Helgarpósturinn - 14.09.1995, Side 5

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Side 5
jullandi leiklistaráhugi ! virðist vera um land allt. 'Eitt hinna fjölmörgu leik- húsa sem ætla að frumsýna um helgina er Furðuleikhúsið. Leikrit- ið heitir Bétveir og er nýtt ís- lenskt barnaleikrit byggt á sam- nefndri bók Sigrúnar Eldjárn. Leikritið, sem unnið er í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar, verður frumsýnt í Samkomuhús- inu þar í bæ á laugardag. Bétveir fjallar í stuttu máli um tvíhöfða geimstrák sem kemur til jarðar- innar til að kynnast nokkru sem ekki er til á stjörnunni hans. Jón St. Kristjánsson er leikstjóri, um tónlist sér Valgeir Skagfjörð og umsjón með búningum hefur Helga Rún. Alls koma fimm leik- arar við sögu í sýningunni. lUýtt blóð í Unun A laugardagskvöld ætlar hljómsveitin Unun að halda tón- leika í Rósenbergkjallaranum og tilkeyra þar erlent tónleikapró- gramm sitt, en á döfinni er tón- leikaferð Ununar um Evrópu. Af Unun er það helst að frétta að tveir nýir tónlistarmenn hafa fengið inni í hljómsveitinni, trommarinn Matthías M.D. Hem- stock og Valgeir Sigurðsson hljóm- borðsleikari. Þeir verða á tón- leikunum á laugardaginn og því gullið tækifæri fyrir íslendinga, sem vilja fylgjast með, að berja þá augum. Aundanförnum tveimur árum hafa verið stöðug samskipti milli íslands og Kína og sér tæpast fyrir end- ann á ferðalögunum þar á milli. Nú er ljóst að enn ein ferðin stendur fyrir dyrum þar sem þeir Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, og Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri leggja land undir fót til að sitja þing Interpol. Kínverjar hafa staðið framarlega í lögregluaðgerðum hverskonar og ekki að efa að tví- menningarnir geti lært sitthvað gagnlegt af þeim. Tíð bifreiðakaup æðstu manna landsins ættu að gleðja Heklumenn þar sem flestir virðast kaupa hjá þeim Audi. Af fréttum að dæma hafa þeir Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason og Halldór Blöndal pantað sér bíl hjá Heklu. Einhverra hluta vegna hefur Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra ekki gefið upp fyr- irætlanir sínar í bílakaupum. Gott fyrír gólid Senn fer í hönd tími hósta og hæsi. Þótt vísindunum fleygi stöðugt fram hefur þeim þó ekki enn tekist að ná utan um kvef- pestina. Eitt sem ef til vill getur þó haldið henni niðri eru Sopr- ano-fjallagrasahálstöflur. Fyrir utan að vera unnar úr ómenguð- um íslenskum náttúruafurðum hefur því löngum verið haldið fram að fjallagrasaseyði mýki upp hálsinn og sé þar af leiðandi sérstaklega gott fyrir röddina. Rannsóknir á íslenskum fjalla- grösum benda að auki til að í þeim séu efni sem geta hindrað vöxt baktería og krabbameins- frumna og örvað virkni ónæmis- frumna. Alltént eru Soprano- hálstöflur merki um frumlegt ís- lenskt hugarflug. \1clí±:lLclil^u LííLl Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. _______Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður innifalinn Vaxtalausf lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan aukaafslátt NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga til kl. 19. DAIMCALL radiomidun Grandagaröi 9 • 101 Fteykjavík Sími 511 10^0 HVERNIG ERÞAÐ PÉTUR, VARSTU EKKI BÚINN AÐSJÁ FYRIR LÖNGU AÐ ÞEIR VORU AÐ MÆMA? „Neinei góði minn, ég sá þá í sumar og sá þá að hver einasta nóta var spiluð á staðnum og blæs á annað. Ég heyrði þetta í útvarpinu í morgun og hef ekki heyrt aðra eins vit- leysu fyrr né síðar. Ég er búinn að vera í bransanum í þrjátíu ár og maður veit hve- nær spilað er af teipi og hvenær læf. Eg þekki það vel til gítar- leiks og annars í bransanum. Þetta er mesta rugl sem ég hef heyrt. Ég var nú ekki mikill Stones-aðdá- andi hér áður fyrr en er orðinn það núna og segi hiklaust að þeir séu „The great- est rock’n roll band in the world“ nú sem fyrr.“ Blaðið Der Spiegel heldur því fram fullum fetum að tónleikar The Rolling Stones séu að stórum hluta leiknir af bandi. Pétur Kristjáns- son, rokkhestur íslands númer eitt, er einn af meiri Stones-aðdáend- um á landinu auk þess að vera atvinnumaður t faginu. ■ I

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.