Helgarpósturinn - 07.09.1995, Qupperneq 26
26
'FIMMTLiD*A*GUR*7TSEPTEIvlBER1^ag
Heitt
kalt
V ÞAÐ ER
TOPPURINN
AÐ VERAí
TEINÓTTU
sungu Helgi
Björns og félagar
fyrir ekki mikið
meira en tveimur
árum síðan. Þá var
einmitt toppurinn
að vera í teinóttu.
Það er ef til vill
merki um hug-
myndafátækt
mestu tískumógúla
heims að nú,
svona örskömmu
síðar, er aftur
toppurinn að vera í
teinóttu þótt snið-
ið á klæðnaðinum,
það er; jakkafötun-
um, hafi ef til vill
eitthvað breyst. Þá
er barasta um að
gera að skella sér
til saumakonunnar
á horinu og láta
breyta hinum
tveggja ára jakka-
fötum sinum í takt
við tímann.
BLÓMARÓSIR
Eins og sú sem
kjörin var Blóma-
rós Hveragerðis
síðastliðið föstu-
dagskvöld á Hótel
Örk. Þetta er ein-
hver alhallærisleg-
asti fegurðar-
drottningatitill sem
um getur, svo hall-
ærislegur að hann
er orðinn heitur að
nýju. Lengi lifi
keppnin um Ung-
frú Hveragerði.
BEIB
Bara til að ít-
reka það að beiþin
séu komin vel und-
ir frostmark má
geta þess að
heimasíðan hennar
Pamelu Anderson
á Internetinu er
ekki nándar nærri
eins vinsæl og
heimasíða Terry
Hatcher sem nú
leikur í Louis Lane
í Superman-þátt-
unum á Stöð 2.
Terry þessi hefur
greindarlegt og
sjarmerandi útlit
sem byggir vænt-
anlega á að eitt-
hvað sé að gerast
þar fyrir innan.
segir Margrét Vilhjálmsdóttir, sem fer með hlutverk Línu
langsokks.
„Þetta er flottasti femínisti allra
tíma, fyrir mér er hún frelsið," seg-
ir Margrét Vilhjálmsdóttir sem á
sunnudaginn bregður sér i
draumahlutverk sitt en þá verður
leikritið um Línu langsokk frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu. Börnum
og fullorðnum ætti flestum að vera
vel kunnug saga stelpunnar Linu,
sem býr á Sjónarhóli með apanum
sínum og hesti. Lína er engri lík,
óvenjuleg, uppátækjasöm og
skemmtileg stelpa og hefur verið
fyrirmynd ungra stúlkna árum
saman rétt eins og Florence Night-
ingale er fyrirmynd eldri kvenna.
Með hlutverk Línu fer Margrét Vil-
hjálmsdóttir en hún þykir passa
sérstaklega vel í hlutverkið. Ekki
aðeins að Margrét líkist Línu í út-
liti heldur þykir margt í fari Margr-
étar sambærilegt við Línu. Hvort
Margrét loftar hesti eins og Lína
kemur væntanlega í ljós í Borgar-
leikhúsinu á sunnudaginn.
þarff ekki að láta passa sig.
Blaðamaður Time gefur lesend-
um þá þörfu ábendingu að nafn
poppstjörnunnar sé borið fram
„Bee-yerk“, hvað sem íslendingum
kann svo að finnast um þá kenn-
ingu. Hann fer afar lofsamlegum
orðum um nýju plötuna hennar,
Post, og segir að hún sé þroskaðra
og snjallara verk en fyrri sólóplata
hennar, Debut. Hann segir enn-
fremur að hún hafi meira vald yfir
röddinni sinni en áður, hún renni
sér ekki bara upp tónstigann,
heldur noti röddina til að túlka
áleitnar myndir sem komi fram í
textum hennar.
Blaðamaðurinn ræðir við Björk í
setustofu glæsihótels í Hollywood
og segir að hún eigi ekki vel heima
í slíku umhverfi. Hún segir honum
að mamma sín sé kennari í jap-
önsku bardagalistinni akido, en
pabbi sinn sé formaður Rafvirkja-
sambandsins á íslandi. Einu sinni
hafi hún verið gift strák sem heitir
„Thor“ en nú heiti kærastinn
hennar Tricky og sé lagahöfundur.
Vinum sínum finnist hún vera jarð-
bundin og raunsæ, hún sé einstæð
móðir og vinnusjúklingur en marg-
ir sjái hins vegar eitthvað dular-
fullt í fari sínu. Hún segir að fólki á
íslandi finnist hún skrítin.
Blaðamaður Tirne er greinilega
stórhrifinn og lýkur greininni með
svofelldum orðum: „Björk kann að
sýnast fremur rýr og auðsæranleg,
en kona sem er svo ákveðin að
hún segir skilið við hljómsveitina
sína, landið sitt og mann sem heit-
ir Thor og tekst af eigin rammleik
að verða alþjóðleg poppstjarna
þarf varla neinn til að gæta sín.“
Hingað til hafa blaðamenn á heimspressunni ekki oft þurft að
slá stafinn „ö". Nú eru breyttir tímar og nú síðast þurfti blaða-
maður Time að nota þetta einkennilega tákn.
Þú kemst ekki í qeqnum vikuna...
.. .án þess að
yppta öxlum
yfir kvenna-
ráðstefnunni í
Kína, sérstak-
lega yfir hin-
um áberandi
íslensku þátt-
takendum.
...nemaað þú
breytir um stíl.
.. .án þess
að snúa
tímaglas-
inu við.
.. .án þess að
breyta um
drykkjusiði, eins
og árstíðaskipti
hafa gjarnan í för
meo sér. í stað
svaladrykkjanna
skal nú taka upp
drykkju á þung-
um síðkvölda-
drykkjum.