Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Qupperneq 27
[fimmtod7Tgorw2ö7T)uí.i"'T9t9'5i 27 leikur Dóra Einarsdóttir: „Ég kann ekki að daðra en ég myndi gjarnan vilja læra Ibað." Dýrleif Ýr Örlygsdóttir: „Ég þori ekki að svara þessari spurningu. " Hallur Helgason: „Ég reyni að hofða til vits- muna stelpnanna." Sigurður Pálsson: „Það er flókið mál." Baltasar Kormákur: „Ég, hvað meinarðu ? Ég geri það aldrei. “ Valgerður Matthiasdóttir: „Því svarar maður ekki í einni setningu." sviðsljósinu þá stundina og hefur ekki of óyndislegt útlit. Síðan fetar liann sig áfram í samtalinu þang- að til honum gefst tækifæri til að segja lykilsetninguna: „Þú ert miklu áhugaverðari en...(nafn áð- urnefndrar vitsmunaveru)" og bætir síðan við: „Ég held þú sért áhugaverðasta kona sem ég hef hitt.“ Sem fulitrúar PÓSTSINS getum við tryggt árangur þessarar að- ferðar og fullyrðum við að þetta sé setningin sem allar konur vilji heyra frá karlmanni. Beiskja margra kvenna gagnvart karl- mönnum stafar ekki hvað síst af því að þær hafa ekki fengið þetta nauðsynlega kompliment. LEIÐBEIIUiniGAR FYRIR NAGLAMIU Þú veist þú ert bestur, vandinn felst í því að sannfæra konuna um hið sama. Mundu að innst inni þrá allar konur sannan karlmann. Mann sem býr yfir sjálfstrausti, sjálfsstjórn, húmor og greind. Ef þú hefur þessa eiginleika þá ertu sjaldgæf tegund, en um leið í góð- um málum. Ef þú hefur þá ekki, en ert engu að síður harður nagli þá skaltu blöffa. Það er eina von þín um árangur, tímabundinn reynd- ar, en það er skárra en ekkert. Ef konan trúir því, verðskuldað eða ekki, að þú búir yfir þessum eigin- leikum þá muntu finna konu sem dáir þig takmarkalaust. Það er ekki hún sem velur þig, það ert þú sem velur hana. Eins og allt annað daður byrjar þetta með augnaráðinu. Olíkt mjúka manninum háttarðu kon- una með augnaráðinu. Ekki í flýti en hægt og lostafullt. Þéssa karl- mannlegu aðferð kunna kannski ekki allar konur að meta, én ef þú gerir þetta rétt þá móðgast ein- ungis mussukerlingarnar, og það er ekki áhyggjuefni þitt. Þegar þú hefur lokið við að afklæða hana þá glottirðu hinu veraldarvana glotti Sean Connery, ferð á barinn og kaupir drykk sem þú færir henni. Fyrstu orðin sem þú lætur falla snúast um fegurð hennar (ef brýn nauðsyn er lýgurðu vitan- lega), en smám saman færirðu tal- ið að eigin verðleikum, frama þín- um, núverandi og/eða væntanleg- um. Skilaboðin eru þessi: „Við yrðum fullkomið par!“ Líkast til er það rétt hjá þér. ■ Die Hard ★* Til að þetta verði ekki of leiðinlegt er Bruce Willis gefinn aðstoðarmaður sem er aumari og kjánalegri en hann. BÍÓHÖLLIIU Fremstur riddara First Knight * Stóra rómantíkin í myndinni er ástarsamband Ri- chard Gere við sjálfan sig. Kynlifsklúbbur í Paradís Exit to Eden 9 Konan hans David Bowie er flott, restin er hrat. í brádri hættu Outbreak *★* Spennandi en ekki fyrir sótthrædda. HÁSKÓLABÍÓ Perez fjölskyldan The Perez Family ★* Marisa Tomei leikur glaða og góða hóru og er holdleg. Anjelica Huston er göfug og góð, en Alfred Mol- ina dapur og góður. Öll leika þau vel. Brúðkaup Muriel Muriel's Wedding *** Eins og Abba hefur Muriel loks sigur i striðinu við liðið sem allt þykist vita betur. Exotica ★** Póstmódernísk glæpasaga með undiröldu. Rob Roy * Liam Neeson er sexí í skotapilsi en Jessica Lange verður kjaftstopp af skoska hreimnum. LAUGARÁSBÍÓ Don Juan De Marco **★ Brando er visast feitasti elsk- - - hugi bíósögunnar. Dauðinn og stúlkan Death andtheMaiden*** Polanski á gamalkunnum stað þar sem fólk’er að pína hvort ■ annað í lokuðu rými. Heimskur, heimskari Dumb, Dumber * REGMBOGIMN Feigðarkossinn Kiss of Death ** Einskonar Charles Bronson mynd um mann sem þolirflest nema þegar einhver abbast upp á fjölskylu hans. Jónsmessunótt Before Sunrise * Mælirinn er fullur þegar ungmennin fara að tala um trúmál. Eitt sinn stríðsmenn Once Were Warriors ** Kúlnahríð á Broadway Bull- ets over Broadway ***** SAGABÍÓ Die Hard ** Á meðan þú svafst While Vou Were Sleeping ** STJÖRNUBÍÓ Fremstur riddara First Knight ★ Það er mikið trommað og blásið í lúðra og Camelot er eins og Euro-Disn- ey. Æðri menntun Higher Learn- ing ** Krakkarnir í Colum- busháskólanum þurfa að passa betur upp á að styggja ekki konur og minnihlutahópa en námið. í grunnri gröf Shallow Grave ★★* Litlar konur Little Women *★ Ódauðleg ást Immortal Belo- ved ** Kóngs- leikur Fyrst er ákveðinn einhver staður og er hann nefndur kóngsstóll eða kóngssæti. Einhver leikenda sest á stóiinn og er sá nefndur kóngur. Kóngurinn grúfir sig niður í stólinn eða heldur fyrir augun á sér og tautar fyrir munni sér: „Ég fyrirbýð öllum kóngsstól, utanlands og innan, nema kónginum sjálfum." Á þessu stagast hann í fáeinar mínútur. Á meðan fela hinir leikmenninrnir sig sem best þeir geta, en þó svo, að sem hægast sé að komast í kóngsstól- inn. Þegar kónginum finnst líklegt að allir séu komnir í felur, ris hann á fæt- ur og fer að leita. Ef einhver hefur ekki haft tíma til að fela sig segir kóngur- inn við hann: „Ég fyrirbýð þér kóngs- stól," og er sá þá úr leik. Sama segir kóngurinn við alla þá sem hann verður var við en ef einhverjum auðnast að komast í kóngsstólinn svo hann viti ekki af, en sá kemst aftur til valda sem komst í sætið, eða sá sem Isjpmst í það fyrst ef um fleiri en einn er að ræða. Sá sem kemst í stólinn segir: „Kominn í kóngsstól." Ef enginn' kemst í sætið stjórnar kóngurinn eftir sem áður og er óft erfitt 'að steypa honum. ■ LEIÐBEiniiniGAR FYRIR LITTERER DOMUR Fyrst ber að keppa að því að ná augnsambandi við manninn en um leið skal varast að góna á hann. Vænlegast er að horfa á hann og líta jafnharðan feimnis- lega undan. Næsta skref er að færa sig í átt til hans. Það er gert í áföngum jafnframt augngotum. Ef maðurinn er heimsmaður þá heilsar hann. Um leið hefst eftir- leikurinn. í aðalatriðum felst hann í því að þú berð lof á mann- inn. Ef þú þekkir manninnn ekki þá forvitnastu um starf hans, áhugamál og lífshætti og kemur því til skila að þér þyki sérlega áhugavert hvernig hann hagi lífi sínu og ef fleiri karlmenn hefðu sömu siði þá hefðir þú fyrir löngu verið búin að festa ráð þitt. Ef þú þekkir til mannsins og starfa hans þá þarftu ekki að koma þér upp áhuga, þú ert að daðra við hann af því áhuginn var fyrir hendi áður en ykkur var ætlað að hittast. Þá segirðu það sem þér raunverulega finnst: að ef fleiri karlmenn væru eins og hann þá væri nútímakárlmaður- inn ekki í kreppu. Þessu þarf öllu að koma til skila af einiægni og aðdáun. Hafðu ekki .áhyggjur þótt þú farir nokkrum sinnum yf- ir strikið, hann mun fyrirgefa það. Um leið og þú mælir aðdáunar- orðin er gott að snerta manninn, ekki kreista, leggja höndina augnablik á handlegg hans og þykjast strjúka kusk af ermi hans. Ef allt þetta er gert af vand- virkni þá skilur hvaða maður sem er að þarna er kona sem vill kynnast honum nánar. Þú veist að þú ert litterer dama, þess vegna skeiðar þú ekki upp í rúm með karlmanni Egill Ólafsson um tónlist nýja tríóisins 3T01: er í dúr og m kerfínu Ein nýjasta hljómsveit landsins heitir því örstutta en ágæta nafni 3T01 en hljómsveitina skipa eng- ir baksviðsmenn heldur stjörn- urnar Egill Ólafsson, Golli og Sig- urður Gröndal. Egil| sagði í stuttu spjalli við póstinn tilkomu hljóm- sveitarinnar einfalda. „Það voru þrír menn sem komu saman og ákváðu að hræra saman í nokkur lög og gerðu það. Ef einhver kann að meta lögin, þá er það gott, ef ekki þá flýgur hljómsveitin á vit feðra sinna,“ sagði Egill. Lögin voru hrærð saman úr Ac- id jazz og funkbræðingi auk þess sem greina má áhrif frá gamla Þursaflokknum. Egill sagði þessa blöndu ekki þurfa koma á óvart þar sem hann væri búinn að hlusta á tónlist í fjölda ára og að í tónlist væri fátt nýtt að finna. „Ég er búinn að hlusta á músík lengi og þetta er alltaf það sama. Tónlistin er í dúr- og moll-kerfinu og svo er henni gefin ýmis nöfn þar sem tónlist er markaðsvara," segir Egill. 3T01 verður að spila með helstu danshljómsveitum og plötusnúðum íslands og heims- ins á tónlistarhátíðinni á Kirkju- bæjarklaustri um verslunar- mannahelgina. Hvort 3T01 spilar tónlist sem hvetur til dansiðkun- ar sagði Egill: „Ég veit ekki hvar dansmúsíkin byrjar og hvar hún endar. Ef það er ekki hægt að hreyfa sig við músík þá er það ekki góð músík.“ Enn einu sinni sannast að ís- lendingar eru ekki nægjanlegir heimsmenn þegar samskipti kynjanna eru annars vegar. Þeir kunna greinilega ekkert fyrir sér í daðri. Þetta er sorgleg stað- reynd og jafn úrræðagott blað og POSTURINN, sá ástæðu til að leggja kynjúnum lið. Aðferðirnar sem við mælum með eru kannski ekki alveg óbrigðular, en ættu þó í allflestum tilvikum að duga til sigurs. Glúmur Baldvinsson: „Það er mjög fátt sem ég get ekki en eitt af því fáa, kannski það eina sem ég ekki kann, er að daðra við konur." eftir fyrstu daðurkvöldstund. Þú verður að láta hann um að sækj- ast eftir frekari kynnum. Þú kyss- ir hann að skilnaði, snertir síðan vanga hans og varir eins og þú sért að strjúka burt förin eftir varalitinn þinn. Lengra gengur þú ekki í snertingu það kvöldið, en brosir sakleysislega og segir: „Komdu einhvern tíma í kaffi.“ Ef hann lætur ekki sjá sig þá er hann líklega í flesta staði þrótt- laus og þú þarfnast hans ekki. LEIÐBEIIUIIIIGAR FYRIR SKELLUR Þú ert kona sem kemur sér venjulega beint að efninu og það á ekki síst við í karlamálum. Þú hef- ur komið auga á bráðina og hún á sér ekki undankomu auðið. Þú gengur að manninum, grípur í hann og segir hátt og snjallt: „Það er langt síðan ég hef séð mann sem mér líst SVONA vel á. Þú hlýt- ur að vera umsetinn af kvenfólki.“ Ef maðurinn svarar þessu hressilega þá verður jafn ráða- góðri manneskju og þér ekki skotaskuld að eiga við framhald- ið. Væntanlega munuð þið bæði ganga beint til verks, glöð í bragði. Ef hins vegar maðurinn horfir flóttalega í kringum sig og muldr- ar: „Ertu að tala við mig?“ þá herð- ir þú takið, færir þig nær og segir dísætt: „Fyrirgefðu, stundum er ég svo frökk. Nú heldur þú náttúr- legá að ég sé skella.“ Honum finnst það eflaust en mun aldrei þora að segja það, heldur stamar afsakandi meðan þú teymir hann til sætis og einokar með óhóflegu skjajli ailt kvöldið og öll kvöld svo ■lengi sem þig iystir. LEIPBEIIUIIUGAR FYRIR MIUKA MANNINN Það verður cddréi lögð nægjan- leg áhersla á mikilvægi augna- ráðsins í daðri. Mjúki máðurinn má þar hvergi hvika. Hann verður að manna sig upp í það að borfa mjög einarðlega á þá konu sém hann dauðlangar til að dáðra við. Síðan ber honum að ganga til hennar og ljúga: „Fyrirgefðu ég er alveg viss um að við höfum sést áður.“ Hún svarar væntanlega á þá leið að það sé misskilningur. Hann segir: „Ég hélt þú værir...“ og velur nafn þeirrar kvenlegu vitsmunaveru sem mest er í Elma Lísa Gunnarsdóttir: „Maður daðrar ómeðvitað. Þá kemur púkinn upp í manni." Hilmir Snær Guðnason: „Ég sleppiþviyfirleitt." l Björn Jörundur Friðbjörnsson: „Ég læt Ijós mitt skina. En það ber yfirleitt ekki árang- ur." Heiða í Unun: ,Ég býð þeim í hengirúmið . Karl Bircjisson: „Ég geri ekki svoleiðis." Lúðvík Bergvinsson: ,Ég opinbera þao ekki i Helg- arpóstinum." Ari Mattíasson: „No comment." bíó BÍÓBORGIN Á meðan þú svafst While You Were Sleeping ** Sandra Bullock - piparjónka sem nær sér ekki I mann. Varla.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.