Helgarpósturinn - 07.09.1995, Side 4
4
FIMWTUDyGUR~7rSEPTEIVIBER-lW5l
I ikið magn
| af bensín-
menguðu
hassi er í umferð í
Reykjavík. Hassið
hefur verið í sölu
undanfarnar vikur og
er algengt verð fyrir
grammið í kringum
1.800 krónur. Hassið
er talið komið frá
Marokkó en ekki er
vitað hverning það
mengaðist bensíni.
Björn Halldórsson,
yfirmaður fíkninefna-
lögreglunnar, sagði
hana hafa haft af-
spurnir af bensín-
mengaða hassinu en
sem komið er hefur
lögreglan ekki gert
nokkuð af því upp-
tækt. Samkvæmt
heimildum PÓSTSINS
var nýlega smyglað
10 kílóum af hassi í
bensíntanki á bíl
sem fluttur var til
landsins og er hassið
sem nú er á götum
Reykjavíkur hluti af
þeirri sendingu. Ekki
er ljóst hvaða áhrif
það hefur á hass-
neytendur að reykja
efni blandað bensíni
en stórhættulegt er
að sniffa bensín eins
og kunnugt er...
Fjármál Alþýðuflokksins eru enn á ný í' brennidepli vegna átaka í kringum fjármálastjórn flokks-
ins sem farið hafa fram bak við tjöldin að undanförnu
Greiðslur til gjakl-
keranstil skoðunar
Starfslokasamningur sem
gjaldkeri Alþýðufokksins, Sigurð-
ur E. Arnórsson, virðist hafa unnið
eftir síðustu mánuði verður tek-
inn til umfjöllunar á næsta fundi
framkvæmdastjórnar flokksins.
Þessi samningur var óstaðfestur
þar til fyrir viku en kratar hafa
túlkað orð formanns flokksins,
Jóns Baldvins Hannibalssonar, hér í
Póstinum á þá vegu að samning-
urinn sé staðreynd. Þar sagði
Jón Baldvin: „Sigurður Arnórsson
hafði sjálfur frumkvœði, að því er
varðaði hans starfa fyrir kosning-
ar, að fara að tillögu sem var lögð
fram í framkvœmdastjórn. Hann
sagði upp. Þrír mánuðir eru liðnir.
Guðmundur Oddsson, lykil-
maður í fjármálum Alþýðu-
flokksins.
Lúðvík Bergvinsson vann
sæti fyrir flokkinn á Suður-
landi en það er talið hafa
kostað tvær milljónir króna.
Hann er ekki á launum hjá Al-
þýðuflokknum. “
Það sem menn telja alvarlegt
við samninginn — fyrir utan það
að Sigurður virðist hafa gert
hann við sjálfan sig — er að
framkvæmdastjórn hafði áður
verið búinn að hafna slíkum
samningi og Jrriggja mánaða
biðlaunum. A fundi fram-
kvæmdastjórnar flokksins í apríl
síðastliðnum voru starfsmanna-
mál flokksins til umræðu. Lá þar
fyrir tillaga gjaldkera flokksins
um biðlaun í þrjá mánuði og
fylgdi formaður framkvæmda-
stjórnar henni úr hlaði. Henni
var hafnað og var litið svo á að
Sigurður væri ekki á launaskrá
eftir 30. apríl en þá átti öllum
launasamningum sem rekja
mátti til kosningabaráttunnar að
vera lokið. Voru sérstakar bók-
anir þar um á fundinum.
Af samtölum við krata að ráða
virðist þeim brugðið yfir því að
gjaldkeri flokksins hafi haldið
áfram að greiða sér laun í þrjá
mánuði þvert á vilja fram-
kvæmdastjórnar. Hafa menn
gjarnan bent á að Sigurður er í
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á
öðrum vettvangi og nefna þar til
stjórnarformennsku í Alprent hf.
sem er útgáfufélag Alþýðublaðs-
ins. Eru heimildir fyrir |rví að fyr-
ir störf sín fyrir Alþýðublaðið
hafi Sigurður greitt sér laun en
hann staðfestir aðeins að hafa
fengið greiddan kostnað. Allar
þessar launagreiðslur til Sigurð-
ar hafa farið í gegnum hann sjálf-
an en ekki framkvæmdastjórann,
sem einn annar hefur prókúru á
aðalskrifstofu. Menn innan
flokksins hefur rekið í rogastans
yfir því að Sigurður skuli vera í
aðstöðu til að greiða sér laun eft-
ir samningum sem enginn kann-
ast við að hafi verið samþykktir í
stjórnum félagsins.
Sigurður kom til starfa fyrir
flokkinn síðasta haust en þá
lagði hann fram drög að starfs-
samningi þar sem hann fór fram
á að vera ráðinn framkvæmda-
stjóri þingflokks og erindreki
flokksins. Þessum drögum var
hafnað af tveim þingflokksfor-
mönnum, þeim Rannveigu Guð-
mundsdóttur og síðar Sigbirni
Gunnarssyni. í þessum drögum
var meðal annars farið fram á
þriggja mánaða uppsagnarfrest.
I framhaldi af því gerði Sigurður
og Guðmundur Oddsson, formað-
ur framkvæmdastjórnar, sam-
komulag um að Sigurður yrði
launaður fjármálastjóri kosn-
ingabaráttunnar og starfaði
hann sem slíkur í vor. Menn hafa
hins vegar verið að furða sig á
því að hann væri launaður
starfsmaður — með um það bil
200 þúsund krónur á mánuði auk
greiðslna vegna kostnaðar út af
akstri og dagpeningum — vegna
þess að Sigurður hefur haft litla
viðveru á skrifstofum flokksins.
Um tvo til þrjá tíma að morgni
hvers dags, segja heimildir.
TÓK ÞÁTT í SIÐVÆÐ-
ll\IGARUMRÆÐUIUI\ll
Allt þetta mál blandast inn í
siðvæðingarumræðu sem flokk-
urinn fór í gegnum síðasta haust
vegna mála Guðmundar Árna Stef-
ánssonar. Segja menn að Sigurð-
ur hafi gjarnan fylkt sér með
þeim sem harðastir voru gegn
Guðmundi og þess vegna séu
efasemdir um heilindi hans enn
alvarlegri nú. Þá er greinilegt að
ekki er gróið um heilt frá því síð-
asta haust þar sem mikil átök
urðu um varaformanninn.
Hafa menn orðið til að rifja
upp að kjördæmum hafi verið
mismunað fjárhagslega í kosn-
ingabaráttunni. Eru heimildir
fyrir því að talsvert hærri fjár-
munir hafi farið til Reykjavíkur,
Suðurlands og Vestfjarða en til
annarra kjördæma. Reykjanes
hafi þar til dæmis orðið afskipt
enda viðurkennd stefna í kosn-
ingabaráttunni að halda Guð-
mundi Árna til hliðar. Mun þetta
hafa verið sérlega áberandi á
Suðurlandi þar sem nýr maður,
Lúövik Bergvinsson, vann sæti fyr-
ir flokkinn með um 800 atkvæð-
um. Vann sætið en missti at-
kvæði frá því í síðustu kosning-
um. Hefur því verið haldið fram
að herkostnaður í kjördæminu
hafi verið um tvær milljónir
króna. Þess má geta að Lúðvík er
bróðursonur Guðmundar Odds-
sonar sem var einn þeirra sem
stjórnaði útstreymi peninga í
kosningunum.
REIKIUINGAR SÍQUSTU
KOSMINGABARATTU
Reikningar og uppgjör síðustu
kosningabaráttu hafa ekki komið
fyrir sjónir framkvæmdastjórn-
ar, þingflokks né annarra stjórn-
arapparata flokksins. Mjög lok-
aður hópur í kringum formann
framkvæmdastjórnar hefur einn
yfirlit yfir þessi fjármál. í þessum
hópi er meðal annars Stefán Friö-
finnsson sem var formaður kosn-
ingastjórnar Alþýðuflokksins í
Alþingiskosningunum. Allt þetta
verður dálítið spaugilegt í ljósi
viðtals í Alþýðublað-
inu við Sigurð
E
hugmynda Guðmundar um
breytingar á skipulagi flokksins.
Fjármál Alþýðublaðsins hafa
einnig orðið mönnum tilefni
vangaveltna en heimildir eru fyr-
ir því að verulega hafi hallað á
fjárhagsstöðu blaðsins á þessu
ári. Að sögn Sigurðar E. Arnórs-
sonar þá er aðalfundur fyrir árið
1994 framundan og sagðist hann
ekki sjá annað en þar væru við-
unandi tölur.
„Þetta blað hefur hins vegar
litla útbreiðslu og því reynir mik-
ið á auglýsingasölu. Á kosninga-
ári er hins vegar ávallt meiri
kostnaður vegna stækkunar á
ritstjórn og reynslan segir okkur
að slík ár séu blaðinu erfið. Ég
hef hins vegar engar áhyggjur af
framtíð blaðsins."
Arnórsson 8. júní 1994 en fyrir-
sögn viðtalsins var; „Höfum for-
göngu um opnun bókhalds stjóm-
málaflokka". í viðtalinu vekur
Sigurður athygli á að mikið vanti
á að nægilegt aðhald hafi verið í
fjármálum flokksins.
Sem kunnugt er þá hefur nú-
verandi framkvæmdastjóri
flokksins, Siguröur Tómas Björg-
vinsson, sagt upp störfum en
hann er nú í fríi. Heimildir eru
fyrir því að ein af ástæðum þess
að hann hætti störfum nú var
óánægja með hve Sigurður E.
Arnórsson sótti stíft inn á það
sem var skilgreint starfssvið
f ramkvæmda-
s t j ó r a n s .
Naut hann
þar full-
t i n g i s
G u ð -
m u n d a r
Oddsson-
ar en átök
voru
milli hans
og Sig-
u r ð a r
Tómas-
a r
vegna
Sigurður E. Arnórsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins og stjórnarformaður Alprents, segir að
formaður framkvæmdastjórnar hafi samþykkt reikninga hans.
Sigurður E. Arnórsson gjaldkeri
„Guðmundur samþykkir
reikningana mfna"
En greiða þeir einhvern kostn-
að fyrir þig?
„Blaðið hefur greitt fyrir mig
bílakostnað.“
Hvert leggurþú reikninga?
„Guðmundur Oddsson hefur
samþykkt þá og ég tek það
fram að Guðmundur gengur frá
öllum samningum við mig
þannig að það er ekki um að
ræða að ég sé að semja við
sjálfan mig.“
„Ég mæli með því að þú talir
við formann framkvæmda-
stjórnar enda er þetta alveg
hans mál,“ sagði Sigurður E.
Arnórsson, þegar hann var
spurður um samninga varðandi
hans störf fyrir Alþýðuflokkinn.
„Það hefur aldrei verið gerð-
ur við mig starfslokasamningur
og það er ekki rétt að ég hafi
þegið laun þessa þrjá mánuði.“
Nú hafa margir lagt þann
skilning í orð formanns flokks-
ins í síðasta Pósti að þú hafir
þegið laun í þessa þrjá mánuði?
„Það er einfaldlega ekki rétt-
ur skilningur.“
Hvar þiggur þú laun?
„Ég hef verið að vinna í hluta-
starfi annars staðar og meðal
annars verið að undirbúa stofn-
un fyrirtækis,“ sagði Sigurður,
sem vinnur einnig að búferla-
flutningum slnum og fjölskyldu
sinnar suður fyrir heiðar.
Þiggur þú laun hjá Alþýðu-
blaðinu?
„Nei.“