Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 28
Posturihn af þeim sem telj- ast til jet-set-liðs heimsborganna dvöldu í góðu yfirlæti á Hótel Borg um síðustu helgi. Þetta eru ritstjóri franska Vouge, Johanne Buck, en með henni í för var maður að nafni James Truman, háttsettur starfs- maður ameríska Vouge, sem að auki er sagður eiga heiðurinn af tímaritinu Details. Þó að þau hafi að- eins dvalið í þrjá daga á ís- landi lögðu þau leið sína í ævin- týraferð upp á Snæfellsjökul. Þar að auki eyddu þau töluverðum tíma á Skuggabarnum og létu þau einkar vel af „djamm“-andrúmsloftinu þar. Eftir því sem næst verður komist voru þau hér aðeins í þeim tilgangi að skemmta sér, en hvur veit nema að ísland sé komið á hug- myndakort þeirra varðandi skrif í nánustu framtíð... Skýrsla Borgarendurskoðunar dregur upp dökka mynd af rekstri borgarfyrirtækja sem mörg hver fara langt fram úr fjár- hagsáætlunum og hafa gert það til fjölmargra ára. Þrjár stofnanir eru sérstaklega nefndar til sögunnar fyr- ir að eyða „stöðugt11 um efni fram. Mestu framúrkeyrslurnar eru hjá Listasafni Reykjavíkurborgar hjá Gunnari Kvaran, sem fór 72,7 millj- ónir fram úr heimildum á síðustu fjórum árum og Árbæjarsafni sem fór 43,3 milljónir fram úr á sama tíma. Hlutfallslega er framúraksturinn þó mest- ur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar sem hefur marg- falt minni fjárheimildir en tókst þó að fara 25,5 milljónir fram úr heimildum. Þar ræður ríkjum EyjÓLFUR Kolbeins- SON en hann var áður yfirgjaldkeri Útvegsbankans og er auk þess þekktur fyrir að vera frændi Davi'ðs ODDSSONAR, forsætisráðherra og fyrrum borgarstjóra... Rokkkóngur íslands, Helgi BjÖRNS, sem af augljósum ástæðum hefur stundum ver- ið nefndur í sömu andrá og helsta núlifandi rokkgoð heims, MlCK Jag- GER, komst eins nærri því að hitta goðið í París um síðustu helgi og hugsast getur. Málið er þannig til- komið að Helgi, sem brá sér ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Halldórs- DÓTTUR, HALLI HELGASYNI Og HALL- GRÍMI Helgasyni rithöfundi á tónleika með Rolling Stones í París, var ásamt hersingunni fyrir tilviljun staddur inn á hóteli því sem Rollingar höfðust á í París, í þeim tilgangi að sækja þangað svokallað VlP-kort. Þótt hvergi hafi sést til fjórmenninganna var þar samankomið allt aðstoðarlið Rollinganna; bakraddasöngkonur og hljóðfæraleikarar, auk eiginkona Jaggers, fyrirsætan JERRY Hall og dóttir Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mlnútan Síðast var spurt: He/ðiveriðrétt* hjáFlugleið- umaðhjálpa Emuaðkom-1 ast til íslands? [ hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Hvort segir satt um samtai Vigdísar og taívönsku laðakonunnar? 1. Forsetaskrifstofan 2. Taívanska dagblaðið þeirra. Munu íslendingarnir hafa eytt drjúgum tíma í félagsskap þeirra og skemmt sér vel en haldið svo á tónleikana. Fór svo sögum af því að Helgi og félagar hafi skemmt sér frábær- lega á tónleikunum enda ku þau hafa náð stæðum fremst við sviðið. Þá fór einnig sög- um af því að litlu hefði munað að Helgi Björns hefði náð gítarnögl af Keith Richards, svo ná- lægt gengu Rollingarnir að sviðsbrúninni. En þegar tónleikunum lauk var kvöldið rétt að byrja því á eftir var haldið partí með VlP-geng- inu (mikilvæga liðinu) þar sem íslendingarnir munu hafa drukkið töluvert af kampavíni í fé- lagsskap jet-sett liðs Parísarborgar... ú hefur JoSEP Georg Adessa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að berja fangavörð með járnröri. Josep Georg á sér langa afbrotasögu og hefur tengst fíkniefnabrotum um langt skeið þó hann sé einungis 17 ára gamall. í janúar sló hann kúbeini í andlit manns á Akureyri og hlaut fyrir það 109 daga skilorðsbundinn dóm. Þann 11. febrúar réðist hann að Krist- JÁNI VALSSYNI með hnífi í Hafnarstræti og stakk hann í síðuna og braut þannig skilorð- ið. Litlu síðar var hann í gæslu í Síðumúla- fangelsi vegna hnífstungunnar og þá réðist jafnaldri hans, Örn Úlriksson á kynferðisaf- brotamanninn Steingri'm Njálsson á lausa- ganginum í Síðumúla vopnaður tannbursta sem hann hafði slípað til þannig að hann var vel oddhvass. Hann stakk Steingrím marg- sinnis með verkfærinu án þess að alvarleg sár hlytust af. Fangavörður kom að þeim fé- lögum og ætlaði að skakka leikinn en var hindraður af áðurnefndum Josep Georg sem réðist á fangavörðinn. Síðar barði hann fangavörð með járnröri svo hér er um æði ofsafenginn ungling að ræða. Auk fangavistar var hann dæmdur til að greiða fangaverðin- um 100 þúsund krónur auk greiðslu saka- kostnaðar...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.