Helgarpósturinn - 07.09.1995, Page 18
18
mú styttist óð-
um í að hinn
nýstofnaði
hafnfirski leikhópur,
Hermóður og Háð-
vör, frumsýni sitt
fyrsta leikverk.
Verkið, sem er eftir
Árna Ibsen, sem tal-
inn er einn af okkar
albestu leikritahöf-
undum, eins og leik-
rit hans Fiskar á
þurru landi þykir
bera vitni um, hefur
fengið heitið Himna-
ríki og hafa gárung-
ar bætt því við neð-
anmáls að þetta sé
geðklofa gamanþátt-
ur í tveimur þáttum,
enda þykir uppbygg-
ing verksins afar
sérstæð þar sem
heita má að áhorf-
endur fái aðeins að
fylgjast með annarri
hlið mála í einu. En
eins og komið hefur
fram er leikritið í
raun leikið tvisvar
og munu áhorfend-
ur, sem skipta með
sér sætum í hléi, því
fá allt aðra sýn fyrir
og eftir hlé. Alls taka
sex leikarar þátt í
sýningunni undir
leikstjórn HlLMARS
JÓNSSONAR. í fyrstu
var ekki ljóst hvern-
ig leikfélaginu
myndi reiða af fjár-
hagslega, en PÓST-
URINN hefur heimild-
ir fyrir því að þau
mál séu nú komin í
höfn. Eftir því sem
næst verður komist
mun bæjarfélagið
bakka leikfélagið
upp með tveggja
milljóna króna
styrk, auk þess sem
Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, BYKO og
Vífilfell munu leggja
sitt af mörkum. Eins
og einnig hefur ver-
ið greint frá hefur
leikfélagið fengið að-
stöðu þar sem Bæj-
arútgerð Hafnar-
fjarðar var áður, en
það er við höfnina
þar sem útsýni yfir
er ægifagurt. Til
þess að Hafnfirðing-
ar og aðrir nærsveit-
ungar megi njóta
góðrar stundar í
Hafnarfirði ætlar
Veitingahúsið A
Hansen að bjóða
upp á leikhúsmat-
seðil...
Ertu á leiðinni
upp eða niður
í lífinu?
Ertu á uppleið eða
niðurleið í lífinu? Er
þér boðið í aðalpart-
íin, hlustarðu á al-
mennilega músík,
ferðu út að borða á
bestu stöðunum, held-
urðu með góðu félagi,
þekkirðu rétta fólkið?
Hér er gagnlegur
mælikvarði á það
hvort þú ert á leiðinni
upp eða hvort allt
stefnir niður á við.
UPPLEIÐ
Þér er boðið að koma fram á
stand-up kvöldi í Loftkastalanum.
NIÐURLEIÐ
Þér er boðið að koma fram á
hagyrðingakvöldi undir stjórn
Ómars Ragnarssonar.
UPPLEIÐ
Þú ert nýkominn frá Wagner-há-
tíðinni í Bayreuth þar sem þú
skemmtir þér konunglega við að
hlusta á Hringinn í sextán klukku-
tíma.
NIÐURLEIÐ
Þú hittir kunningja þinn sem er
nýkominn frá Wagner-hátíðinni í
Bayreuth og heldur að hann hafi
farið til Beirút.
UPPLEIÐ
Þú færð póstkort frá Björk Guð-
mundsdóttur sem er í hljómleika-
ferð í Cleveland.
NIÐURLEIÐ
Þú færð áritað eintak af plöt-
unni sem Kristján Jóhannsson
söng inn á fyrir Naxos-útgáfuna.
UPPLEIÐ
Þú sendir Birni Bjarnasyni skila-
boð á Internetinu og hann svarar
þér um hæl. Loks býður hann þér
að koma niður í ráðuneyti að
spjalla.
NIÐURLEIÐ
Börnin þín fá ekki inngöngu í
Menntaskólann í Reykjavík — af
því þú fluttir í Garðabæinn.
UPPLEIÐ
Það má þekkja þig sem eina per-
sónuna í bókinni hans Hallgríms
Helgasonar.
NIÐURLEIÐ
Það má þekkja þig sem eina per-
sónuna í bók Svavars Gestssonar.
UPPLEIÐ
Þú færð þér byssuleyfi og veiði-
kort og ákveður að skjóta jóla-
steikina sjálfur.
NIÐURLEIÐ
Þú átt þrjá veiðidaga í Elliðaán-
um, tímir ekki að sleppa þeim, en
hefur ekki lyst á að veiða fisk með
kýlapest.
UPPLEIÐ
Þú lendir í ritdeilu við dr. Benj-
amín Eiríksson.
NIÐURLEIÐ
Þú lendir í ritdeilu við Helga
Hálfdanarson.
UPPLEIÐ
Þér finnst Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir flottasta pía á íslandi.
NIÐURLEIÐ
Þér finnst Ólöf Rún Skúladóttir
flottasta pía á íslandi.
UPPLEIÐ
Þú þegir yfir því, en í hljóði ertu
fagnandi vegna þess að Sigurður
E. Guðmundsson hjá Húsnæðis-
stofnun flutti húsbréfalánið þitt af
gömlu íbúðinni þinni yfir á þá
nýju.
NIÐURLEIÐ
Þér er synjað um fyrirgreiðslu
hjá Lífeyrissjóði bænda.
UPPLEIÐ
Þér er gefið árskort í Tennis-
höllinni.
NIÐURLEIÐ
Þér er gefið árskort í Baðhús-
inu.
UPPLEIÐ
Hljómsveitin Kósí spilar í stóraf-
mælinu þínu. Þér líður stundar-
korn eins og þú sést af kósí-kyn-
slóðinni.
NIÐURLEIÐ
Árni Johnsen tekur nokkur lög í
afmælinu þínu. Hann vill ekki
hætta og gestirnir fara snemma
heim.
UPPLEIÐ
Þú kynnist viðkunnanlegum
manni í golfi á Grafarholtsvelli og
hann kynnir sig sem Ásgeir Sigur-
vinsson. Þið golfið saman einn
hring.
NIÐURLEIÐ
Þú ferð á völlinn að hvetja
Fram, þitt félag í fótboltanum. Þú
hittir Einar Kárason í hálfleik og
þið ákveðið að fara heim.
UPPLEIÐ
Þú lætur Kristján Þorvaldsson,
ritstjóra Mannlífs, ganga á eftir
þér mánuðum saman með beiðni
um forsíðuviðtal. Loks segistu
ekki hafa tíma.
NIÐURLEIÐ
Eiríkur Jónsson hringir í þig og
biður þig um að koma fram í þætt-
inum sínum. Þú hefur óljósan
grun af hverju.
UPPLEIÐ
Þú færð viðurkenningu fyrir
óvenju vandaða heimasíðu á Int-
ernetinu.
NIÐURLEIÐ
Þér finnst allt í lagi að segja „al-
net“ í staðinn fyrir Internet.
UPPLEIÐ
Þú hittir Davíð Oddsson á opn-
un í Listasafninu og hann heilsar
þér innilega, „með þökk fyrir allt
gamalt og gott“.
NIÐURLEIÐ
Þú hittir Pál Pétursson í hófi í
Osta- og smjörsölunni, þakkar
honum vel unnin störf og segist
hjartanlega sammála honum um
að íslendingar séu ekki of góðir til
að vinna í fiski.
UPPLEIÐ
Þú ferð til geðlæknis og hann
ákveður undir eins að setja þig á
prosac. Þú sérð fram á betri tíð.
NIÐURLEIÐ
Þú ferð til geðlæknis og eftir
kortér er hann orðinn óþolinmóð-
ur og segir þér að tala við heimil-
islækninn þinn.
UPPLEIÐ
Þú hefur enga skoðun á for-
mannskosningunum í Alþýðu-
bandalaginu.
NIÐURLEIÐ
Þú ert að vona að allir séu búnir
að gleyma að þú hélst að tími Jó-
hönnu væri kominn og starfaðir
fyrir Þjóðvaka í þingkosningunum.
UPPLEIÐ
Þér var boðið á kvennaráðstefn-
una í Kína en ákvaðst að vera
heima.
NIÐURLEIÐ
Þú fórst á kvennaráðstefnuna í
Kína og þakkaðir Kínverjum fyrir
gestrisnina í símaviðtali við út-
varpið.
UPPLEIÐ
Þú ferð að borða á Holtinu og
Skúli Þorvaldsson kemur til þín og
spyr hvernig þér hafi líkað matur-
inn.
NIÐURLEIÐ
Barþjónarnir á Kringlukránni
þekkja þig með nafni og vita hvað
þú drekkur.
UPPLEIÐ
Þú færð ekkert atkvæði í at-
kvæðagreiðslu útvarpsráðs um
fréttamenn á sjónvarpinu. Þú
ákveður að leita þér að vinnu í
Noregi.
NIÐURLEIÐ
Þú færð lektorsstöðu við Há-
skólann og hættir á atvinnuleysis-
bótum.
UPPLEIÐ
Þú finnur silfursjóð frá víkinga-
öld í kartöflugarðinum þínum og
flýtir þér að grafa hann aftur.
NIÐURLEIÐ
Þú fékkst umboð fyrir franskan
camenbert-ost en færð ekki að
flytja hann inn — af því svoleiðis
ostur er framleiddur á Islandi.