Helgarpósturinn - 24.08.1995, Qupperneq 8
8
Sá útbreiddi
misskilningur
virðist vera
uppi um að PÁLL
ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
hafi horfið af landi
brott strax eftir loka-
dansleikinn með
Milljónamæringun-
um í Perlunni á dög-
unum. Af þessum
sökum hefur Páll
ekki fengið frið fyrir
forvitnu fólki sem
spyr furðu lostið
þegar það sér hann
út á götu hvort hann
sé hættur við. Hið
rétta í málinu er að
Páll er á leið utan,
en ekki fyrr en í byrj-
un næsta árs; hann
er enda samnings-
bundinn í hlutverki
Heródesar í söng-
leiknum um Jesúm
fram að jólum.
Vegna anna að und-
anförnu hefur Egg-
ERT ÞORLEIFSSON
endrum og sinnum
hlaupið í skarð hans
en það verður þó
ekki mikið lengur því
Páll hyggst sinna
hlutverki sínu af full-
um krafti það sem
eftir lifir leiktímans.
Annars er það að
frétta af söngleikn-
um í Borgarleikhús-
inu að tíuþúsundasti
gesturinn mun verða
heiðraður þar með
tilheyrandi blómum
og krönsum á föstu-
dagskvöld. Það þýð-
ir með öðrum orðum
að Jesús Kristur Sú-
perstar er á góðri
leið með að bjarga
fjárhag Borgarleik-
hússins...
Mathieu Morverand nam skútu, sem hann segist eiga, á brott úr Reykjavíkurhöfn aöfaranótt
mánudags. Hann telur að tollgæslan í Reykjavík hafi brotiö á sér þegar hún bauð bátinn upp
fyrir rúmum þremur árum. Hann fékk franskan þingmann til að reka málið fyrir sig og sendi
hann bréf meðal annars til frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, þar sem hann fór þess
á leit að hún hlutaðist til um mál Morverands
Hér sést Morverand senda
sigurkveðju úr aftursæti lög-
reglubílsins sem flutti hann
til yfirheyrslu.
„Ég á þennan bát,“ sagði Mathi-
eu Morverand aðspurður um af
hverju hann hafi numið skútuna
Söru á brott, þar sem hann var
fluttur í lögreglufylgd frá borði
Ægis um borð í lögreglubíl um
klukkan níu í gærmorgun.
Morverand nam Söru á brott
ásamt félaga sínum aðfaranótt
mánudags. Varðskipið Ægir náði
henni svo tæpum 70 sjómílum
suður af Selvogi og flutti til hafn-
ar. Mennirnir voru yfirheyrðir af
Rannsóknarlögreglu ríkisins í
gær og tekin af þeim skýrsla.
Þeir eru nú lausir allra mála hjá
RLR og málið er komið til ákæru-
valdsins. Gert er ráð fyrir því að
mennirnir verði hér á landi þar
til afgreiðslu málsins er lokið.
BAÐ VICDÍSI UM AD
BJARGA SER
Fyrir réttum þremur árum
skrifaði franski þing-
maðurinn og formað-
ur vináttufélags ís-
lands og Frakklands,
Jean Pierre Fourre, frú
Vigdísi Finnbogadóttur,
forseta íslands, bréf
fyrir hönd Mathieu
Morverand þar sem
þess var farið á leit við
hana að hún hlutaðist
til um mál hans.
Bréfinu var, að sögn
Sveins Björnssonar for-
setaritara, svarað á
kurteislegan hátt og
skýrt frá því að forset-
inn gæti því miður
ekki skipt sér af svona
málum.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra var einn af þeim sem
fengu bréf frá Jean Pierre Fourre
þegar hann var formaður utan-
ríkisnefndar Alþingis. Hann
sagðist í samtali við Póstinn hafa
unnið talsvert í málinu á sínum
tíma og kannað það rækilega en
ekki geta gert neitt í því þar sem
málið var komið á það stig. Hann
segist hafa rætt við Fourre og
gert honum grein fyrir því sem
hann hafði gert í málinu.
„Það var ekki hægt að sinna er-
indinu á þann hátt sem Frakk-
arnir vildu þar sem búið var að
selja skútuna,“ sagði Björn.
Morverand hefur getið sér
nokkurt orð vegna ævintýra-
legra uppátækja. Það var til
dæmis fjallað nokkuð um það í
blöðum fyrir nokkrum árum þeg-
ar hann sigldi yfir Ermarsund á
kajak.
ÆTJ-AÐI AD SIGLA
FRA FRAKKLANDI TIL
ISLANDS — EN KOMST
TIL HULL
Forsaga málsins er sú að seint
á árinu 1990 hugðist Morverand
sigla frá Bretagneskaga til ís-
lands ásamt tveimur félögum
sínum á skútunni Love Love með
viðkomu á nokkrum breskum
eyjum. Siglingin varð þó enda-
slepp og fengu félagarnir og bát-
urinn far með Helgafelli, skipi
Samskipa, til íslands eftir að hafa
lent í hrakningum við England.
Morverand hugðist reyna að fá
vinnu á íslandi og safna sér fyrir
ferð sem hann hafði á prjónun-
um, að sigla á milli Bandaríkj-
anna og Bretlands á kajak, sem
hann mun hafa framkvæmt í
fyrra.
Báturinn varð eftir á íslandi og
lengi vel virtist sem Morverand
hefði engan áhuga á að endur-
heimta hann. Hann lá á athafna-
svæði Samskipa í tæp tvö ár eða
þangað til Tollstjórinn í Reykja-
vík seldi hann á uppboði í mars
1992 vegna ógreiddra gjalda. Hjá
Tollstjóra eru reglur um að ef
vara hefur ekki verið tollafgreidd
og eigandi ekki sinnt um að
greiða aðflutningsgjöld innan
Frakka, Georges Kiejman aðstoð-
arutanríkisráðherra, sem mun
vera góður vinur Francois Mitter-
and, auk þeirra Vigdísar Finn-
bogadóttur og Björns Bjarnason-
ar eins og áður kom fram.
„HEFDI KOMIST ALLA
LEIÐ"
Gunnar Borg, einn þriggja eigenda
bátsins, sagðist ekkert hafa vitað
um bátinn fyrr en á uppboðinu þar
sem hann keypti hann. Hann segir
honum finnist málið hið einkenni-
legasta. Hann segir að báturinn
hafi ekki verið útbúinn til úthafs-
siglinga en líklega hefði hann samt
komist á leiðarenda. „Þetta er góð-
ur bátur og hann hefði komist alla
leið fyrst hann var kominn svona
langt," sagði Gunnar. Morverand
hefur hug á því að kaupa bátinn af
Gunnari og Gunnar segir það ekki
ólíklegt að af því verði ef semjist
um verð.
Sara var tæplega 70 sjómílum suð-
ur af Selvogi þegar hún náðist.
Deilur voru uppi um hvort löglegt
hafi verið af Landhelgisgæslunni
að taka bátinn þegar hann var
kominn út fyrir 12 mílna landhelg-
ina. „Það er alveg ljóst að við vor-
um í fullum rétti til þess að taka
bátinn þó ekki væri nema það að
þetta var íslenskt skip með frönsk-
um fána og það var ekki haffært,"
sagði Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar. Hann
sagði að ekki væri hægt að verð-
leggja hvað löggæsla á hafinu kost-
aði en hjá gæslunni fengust þær
upplýsingar að ef sérstaklega hafi
verið fcirið í slíkcin leiðangur sem
Ægir fór, hefði hann kostað um
700 þúsund. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort krafa verður
gerð á Frakkana um að greiða
kostnaðinn við tökuna.
Hjá franska sendiráðinu fengust
þær upplýsingar að þar á bæ
þekktu menn ekki alla málavexti
og hyggðust ekki skipta sér af mál-
inu í bili heldur leyfa íslenskum
lögregluyfirvöldum að fara sínu
fram. Leitaði Morverand hins veg-
ar til þeirra myndu þeir liðsinna
honum, til dæmis með því að út-
vega honum lögfræðing.
árs, þá er hún
boðin upp.
Farmflytjandi,
í þessu tilfelli
Samskip, er
látinn vita og
beðinn um að
hafa samband
við eiganda.
SEGIR AÐ
EKKI HAFI VERIÐ
HAFT SAMBAND
VIÐSIG
Morverand heldur því fram
að báturinn hafi verið seldur
án þess að hann hafi verið látinn
vita og finnst það sárt því hann
segir að Samskip hafi haft heimil-
isfang hans svo að hægur vandi
hefði átt að vera fyrir þá að láta
sig vita af vandræðunum með
bátinn.
Þegar Morverand frétti af upp-
boðinu reyndi hann mikið til
þess að endurheimta bátinn og
fékk franska þingmanninn Jean
Pierre Fourre til liðs við sig sem
sendi svo bréf til Roland Dumas,
þáverandi utanríkisráðherra