Helgarpósturinn - 07.09.1995, Side 11

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Side 11
4- FImmTuDAGuR 7"SEPTEIvlBER 1995 \ Benóný Benónýsson, skipstjórinn frá Vestmanna- eyjum — +*.***■ m asig Pétri fannst best þegar bóndinn spurði hvað hann væri að gera á baki sínum hestum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fæ upphringingu frá konum sem hann hefur leikið grátt," segir hinn raunverulegi aflaskipstjóri frá Vestmannaeyjum, Benóný Benónýsson, sem Marinó Einarsson hefur gjarnan leikið í Reykjavík. Benóný segir álagið hafa verið hvað mest fyrir um tveimur árum en þá hringdu í hann allmargar konur með stuttu millibili sem allar höfðu „lent“ í honum. „Þetta er án vafa alit sami maðurinn þar sem sögurnar eru allar mjög svipaðar," segir hann. Að öðru leyti segist hann ekki iiafa orðið fyrir mikium óþæg- indum vegna nafnastuldsins. „Hins vegar held ég að það sem ég heyri sé bara toppurinn á ísjakanum. Þetta finnst mér ekki mikill heiður." Benóný segir að Marinó hafi fyrir tíu til fimmtán árum gjarnan þóst vera annar skipstjóri en hann í Eyjum. Eftir því sem mér skilst notaði hann nafn hans einhvern tíma í þeim tilgangi að panta ýmislegt í skipið, eins og vélar, kost og fleira, en svo lét hann sig hverfa. Hann var víst að vinna í Vestmannaeyjum á því tímabili, en ég man ekki eftir að hafa séð hann, því kann ég enga skýringu á af hverju hann notar mitt nafn.“ Það var fyrir tilviijun þegar systir Benónýs var að ferðast með leigubíl í Reykjavík fyrir nokkrum árum að Benóný komst að því að einhver notaði nafn hans. En það er mjög sjaldgæft nafn, eink- um í fámennu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum. „Leigubif- reiðastjórinn sagði henni frá manni með þessu nafni sem hann hefði keyrt í Keflavík þar sem hann var að skoða ýmsan útbúnað fyrir skip. Síðan hafði hann viljað fara út á Reykjavíkurflugvöll þaðan sem hann ætlaði að taka vél til Eyja. Á leiðinni út á fiugvöll bað hann leigubílstjórann að stoppa á Landspítalanum því hann ætlaði að skreppa inn og kasta kveðju á dauðvona vin sinn, en sást síðan ekkert meir. Annars frétti ég af honum á skemmtistaðnum Calypso í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi þar sem hann hafði brugðið sér í hlutverk bróður míns, Friðriks Benónýssonar, en það var kunnin- gjafólk Friðriks úr Reykjavík sem sagði honum frá þvf að þar hefði maður verið undir hans nafni að snapa sjúss um helgina. Lýsingar fólksins af þeim manni koma alveg heim og saman við Marinó Einarsson. Mér skilst nú samt að Marinó sé fremur mein- laus, nema hvað það er verst að fá á sig allar kvennafarssögurn- ar.“ „Hann lýsti því nákvær lega hvernig hann hefði tæmt allt dótið úr húsini sínu í Garðabæ út í garð, hellt yfir það bensíni og kveikt í..." Þessi mynd af Marinó var tekin í þeirri sumarbústaðarferð þar sem hann sagði þessa sögu grátbólginn i fram- an. Kona sem hann kynntist fyrir tólf árum Bauðokkur starfá MS Eddu „Við ientum í honum nokkrar vinkonur fyrir tólf árum sfðan, eftir nánast engin kynni bankar hann upp á hjá vinkonu minni í þeim tilgangi að fá að hringja. Kynnir hann sig sem bryta á MS Eddu og spyr okkur vinkonurnar hvort okkur langi ekki í starf. Hann var meira að segja í júníformi og áður en varði var hann farinn að spyrja spurninga og skrifa starfsumsókn. Eftir að hafa spurt okkur vinkonurnar um heimilisfang og símanúmer vildi hann fá að vita hvort við notum getnaðarvarnir. Leist okkur þá ekkert á blikuna. Eftir þetta hringdi hann f mig í tíma og ótíma en mætti svo í vinnuna til mín og sagði að ég gæti sagt upp vinnunni nú þegar; hann væri búinn að fá vinnu á Eddunni. Eg gerði það sem betur fer ekki enda var hann, þegar öllu var á botninn hvolft, að ljúga. Um leið og við komumst að því lét hann sig hverfa.“ foreldrum mínum frá því í vor. Eftir allar þessar sögur að vestan hringdi ég í foreldra mína sem furðuðu sig á því að kannast ekk- ert við manninn eftir allt það sem þau áttu að hafa gert fyrir hann.“ SAGÐIST RÍKUR EN ATTI ALDREI KROIUU Þrátt fyrir meint ríkidæmi sáu þeir Guðmundur og Pétur hann aldrei með krónu á milli hand- anna. Sem fyrr sagðist hann eiga Benz, en í þetta sinn hafði hrun- ið í honum vélin. En Guðmundur segir að „Marinó" hafi beðið sig um að útvega sér vél í Benzinn. „Ég bauðst reyndar til þess að hjálpa honum því ég hafði kon- takta við menn sem flytja inn varahluti í Benz. Þegar ég svo ætlaði að ganga í málið var hann allt í einu búinn að útvega vélina sem hann sagði aðeins hafa kost- að um 600 þúsund krónur. Það var nú ekki mikið að hans mati. En Benzinn sáum við aldrei.“ Af lýsingunum að dæma var hinn ríki skipstjóri aldrei rík- mannlegur í fari. „Hann er frem- ur sóðalegur, að mínu mati,“ seg- ir Pétur, „... með brenndar tenn- ur og svo framvegis. En það átti allt sínar skýringar; hann var ýmist að koma af sjónum eða fara á sjóinn og hafði engan tíma fyrir sjálfan sig. Þar að auki sagð- ist hann hafa misst áhugann á líf- inu þegar hann missti fjölskyldu sína, sem eðlilegt er.“ Litlu munaði hins vegar, að þeir telja, að upp um hann hafi komist í eitt af þeim fjölmörgu skiptum þegar hann var nýkom- inn í land þá bráðvantaði hann brennivín, en hafði ekkert á milli handanna annað en 200 þúsund króna ávísun í brjóstvasanum. „Hann sagði við vinkonu okkar að hann myndi bara setja ávís- unina í pant fyrir einni brenni- vínsflösku, eða svo, kærastan tók það ekki í mál og kom honum til bjargar með því að lána hon- um fimm þúsund kall.“ í LEYFISLEYSI Á „EIGHVT HESTUM Oftsinnis bauð hann þeim fé- lögum pláss á bátnum, en þeir þakka nú Guði fyrir það að hafa ekki látið blekkjast og drifið sig með því oft hafi munað litlu. Af lýsingum þeirra að dæma er hann ákveðinn, yfirgnæfandi og varð alltaf undir eins miðjan í hópnum. „Þar að auki getur hann varla talist mjög vitlaus að geta haldið úti lygi svona lengi í einu,“ segir Þórður, en hann hitti Marinó nokkrum sinnum. „Eitt besta at- riðið fannst mér þegar hann fór á þessu tímabili, sem stóð frá miðjum júní fram í júlílok, með vinkonu okkar upp í Borgarfjörð þar sem hann kvaðst eiga stórt hesthús. Fóru þau tvisvar á bak með stuttu millibili. í fyrra skipt- ið gekk allt upp hjá honum, en í það seinna sá bóndinn (hinn rétti eigandi) hvar eitthvert ókunnugt fólk var í leyfisleysi á baki hestum hans. Gekk þá bóndinn að þeim og spurði hvað hann væri að gera á hestunum sínum. Ég veit að hann fór alveg í keng út af þessu, en einhvern veginn tókst honum samt að breiða yfir þessa neyðarlegu uppákomu.“ Það sem líka fylgdi sögunni er áð í þetta sinn þóttist hann vera fertugur (hann var 43 ára sam- kvæmt frásögn stelpnanna í síð- ustu viku) og var hann sífellt að tyggja á því að Þórður sem er fimm árum yngri en hann væri bara barn, en hann er í raun ári eldri en Marinó. „Hann þóttist líka vera hjartveikur og hefði tvisvar fengið hjartaáfall. Því þyrfti hann að ganga með sprengitöfiur á sér.“ HEF.UR LEIKIÐ Á ALLA I FJOLSKYLDUniRII „Við höfðum vissulega gaman af þessum manni og þótt við hlæjum að honum í dag fylltumst við báðir reiði þegar allt komst upp, vegna vinkonu okkar sem var í sambandi við hann í sex vikur,“ segir Guðmundur. En það mun hafa verið vinkonan sem komst að hinu sanna í málinu. Guðmundur segist hafa verið staddur úti í Grímsey þegar hann heyrði sannleikann. „Vinkona mín hringdi í mig og sagðist vita að hann væri ekki sá sem hann segðist vera en vissi ekki hver hann var í raun. Þetta uppgötvaði hún þegar hún og vinkona hennar ætluðu að stríða honum með því að hringja í hann út á sjó. Komust þær þá að því að enginn bátur væri til með því nafni sem hann hafði gefið upp, en það var María VE eitthvað. Og enginn bátur með einhverjum Benóný hefði siglt frá Þorláks- höfn þennan sama morgun. Með þessar upplýsingar hringdi hún í Brósa hárgreiðslumann — en Marinó í hlutverki Benónýs hef- ur víst löngum stært sig af því að vera hálfbróðir hans. Upplýsti Brósi hana að margar stúlkur hefði hringt í hann með sama er- indi áður.“ Ekki náðist í Brósa þar sem hann er erlendis en bróðir hans, Hafþór Benóýsson, sem jafnframt er bróðir téðs Benónýs og starfs- maður á Hárgreiðslustofu Brósa, sagði í samtali við blaðið að „- þessi Marinó“ hefði lengi leikið og þar með angrað hina og þessa í fjölskyldunni. En þess má geta að alls eru systkinin 20 talsins, Kvadst ætla að snæða með sjáv- arútvegsráðherra í bókinni Sérstæð sakamál, íslensk og norræn er að finna kafla undir heitinu Sjómaður undir fölsku flaggi. Án þess að Marinó Einarsson sé nefndur þar á nafn má ljóst vera á lýs- ingunum að þar fer Marinó, enda hefur Pósturinn óyggjandi heimildir fyrir því að svo sé. í bókinni er hann hins vegar ekki nefndur sínu rétta nafni heldur er hann kallaður Bene- dikt. Á einu veitingahúsanna þar sem hann var að gera hos- ur sína grænar fyrir kvenmanni segir svo: Hann kynnti sig með nafni skipstjóra á einum mesta afla- togara landsmanna. Hann lét það líka fylgja kynningunni að hann vœri sonur frœgs, látins skipstjóra úr Vestmannaeyjum. Segir svo af frekari kynnum þeirra, þar til upp kemst um svikin, en þá er Benedikt búinn að fá lán hjá föður stúlkunnar og gera fleiri rósir. Þegar stúlk- an fœrir þetta í tal við Benedikt, harla reið, maldaði Benedikt í móinn og kvaðst þurfa að yfir- gefa samkvœmið þar eð hann œtlaði að snœða kvöldverð með sjávarútvegsráðherra, — sem reyndist vera erlendis þeg- ar betur var að gáð. Margar aðrar sögur af honum er að finna í þessum kafla sem bœði tengjast meintum hrossa- búskap hans, skipstjórn og reyndar lítilsháttar peningamis- ferlum. En ein mesta ólíkinda- sagan í bók þessari er sú þegar hann réði sig sem dönskukenn- ara á Suðurlandi, en um það segir: Mörgum þótti mikið koma til þessa káta og hressa Dana sem lœrt hafði íslenskuna svona Ijómandi vel, þótt ekki vœri bú- inn að dvelja á íslandi nema í stuttan tíma. Hann talaði bjag- aða íslensku og tókst svo vel upp með kokhljóðin að vel gat fólk trúað að hann vœri dansk- ur. Komst síðar upp um kauða og lét hann sig hverfa. þannig að af nógu er að taka. Guðmundur viðurkennir að þegar runnið hafi upp fyrir hon- um ljós hafi hann orðið ösku- vondur. „Ég fann út hvar Marinó var staddur og hringdi um borð í skipið, en þá mun hann hafa ver- ið á Jóni á Hofi. Ég spurði um Marinó Einarsson. Eg vissi þá að hann var búinn að uppgötva að vinkona mín vissi allt. Þegar hann svo kemur í símann segi ég blessaður Binni, Otri hérna. Með það sama var skellt á. Ég hringdi strax aftur en þá var búið að slökkva á farsímanum, en þegar ég reyndi aftur hálftíma síðar svaraði skipstjórinn. Til þess að hræða Marinó segi ég skipstjór- anum allt af létta og bið hann að koma því áleiðis að ég og nokkrir vinir mínir ætli að bíða eftir hon- um þegar hann komi í land. Við gerðum það reyndar ekki en ég þori að veðja að hann hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem eftir var sjóferðarinnar." msxl 1 „Hann var grátbólginn í framan þegar hann fór með þessa rullu fyrir okkur þar sem við vor- um stödd í sumarbústað. Hann lýsti því nákvæmlega hvernig hann hefði tæmt allt dótið úr húsinu sínu í Garðabæ út í garð, helltyfir það bensíni og kveikt I." „ Við höfð- um vissulega gaman af þessum manni og þótt við hlæj- um að hon- um í dag fyllt- umst við báðir reiði þegar allt komst upp, vegna vin- konu okkar sem var í sambandi við hann í sex vikur." i+

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.