Helgarpósturinn - 20.07.1995, Page 12

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Page 12
12 4 FIMMTu D'AGu R”20TTJ U LTnr99’5 Inýjasta hefti breska tímaritsins FHM (For Him Magazine) birtist harkalegur dóm- ur um Post, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Gagnrýnandi blaðsins, John Aizlewood, segir að.Björk hafi tekist að læða sér inn í stjörnu- hlutverk, að hluta til vegna þess að hún sé stórfurðulegur íslend- ingur, og að hluta til vegna þess að á fyrstu plötu hennar Debut hafi tekist að blanda saman á sérstakan hátt kraftmikilli danstónlist og rödd sem sé ólík öll- um öðrum. Og Aizle- wood heldur áfram: „Á plötuumslaginu, minn- ir hún á dúkku, með kinnalit sem greinilega er gerður úr brómberj- um og myndar eins konar blómakrans um andlitið og dregur úr áhrifum þess fýlulega svips sem hún reynir að setja upp. Reyndar syngur Sykurmolinn fyrrverandi eins og munnur hennar sé einnig fullur cif bróm- berjum. Þetta eru ein- kennileg hljóð, sem eiga fátt sameiginlegt með eiginlegum söng og fá ekki leynt því hve vesældarleg þessi plata er.“ Aizlewood líkir tónlistinni á plöt- unni við ódýr leiktjöld og sönginn segir hann minna á vein. „Árang- urinn ber of mikinn keim af erfiði og þegar hún stælir lag frá sjötta áratugnum, It’s Oh So Quiet, er árang- urinn hörmulegur,” segir gagnrýnandinn. Dómnum lýkur með orðunum: „Þarna er að finna áhugaverða hluti, en það virðist sem fimmtán mínúturnar hennar séu liðnar." Fyrir þá sem átta sig ekki á tímamæling- unnni þá er rétt að geta þess að þarna er vitnað í fræg orð Andy Warhol, en hann sagði einhverju sinni að í framtíðinni myndu allir verða frægir í fimmtán mínútur. Að dómi FHM eru fimmtán mínúturn- ar hennar Bjarkar liðn- Síðastliðinn mánudag kom bandaríski predikarinn Benny Hinn afturtil íslands með sjónvarpsstöð sína og fylgdarlið. Kraftaverkalækningar hans hafa hjálpað mörgum og eftir fyrstu samkomuna í Laugardalshöll lýstu 30-40 manns yfir lækningu. Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum segir blað vera brotið í trúarsögu fslendinga þegar 5-6 prósent þjóðarinnar mæta á trúarsamkomur sem þessar. Þúsundir manna flykkjast til að sjá Benny Hinn. Öllum er boðið, nema fjölmiðlum. Biskup íslands og frú á leið af samkomunni. Ólafur tók ekki þátt í halelúja-hrópunum, dansinum eða handapatinu sem fylgir samkomufjörinu. Bandaríski sjónvarpspredikar- inn Benny Hinn kom í annað skipti til landsins á mánudag. Sam- kvæmt Benny sjálfum var hann sendur vegna þess að íslendinga „hungrar eftir Drottni”, eins og túlkurinn Hafliði orðaði það. Hvað sem öðru líður mættu um fjögur þúsund manns á þriðju- dagskvöldið í sjóðheita Laugar- dalshöllina til að upplifa undrin og kraftaverkin sem höfðu verið auglýst. Að sögn húsvarðar ósk- uðu aðstoðarmenn Benny eftir því að slökkt yrði á kælikerfi hallarinnar enda er mikill hiti eitt af því sem einkennir nær- veru heilags anda. FÓLKIÐ TILBÚIÐ Samkoman á þriðjudagskvöld- ið stóð í þrjá klukkutíma en áður en kraftaverkalækningar hófust var sungið og hrópað Drottni til dýrðar. Ron Hanson, aðstoðar- maður Benny Hinn, hitaði söfn- uðinn upp með háværri þrum- andi ræðu um eðli trúarinnar. „Trúin sér, hún þráir, hún biður, talar og framkvæmir," hrópaði hann. Herra Ólafur Skúlason, bisk- up íslands, var á samkomunni og virtist hugsi. Hann sat með krosslagðar hendur og fylgdist íbygginn með en tók ekki þátt í halelújahrópunum, dansinum eða handapatinu sem fylgir sam- komufjörinu. Samkoman líktist helst rokktónieikum þegar Ron lét fjögur þúsund samkomugesti hrópa með hendur til himins: „Jesús, ég er tiibúinn!“ FÓRIUIIU Þegar Benny Hinn loksins birt- ist var höllin orðin heit og fjörug en Benny vildi meiri söng og stjórnaði hljómsveit og kór eins og herforingi í gegnum nokkur lög áður en hann kom sér að efn- inu. Hann tók það skýrt fram að sjálfur myndi hann ekki gera nein kraftaverk, fólk yrði að treysta Jesú til þess: „Ef við leit- um lækningar, fáum við hana ekki. Ef við leitum læknisins munum við upplifa lækningu.“ Svohljóðandi var þýðing túlks- ins. En áður en stund kraftaverk- anna rennur upp verður að færa fórnir; það kostar peninga að leigja Laugardalshöllina, setja upp hljóðkerfi og ljós og annað. Þar af leiðandi voru söfnunarum- slög látin ganga um salinn og með ótrúlegri skipulagningu tókst aðstandendum að taka við fórnum hinna fjögur þúsund gesta á innan við 15 mínútum. Menn drógu auðvitað misháar fjárhæðir upp úr vösunum en ljóst var að fólk vildi gera vel. Þessa peningasöfnun hafa sjónvarpáhorfendur ekki séð þegar sýnt hefur verið frá her- ferð Benny Hinn á Omega. Hins vegar var það fyrsta mál á dagskrá að biðja fyrir fjárhag gestanna, eða öllu heldur skuld- um þeirra. Síðan gengu söfnun- arfötur um salinn og hver og einn sem færði fórn gat skrifað nafn sitt á umslagið ásamt „bæn- arefni" eða „þörfum“. Benny lof- aði engu en sagðist ætla að biðja fyrir umslagabunkanum áður en hann færi heim, í von um að „þarfir“ flestra yrðu uppfylltar. 30-40 iviAninis lýstu YFIR LÆKNiniGU Þegar fórnir höfðu verið færð- ar var ekki til setunnar boðið, Benny færðist allur í aukana og hitinn hækkaði stöðugt í höll- inni. Hann endurtók það sem sagt hafði verið frá upphafi sam- komunnar: „í kvöld munu stór- fenglegir atburðir gerast.“ Pred- ikun á orði Guðs virtist ekki vera aðalatriðið þetta kvöld heldur var tónlistin og fjörið í fyrirrúmi auk yfirlýsinganna um það stór- fenglega sem var í vændum. Tón- Iistin var á köflum yfirþyrmandi og dramatísk rödd Benny ýmist hvíslandi eða skerandi hávær. Og smám saman magnaðist stemmningin og margir gestanna virtust finna fyrir þeim hita- straumi sem Benny sagði að færi um líkamann þegar fólk upplifði nærveru Guðs. Benny var fljótur til og skipaði þeim sem fundu strauminn að ganga til hliðar við sviðið og ráðfæra sig við „ráð- gjafana" þar. Þeir sem sluppu í gegnum ráðgjafahópinn gengu síðan, eða fengu hjálp, upp á sviðið til Benny. Fyrsta manneskjan sem kom upp á sviðið var íslensk kona sem þjáðist af fótameini. Benny lagði hendur á enni hennar og bað Guð að snerta hana. Hún féll við eftir „snertinguna" en spratt fljótt á fætur, sleppti staf sínum og gekk óstudd um sviðið án þess að finna til nokkurs sárs- auka. Á eftir henni fylgdi fjöldi manns sem fékk sömu með- höndlun, sumir voru í mikilli geðshræringu og máttu vart mæla, en þeir sem töldu sig hafa læknast sögðu skjálfandi röddu: „Ég finn ekki lengur til.“ Meðal þeirra sem slepptu staf sínum var fyrrverandi vígslu- biskup í Skálholti, Jónas Gíslason. í samtali við POSTINN sagðist Jónas ekki vilja tjá sig við fjöl- miðla um reynslu sína. Langflestir sem komu upp á sviðið sögðust finna fyrir hitan- um fara um líkamann en fjöldi fólks út í sal, sem kom hvergi nærri sviðinu, varð líka fyrir sterkum straumum. í það minnsta lá fólk í yfirliði hér og hvar um salinn. BEIUIUY HIIUIU-HELGIIU? Gunnar Þorsteinsson, hjá Kross- inum, sagðist vera mjög ánægð- ur með samkomuna á þriðjudag. Hann segir: „Þetta er svo frábært að við erum að spá í að merkja „- Benny Hinn-helgina“ inn á daga- talið. Það hefur verið brotið blað í trúarsögu íslendinga; það eru algjör straumhvörf þegar 5-6 prósent þjóðarinnar koma sam- an og vegsama Drottin. Þar að auki lýstu 30-40 manns yfir lækningu eftir fyrsta kvöldið. Þetta verða alls þrjár samkomur og toppurinn verður á þeirri þriðju, þá gerast stærstu krafta- verkin.“ Gunnar segir að langflestir þeirra sem verða fyrir lækningu sé fólk sem trúarsöfnuðirnir kunna engin deili á. „Þetta er fólk sem kemur beint inn af götunni og lýsir yfir undr- um og táknum og breytingum á líkama sínum fyrir framan mörg þúsund manns. Læknavísindin verða svo að skera úr um hvað það er sem á sér stað á líkama fóiksins,“ segir Gunnar. OMEGA ER KRAFTAVERK Eiríkur Sigurbjörnsson, sjón- varpstjóri Omega og fulltrúi Benny Hinn á íslandi, hefur greinilega ræktað vinskap sinn við manninn því á samkomunni voru þeir ófeimnir við að hæla hvor öðrum. Benny sagði að kristin sjónvarpsstöð á islandi væri ekkert annað en kraftaverk og starf Eiríks hefði ómetanlegt gildi fyrir kristið fólk í landinu. Sjónvarpsstöðin Benny Hinn Media Ministries tók samkomuna upp á myndband og verða kaflar úr hennir sendir út um allan heim. Öðrum fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur. Eiríki finnst það eðlilegt og aðspurður sagði hann að aðstandendur samkomanna vildu að fólk fengi að upplifa þessa viðkvæmu at- burði í friði. Ennfremur sagði Ei- ríkur að fjölmiðlar í Bandaríkjun- um væru engin lömb að leika við, þetta væru „oft miklir refir.“ Eitt er víst að aðstandendur samkomanna kærðu sig ekki um neina refi í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið því hvert sem litið var voru öryggisverðir á vaktinni. Slíkur var fjöldinn að enginn í höllinni gat óséður mundað myndavél eða mynd- bandsupptökuvél. Það var aðeins einn fjölmiðill sem átti að vera til frásagnar. En Benny Hinn mun örugglega fara héðan hamingjusamur því Eiríkur Sigurbjörnsson og félag- ar hafa tekið vel á móti honum. Hann átti varla orð til að lýsa ís- landi og veru sinni hér en fullyrti að þegar hann kæmi til himnarík- is skyldi hann læra íslensku.B 4

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.