sér konunglega." 1. Leeds - Newcastle 1 X2 Þessi leikur verður örugglega mjög spennandi. Veraldarvanir tipparar nota ef til vill öll þrjú táknin á leikinn en svo eru aðrir sem hallast á sveif með öðru hvoru liðinu. Leedsarar hafa verið öflugir heim að sækja upp á síðkastið en hafa ber einnig í huga einstaklinga innan Newcastle-liðsins sem á skömmum tíma geta gert út um leiki upp á sitt einsdæmi. 2. Chelsea - Man. Utd. X 2 Leikir þessara liða hafa oftar en ekki farið illa fyrir milljónalið United. Lærisveinar gömlu kempunnar Glenn Hoddle í Chelsea virðast hafa gott tak á öllum stjörnunum og engu hefur skipt þó United hafi gengið allt í haginn fyrir leiki liðanna. Þó verður að teljast líklegt að allavega annað stigið skili sér til meistaranna eftir þessa viðureign. 3. Leicester - Liverpool 2 Heimamenn hafa átt heldur erfitt uppdráttar í vetur og oft hefúr það verið hlutskipti þeirra að tapa leikj- um, bæði heinia og heiman. Liverpo- ol er með mun betra lið en getur dott- ið niður á afar leiðinleg markalaus jafntefli þess á milli. Þeir ættu þó að hafa sigur í þessum leik. 4. Arsenal - Aston Villa 1 Undirritaður er Arsenal-aðdáandi frá gamalli tíð og hefúr oft getað glaðst yfir velgengni liðsins við margs konar tilefni. Upp á síðkastið hefur gleðin hins vegar smátt og smátt verið að breytast í martröð yfir gengi liðsins og kannski fyrst og fremst yfir því hve leiðinlegan bolta liðið hefur verið að leika. í tilefni jólanna vaknar trúin og bjartsýnin á nýjan leik og því set ég einn á þennan leik. 5. Coventry - Nott. Forest. 2 Coventrymenn fóru illa að ráði sínu um daginn og steinlágu fyrir slöku liði Wimbledon. Þetta gerði það að verk- um að ég, eins og reyndar fleiri, misstu af þrettán leikjum réttum og því verður bið á að þeim verði spáð einhverju hér. Þar að auki er Forest á fljúgandi siglingu eftir sigurinn glæsta á United. 6. Norwich - Tottenham X2 Tottenham-liðið hefúr eignast marga aðdáendur hér á landi á undanförn- um árum. Fyrst var það vegna þess að landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergs- son lék með liðinu en nú er það vegna glæstrar frammistöðu á vellin- um, og kannski fyrst og fremst vegna skemmtanagildis þeirrar knattspymu sem liðið leikur. Þar að auki halda all- ir upp á Júrgen Klinsmann. 7. C. Palace - QPR Bæði lið mega muna fífil sinn fegurri og miðjubaráttan er þeirra hlutskipti þessa dagana. QPR hefúr þó nokkuð verið að rétta sinn hlut að undan- fömu og það skyldi þó ekki vera að Les Ferdinand myndi gera út um leikinn? 8. Southampton - Wimbledon 1 Heimamenn hafa á að skipa skemmti- legu liði með einkar skemmtilegum einstaklingum og þar er, að öðmm ólöstuðum, snillingurinn Matthew Le Tissier langfremstur í flokki. Hann er hreint ótrúlega leikinn og ef einhver getur gert út urn leikinn er það hann. 9. Everton - Sheff. Wed.lX Heimamenn hafa ekki fengið á sig mark í síðustu sjö viðureignum sínum og er það met í sögu félagsins. Þetta er heldur mikil breyTing frá gengi liðsins fyrr í vetur sem leiddi til þess að fram- kvæmdastjórinn Mike Walker var rekinn. Á sama tíma hefúr Sheffield- liðið verið að gefa eftir. 10. West Ham - Ipswich 1 Lið West Ham er afskaplega óútreikn- anlegt og getur breyst úr ágætu liði yf- ir í mjög vont á svipstundu. 3:0 sigur á Man. City um síðustu helgi ætti þó ekki að spilla fyrir sigurlíkunum. 11. Sheff. Utd. - Middlesbro 1 2 Þetta gæti verið snúið. Middlesbro er efst i ensku 1. deildinni og hefur verið að gera hreint ljómandi hluti að und- anfömu. Heimamenn hafa einnig staðið sig ágætlega og gefa væntanlega lítið eftir. 12. Oldham - Wolves 1 X2 Þetta'er einnig erfiður leikur og ekki treysti ég mér til að nota annað en þrítryggingu á hann. Að vísu finnst mér öllu trúlegra að Úlfamir haft sig- ur en allt getur gerst. 13. Tranmere - Derby 1 Heimamenn eru líklega hundfúlir yfir tapinu gegn Stoke á Iaugardaginn og gera líklega allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta sinn hlut. Derby- menn hafa ekkert í þá í þeim ham. jSLANDSMÓTIÐ í TIPPI 12. umferð 51. leikvika Pálmi Haraldsson (^) Níels Dungal Jóhannes Ellertsson Einar Örn Birgisson Ásmundur Haraldsson |||) Sveinn Andri Sveinsson Valur Valsson Tryggvi Ólafsson <ljj| c 0 00 </) E sO ST ;ö z c 8 </) O) c ’-C LU L- E 0 X 2 1. Leeds - Newcastle 2 2 X 2 2 2 2 2 2 X 0 2 8 2. Chelsea - Man.Utd 2 X 2 2 2 2 2 2 X 2 0 2 8 3. Leicester - Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 1 2 2 1 0 9 4. Arsenal - Aston Villa X T~ 1 1 X T~ X 1 1 1 T T 0 5. Coventry - Nott.For. 1 1 2 X X 2 2 2 2 2 2 2 6 6. Norwich - Tottenham X 2 X 2 2 1 2 X 1 2 2 3 5 T~ Chrystal Palace - QPR 1 T~ 1 1 1 X X 1 2 1 7 T 1 8. Southampton - Wimbledon 1 1 1 X X 1 1 1 1 1 8 T 0 9. Everton - Sheff.Wed. X X 1 1 1 X 1 X 1 1 6 4 0 West Ham - Ipswich 1 2 1 1 X X 2 1 1 1 6 T T 11. Sheff.Utd. - Middlesbro 2 2 X 2 2 1 2 X 2 2 1 2 7 12. Oldham - Wolves 2 1 2 2 2 2 X 2 X 2 1 2 7 13. Tranmere - Derby X X 2 1 X 1 1 2 1 1 5 3 2 Samanlagður árangur 51 55 44 55 51 50 51 54 60 64 LC

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.