Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 16.40 Einn-X-Tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 223. þáttur. Nú fer að draga til tíðinda, ekki seinna vænna. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna Skurðgoðið með skarð í eyra. 19.00 Matador Danskur framhaldsmyndaflokkur, 20.00 Fréttir 20.30 Veður Sól fyrir norðan og austan, skúrir sunnanlands. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Umsjón Sigurður H. Richter. 21.05 I sólskinsskapi Bandarísk gamanmynd. 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 224 þáttur. Það gerist örugglega eitthvað núna. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Litli lávarðurinn 19.00 Væntingar og vonbrigði Muniði eftir Fame-þáttunum, þessir eru í svipuðum dúr. Hvað varð um leroy? 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Kjól og kall Breskur orðaleikur. 21.15 Lögregluhundurinn Rex Hundurinn Rex og Moser lög- regluforingi í góðum svíng. 22.15 Kavanaqh lögmaður Inspector Morse. 23.35 Carole King 00.35 Útvarpsfréttir LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Hlé 14.00 íslandsmótið í knattspyrnu Bein útsending frá 16. umferð Is- landsmótsins. 15.50 Hlé 17.30 Mótorsport Áhugamenn um felgur og vélar fá fullnægt sínum hvötum. 18.00 íþróttaþátturinn 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Geimstöðin Dásamlegir þættir. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.40 Hasar á heimavelli 21.10 Aðeins þú Bandarisk bíómynd um vandann að velja milli tveggja kvenna. 22.45 Við dauðans dyr Sharon Stone og Dylan McDer- mott leiða hvort annað í freistni. 01.15 Útvarpsfréttir SUMMUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 15.30 Djasstónleikar Margir snillingar leika listir sinar. 17.55 Hollt og gott 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Alexandra 19.00 Úr ríki náttúrunnar Refurinn og kanínan. 19.25 Rosanne XXL 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Náttúruminjar og friðlýst svæði Frá Arnarstapa að Dritvik. 20.55 Til hvers er lífið? - Flæmskur myndaflokkur. 22.50 Ferð forseta Islands til Kína Vigdís á kvennaráðstefnu. 22.10 Helgarsportiö 22.35 Systurnar Bresk sjónvarpsmynd um systur sem hittast eftir langan aðskiln- að. Önnur er orðin fræg leikkona en hin er þjónustustúlka. 00.00 Útvarpsfréttir Sá gestur sem mesta athygli vekur á bókmenntahátíð sem hefst í Norræna húsinu á sunnu- daginn er án efa læknirinn og rit- höfundurinn Taslima Nasrin frá Bangladesh. Taslima er 33 ára og eins og frægt er orðið vann hún sér það til óhelgi að skrifa skáldsögu sem ber heitið Skömmin og fór mjög fyrir brjóstið á íslömskum bókstafs- trúarmönnum um víða veröld. Stuttu eftir að ofsatrúarmenn uppgötvuðu hvaða efni bókin hefði að geyma fóru þeir út á göturnar í flokkum, heimtuðu að Taslima Nasrin yrði líflátin og veifuðu sumir meira að segja kó- braslöngum máli sínu til árétt- ingar. Sjálf hefur Nasrin sagt frá því þegar allt gekk af göflunum vegna bókarinnar: „ímyndið ykkur hvernig mér leið þegar 200 þúsund karlmenn heimtuðu dauða minn í nafni Allah? í ágúst á síðasta ári var ég í felum í kjallara í höfuðborginni Dakka og heyrði hrópin í þeim: „Drepum Taslima, hengjum hana, nauðgum henni, rífum hana í tætlur." Þá skildi ég hvað einmanakennd er.“ Að endingu kváðu trúaryfir- völd upp þann dóm að Taslima Nasrin væri réttdræp hvar sem í hana næðist. Síðan þá hefur hún átt athvarf í Svíþjóð, en hefur ferðast mikið á Vesturlöndum og skýrt mál sitt fyrir þjóðarleiðtog- um og forsvarsmönnum mann- réttindasamtaka. Hún er undir mjög strangri lögregluvernd hvert sem hún fer, líkt og skáld- bróðir hennar Salman Rushdie. Samkvæmt upplýsingum frá Norræna húsinu verður hennar líka vandlega gætt hér. Fleiri nafntogaðir höfundar koma hingað á bókmenntahátíð- ina, þar eru máski athyglisverð- astir tveir: Jostein Gaarder, höf- undur Veraldar Soffíu sem varð óvænt metsölubók víða um álf- ur, og Martin Amis sem er meðal þekktustu rithöfunda Bretlands og var nýskeð mjög í fréttum vegna sögulegrar tannviðgerðar. Taslima Nasrin gaf út skáldsög- una Skömmina fyrir tveimur árum og var stuttu síðar lýst réttdræp af íslömskum bókstafstrúarmönnum. Hennar er gætt af lögreglu hvert sem hún fer — líka á íslandi. Hvemig fannst þér veridð í djúpi daganna? Erlingur Gíslason, leikari: „Ég er mjög kunnugur þessu verki, hef bæði séð það í Frakk- landi og svo lék ég í því í Þjóð- leikhúsinu fyrir um tuttugu ár- um. Mér leist vel á sýninguna í Lindarbæ, hún er svolítið öðruvísi en þessar sem ég hef séð. Þýðingin er fín hjá Megasi. Þótt þessi aðferð við þýðing- una sé dálítið vafasöm sleppur hún oftast. Það má þó finna að því að það sé of langt gengið sums staðar. En í heildina finnst mér þetta skemmtileg og kraftmikil sýning." Hulda Stefánsdóttir, myndlist- arnemi: „Ég var mjög ánægð með sýninguna. Mér fannst þýðing- in hjá Megasi frábær og skipta öllu máli. Annars fannst mér sýningin öll vel unnin, leik- mynd, búningar, leikstjórn og leikur. Mér finnst Harpa Arnar- dóttir alltaf mjög góð en það sem kom mér mest á óvart var ieikur Þorsteins Bachmann, hann var mjög góður. Annars var leikurinn góður yfirhöfuð þótt Harald G. Haralds hafi virst svolítið tilgerðarlegur með sína lífsspeki innan um hinar persónurnar en það er hlutverkinu að kenna, ekki leiknum. Ef ég ætti að finna eitthvað að þá fannst mér helst að sýningin rúllaði ekki nógu vel til að byrja með, það voru nokkrum sinnum óþarfar sen- ur fyrir hlé.“ Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins: „Mér fannst þetta fallega unnin sýning og áberandi sterk í leik. Ég hafði sérstaklega gam- an af því að sjá þarna marga unga leikara, sem ekki hafa fengið fasta búsetu í stórum leikhúsum, skila sínum hlut- verkum með mikilli prýði.“ Ingunn V. Snædal, skáld: „Mér fannst mjög gaman. Ég var sérstaklega ánægð með persónusköpun Hinriks Ólafs- sonar og Þorsteins Bachmann. Sviðsmyndin var frábær, mjög hrá og skemmtileg og kom fí- lingnum vel til skila. Búning- arnir voru sumir mjög flottir en annað fannst mér síðra eins og búningur Sigrúnar Sólar fannst mér of druslulegur, hann var eins og búningur á geimveru. Textinn fannst mér eðlilegur og skemmtilegur hjá Megasi. Mér finnst ekkert að því að staðfæra og færa hlutina í nú- tímalegra horf og það var vel gert hjá honum. Ég var ekki al- veg nógu ánægð með Harald G. Haralds, mér fannst hann dauf- legur þótt það sé kannski hlut- verkinu að kenna. Hann er þessi Jesú-týpa sem veður um og reynir að gera gott fyrir alla, það var svolítið leiðinlegt.“ Agnes Kristjónsdóttir, dansari: „Mér fannst sýningin mjög athygliverð. Búningarnir voru sérstaklega skemmtilegir og það sama má segja um sviðs- myndina. Það eina sem mér fannst að var að sýningin datt svolítið niður á köflum, það hefði mátt vera meira „power" á stundum, en ég var á general- prufu þannig að það getur hafa breyst. Mér fannst Benedikt Er- lingsson afskaplega skemmti- legur í sínu hlutverki og sömu- leiðis Sigþór Albertsson og Steinunn Ólafsdóttir, þótt reyndar allir hafi staðið sig vel. Þýðingin var mjög skemmtileg og öðruvísi miðað við þá gömlu.“ „Þú ert mjög fallegur. Hvað ertu gamall? Ertu ekki sterkur?" Calvin Klein feryfir strikið Tískukóngurinn Calvin Klein er frægur fyrir auglýsingar sem þykja í djarfari kantinum og hef- ur hann ekki síst látið mynda fyr- irsætuna lystarstola Kate Moss á mismunandi stigum nektar. Nú þykir Klein hins vegar hafa farið rækilega yfir strikið. Honum þótti vörurnar sínar ekki seljast nógu vel og kvaddi til unglinga sem hann lét mynda í lostafull- um stellingum. Sú auglýsing sem þótti einna grófust var ætluð til birtingar í sjónvarpi. Hún sýnir ungan pilt sem er á svipinn eins pg hann sé að leika í dónamynd. Á bak við myndavél heyrist full- orðinn maður segja: „Þú ert mjög fallegur. Hvað ertu gamall? Ertu ekki sterkur? Heldurðu að þú getir rifið skyrtuna utan af þér? Þetta er fallegur líkami. Ferðu ekki oft í líkamsrækt? Ég sé það.“ Ymsum fjölskyldu- og barnar- verndarsamtökum í Ameríku var ekki skemmt. Tímarit og verslan- ir þverneituðu að taka þátt í aug- lýsingaherferðinni. Öflug samtök hafa meira að segja farið fram á það við dómsmálayfirvöld að þau athugi hvort Klein hafi brot- ið lög um barnaklám. Calvin Klein er hins vegar ekki af baki dottinn, því sala á vörum hans hefur raunar aukist í fjöl- miðlafárinu — sem hann segir byggt á misskilningi. ...fær Súsanna Svavars- dóttir fyrir að vera eilíf upp- spretta frétta og slúður- sagna. Þá var sætt af henni að hampa grettumeistaran- um Ladda um leið og hún skaut föstum skotum á neð- anþindarbrallarana og klof- kjaftana Radíusbræður í síð- asta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Tvær Súsönnur í viðbót og við myndum gleyma efnahagsvandanum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.