Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjórar
Framkvæmdastjóri
Auglýsingastjóri
Miðill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Styrmir Guðlaugsson
Kristinn Albertsson
Örn ísleifsson
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.
Miðar þótt
hæst fari
í fjölmiðlum landsmanna, ctlTi síst MORGUNPÓSTINUM, hef-
ur síðustu mánuði og misseri verið mikið fjallað um misbresti í op-
inberri stjórnsýslu, óráðsíu í rekstri hjá ríki og sveitarfélögum, slæ-
legt upplýsingastreymi frá stjórnvöldum og þar fram eftir götun-
um. Þessi umræða og gagnrýni hefur verið íýllilega réttmæt og fyr-
ir löngu orðin tímabær. Henni hefur raunar skotið upp oft áður, án
þess þó að bera sjáanlegan ávöxt.
En dropinn holar steininn og nú eru loks farin að sjást nokkur
merki þess, að gagnrýnin hafi þrátt fyrir allt haft einhver áhrif og að
stjórnkerfið sé farið að bregðast við á réttari hátt en áður.
Þar má fyrst nefna hlut Ríkisendurskoðunar. Áður en lögum um
stofnunina var breytt fyrir nokkrum árum var hún eins konar
framlenging á framkvæmdavaldinu, þjónn þess og þræll, og hafði
litlu sem engu sjálfstæðu hlutverki að gegna. Það er fyrst með nýj-
um forsendum, og kannski ekki síður nýjum mönnum og vinnu-
brögðum, sem Ríkisendurskoðun er nú farin að gegna raunveru-
legu hlutverki sínu: að halda uppi virku eftirliti með framkvæmda-
valdinu fyrir hönd löggjafans og þar með almennings í landinu.
Stofnunin lætur heldur ekki lengur við það sitja, að búa til mála-
myndaskýrslur, sem hún er sérstaklega beðin um, og undir hælinn
lagt hvort þær komi nokkru sinni fyrir almenningssjónir eða verði
umbjóðendum hennar að nokkru gagni. Stofnunin er sjálf farin að
taka frumkvæði að rannsókn einstakra mála, og ætti raunar að gera
það í enn ríkari mæli en þó er orðin raunin. Til þess þarf að efla
stofnunina, sem óhjákvæmilega kostar fjármuni, en uppákomur
síðustu missera sýna og sanna, að ef einhvers staðar er réttlætanlegt
að auka ríkisútgjöld þá er það í eftirlit með framkvæmdavaldinu
sjálfu.
Því miður er ekkert sambærilega óháð og gagnrýnið eftirlit með
rekstri sveitarfélaga í landinu, sem veitti þó svo sannarlega ekki af,
og þarf að ráða bót á því sem fyrst.
Einnig er rétt að nefna í þessu sambandi stjórnsýslulögin, sem
tóku gildi um síðustu áramót. Þau hafa tvímælalaust verið til bóta,
og leitt til þess að stjórnmála- og embættismenn eru varkárari en
áður í ákvarðanatöku og beitingu valds. Af sama meiði er það
frumvarp, sem nú er í smíðum á vegum forsætisráðherra, um upp-
lýsingaskyldu stjórnvalda. Binda má vonir við að lagasetning af því
tagi auki nauðsynlegt aðhald með valdsmönnum, og bæti sam-
skipti stjórnvalda og almennings. Þessi lög ættu meðal margs ann-
ars að kveða á um ótvíræðan og tafarlausan aðgang almennings, og
þar með fjölmiðla, að öllum skýrslum og niðurstöðum Ríkisendur-
skoðunar. Alltaf.
Hér hefur áður verið skorað á forsætisráðherra, að láta hraða
gerð þessa frumvarps, þannig að lagasetningunni verði lokið á yfir-
standandi kjörtímabili. Þessi áskorun er hér með ítrekuð.
Aðalatriðið er þó, að ofangreindum málum þokar til betri vegar.
Miðar þótt hægt fari.
Gleðilega hátíð
Þetta er síðasta tölublað MORGUNPÓSTSINS fyrir hátíðina
framundan. Blaðið sendir lesendum sínum og landsmönnum öll-
um bestu óskir um gleðileg og friðsæl jól.
Páll Magnússon
Posturínn
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888
Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999
Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga,
til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum.
■amssm
».'
Jólabarniö í ór
[ymmæjj;
Vestfirskt Alþingi
„Ég verð ekki á listanum vegna þess
að mérfinnst að með þeirri ákvörð-
un sem tekin hefur verið og niður-
staða prófkjörsins felur í sér um nýja
stefnu að rœða; að leita útfyrir
Vestfirði að málsvara á Alþingi. “
Pétur Bjarnason fallkandídat
Tíðindalaust á borgarvíg-
stöðvunum
„Þetta eru fyrirtceki sem eruyfirleitt
vel stceð. Skulda lítið og eru ekki í
tniklum framkvcemdum. “
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talin
borgarstjóri
Grátklökkur Ingó
„Bók Ingólfs Margeirssonar er í sam-
rcemi við hátíðina sem hún á að
lýsa; yfirborðsleg, innihaldsrýr, há-
stemmd —jafnvel grátklökk á
stundum.“
Birgir Hermannsson aðstoðarmaður
bókagagnrýnenda
Ekkert kerlingavæl
„ Yfir œvisögur hálffertugra poppara
og sorgarsögu kvenna gnœfir þessi
bók. Ég hálföfunda þá sem eiga eftir
aðfá hana íjólagjöf.“
Magnús Óskarsson lögmaður
Hagrœðing í mjólkuriðnaði?
„Alltfrá því aðframtak Thor Jensen til að
byggja upp samkeppni í mjólkuriðnaði var
drepið hefur engum tekist að lifa slíka til-
raunastarfsemi af “
Fyrir fáeinum dögum var gengið
frá úreldingu Mjólkurbúsins í
Borgarnesi. Úreldingin felur í sér
að vinnslu á mjólkurafurðum verð-
ur hætt í Mjólkursamlagi Borgfirð-
inga í Borgarnesi. Fyrir þetta fær
Kaupfélag Borgfirðinga á bilinu
400-500 milljónir króna. Með
þessu batnar rekstrarstaða Kaupfé-
lags Borgfirðinga til muna en það
er ýmislegt fleira sem fylgir þessu
samkomulagi.
Það ríkti síður en svo einhugur
um þessa ákvörðun eins og fram
kom á aukafundi fulltrúa Mjólkur-
samlags Borgfirðinga sem haldinn
var síðastliðinn föstudag þar sem
úreldingin var samþykkt með 22 at-
kvæðum gegn 13. Þennan sama dag
var samkomulagið samþykkt á
aukafundi fuiltrúa Mjólkubús
Borgfirðinga með 22 atkvæðum
gegn 8.
Með samkomulaginu afsaiar
Kaupfélag Borgfirðinga sér öllu til-
kalli til eignarhluta í Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík. Jafnframt af-
sala mjólkurframleiðendur á félags-
svæði Kaupfélagsins sér öllu tilkalli
til eignarhlutar í Mjólkursamlaginu
þannig að Kaupfélag Borgfirðinga
er viðurkennt sem eini eigandinn
að Mjólkursamlagi Borgfirðinga.
Mjólkurframleiðendur fá hins veg-
ar nokkuð fyrir sinn hlut sem
greiddur verður út í sérgreindum
stofnsjóði samlagsins.
Mörgum þykir sárt að horfa á
eftir mjólkurvinnslunni í Borgar-
firði sem nú flyst suður íyrir heiðar.
I' þeim hópi eru margir bændur,
íjöldi neytenda og síðast en ekki síst
nokkrir einstaklingar sem höfðu
trú á að ef til vill gæti Mjólkursam-
lagið í Borgarnesi orðið vettvangur
að eðlilegri og heilbrigðri sam-
keppni í framleiðslu mjólkurafurða
hér á landi.
Það er merkilegt að í einu glæsi-
legasta mjólkurbúi landsins, sem
byggt var fyrir stórfé fyrir ekki svo
löngu síðan, skuli ekki lengur telj-
ast hagkvæmt að vinna mjólkuraf-
urðir heldur eigi nú að hefja annars
komar atvinnurekstur í húsnæði
Þungavigtin
Mjólkurbúsins sem á að geta orðið
arðsamur. En hvaða atvinnustarf-
semi er það?
Samkvæmt fréttum hefur verið
stofnað nýtt hlutafélag um þennan
rekstur sem er að 50 prósent í eigu
Kaupfélags Borgfirðinga í Borgar-
nesi en hin 50 prósentin eru í eigu
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík,
Mjólkurbús Flóamanna og Osta-
og smjörsölunnar. Hlutafé hins
nýja félags verður, samkvæmt frétt-
um, á bilinu 80-100 milljónir
króna. Eitt af því sem á að hefja
framleiðslu á í stað mjólkur eru
ávaxtasafar. Framleiðsla ávaxasafa á
vegum Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík hefur fram til þessa farið
fram í Mjólkurbúi Flóamanna á
Selfossi. Nú þegar úreldingu er iok-
ið á Mjólkursamlaginu í Borgarnesi
á sem sagt að flytja þessa starfsemi
frá Selfossi upp í Borgarnes, fæða
hana og klæða með vélum, tækjum,
vörumerkjum og fjármagni og
byrja nánast á skuldlausum rekstri.
Nú er sem sagt komið að því að
mjólkuriðnaðurinn í landinu telur
ekki lengur hagkvæmt að framleiða
mjólk í Borgarnesi en það er hægt
að ráðast til atlögu við einkafyrir-
tæki í framleiðslu á ávaxtasöfum,
enda fjárhagur hins nýja ávaxta-
mjólkurbús verið lagaður til með
fjármunum frá almenningi upp á
400-500 milljónir króna.
Hvers vegna var ekki leitað eftir
samstarfi við aðila utan mjólkur-
iðnaðarins um að stofna til fram-
leiðslu annars konar drykkjaraf-
urða í mjólkurbúinu ásamt mjólk-
urafurðum og breyta mjólkurbú-
inu þannig í alvöru mjólkur- og
ávaxtasafabú?
Fyrir skömmu síðan sagði góður
maður við mig: „Einokunarkerfi
mjólkuriðnaðarins mun aldrei
brotna innan frá.“ Það er því miður
býsna mikið til í þessum orðum.
AJlt frá því að framtak Thor Jensen
til að byggja upp samkeppni í
mjólkuriðnaði var drepið hefur
engum tekist að lifa slíka tilrauna-
starfsemi af. Allir þekkja örlög
Baulu sem innleiddi fleiri nýjungar
í jógúrtframleiðslu en Mjólkursam-
salan hafði gert um áratugaskeið;
einokunin þoldi hins vegar ekki
það fyrirtæki og því var gert ókleift
að starfa.
Mjólkurbúið í Borgarnesi er eina
mjólkurbúið sem getur ógnað ein-
okunaraðstöðu Mjólkursamsöl-
unnar vegna nálægðar sinnar við
markaðinn á höfuðborgarsvæðinu.
Með úreldingunni hefur nú verið
reynt að koma í veg fyrir að sam-
keppni berist þaðan.
Sífellt fleiri bændur átta sig á að
hagsmunir þeirra, framleiðenda í
tengdum greinum og neytenda fara
saman í þessu máli.
Það er ennþá tími til að tefla rétt
úr skákinni og hafa sigur þó staðan
sé flókin í dag.
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Siguröardóttir,
Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
I
I
I
I
>
>
I
I
l
I
»