Helgarpósturinn - 05.01.1995, Side 6
6
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIM1WTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 1
Er virkilega svo erfitt að búa á Vestfjörðum að íbúar þar þurfi sérstaka aðstoð?
Minnsta atvinnu-
leysið, flestar félags-
legaríbúðir, mesta
framkvæmdaféð,
hæstu styrkimir, flest
láninog
tekjumar
Vestfírðingar hafa undanfarið
notið margvíslegrar, sérstakrar að-
stoðar sem meðal annars hefur verið
rökstudd með slæmu atvinnu-
ástandi á Vestfjörðum. Hinn n. maí
1994 voru samþykkt lög um að veita
ríkissjóði heimild til að láta Byggða-
stofnun hafa allt að 300 milljónir
króna til þess að standa straum af
víkjandi lánum til sjávarútvegsfyrir-
tækja á Vestfjörðum vegna slæmrar
stöðu þeirra. Þetta voru; „Lög um
ráðstafanir til að stuðla að stœkkun
atvinnu- og þjónustusvœða á Vest-
fjörðum í kjölfar samdráttar í þorsk-
afla.“ Ætlunin var að greiðslan
tengdist sameiningu sveitafélaga.
í ágúst síðastliðnum var síðan
auglýst eftir umsækjendum um lán
frá Byggðastofnun. Samkvæmt fjár-
aukalögum fær Byggðastofnun 370
milljóna króna aukaframlag og eru
300 milljónir þeirra teknar frá fyrir
Vestfirðina í samræmi við áður-
nefnd lögin frá því í maí. Röksemdir
fyrir þessum sértæku aðgerðum
vegna Vestfjarða voru þær að at-
vinnuástandið væri illa statt þar.
Undanfarna daga hafa heyrst um-
kvörtunarraddir frá mönnum sem
telja að Vestfirðingar hafi notað
Vestfjarðaaðstoðina til að kaupa
kvóta úr öðrum landshlutum.
Minnsta atvinnuleysið
Staðreyndin er hins vegar sú að
atvinnuleysið er hvergi minna en á
Vestfjörðum. Meðalfjöldi atvinnu-
lausra þar í nóvember var 1,5 pró-
sent af áætluðum mannfjölda ef
stuðst er við nóvembertölur Vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt-
isins. Það er lægsta talan á landinu.
Til samanburðar má nefna að hæsta
meðaltalið var á Norðurlandi eystra,
5,8 prósenta atvinnuleysi. Hafði at-
Lán Byggðastofnunnar
Suðurl.ind ' i ■
Austurland |ll||l|| Norðurl. oystra | - E
Norðurl. vcstra, 3 i
Vo«tfirðlr||j| 11
Vcsturland1; ' Reykjanos > Rcykjavík ||||j 5( : 30 1. i 000 1.5 nilljónir krór i00 2.000 la
vinnulausum á Vestfjörðum fækkað
um 4,4 prósent ef miðað var við
nóvember í fyrra og er nú 1 prósent
atvinnulausra landsmanna á Vest-
fjörðum.
Vestfirðingar eru 3,6 prósent
landsmanna ef miðað er við mann-
fjölda í árslok 1993. Þar hefur verið
samfelld fólksfækkun í langan tíma
þrátt fyrir augljósar stuðningsað-
gerðir við byggð þar. Fólkið virðist
eigi að síður telja lífið vænlegra ann-
ars staðar, atvinnuleysið flyst ein-
faldlega í burtu. Ekki er það hús-
næðið sem togar fólkið í burtu því
þrátt fyrir að Vestfirðingar séu nú
aðeins 3,6 próesent landsmanna þá
eru hlutfallslega flestar félagslegar
íbúðir á Vestfjörðum eða 3.595 íbúð-
ir sem er 13,13 prósent af öllu íbúðar-
húsnæði þar og 5,2 prósent af félags-
legu íbúðarhúsnæði á landinu. Það
blasir hins vegar við að ef á að byggja
félagslegar íbúðir fyrir Vestfirðinga
þá verður að gera það annars staðar
á landinu þar sem þeir eru að færa
sig um set.
Hæstu meðallaunin
í þessu sambandi er einnig for-
vitnilegt að benda á að meðallaun á
Vestfjörðum hafa um langt skeið
verið með þeim hæstu á landinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð-
hagsstofnun voru meðaltekjur þar
1.548 þúsund krónur árið 1993 sem
var 7,3 prósentum hærra en landsm-
eðaltalið. Þetta er athyglisvert að
skoða í ljósi samantektar sem Þjóð-
hagsstofnun gerði árið 1988 en þá
voru laun á Vestfjörðum greidd á
árinu 1987 6,3 prósent hærri en
landsmeðaltalið. Miðað við það ár
hafa Vestfirðingar sótt í sig veðrið.
Rétt er þó að taka fram að þeir
höfðu þá lækkað, því árið 1986 voru
meðallaun á Vestfjörðum 9,4 pró-
sent hærri en landsmeðaltalið.
Launin á Vestfjörðum voru 14,1
prósenti hærra en á Norðurlandi
vestra þar sem þau voru lægst. Fyrir
vikið má gera ráð fyrir að Vestfirð-
ingar greiði hærri skatta en aðrir
landsmenn. Ef álagningaryfirlit ein-
staklinga eru skoðuð þá kemur í ljós
að 3,6 prósent tekjuskatts einstak-
linga kemur til á Vestfjörðum og vill
svo skemmtilega til að það er sama
prósentutala og íbúafjöldinn. Vest-
firðingar greiða hins vegar aðeins 1,2
prósent eignaskatts á landinu. Þeir
fá hins vegar 1,98 prósent vaxtabóta
og 3 prósent barnabótaauka.
En það kostar einnig meira en
annars staðar að reka skattstofuna
þar eða rúmar 3000 krónur á íbúa
sem er 27 prósentum hærra en rekst-
ur Skattstofunnar í Reykjavík. Að-
eins Skattstofa Vestmannaeyja er
dýrari, með 3358 krónur á hvern
íbúa.
Matthías Bjarnason
alþingismaður Vestfirðinga
„Það hefur verið gengið á Vestfirði um-
fram aðra landshluta og þetta er búið að
margsanna af mönnum utan Vestfjarða svo
við skulum lofa Vestfirðingum að vera utan
við þetta. Ef Vestfirðingar mættu eiga sín
mið sjálfir þá þyrftu þeir enga aðstoð; ekki
nokkra. Hvorki í vegagerð, heilbrigðismál-
um, fræðslumálum eða neitt, þeir þurfa
bara að fá að eiga sín fiskimið, einir og
sér.“
En ef maður lítur á atvinnuleysistölur á
Vestfjörðum þá virðast þeir standa öðrum
betur?
„Það er vegna þess að fólkið er farið í
burtu. Ef við hefðum beðið eftir því að allir væru farnir þá væri auð-
vitað ekkert atvinnuleysi og þar af leiðandi ekki þörf fyrir neitt, all-
ar eignir yfirgefnar. Það er búið að margsegja það og sanna af
hlutlausum aðilum að enginn landshluti hefur farið ver út úr fisk-
veiðistjórnuninni en Vestfirðingar. Ástæðan er sú að þorskveið-
arnar eru hlutfallslega svo miklar á Vestfjörðum og þar hefur nið-
urskurðurinn orðið mestur. Það er dálítið furðulegt að heyra í
þessum aumingja manni þarna fyrir vestan sem hefur haft hærra
en nokkur annar. Ég veit ekki betur en að þetta skip hafi áður átt
heima á Vestfjörðum, þá var ekki talað um það.
Þessi Vestfjarðaraðstoð er nú lítið komin til skjalanna ennþá,
það er búið að afgreiða þrjú lán og búið. Svo má nú líka geta þess
að það eru allir togararnir farnir burt frá Vestfjörðum nema einn
fyrir utan ísafjarðardjúpið."
En hvað myndirþú segja við þeirri fullyrðingu að Vestfirðingar hafi
notið viðtækari aðstoðar og styrkja en aðrir i gegnum tiðina. Meðal
annars frá Byggðastofnun og i gegnum sértækar aðgerðir?
„Ég veit ekki til þess að Vestfirðingar hafi fengið neina sérstaka
aðstoð. Vestfirðingar hafa bara orðið að þola það að vera skornir
niður á sama tíma og ýmsir aðrir landshlutar hafa fengið stórfellda
aukningu í loðnu og síld sem enginn hefur komist að. Vestfirðing-
ar voru háir í rækjunni en nú eru komin fyrirtæki sem ekki voru í
rækjunni en eru nú orðin með þeim stærstu. Það hefur verið geng-
ið á Vestfirði umfram aðra landshluta."
Óskabörn Byggða-
stofnunar
Vestfirðingar hafa um árabil not-
ið sérstakrar fyrirgreiðslu í Byggða-
stofnun enda hart gengið eftir því
að forystumenn þaðan séu í stjórn
stofnunarinnar og gegni þar helst
formennsku. þetta kemur fram í
meðfylgjandi töflum en þessu til
viðbótar má benda á að árið 1987
fóru 21,9 prósent af útlánum
Byggðastofnunar til Vestfjarða.
Hefur þessu fyrirkomulagi off
verið líkt við sérstakt ráðherraemb-
ætti. Þetta kjörtímabil hefur Matt-
hías Bjarnason „Vestfjarðagoði"
haft þar formennsku. Varaformað-
ur er Karvel Pálmason fyrrver-
andi þingmaður Vestfirðinga.
Sömuleiðis er Ólafur Þ. Þórðar-
son, þingmaður Vestfirðinga, í
stjórn þannig að af 7 manna stjórn
eru 3 af Vestfjörðum. Þetta tengist
að sjálfsögðu atkvæðavægi Vest-
firðinga sem eiga 6 menn á Alþingi
eða 9,5 prósent þingmanna sem er
reyndar óvenju mikið þar sem
„flakkarinn“ féll þeim í skaut að
þessu sinni. Það breytir ekki þeirri
staðreynd að hver Vestfirðingur
hefur áttfalt atkvæðavægi miðað
við Reyknesinga.
Ef fyrirgreiðsla Vestfirðinga er
skoðuð sést að þeir hafa um árabil
notið fyrirgreiðslu frá Byggðastofn-
un langt umfram það sem mann-
fjöldi þar gefur tilefni til. Stór hluti
útlána og styrkja Byggðastofnunar
hafa lent á Vestfjörðum og skiptir
þá litlu hvaða málaflokkur er til
umræðu. Má taka sem afmarkað
dæmi að af útborguðum heildar-
styrkjum Byggðastofnunar til
ferðamála árið 1993 þá fengu Vest-
firðingar 22,7 prósent af heildinni.
Ekki liggja á borðinu neinar upp-