Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 40
[ hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16.
2%
46
I Össur í leit aðfiðrildum í Kólumbíu
’Engir Radíusarbrœður í Sjónvarpinu
■ Skuggabarinn endurvakinn
Ös
"ssur Skarphéðinsson umhverf-
isráðherra sem ásamt eiginkonu
sinni, Árnýju Erlu Sveinbjörns-
dóttur, sem nýkomin eru úr væg-
ast sagt örlagarríkri ferð frá Kól-
umbíu, lýsti sér sem eitthundrað
kílóa glaðbeittum húmorista í við-
tali við MORGUNP-
ÓSTINN á dögunum.
Svona fyrir utan
það að eignast eigið
afkvæmi var hann
sagður vera að leita
að nýju flðrildi í
stað þess sem Steingrímur J. Sig-
fússon hnuplaði frá honum til þess
að gefa nafna sínum Hermanns-
syni. Gálgahúmor Össurar var
heldur ekki langt undan því hann
ku látið hafa þau boð ganga til
flokksfélaga sinna uppi á íslandi
hvort ekki væri hægt að senda Jó-
hönnu Sigurðardóttur til Kól-
umbíu. Þar væri nefnilega svo mik-
ið af krókódólum...
Skuggabarinn á Hótel Borg var
fyrr á árum einn helsti griðastaður
óminnishegrans hér í Reykjavík, en
siðastliðin ár hefur hann hins veg-
ar verið lokaður. Nú er loks að
verða þar breyting á. Tómas A.
Tómasson, sem vakið hefur Hótel
Borg til Jífsins að undanförnu, er
nú búinn að klassa Skuggabarinn
verulega upp og verður hann opn-
aður með pompi og prakt fimmtu-
daginn 29 desember. Barinn er þó
ekki eins skuggalegur og nafnið
gefur til kynna og munu innrétt-
ingarnar vera sérlega glæsilegar, en
þær hannaði Ingibjörg PAlma-
dóttir. Veg og vanda af starf-
rækslu barsins hafa þeir Pétur
Ottesen og Ingvi Týr Tómasson,
en sér til fulltingis hafa þeir fengið
súperbarþjóninn Ingva Steinar
Ólafsson, sem til skamms tíma
stýrði barnum á Ingólfscafé...
Nú
I ú styttist til áramóta og margir
farnir að hugsa sér gott til glóðar-
innar í gleðskaparmálum. Flestir
skemmtistaðir hafa opið til fimm á
nýársnótt, en á Kaffibarnum við
Bergstaðastræti verður aftur lokað
á gamlárskvöld. Þar á bæ hafa
menn hins vegar tekið höndum
saman við Ingólfscafé og ætla að
halda mikið og exklúsíft ball, þar
sem PAll Óskar og milljónamær-
ingarnir leika undir dansi. Ýmsar
fleiri uppákomur munu fyrirhug-
aðar, en aðstandendurnir eru þögl-
ir sem gröfin. Það sem gerir
áramótadansleik þennan þó öðrum
ólíkum er sú staðreynd að miðarnir
verða víst ekki seldir á opnum
markaði heldur boðnir útvöldum
hópi mögnuðustu samkvæmisljóna
bæjarins...
yrirhugaðir
sjónvarpsþættir
Radíusbræðr-
anna Davíðs
ÞÓRS JÓNSSONAR
og Steins Ár-
MANNS MAGNÚS-
SONAR hafa verið
flautaðir af í bili. Þetta eru nokkur
vonbrigði þeim sem vildu sjá ný-
sköpun í sjónvarpsgríni en Svein-
björn I. Baldvinsson, foringinn í
innlendri dagskrá Sjónvarpsins,
telur sig ekki hafa nauðsynlegt fjár-
magn. Hann tekur greinilega ekki
mið af orðum forvera síns, Hrafns
Gunnlaugssónar, í bókinni
Krummi, en þar segir Krummi eitt-
hvað á þá leið að það sé í sjálfu sér
ekkert að þvi þó það sé smá skulda-
hali í gangi. Það sýni þó alla vega
að það sé eitthvað í gangi...
J. ískusýningar eða alls kyns
skrautlegar uppákomur virðist
nánast það eina sem heldur lífl í
þeirri hörðu samkeppni sem
skemmtistaðirnir Ingólfscafé,
Kazablanka og Tunglið eru í um
þessar mundir. Með örfárra helga
millibili hafa Snorrarnir; Einar og
Eiður troðfyllt að minnsta kosti
tvo þessara skemmtistaða með
ljósmyndasýningum, tískusýning-
um og með’í, eins og þeim er ein-
um lagið. Um helgina ætlar Svenni
ljósmyndari og Beysi kokkur að
freista þess að slá tvær flugur í einu
höggi og halda ljósmyndatískusýn-
ingu. Með öðru orðum ætla þeir að
halda slædsmyndatískusýningu á
tvisvar sinnum þriggja metra tjaldi
og sýna þar 140 myndir. Sýningin
er byggð á grunni tölvukerfis sem
er flóknara en svo að hægt sé
greina frá því í stuttu máli...
Morgunpósturinn
kemur næst út
fimmtudaginn
29. desember og
svo mánudaginn
2. janúar.
Allt stefnir í það að Sniglaveislan verði söluhæsta skáldsaga síð-
ustu áratuga á Islandi. Er komin 111 þúsund eintök frá útgef-
anda og tveir sölumestu dagarnir fara í hönd. Ólafur Jóhann
hefur einnig gengið ffá leikriti sem verður sýnt í Borgarleikhús-
inu á næsta leikári
Kvörnin malar
hj á Ólafi Jóhanni
Eins og sjá má inni í blaðinu er
Sniglaveisla Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar efst á lista bókabúðar Ey-
mundssonar og hefur haldið sínu
striki frá því að'jólabókasala hófst. I
hönd fara tveir sölumestu dagar
ársins og Ólafur Ragnarsson, út-
gefandi hjá Vöku-Helgafell segir
allt stefna í að Sniglaveislan verði
söluhæsta bók síðustu áratuga.
Hún er þegar komin í 11 þúsund frá
útgefanda sem er meira en síðasta
bók Ólafs Jóhanns, Fyrirgefning
syndanna, fyrir nákvæmlega þrem-
ur árum síðan, en hún hefur selst í
13 þúsund eintökum hérlendis. Ól-
afur Ragnarsson segir þetta hafa
verið mjög stöðugur stígandi í sölu
höfundarverka Ólafs Jóhanns, Níu
lyklar fór í 6 þúsund eintökum og
Markaðstorg guðanna í 9 þúsund.
„Núna er verið að þýða Sniglaveisl-
una yfir á ensku samkvæmt óskum
erlendra forlaga. Það er spennandi
að koma íslenskum bókmenntum
út íyrir landhelgina og ég hef trú á
að hún eigi eftir að sigla í kjölfar
Fyrirgefningarinnar," segir útgef-
andi Ólafs Jóhanns en MORGUN-
PÓSTURINN náði tali af honum í
gærkvöldi, en Ólafur Jóhann kom
til landsins frá New York í gær-
morgun. „Maður verður að fá slabb
og hálku fyrir jólin,“ segir hann.
Hefurðu eitthvað náð að fylgjast
með þessum bókaslag?
„Ég hef verið í bölvuðum látum
vestra þangað til ég kom heim en ég
er alltaf í sambandi við nafna minn
og hann hefur látið mig fylgjast
með. Aðallega það sem hefur farið
út úr húsi í samanburði við Fyrir-
gefninguna. Þetta er eins og sjó-
mennska, maður er settur í að fylgj-
ast með aflabrögðum.“
Ólafur segir það koma sér nokk-
uð á óvart að Sniglaveislan ætli að
slá Fyrirgefninguna út og segir að-
spurður að það sé vonandi ekki
Ólafur Jóhann Ólafsson áritar Sniglaveisluna í Kringlunni í gær en hann
kom til landsins frá New York í gærmorgun.
ir jafnframt að hann hafi meiri
ánægju af einfaldari uppfærslum
þar sem lagt er mikið í persónurnar
og þann texta sem þeim er lagður í
munn. „Ég er, ekki mikið fyrir
show, ég held að bíómyndin sjái
betur um showið en leiksviðið sem
er hætt að geta keppt við viðamikl-
ar bíómyndir með hoppi og híi.“
Ólafur segist kunna bridge en vera
lélegur og tapi oítast því hann sé of
sagnaglaður þó að hann noti íþrótt-
ina sem ramma um nýja leikritið.
Það er nokkur skyldleiki með Fjór-
um hjörtum og Sniglaveislunni og
þegar eru einhverjar hugmyndir
farnar að sulla í höfði hans, „mér
líður lang best þegar ég er að vinna
að einhverju. Þá er kvörnin eitt-
hvað að mala.“ JBG
hætta á að þetta stigi sér til höfuðs,
segir að sér leiðist mont og vonist
til að það gerist ekki með sig. „Það
er nýtt tilverustig þegar bókin fer af
borðinu hjá manni sjálfum og í
hendur á lesendum og ég neita því
ekki að það er alltaf skemmtilegra
ef það framhaldslíf er á þennan
hátt.“
Ólafur Jóhann var að leggja loka-
hönd á sitt fyrsta leikrit sem hann
kallar Fjögur hjörtu og er fyrirhug-
að að fari á íjalir Borgarleikhússins
á næsta leikári. Það fjallar um fjóra
karla urn sjötugt sem eru að spila
bridge og Ólafur segist hafa haft
ákveðna leikara í huga þegar hann
skrifaði það. „Sem strákur lá ég oft
og hlustaði á útvarpsleikritin og er
svona að hneigja mig fyrir þessu
gamla leikaralandsliði.“ Ólafur seg-
Veðrið í dag: Suðvestan kaldi eða
allhvasst með skúrum eða slyddu-
éljum sunnanlands og vestan en
annars þurrt að mestu. Hitastigið
verður á bilinu frá 2 stiga frosti til 4
stiga hita.
Horfur á Þorláksmessu: Suðvest-
læg átt. Él sunnanlands og vestan
en úrkomulítið norðaustanlands.
Frost 0 til 5 stig.
Horfur á aðfangadag: Suðvestiæg
eða breytileg átt og víða él. Frost 1
til 6 stig.
Horfur á jóladag: Snýst til norð-
austlægrar áttar með snjókomu eða
éljum norðan- og austanlands en
léttir smám saman til suðvestan-
lands. Frost 1 til 8 stig.
Hefur Jakob Magnússon
staðiðsigvelsem
menningaifulltrúi?
Veðrið um helqina
Greiddu
atkvæði
39,90 krónur mínútan
Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurn-
inguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu
þínu. Kvöldið fyrir næsta tölublað verður síðan talið upp úr Kjörkass-
anum og niðurstöðurnar birtar í MORGUNPÓSTINUM að morgni.
Hvítjól
osbjartur
jólaaagur
y Veðurútlitið yTír hátíðarnar lofar
góðu, að minnsta kosti á sunnan- og
vestanverðu landinu. „Veðurútlitið er
jólalegt fýrir minn smekk og ég vona að
þessi spá rætist,“ segir Bragi Jónsson,
veðurfræðingur. „Það lítur út fyrir að það
verði él víðast hvar á aðfangadag og létti
svo til á jóladag hérna hjá okkur suðvest-
anlands. Þannig að við ættum að fá hvíta
jörð og bjart og fallegt veður. En gert er
ráð fýrir að það haldi áfram að snjóa fýrir
norðan og austan.“ Fólk ætti að klæða sig
vel áður en það fer í verslunarleiðangur á
Þorláksmessu og huga sérstaklega vel að
skóbúnaðinum. Þá er búist við snjókomu
sunnanlands og vestan og því hætt við að
hitalagnirnar á Laugaveginum hafi ekki
undan og slabb verði á gangstéttunum.
Þeir sem eru á seinni skipunum fá snjó-
inn einnig yfir sig fýrir hádegi á aðfanga-
dag. Þá ættu trén að svigna undan snjón-
um og umhverfið klæðast jólabúningn-
um. Á jóladag má búast við frábæru úti-
vistarverði, nokkuð köldu, en björtu og
stilltu veðri. Göngutúr í kirkjugörðununi
bætir meltinguna eftir jólasteikina og
kemur huganum í ró eftir alla pakkana.
Opnunartími
bara og búða
Búast má viö því að verslunarfólk
verði lúið á aðfangadag, sæki það
skemmtistaðina eítir lokun búðanna, en
opið er á nánast öllum skemmstöðum og
börum bæjarins til þrjú aðfaranótt að-
fangadags, enda föstudagskvöld. Lauga-
vegurinn og Kringlan hafa tekið höndum
saman um að hafa búðirnar opnar til tíu í
kvöld, elleíu að vanda á Þorláksmessu og
frá níu til tólf á aðfangadag. Sjoppur
munu hins vegar verða opnar aðeins
lengur; ýmist til tvö eða fjögur, eítir því
sem MORGUNPÓSTURINN kemst
næst. Eins gott er að mata sig þokkalega
fyrir helgina því flestar matvöruverslanir
leggjast á eitt með að hafa lokað á þriðja í
jólum. Barir og skemmtistaðir verða hins
vegar lokaðir frá og með þrjú á föstu-
dagsnótt fram á annan í jólum. Barir ku
opna sídegis, eða um sexleytið og allir
skemmtistaðir verða með hefbundinn
„annaníjólum" dansleik frá og með tíu.
Allt lítur því út fýrir að mikil gleðijól séu
framundan. Þá má geta þess að einstaka
hótel verður opið með fýrir mat um jól-
in, ýmist morgunmat og/eða kvöldmat,
eins og til dæmis Hótel Saga og Hótel
Loftleiðir. Hjálpræðisherinn verður svo
að venju opinn þeim sem ekki eru tengd-
ir íslensku stórfjölskyldunni með einum
eða öðrum hætti; eða opinn þeim vina-
fáu og snauðu. GK
r /
Hlustum
allan
sólarhringinn
2 1900