Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 18
18
FIMMT0D7fG'URw2'0TJUI-nr9T9’5l
j!
Stjörnu-
flokkur
Frú VigdIs Finnboga-
DÓTTIR FORSETI ÍSLANDS
Eldri mennirnir
bentu á hana sem
mikinn kvenkost.
VigdIs GrImsdóttir rit-
HÖFUNDUR
Var títtnefndust af
listakreðsunni, en
kvenkostir hennar
eru metnir langt út
fyrir þær raðir.
BJÖRK GUÐMUNDSDÓniR
SÖNGKONA
Ungu mennirnir sjá
ekki sólina fyrir
henni.
Títtnefndir
kvenkostir
SlGRÚN EÐVALDSDÓTTIR
FIÐLULEIKARI
Steinunn Ólína
ÞORSTEINSDÓniR
LEIKKONA
Ragnheiður ElIn
Clausen þula
Ingibjörg Óskarsdóttir
SÖLUSTJÓRI
Linda Pétursdóttir
BAÐVÖRÐUR
Þórunn Hafstein
LÖGFRÆÐINGUR
Kristín Ástgeirsdóttir
ÞINGKONA
Guðrún Kristjánsdóttir fékk nokkra vini sína og óvini til þess að benda á álitlegustu kvenkosti okkar tíma
- kostum prýddar konur en ekki endilega prúðar, því sem betur fer er hvorki sú dyggð, né heldur „dyggð-
in" að vera sterkefnaður, lengur taldar í hópi þeirra æðstu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
FÆDD 1965
Alþjóðastjórnmálafræðingur og varaþingmaður Kvennalistans
Kvenkostir: Metnaðargjörn, skemmtileg og leiftrandi gáfuð.
Markmið: „Að verða sér úti um ríkan mann."
Ein þrálátasta saga seinni ára
segir að nóbelsverðlaunaskáldið
Halldór Laxness hafi orðið miður
sín þegar hann frétti af því að
Steinunn Sigurðardóttir rithöfund-
ur hyggðist flytja búferlum til
Belgíu um ókomin ár. Steinunn
mun hafa sett allt sitt dót í gám og
sent út og fór hún svo sjálf á eftir.
Þetta fór semsé ekki framhjá
skáldinu sem mun hafa sagt
hverjum sem heyra vildi hvílíkt
ógæfuland það væri sem mætti
sjá á bak slíkum kvenkosti til út-
landa. En Steinunn kom fljótt
heim aftur.
SLEGIST
UM KVENKOST1
Erfitt er að henda reiður á það
hvaða merkingu skáldið leggur í
orðið kvenkostur enda orðið hug-
lægt, en sagan er óneitanlega
skemmtileg. Hvað sem því kann
að líða eru dyggðum prýddir
kvenkostir ekki á hverju strái að
mati þeirra karlmanna sem póstur-
inn ræddi við — konur sem enn
eru í senn barnlausar og ógiftar
og hafa ræktað sinn innri mann
og ytri — að minnsta kosti ekki
nafntogaðir. Það er líka í hæsta
máta eðlilegt þar sem löngum hef-
ur verið slegist um nafntogaða
kvenkosti. Fyrir utan það hvað
við erum fámenn er staðreyndin
sú að íslenskar konur eru ýmist
gengnar út eða búnar að eignast
afkvæmi fyrir þrítugt, nema hvort
tveggja sé. Konur sem komnar
eru yfir þrítugt og búa yfir slíkum
„kostum" eru enn færri og svo
koll af kolli.
KOIUUR MEÐ
„KARISMA"
Annars er mat manna á því
hvað er góður kvenkostur eðli-
lega misjafnt. Börn eru í augum
bara þó nokkuð margra engin fyr-
irstaða enda víst eins gott því ella
þyrftu þúsundir íslenskra kvenna
að lifa í einsemd það sem eftir
væri ævinnar. Reynt var þó eftir
fremsta megni að halda sig við
hið fornkveðna, það er að segja
þær óskiptu, þótt óneitanlega
yrði ekki hjá því komist að koma
að títtnefndustu barnakonunumj
en ógiftar verða þær að vera. I
raun eru kvenkostir ekkert annað
en eftirsóttar piparmeyjar, sam-
anber eftirsóttir piparsveinar.
Nema hvað lýsingin „eftirsóttar
piparmeyjar" lætur svo illa í eyr-
um. Allar konur geta á hinn bóg-
inn verið stoltar ai því að vera
kallaðar kvenkostir.
Einn sem pósturinn lét meta
hverjar væru helstu kvenkostir Is-
lands útskýrði hvað kvenkostur
væri: Konan þarf í senn að vera
skemmtileg, sjarmerandi og hafa
mikinn „karisma" (eins og einmitt
margir vilja meina að Steinunn
Sigurðardóttir hafi) en peningar
þyrftu ekki að þvælast fyrir henni
enda hafi margir orðið af aurun-
um apar.
Fæstir viðmælenda póstsins
settu peningana í fyrsta sæti. Þó
nefndi einn að ekki væri verra að
vera á vasapeningum hjá Björk.
Hann vildi samt meina að aðrir
kostir Bjarkar vægu meira.
SKÍRLÍFI
OG EIIUFELDIUI
Það sem er álitlegur kvenkost-
ur í dag var ekki endilega álitlegt
í gær. Fyrr á öldum var besti
kvenkosturinn fyrir fátækan
vinnumann sú kona sem gat gef-
ið honum tækifæri til að verða
bóndi; kona sem átti jörð. Karl-
manni, sem átti mikið fé, leyfðist
hins vegar að hugsa um útlitið.
Einstaka heimildir eru lýsandi
fyrir horfið hugarfar. Dæmi um
það er bókin Dyggðarspegill.
Spegill þessi hefur haft ómæld
áhrif á ímyndunarafl vestrænnar
menningar, en hann fjallar um
þær dyggðir kvenna sem lútersk-
ir kennimenn aðhylltust á sex-
tándu og sautjándu öld. Hann
var skrifaður af Lúkasi Martínusi,
presti í Þýskalandi á seinni hluta
sextándu aldar. Ef konur upp-
fylltu dyggðirnar, sem eru 20
talsins, voru þær taldar miklir
kvenkostir.
Sex af dyggðunum tengjast
beinni trúariðkan, fimm lúta að
vinnusiðferði og mannasiðum,
þrjár dyggðir lýsa kristilegu hug-
arfari, tvær fjalla um siðgæði og
fjórar um undirgefni.
Þórunn Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur skrifaði um dyggðirn-
ar lærða grein fyrir nokkrum ár-
um. Segir hún að á vissan hátt
hafi Dyggðarspegill verið meyj-
um andleg lyftistöng sem leið-
beindi þeim við að rækta með
sér eiginleika sem töldust góðir.
Tóninn sem spegillinn gefur er
yfirleitt ljúfur og göfgandi. En
jafnframt pínir spegillinn konur
niður í æði þröngt mót. Sem
dæmi um góða lífsháttu áttu
konur auðvitað að lifa skírlífi
fram að giftingu og hlýða foreldr-
um sínum, óttast Guð, vera þakk-
látar, iðnar og þrifnar, stunda
hreinlæti, halda æru sinni og sið-
semi, vera hófsamar og spar-
neytnar, miskunnsamar, mildar,
örlátar, trúfastar og síðast en
ekki síst einfaldar — það er að
segja þær áttu ekki að láta í ljósi
meiningu sína.
ANIUAFRÁ
STORUBORG
Anna frá Stóruborg þótti álitleg-
ur kvenkostur á öndverðri sex-
tándu öld en hún er sögupersóna
úr samnefndri bók eftir Jón
Trausta. Þótt sagan af Önnu sé
skáldsaga segir í inngangskafla
bókarinnar að höfuðatriði sög-
unnar séu sögulega sönn.
Sagt er að Anna frá Stóruborg,
sem var ein af ættgöfugustu kon-
um á íslandi, hafi getað valið úr
bestu biðlum landsins. Eins og
hún sjálf voru biðlarnir meira og
minna efnaðir menn af góðum
ættum. Hún giftist hins vegar ung-
um smaladreng, Hjalta að nafni,
gegn vilja ættarinnar og komst
upp með það. Ástæðuna, sem
væntanlega er bara skáldskapur,
segir Anna vera þá að Hjalti væri
fegurri, karlmannlegri, gáfaðari
og tryggari.
Guðrún Ósvífursdóttir þótti ein-
um viðmælanda blaðsins vera
einn álitlegasti kvenkostur allra
tíma. Sagði hann ástæðuna þá að
hún hefði verið mikill töffari;
nógu sexí til að valda dauða og
nógu væn til þess að iðrast alls.
Dæmi um aðra nafntogaða kven-
kosti eru Ragnheiður Brynjólfsdótt-
ir sem einhver sagði reyndar að
hefði verið „beib“ síns tíma, Hall-
gerður Langbrók og Helena fagra.
En nú eru það konur á borð við
Tinnu Gunnarsdóttur, Þórunni Svein-
bjarnardóttur og Elínu Helgu Svein-
björnsdóttur sem þykja vænlegast-
ar. Mikils er vænst af þeim. ■
FÆDD 1972
DANSARI, VAKTSTJÓRI Á ASTRO OG NEMI I SÁLFRÆÐI VIÐ HáSKÓLA ÍSLANDS.
Kvenkostir: Skörp, framúrskarandi dansari og dularfull.
Markmiö: „Að verða ríkari."
Tinna Gunnarsdóttir
FÆDD 1968
Hönnuður og eigandi GallerI Greipar
Kvenkostir: Greindur og hlýr dugnaðarforkur.
Markmið: „Ég leitast við að lifa farsælu lífi."