Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.08.1995, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Qupperneq 13
FIMMTuDAGu R’24TAGÚ ST'1995 verið frá Tælandi1 Það er þekkt meðal þeirra sem eru kunnugir félags- lega kerfinu hérlendis að í mörgum tilfellum ganga að- stæður skjólstæðinga kerfis- ins í arf til afkomenda þeirra. Þannig er talað um þriðju kynslóð og jafnvei Qórðu kynslóð sem allar eru eða hafa verið að mestu eða öllu ieyti háðar félagslega kerfinu um afkomu sína. Þetta er auðvitað mörgum áhyggjuefni, sérstaklega þegar haft er í huga að yfir- lýst markmið þessa kerfis er að hjálpa fólki til að standa á eigin fótum. Það er erfitt að áætla hve stór þessi hópur er en eins og fram kemur í viðtali Póstsins hér að neðan við starfsmann sem hefur áralanga reynslu af störfum í þessu kerfi er þessi hópur um- talsverður og stærri en menn halda. Myndin sem þessi starfsmað- ur, sem hefur mikla innsýn í að- stæður þessa hóps, dregur upp er ískyggileg. Svo virðist sem hópur fólks sé að slitna úr sam- bandi við okkur hin og skapa sér og börnum sínum tilveru- grundvöll sem einhvers konar „félagslegir kerfisfræðingar“. Það skal skýrt tekið fram, að hér að neðan ræðir heimilda- maður okkar fyrst og fremst um þennan afmarkaða hóp en ekki skjólstæðinga stofnunarinnar almennt. „Spurningin er fyrst og fremst um stefnumótum í félagslega kerfinu. Er markmiðið aðeins að halda lífinu í fólki eða á raun- verulega að breyta aðstæðum þess?“ spyr heimildarmaður Póstsins. „Þetta er alveg ofboðs- lega háð þörfum vinnumarkað- arins. Þegar atvinnuleysi ríkir, eins og nú, er öll áhersla lögð á að ausa út peningum og fólk þar með gert áskrifendur að félags- legri aðstoð,“ segir viðmælandi okkar. HÓPUR RÓLKS FER AJLDREI UT A VHUMU- MARKAÐINIU „Það sem gengur í erfðir hjá þessum fjölskyldum er úrræða- leysið og metnaðarleysið. Þetta er bara eins og með börn lækna og lögfræðinga, að þau fara í há- skólanám, en börn þessa fólks fara bara að dæmi sinna for- eldra. Það er áhyggjuefni ef maður hugsar um þessi börn að þau alast upp í menningarlegri, tilfinningalegri og félagslegri fá- tækt. Það skiptir miklu máli hvernig þjónusta er veitt og hvert mark- miðið er með henni. Þegar regl- unum var breytt í vor sagði for- maður félagsmálaráðs að fólk væri aðeins á fjárhagsaðstoð í skamman tíma. Þetta er einfald- lega ekki rétt. Það er umtals- verður hópur, mun fleiri en fólk gerir sér grein fyrir, sem aldrei haslar sér völl á vinnumarkaði en er bara meira og minna á fjár- hagsaðstoð," segir viðmælandi okkar. MISNOTKUN Á KERF- INU HEFUR MARG- FALDAST „Við erum vestræn menning- arþjóð í þróun og því fylgir sí- fellt stærri og stærri hópur sem fyrst og fremst lifir á öðrum. Það eru önnur norm sem gilda hjá þessu fólki og það er andfé- lagslega sinnað í þeim skilningi að það leggur ekkert af mörkum til samfélagsins heldur notar bara. Þegar öðru fólki finnst það bæði hafa réttindi og skyldur gagnvart samfélaginu lítur þetta fólk þannig á hlutina að það hafi réttindi en engar skyldur. Þetta fólk stendur æpandi á Félags- málstofnuninni og æpir á pen- ing fyrir mat en er búið að borga af afruglaranum og viðgerð á honum líka. Misnotkun á opinberri þjón- ustu hefur margfaldast í gegn- um tíðina." SKJÓLSTÆÐINGARNIR GÆTU ALLT EINS VERIÐ TÆLENSKIR „Það hefur verið yfirlýst mark- mið að koma fólki út úr kerfinu sem fyrst en maður spyr sig hvort það sé líka hið raunveru- lega markmið. Líberalístískur þankagangur er þannig að menn séu misgóðir og að það sé í lagi að henda bara afgöngunum í aumingjana. Þessi félagslega að- stoð hefur alltaf heitið hjálp til sjálfshjálpar en í hverju hefur hún falist og á forsendum hverra hefur hún verið veitt?“ spyr heimildarmaður okkar. „Hérlendis er í gangi þjóðsögn um það að í landinu búi ein þjóð, bókmenntaþjóð, sem öll hefur sama gildismatið og sið- ferðismatið. í þessum bransa er starfsfólk- ið flest úr efri eða neðri milli- stétt og þetta fólk gengur út frá sínum eigin gildum í samskipt- um sínum við skjólstæðingana sem oft á tíðum eru jafn fjarlæg- ir þeim menningarlega og fólk frá Tælandi eða einhverri annari Asíuþjóð.“ FJÓRAR HEITAR MÁL- TIÐIR A DAG „Sem skýrt dæmi um þetta vil ég nefna konu eina. Hún á fullt af börnum sem eru öll ofboðslega vannærð. Þau eru blóðlaus og máttlítil og halda varla höfði þegar þau mæta í skólann. Þeg- ar þetta var borið undir konuna sagðist hún ekkert skilja í þessu því börnin fengju alltaf fjórar heitar máltíðir á dag! Þetta sýnir bara hvenig veröld þetta fólk lif- ir I, þessi kona gerir sér ekki al- mennilega grein fyrir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá „normal" fólki en hefur þó heyrt einhvern ávæning af því að fólk borði einhvern tiltekinn fjölda af heitum máltíðum á dag og yf- irbýður það bara. Þetta sýnir hve nauðsynlegt er að talað sé mál sem báðir aðilarnir skilja.“ HVORKI LÆSIR NÉ SKRIFANDI „Þetta fólk sendir börn sín fimmtán og sextán ára til Félags- málastofnunar til að reyna að fá pening út á sjálf sig en þeim er náttúrlega bara vísað heim aftur því foreldrarnir eru skyldugir til að framfleyta börnunum til átj- án ára aldurs. Opinberlega er sagt að ekki sé til ólæsi á íslandi — við erum jú fólkið sem skrifaði íslendinga- sögurnar á sínum tíma. Aður, þegar fólk þurfti að fylla út um- sóknirnar sínar sjálft, kom það oft á daginn að það var ekki skrifandi. Þetta fólk gat ekki skrifað nöfn barna sinna, heimil- isfang sitt eða orð eins og öryrki og atvinnulaus. Sumir gátu ekki einu sinni skrifað sitt eigið nafn. Sumt af þessu fólki á stóra og mikla og drauma og hjá nokkr- um rætast þeir og aðrir þokast í átt að uppfyllingu þeirra. Það er stór áfangi fyrir suma að flytja úr leiguhúsnæði borgarinnar í íbúð hjá verkamannabústöðun- um og það kemur hingað inn á gólf með glampa í augunum," segir heimildarmaður okkar að lokum. Rekstrargjöld Félagsmálastofnunar 1990 til 1995 - og hlutfall atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Rekstrargjöld 1995 eru áætluð. Atvinnuleysistölur 1995 liggja ekki fyrir. en vonast er til að með nýja kerfinu heyri það sögunni til þótt ekki sé komin full reynsla á það ennþá,“ segir Lára. ATVINNULEYSJ OG QLDRUNARÞJONUSTA ASTÆQA STORHÆKK- UNAR UTGJALDA Útgjöld til Félagsmálastofnunar voru 1.093 milljónir króna árið 1990. Árið 1994 var þessi upphæð komin í 1.788 milljónir króna. Þetta þýðir að útgjöldin hafa aukist um 61 prósent á fimm árum. Og útlit er fyr- ir að útgjöldin á þessu ári verði enn meiri, eða um 1.840 milljónir. Hvernig skýrir Lára þessa hækkun? „Ástæðan fyrir gífurlegri hækkun útgjalda Félagsmálastofnunar síðustu fimm árin er í meginatrið- um tvíþætt. Annars vegar hefur bein fjárhagsaðstoð aukist gífurlega í kjölfar aukins atvinnuleysis og efnahagskreppu," segir Lára. „Hins vegar er það öldrunarþjónustan sem hefur aukist jafnt og þétt.“ „Þessu til viðbótar má nefna auk- in umsvif í heimaþjónustu við fatl- aða en almennt má segja að mjög margar breytingar hafi átt sér stað á þessu tímabili, meðal annars margvíslegar lagabreytingar,“ segir Lára. „Að mati starfsfólks hafa þessi auknu verkefni stofnarinnar ekki haft í för með sér samsvarandi fjölg- un starfsmanna og því er vinnuálag- ið meira en áður. Meðal annars þess vegna er nauðsyn á vinnuhag- ræðingu og aukinni tölvuvæðingu,“ segir Lára. FJÓRÐA KYNSLÓÐ , SKJOLSTÆÐINGA FE- LAGSMALASTOFNUIUAR Dæmi eru þekkt um að börn skjól- stæðinga verði sjálf skjólstæðingar stofnunarinnar þegar þau komast á fullorðinsár og jafnvel dæmi um að allt að fjórar ló'nslóðir sömu fjöl- skyldu séu eða hafi verið á mála hjá stofnuninni. Hvað segir Lára um það? „Jú, maður sér náttúrlega dæmi þess að það að vera skjólstæðingur Félagsmálastofnunar gengur í erfðir í einstaka tilfellum. í fræðibókum er talað um hinn félagslega arf. Þar sem langvarandi fátækt er fyrir er erfitt að vinna á henni. Það er sífellt verið að reyna að byggja fólk upp en það gerir okkur erfitt fyrir þegar svona gífurlega mikil aukning er á skjólstæðingum. En það er ýmislegt reynt eins og til dæmis að styrkja fólk í atvinnuleit,“ segir Lára. „Ég hef oft haldið því fram að því betur sem fólki er hjálpað í upphafi því betur gengur því að komast á réttan kjöl aftur. En þetta er nú alveg öfug kenning við þá kenningu sem margir aðrir hafa um það að taka beri á móti fólki með fálæti þegar það snýr sér til stofnunar eins og okkar í fyrsta skipti. Og ég vinn að sjálfsögðu eftir minni kenningu í starfi mínu sem fé- lagsmálastjóri,“ segir Lára Björns- dóttir. oc| Felo tok Það er misinunandi hvaða áhrif hinar nýju starfsreglur Félagsmálastofnunarinnar hafa á afkomu skjólstæðinga hennar. Hér að neð- an eru nefnd nokkur raunveruleg dæmi fengin frá stofnuninni sjálfri. 1. 54 ára karlmaöur, fráskilinn, atvinnulaus í leiguhús- næði á almennum markaði. Barnlaus. Þessi maður hefur engar tekjur. í gamla kerfinu fékk hann 70.460 krónur mánaðarlega en hann lœkkar um 9.864 krónur og fær aðeins 60.596 krónur til ráðstöfunar í nýja kerfinu. 2. 22 ára kona, ógift og barnlaus, nemi sem dvelur hjá ættingjum. Þessi stúlka hefur 17.539 krónur í mánaðartekjur. Sam- kvæmt gamla kerfinu fékk hún 25.409 krónur í aðstoð og hafði því samtals 42.948 krónur til ráðstöfunar áöur. f clag fær hún hins vegar 36.057 krónur i bætur og hefur því samtals 53.596 krónur úr að moða mánaðarlega. Ráðstöf- unartekjur hennar hœkka því um 10.648 krónur. 3. 23 ára gömul kona sem er ógift og atvinnulaus. Hún býr í leiguhúsnæði á almennum markaði og á eitt barn. Þessi einstæða móðir hefur 25.865 krónur mánaðarlega í tekjur, þar af 21.778 krónur vegna barnsins (meðlög, barnabætur og þess háttar). Hún fékk áður 62.484 krónur í aðstoð og hafði því alls 88.349 krónur á mánuði. I dag fær hún 54.070 krónur í aðstoð og lœkkar því um 8.415 krónur og hefur alls 79.934 krónur til ráðstöfunar. 4. 44 ára kona, fráskiiín, verkakona í hlutastarfi. Býr í íbúð frá húsnæðisnefnd (verkamannabústaður) og á þrjú börn. Þessi kona hefur 85.913 krónur í tekjur á mánuði. 75.479 krónur af tekjum hennar eru vegna barnanna og þar af 20.647 í mæöralaun, en þau teljast konunni tii tekna. Hún fékk áður 1.446 krónur í aðstoð og hafði því 87.375 krónur til umráða á mánuði. í dag fær hún 22.515 krónur f aðstoð og hefur 108.428 krónur til umráða og hœkkar um 21.053 krónur. 5. 43 karlmaður, sem er í sambúð. Hann er atvinnulaus eins og sambýliskona hans. Þau eiga tvö börn og búa í eig- in íbúð. Þetta fólk hefur 53.907 krónur í tekjur á mánuði, þar af 14.992 krónur vegna barnanna. Þau fengu 41.809 krónur í aðstoð áður og höfðu því samtals 95.716 krónur í ráðstöf- unartekjur. í dag nemur aöstoðin 57.488 krónum og þau hækka því unr 15.679 krónur og fá til ráðstöfunar 111.395 krónur á mánuði. PÁLI PÉTURSSYNI félagsmálaráð- herra er ekki alls varnað þegar at- vinnuleysið er ann- ars vegar. í gær tók hann að sér forystu- hlutverk innan ríkis- stjórnarinnar til lausnar á atvinnu- leysisvandanum og auglýsti í raðauglýs- ingum Moggans að næga vinnu væri að hafa. Öfugt við aðra atvinnurekendur sem auglýsa eftir fólki í vinnu var Páll ekki að auglýsa laus störf á vegum félags- málaráðuneytisins heldur hjá fisk- vinnslustöðvum víða um land. Eigendur fiskvinnslunnar eru að vonum kátir að fá ókeypis auglýsingar á kostnað félags- málaráðuneytisins en fæstir þeirra hafa hingað til litið á bóndann á Höllu- stöðum sem stærsta bandamann sinn... 1 1

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.