Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 22.12.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Stiömugiöf Páll Pálsson Vesturfarinn ★ „Mislukkuð bók þar sem stíll ogpersónusköpun er sérlega ábótavant. Höfundur hafði ágætt efni í höndunum en af- greiðslan er langtfrá því að vera fullnœgjandi. “ Pétur Gunnarsson Efstu dagar ★ „Pétur Gunnarsson er óra- fjarrifrá sínu besta ífurðu- lega daufri og heldur leiðin- legri skáldsögu.“ Þórunn Valdimarsdóttir Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjónusta ★ „Þórunn er vissulega hug- myndarík, en mérfinnsthún enn eiga nokkuð langt í land með að skrifa góða skáldsögu. En vissulega er þessi bók framförfrá þeirri fyrri." Robert James Waller Brýrnar f Madison-sýslu ★ „Það eina merkilega við þessa bók eru vinsœldirltennarsem eru þó ekki óútskýranlegar: Robert James Waller er ekki góður rithöfundur og hreint afleitur stílisti en hann kann að púsla saman klisjum og klisjur hafa löngum selst vel. “ Lawrence Norfolk Orðabók Lempriers O „Rúmlega 6oo blaðsíðna bók (með skýringum) sem ber gáfnarfari höfundar síns fag- urt vitni. En þarnafara vit og skemmtun ekki saman. Leið- indin eruþrúgandi.“ ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Snigi.aveislan _____________0_____________ „Hvorki innihaldsríkt né eft- irminnilegt verk. Fyndni þess er misheppnuð. Það vantar skáldskapinn íþetta verk.“ Unun Æ ★★★★ „Það kæmi ekki á óvart þó Smekkleysu tækist að hala hér inn enn eina gullplötuna úr ólíklegustu átt. Ununflyt- ur nefnilega lög ungafólksins og gerir það vel. “ Utangarðsmenn Tónleikaupptökur ★ ★★★★ „Bubbi Morthens er hér í banastuði. Gamli Bubbi sem öskraði barafrekar en pældi. Þetta er besta plata Utan- garðsmanna. Þeir lifi, meira pönk!“ Diddú ásamt SlNFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Töfrar ★ ★★★★ „Nýi geisladiskurinn með Diddú er einfaldlega frábær. Kristján Jóhannsson fölnar við samanburðinn.“ Maus Allar kenningar heimsins og ÖGN MEIRA ★ ★★★★ „Maus sýna það ogsanna að íslendingar geta rokkað í þrusu ogþað án þess að herma eftir Pearl Jam. Ein af bestu plötum ársins.“ „Aðalheiður lýsir svo eftirminnilega bágum kjörum verkafólks og baráttu fyrir mann- sæmandi lífi að manni finnst eiginlega miður þegar hún flyst úr landi. Hins vegar fer ekki svo að ffásögnin halli verri veg eftir þann flutning því í nýju landi hefst barátta við trúarkreddur og fordóma.a Vönduð bók Þorvaldur Kristinsson: Veistu ef ÞÚ VIN átt - Minningar Aðalheið- AR HÓLM SPANS 223 BLS. Forlagið 1994 Þetta er ákaflega vönduð bók. Þarna segir frá konu sem virðist hafa meiri áhuga á umhverfi sínu en sjálfri sér. Það er ágætur kostur og sérlega heppilegur þegar kemur að skráningu ævisagna því þá er ekki svo mikil hætta á að sjálfhverfan verði ríkjandi. Aðalheiður Hólm, þessi orð- heppna og kjarkmikla kona, fékk ríka réttlætiskennd í vöggugjöf og tók snemma fullan þátt í verkalýðs- baráttu. Átján ára gömul var hún ein af stofnendum Sóknar og varð fyrsti formaður félagsins. Endi var bund- inn á baráttu hennar hér heima þeg- ar hún giftist Hollendingi og flutti með honum til heimkynna hans. En þar tók við önnur barátta þar sem Aðalheimur barðist fyrir því í ókunnuglegu umhverfi að vera virt og metin vegna eigin verðleika. Það má segja að þessi bók sé þri- skipt. Fyrsti hlutinn segir frá barn- æsku og uppvexti á Eysteinseyri og Bíldudal. Annar hlutinn gerist í Reykjavík og sá síðasti í Hollandi. Það skiptir ekki máli í hvaða hluta bókarinnar Aðalheiður er stödd, henni tekst að draga upp ákaflega sterkar þjóðfélags- og þjóðlífsmynd- ir og gera persónur ljóslifandi í huga lesanda. Þarna kynnist lesandinn sveitabasli og menntunarþrá ungrar stúlku, draumi sem fær ekki að ræt- ast. Hann fræðist um aðbúnað verkakvenna og vinnukvenna á erf- iðleikatímum. Reyndar eru kaflarnir sem lýsa aðbúnaði og aðstæðum vinnukvenna á reykvískum heimil- um með þeim bestu í bókinni. Þar eru hrollkaldar lýsingar á heimi sem nú er blessunarlega horfinn. Aðalheiður lýsir svo eftirminni- lega bágum kjörum verkafólks og baráttu fyrir mannsæmandi lífi að manni finnst eiginlega miður þegar hún flyst úr landi. Hins vegar fer ekki svo að ffásögnin halli verri veg effir þann flutning því í nýju landi hefst barátta við trúarkreddur og fordóma. Það er erfið- ___________ ur slagur, en eins og fýrr, brettir þessi dug- mikla kona upp erm- arnar og berst fyrir því sem hún telur sannast og réttast, því eins og hún segir sjálf: „Allt ofstæki stefnir gegn innstu náttúru mannsins og hefur aldrei þjónað öðrum tilgangi en þeim að halda aftur af leitandi huga og þagga niður spurningar.“ Það er með Aðal- heiði eins og aðrar manneskjur, orð hennar og viðhorfgcfa ||>ORVALD af henm sonnustu ■' """".......... Mlnningar Aðalhelðar Hólm Spans myndina. Sú mynd sýnir hugrakka og skynsama konu með sterka rétt- lætiskennd og sjálfstæðar skoðanir. Hún segir að í sínum huga byggist tilgangur lífsins á því: „Að vera heil og einlæg, trú tilfinningum sínum og dýpstu sam- visku, að vera manneskja með öðrum manneskjum af fullu heillyndi. Þetta er það sem máli skiptir. Það er svo önnur saga að mér hefúr þótt það ærið dagsverk að standa við þetta og stundum nokk- uð erfitt.“ Þorvaldur Kristinsson skráir þessar minningar og mér finnst ástæða til að hafa orð um þátt hans í þessu verki. Þetta er fyrsta bók hans og ég ætla að vona að hún verði ekki sú síðasta. Þorvaldur er greinilega næmur stílisti og hann á mikið lof skilið fyrir þátt sinn í þessu verki. Það er ekki oft sem svo vel skrifúð ævisaga rekur á fjörur. Ákaflega vel skrifuð ævisaga konu sem á sínum tíma stóð framarlega í verkalýðsbarátt- unni hér á landi en fluttist síð- an til Hollands. Sterkar þjóð- lífsmyndir og Ijóslifandi per- sónur birtast á síðum bókar- I Kolbrún Bergþórsdóttir Debbie Blyden eróbikkþjálfari „Við verðum hjá fjölskyldu mannsins míns fyrir norðan, á Kristnesinu. Þetta er fyrst og fremst hátíð barnanna og við munum eyða eins miklum tíma og við getum með þeim. Ég veit ekkert um það hvað við fáum að borða, tengdamamma hefur ennþá ekkert sagt um það. Við fengum rjúpur í fyrra, en hún hefur gaman af að koma okkur á óvart, gera eitthvað nýtt á hverju ári. Ég hef reyndar komið henni á óvart líka og manninum mínum, því ég skellti mér í óvænta heimsókn norður um jólin ‘92, en þá vorum við maðurinn minn að taka saman. Hann fór norður um jólin eins og venjulega og ég skellti mér bara á eftir honum án þess að láta nokkurn mann vita, svona til að kynnast fjölskyldu hans. Það var mjög gaman. Ég er hins vegar tiltölulega nýfarin að halda jólin hátíðleg, því ég var vottur Jehóva þangað til 1990. Þá fyrst þurfti ég að fara að hugsa eitthvað um jólin, svo þetta er ennþá nýtt og ferskt fyrir mig og mjög skemmtilegt.“ Öm Kaiisson matreiðslumaður „Ég ætla nú bara að hafa það afskaplega náðugt. Ég á langt og gott frí yfir jólin, eina sex daga, því Tjörnin verður lokuð. Ætli maður lesi ekki eitthvað af bókum, glápi á sjónvarp og vídeó og svo skreppur maður væntanlega eitthvað í heimsóknir til ættingja og vina að góðum og gömlum sið. Ég veit ekki ennþá hvað ég kem til með að borða á aðfangadag, það hefur ekki verið ákveðið ennþá. Ég bý einn og áður fór ég alltaf til systur minnar á að- fangadag, en hún er flutt svo langt út á land núna að ég verð að sleppa því. í stað- inn ætlum við að hittast nokkrir vinirnir, ætli við verðum ekki þrír eða fjórir, og elda eitthvað saman og hafa það gott. Eftirminnilegustu jólin eru líklega þau sem ég hélt hátíðleg í Kristjaníu ‘71. Það var keypt eitt dýrindis jólatré, og því stillt upp í borðstofunni. Svo var tekið rækilega til í íbúðinni í fyrsta sinn í langan tíma. Öll gólf voru sópuð, og afrakstur sóperísins notaður sem jóla- skraut. Rykið var fínasta englahár, og gylltir öltapparnir og álpappírinn reynd- ust hið ágætasta skraut. Við vorum ákaflega ánægð með þetta tré.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.