Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN LEIKHÚS FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Jóla- og áramótasýningar stóru leikhúsanna Einffekfrii & Viðar Eggertsson. „Það er auðvelt að sjá hinn góða boðskap í verkinu." Guðjón Pedersen leikstýrir Kabarett í Borgarleikhúsinu og Katrín Hall heldur utan um dansana. Leikhúsin leggja alla jafnan mik- ið í þær sýningar sem eru frum- sýndar um og eftir áramótin og á því er engin undantekning nú. Hér fýrr á öldinni var hefð fyrir frum- sýningum Leikfélags Reykjavíkur á annan í jólum og var jafnan mikið um dýrðir við það tækifæri. En árið 1950 „rændi“ Þjóðleikhúsið frum- sýningardeginum frá Leikfélaginu sem hefur ekki stillt upp sýningu á þeim tíma síðan enda ekki góð pól- itík að rífast um athyglina þegar viðkvæmur markaður eins og leik- húsgestir eru annars vegar. Jólasýn- ing Þjóðleikhússins er „Fávitinn“ en Borgarleikhúsið frumsýnir „Ka- barett" 13. janúar. Jólasýning Leik- félags Akureyrar, „Óvænt heim- sókn“, verður frumsýnd í Sam- komuhúsinu á þriðja dag jóla. I fljótu bragði virðast þessar sýningar ekki eiga mikið sameiginlegt utan þess að þær byggja allar á gömlum texta erlendra höfunda. Fávitinn er leikgerð unnin upp úr frægri skáld- sögu Dostojevskís, Óvænt heim- sókn var frumsýnd fyrst á íslandi 1950 og Kabarett var sýndur á Ak- ureyri fyrir alllöngu, einnritt með Guðjón Pedersen í hlutverki skemmtanastjórans. Viðar Egg- ertsson, leikhússtjóri LA, benti hins vegar á það í samtali við MORGUNPÓSTINN að þetta séu allt nýstárlegar sýningar. iiaiin er nuyaveiKur. Einhverjum fávitanum gæti dott- ið í hug að Fávitinn sé kallaður fá- viti af því að hann er flogaveikur en það er ólíldegt að Þjóðleikhúsið vilji vera að stíga á tær minnihlutahópa þannig að blaðinu þótti rétt að heyra í Kára Halldóri sem er að- stoðarleikstjóri í Fávitanum. Þá kom það í Ijós að það var svo sem enginn fábjánaháttur að álykta sem svo en Kári segir að það sé mikill munur á 1860 og 1994 hvað viðhorf til sjúkdóma varðar. „1 sögunni vinnur þetta tvennt saman og gerir það Fávitann sér- stakan og þar erum við komnir inn á þennan magíska heim Dostojev- skís.“ Korhonen kom hingað fyrst á 7. áratugnum og þá til að syngja við opnun Norræna hússins. Síðan þá hefur hún komið bæði til að leik- stýra, vera með námskeið og með gestasýningar frá Finnlandi. Finnar eru mjög framarlega í leiklistinni einkum eiga þeir skýra og-sterka hefð hvað varðar austur-evrópskar leikbókmenntir. „Það er talað um að Kaisa sé ein af þeim sem skapi þriðju kynslóð- ina í sambandi við túlkun á Thékov í Finnlandi," segir Kári Halldór en hann hefur þekkt hana í 15 ár og unnið með henni áður. „Kaisa er virtur leikstjóri sem og kennari í leikhúsfræðum og hefur verið starf- andi við leikstjórn í rúm 30 ár og á að baki rúmlega 65 sviðsetningar." Það telst því akkur fyrir Þjóðleik- húsið að fá hana til starfa og Kári Halldór segir hana sérstakan ka- rakter og sterkan persónuleika. Hann segir jafnframt að í Dostojev- skí megi finna efnivið sem á mikið erindi í leikhús. „Það er mjög spennandi að taka þætti úr sögum hans, færa í leikhúsið og sjá hvað gerist. Hann er mjög dramatískur Fávitinn — sakleysi gegn mannvonsku Fávitinn er byggt á samnefndri sögu Dostojevskís en þar er fjallað um sakleysingjann Myskhkin sem er algjört barn í heimi sem þrífst á undirferli og græðgi (sem er ekki óviðeigandi með jólaboðskapinn í huga). Með því að tefla saman þess- um þáttum fær Dostojevskí svig- rúm til að koma inn á ótrúlegar hliðar í mannskepnunni. Þetta er fyrsta leiksýning hérlendis sem byggir á verkum rússneska risans. Leikstjóri sýningarinnar er frá Finnlandi, hin aðsópsmikla og virta Kaisa Korhonen en hún tekur ný- lega leikgerð eftir Bretann Simon Grey og mótar hana eftir eigin höfði. Það er Dostojevskí-þýðand- inn Ingibjörg Haraldsdóttir sem snarar yftr á íslensku en með Kor- honen eru Finnarnir Esa Kyllönen sem lýsir og Eeva Ijás sem annast leikmynd. Þórunn S. Þorgríms- dóttir er með búningana. Vinnu- aðferðir Finnanna eru ekki eins og íslendingar eiga að venjast því lýs- Kári Halldór. „Komnir inn á þenn- an magíska heim Dostojevskís." ing og leikmynd er unnin samhliða vinnu leikhópsins en ekki húrrað upp viku fyrir frumsýningu. Með helstu hlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Tinna Gunnlaugsdóttir. í fréttatilkynningu frá Þjóðleik- húsinu segir: „Myshkin fursti er kallaður Fávitinn vegna þess hve takmarkalaust græskulaus og góð- hjartaður hann er, auk þess sem sópa til sín verðlaunum.“ Höfundurinn staðsetur verkið árið 1912 og gerist viku áður en Tit- anic, skipið sem átti ekki að geta sokkið, siglir út á haf. Titanic er eins konar táknmynd í bakgrunn- inurn en samfélagið er að sigla inn í mikla velsæld og menn ugga ekki að sér. Ekki ólíkt og núna þegar kalda stríðið er að verða búið. og Bergljót Arnalds. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefáns- dóttir en tónlist er eftir Lárus Grímsson. Jóhann Bjarni Pálmason lýsir. Viðar Eggertsson leikhússtjóri var spurður hvort honum þætti það virkilega viðeigandi að vera með glæpasýningu á sjálfum jólunum? Hilmir Snær (Myshkin fursti) fær knús frá Steinunni Ólínu (Aglajana) í Fávitanum. höfundur og í Fávitanum er fjallað um mannleg örlög í sinni víðustu mynd. Einn þáttur sögunnar er morðsaga, annar ástarsaga, þetta er siðferðileg og trúarleg saga og ekki má gleyrna kímninni sem er ákaf- lega sterkur þáttur í verkum Do- stojevskís.“ Óvænt heimsókn — sakamálaleikur með mannlegu ívafi Jólaleikrit Akureyringa er saka- málaleikur eftir J.B. Priestley í þýðingu Guðrúnar J. Bachmann en leikstjóri er Hallmar Sigurðs- son. Það er skrifað árið 1945 og var sett upp á íslandi árið 1950, eins og áður sagði, og er fyrsta erlenda leik- ritið sem sett er upp þar. Þetta í fjórða skiptið sem það er fært upp hér, þar af einu sinni áður á Akur- eyri. Óvænt heimsókn er stofu- drama þar sem þjónustustúlka efn- aðrar fjölskyldu lætur lífið á voveif- legan hátt. Rannsóknarlögregla mætir á svæðið og þá kemur í ljós að hvert og eitt þeirra gæti borið ábyrgð á dauða stúlkunnar. Arnar Jónsson leikur lögguna og er óhætt að segja að það sé við hæft í fleiri en einum skilningi. Arnar á um þessar mundir 40 ára leikafmæli en hann steig einmitt fyrstu skref sín á sviði Samkomu- hússins í hlutverki Hans (en ekki Grétu). Arnar er fastráðinn við Þjóðleikhúsið þannig að hann er gestur bæði í bænum og á sviðinu en ekki beint ókunnugur því þetta er 24. hlutverk hans hjá LA. Aðrir leikarar eru Þráinn Karlsson og Sunna Borg, ekki beint ókunn leikhúsgestum fyrir norðan, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigþór Albert Heimisson, Dofri Hermannsson Kabarett Þær fregnir hafa borist út fýrir veggi Borgarleikhússins að þar sé í uppsiglingu ákaflega spennandi og frumleg uppfærsla á Kabarett. Ef orðrómurinn er réttur þá er stans- laus „aksjón" á sviðinu sem reynir á leikhópinn sem og áhorfendurna sem eiga fullt í fangi með að fylgjast með öllu því sem er í gangi. Upp- hafið má rekja til frábærrar bókar smámynda sem þó mynda eina heild úr Berlínarlífi þegar nasism- inn er að rísa. Þetta var tími glaums og fátæktar þegar kommúnistar og nasistar bárust á banaspjót og brúnstakkar höfðu betur. Bókin heitir „Goodbye to Berlin“ og er eftir breska rithöfundinn Christ- opher Isherwood. Upp úr henni var unnið leikrit sem heitir „I am a ■Camera“ sem eru upphafsorð bók- arinnar og síðan hinn geisivinsæli söngleikur, sem aftur er unninn upp úr leikritinu og þá loks gerði Bob Fosse víðfræga kvikmynd sem skaut Lisa Minelli upp á stjórnuhimininn. Þetta er allflókið og langt þróunarferli og á öllu þessu byggir Guðjón Pedersen leik- stjóri en hann lék einmitt hlutverk skemmtanastjórans í verkinu þegar það var sett upp á Akureyri fyrir margt löngu og var það rómuð frammistaða. Fyrirhugað er að frumsýna leik- ritið 13. janúar en inn í verkið geng- ur íslenski dansflokkurinn með stóran hluta af sínum kröftum. Arnar Jónsson (fyrir miðju) á 40 ára leikafmæli og fer með aðalhlut- verkið í jólaleikriti LA. Á myndinni má einnig sjá þau Sunnu Borg og Þráin Karlsson. „Já, já, þetta er á yfirborðinu sakamálaleikur en það er auðvelt að sjá hinn góða boðskap í verkinu sem snýst um ábyrgð á meðbræðr- um okkar.“ Viðar segir það rétt að sakamálaleikrit hafi verið algengari áður fyrr einkum á 5. og 6. áratugn- um en nú virðist vera einhver bylgja í gangi. „Þetta tiltekna verk hefur verið tekið upp víða um hinn vestræna heim og núna eru rómað- ar sýningar á leikritinu bæði í New York og London sem hafa verið að Helstu hlutverk eru í höndum þeirra Ara Matthiassonar, Eddu Heiðrúnar Bachmann, Ingvars Sigurðssonar og Magnúsar Jónssonar. Slagverksleikarinn Pétur Grétarsson stjórnar sjö manna hljómsveit en Gretar Reynisson sér um leikmynd sem og oft áður þegar Guðjón leikstýrir. Elín Edda Árnadóttir gerir bún- inga og síðast en ekki síst þá stjórn- ar Katrín Hall dönsum og semur spor. JBG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.