Helgarpósturinn - 20.07.1995, Síða 9

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Síða 9
-1- € I 1 í FIMMTu DAGu R20TTJ U 1:11995 Búslóöin borin út á meðan leigjendurnir brugðu sér frá V Haukur og Petra við búslóð sína, sem leigusali þeirra bar út á meðan þau brugðu sér af bæ. frumskógaradfférðir geta ekki gengið" seg/r Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Þeim Petru Stefánsdóttur og ur lífláti og hefur gert það áður ■4 Hauki Baldurssyni brá illilega í brún þegar þau komu heim til sína að Mörkinni 8 í gærkvöldi, því þá hafði leigusali þeirra, Við- ar Guðjohnsen, látið bera út bú- slóð þeirra á meðan þau voru í burtu. Þar að auki hafði hann breytt lykilnúmerinu að útidyra- hurðinni, svo þau komust ekki inn. Þau fluttu í húsnæðið í byrj- un þessa mánaðar og eru með leigusamning til sex mánaða, og hafði þeim ekki verið sagt upp húsnæðinu með skriflegum hætti þegar þau voru sett á göt- una með þessum harkalegu og algjörlega ólöglegu aðförum. „Hann [Viðar] bað okkur að fara „með góðu“ eins og hann orðaði það á laugardaginn en við sögðum honum auðvitað að við gætum ekkert farið svona einn tveir og þrír án þess að hafa eitt- hvað annað húsnæði," sagði Petra við blaðamann PÓSTSINS þegar hann mætti á staðinn í gærkvöldi. „í dag sagði hann svo að hann væri búinn að finna hús- næði sem við gætum fengið og við fórum að skoða það. I milli- tíðinni tók hetjan sig til og bar allt okkar dót hingað út.“ „FER FREKAR í TJALD EM ÞESSA ROTTUHOLU" Húsnæðið sem Viðar benti þeim á var herbergi á gistiheimil- inu að Brautarholti 22 og Ieist þeim Petru og Hauki miður á þann húsakost. „Það var ekki einu sinni hurðarhúnn á her- berginu, baðaðstaðan var sam- eiginleg og algjörlega ömurleg og þetta var bara ógeðslegt. Ég fer frekar í tjald í Laugardalnum og hendi dótinu en að fara inn í þessa rottuholu,“ sagði Haukur. Að þeirra sögn hafði Viðar i hótunum við þau og sagðist hafa nægan liðsauka til að halda þeim frá húsinu ef með þyrfti. „Hann sagðist vera með fimmtán heljar- menni þarna inni og þegar ég ætlaði inn sendi hann einhvern ægilegan beljaka á móti mér,“ sagði Haukur. „Hann hótaði okk- og það voru vitni að því.“ Þau viðurkenna að eitthvað hafi ver- ið um gleðskap hjá þeim og kannast við að einu sinni hafi verið kvartað undan þeim. „En það eru stöðug partí í gangi hér um helgar út um allt hús og minna hjá okkur en mörgum öðr- um.“ STÖÐUGT TIL VAMDRÆDA Leigusalinn, Viðar Guðjohn- sen, hélt sig innan læstra útidyr- anna, en eftir bendingu frá hon- um hleypti annar af tveimur fé- lögum hans, sem með nokkrum rétti má vissulega lýsa sem helj- armennum, blaðamanni og ljós- myndara PÓSTSINS inn. Viðar sagðist vera í fullum rétti og að þessi útburður á bú- slóð Petru og Hauks hefði farið fram með fullri vitneskju og sam- þykki þeirra beggja. „Þetta fólk er búið að vera til stöðugra vandræða og valdið miklu ónæði alveg síðan það fluttist hingað inn. Það er sérstaklega tekið fram í leigusamningnum að ónæði af völdum partía, áfengis- neyslu og gestagangs kunningja sé óheimilt og að mér sé heimilt að vísa þeim á dyr með örstutt- um fyrirvara ef þau brjóta gegn þessu ákvæði.“ Þessu til stað- festingar sýndi Viðar blaða- manni viðkomandi klausu, sem er handskrifuð aftarlega í samn- ingnum. „Petra skrifaði sjálf þetta ákvæði, þetta er ekkert sem ég bætti inn eftirá. Þau hafa margbrotið þetta samkomulag og það er löngu búið að aðvara þau. Og það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið meira í spilinu en brennivín í þessum partíum.“ VISSU ALVEG HVAÐ VAR AÐ GERAST Viðar dró einnig fram tvö bréf frá öðrum íbúum hússins, þar sem kvartað er undan miklu ónæði af völdum veisluglaums og gestagangs í íbúð þeirra Hauks og Petru og sagðist hafa Viðar Guðjohnsen telur sig hafa verið í fullum rétti þegar hann bar þau Petru og Hauk út úr íbúð sinni í gærkvöldi. Að mati for- manns Húseigendafélagsins hefur hann hins vegar gert sig sekan um refsivert at- hæfi. fleiri slík undir höndum. Þá hafði hann einnig í fórum sínum hand- skrifað plagg, undirritað af þeim Petru og Hauki í votta viðurvist, þar sem því er lýst yfir að þau veiti honum, Viðari, full yfirráð yfir íbúð sinni frá og með 19. júlí, og sé honum heimilt að ráðstafa henni á hvern þann hátt sem honum sýnist. „Það sem þau eru að segja og gera núna er þveröfugt við það sem þau samþykktu með því að undirrita þetta plagg fyrr í dag og þau vissu nákvæmlega hvað var að gerast. Ég sagði þeim áð- ur en þau fóru að þrifnaðarliðið myndi koma á meðan þau færu að skoða húsnæðið sem ég benti þeim á. Þeim hefur litist eitthvað illa á það og orðið spæld og þess vegna bregðast þau svona við núna.“ Viðar sagðist nauðbeygð- ur að grípa til þessara aðgerða vegna annarra íbúa hússins. „Það eru fjölmargir íbúar í þessu húsi og ég hlýt að verða að taka tillit til þeirra. Það búa til dæmis geðfatlaðir einstaklingar í hús- inu og ég verð að vernda rétt þeirra og allra annarra leigjenda minna, sem hafa lýst því yfir að það sé ekki búandi í húsinu á meðan Haukur og Petra búa í því.“ ALGJÖRLEGA OLOGLEGT „Þetta ákvæði sem sett er inn í samninginn stenst ekki húsa- leigulög,“ sagði Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmað- ur og formaður Húseigendafé- lagsins, þegar PÓSTURINN bar að- farir Viðars undir hann. Sigurð- ur, sem átti stærstan þátt í að semja húsaleigulögin sem sam- þykkt voru á Alþingi fyrir skemmstu, segir að lögin segi fyrir um lágmarksréttindi leigj- enda og að óheimilt sé að gera nokkurn samning þar sem rétt- indi leigjenda séu rýrari en lögin mæli fyrir um. „Ef leigjandi gerist sekur um gróf eða ítrekuð brot á umgengnisreglum og sinnir ekki skriflegri aðvörun, þá er hægt að rifta samningi. Þá verður hins vegar að lýsa yfir riftun og fara síðan löglega leið, það er að segja fyrir héraðsdóm og fá þar úrskurð um útburð." Það er sem- sagt ekki hægt að bera fólk út án þess að fyrir liggi mat héraðs- dóms á því hvort slík aðgerð sé réttmæt, og gildir þá einu hvað tekið hefur verið fram í leigu- samningi. „Þetta ferli tekur alltaf ein- hverjar vikur, en það er ekki til nein skemmri leið sem er lögleg. Það verður alltaf að kanna hvort brotið sé það alvarlegt að það varði við riftun og menn geta ekki ákveðið slíkt upp á eigin spýtur." REFSIVERT ATHÆFI Yfirlýsingin sem þau Haukur og Petra undirrituðu, þar sem þau veita Viðari full umráð yfir íbúð sinni frá og með 19. júlí, breytir heldur engu um ólög- mæti aðgerða Viðars. „Fólk getur í sjálfu sér gefið eftir þann rétt sem það hefur samkvæmt lög- um,“ segir Sigurður um þetta at- riði. „Fólk verður hins vegar ekki knúið til að fara með einhverjum látum.“ Þótt Haukur og Petra hafi undirritað yfirlýsinguna, þá þarf Viðar samt sem áður að leggja málið fyrir héraðsdóm til úrskurðar og honum er algjör- lega óheimilt að grípa til nokk- urra aðgerða upp á eigin spýtur. „Leigusali hefur aldrei heimild til að fara sjálfur á stúfana með vini og vandamenn og bera leigjanda út, sama hvað hann hefur gert af sér,“ segir Sigurður. „Ef leigusali grípur til slíkra aðgerða, þá kall- ast það óheimil sjálftaka á rétti, því jafnvel þótt hann eigi réttinn, þá beitir hann ekki löglegum að- ferðum við að ná honum fram og slíkt getur varðað refsingum. Það er sama hvaða plögg hann hefur í höndum, hann verður að fara að lögum og mér virðist hann ekki hafa gert það. Svona frumskógaraðferðir geta ekki gengið,“ sagði Sigurður að lok- um. LÖGREGLAIU A STAÐIUUM Þegar blaðamaður PÓSTSINS kom að Mörkinni 8 í gærkvöldi var lögreglan þegar mætt á stað- inn. Skömmu síðar fóru lögreglu- þjónarnir tveir inn í húsið að ræða við Viðar, og að því samtali loknu kölluðu þeir Petru til við- tals í bíl sínum. Hún var enn í bílnum þegar blaðamaður hvarf af vettvangi, en Haukur sat og vaktaði búslóð sína í kvöldgol- unni. Aðspurður um hvað þau hygðust gera sagðist Haukur ekki vita það enn. „Við erum á götunni í orðsins fyllstu merk- ingu og ég hef bara ekki hug- mynd um hvað við getum gert núna.“ Þegar ljósmyndari PÓSTSINS fór aftur á vettvang síðar í gær- kvöldi var búslóðin horfin og ekki nokkurn mann að sjá, hvorki innan dyra né utan. Það er því óljóst hvar þau Haukur og Petra eru niðurkomin núna með búslóð sína, en jafnframt ljóst að engar lögmætar aðgerðir Viðars geta hindrað þau í að flytja í íbúð sína aftur ef þeim sýnist svo.B reska tímarit- ið FHM birti nýlega lista sinn yfir hundrað ævintýraferðir þar sem nútímamönnum gefst kostur á að lenda í hættu og spennu upp á gamla móðinn. Island er í sjötugasta sæti list- ans. Undir fyrirsögn- inni Blautur og ótam- inn á íslandi, er mælt með vikuferð um hin hrífandi öræfi ís- lands. Þar megi una sér við að klífa jökla eða fara í skoðunar- ferðir á hestum. Ef það síðarnefnda er valið muni rassæri umsvifalaust læknast í upphituðum sund- Iaugum. Síðan sé til- valið að halda á sjó þar sem hvalir, höfr- ungar og hnýsur fylgi bátnum eftir. Veiðin sé síðan eld- uð í Drangey, heimili alræmds íslensks glæpamanns fornald- arinnar. Þarna mun blaðið eiga við hina dáðu fornhetju okk- ar, Gretti Ásmundar- son. Blaðið gefur öll- um ferðunum ein- kunn, sem byggir annars vegar á því hversu hættuleg ferðin teljist, og hins vegar á því hversu mikil líkamleg áreynsla fylgi henni. Einkunnagjöfin er þessi: Hættumat: 1 (af hæst 5 möguleg- um) Líkamleg áreynsla: 3 (af hæst 5 mögulegum)

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.