Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 10
ikil óá- nægja ríkir meðal aimennings í Ólafsvík vegna upp- sagnar Ragnars Jör- undssonar sparisjóðs- stjóra. Ragnar hefur gegnt starfinu í um tvö ár og var vel þokkaður af íbúum kaupstaðarins. Hann hefur hins vegar ákveðið að láta af störfum í Ólafsvík og ganga aftur í starf sparisjóðsstjóra á Súðavík. Ástæða uppsagnar Ragnars er ágreiningur við stjórn sparisjóðsins og þá sérstaklega Bjarna Ólafsson. Segja menn í Ólafsvík það hart að örfáir menn geti hrakið jafnvin- sælan mann og Ragnar ku vera úr byggðarlaginu. íslendingar telja sig vera yfirburðaþjóð sem býr í nafla alheimsins. Þeim fínnst kynlíf góð skemmtun, drekka áfengi til þess eins að verða fullir, en verður seint borið á brýn að þeir séu kurteisir í venjulegum skilningi þess orðs. Þetta eru niðurstöður Richards Sale, bresks ferðabókahöfundar sem hefur komið hingað margoft, bæði sumar og vetur. Richard Sale er höfundur bókarinnar Xenophobe ’s Guide to the Icelanders sem er skrifuð af ást til íslendinga en þó af nokkurri gagnrýni. Hér fara nokkrir valdir kaflar úr bókinni, en hún fæst í flestum betri bókabúðum. r „íslendingur hefur verið handhafi titilsins Sterkasti maður heims og tvær íslenskar stúlkur hafa verið Ung- frú heimur..." SAIUIUIR ÍSLEIUDIIUGAR „íslendingur hefur verið handhafi titilsins Sterkasti maður í heimi og tvær íslenskar stúlkur hafa verið Ungfrú heimur. Þjóð- in á líka furðumarga stórmeistara í skák miðað við stærð. Þess- ar staðreyndir styrkja íslendinga í þeirri trú að þeir séu sterk, gáfuð og falleg þjóð. Við þessa eiginleika er hægt að bæta hug- takinu þungbúinn. Séu skoðaðar hópmyndir af íslendingum dettur manni varla annað í hug en að þeir séu viðstaddir jarð- arför eða aftöku sameiginlegs vinar.“ „Ef maður spyr hvort þeir velti fyrir sér bragðinu horfa þeir á mann eins og maður sé bjáni. Hvað kemur bragðið þessu við? ÁFEIUGI „íslendingar skilja ekki merk- ingu þess að drekka í hófi. Þeir drekka til þess eins að verða drukknir, og það er ástand sem þeir reyna að komast í með mikl- um ákafa en helst sem minnstum tilkostnaði. Ef það kostar 10 pró- sent minna að verða fullur af gini en viskíi, þá drekka þeir gin. Ef maður spyr hvort þeir velti fyrir sér bragðinu horfa þeir á mann eins og maður sé bjáni. Hvað kemur bragðið þessu við? Sam- ræður við fullan íslending eru annaðhvort ógjörningur eða vita gagnslausar." ÍSLEIUSKA „Það er næstum átakan- legt hvað íslendingar verða glaðir ef útlendingur leggur það á sig að læra málið þeirra. 1993 fréttist að lögfræðingur frá Georg- íu hefði lært íslensku af eigin rammleik. Hann þekkti enga íslendinga og hafði gert þetta sjálfum sér til yndisauka. Islend- ingar voru djúpt snortnir og fullir af þakklæti. Þeir buðu manninum og konu hans til íslands á kostnað ríkisins og héldu þeim uppi í mat og drykk í tvo mánuði." „Þeir eru afkomendur víkinga sem eru merkastir allra fornþjóða, orðlagðir fyrir hreysti, þrautseigju, líkams- fegurð og karlmennsku..." FRÆIUDÞJÓDIR „íslendingar hlæja að Norðmönnum vegna áhuga þeirra á útivist sem er talinn renna stoðum undir þá skoðun að Norðmenn séu ieiðinlegir og vitlausir. Uppgötvun Norðursjávarolíunnar og sú staðreynd að Norðmenn eru moldríkir hefur leitt til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Nú eru Norð- menn taldir leiðinlegir, vitlausir og ógeðslega heppnir. Ekki færri en 10 þúsund íslendingar fiuttu til Kanada í lok síðustu aldar og því sambandi hefur verið viðhaldið. Þegar íslendingur hittir Kanadamann ætlast íslendingurinn til þess að Kanadamað- urinn þekki ættingja sína vestra." SJÁLFSMYIUD „íslendingar hafa einstaklega mikið álit á sjálfum sér. Þeir eru afkomendur víkinga sem eru merkastir allra fornþjóða, orð- lagðir fyrir hreysti, þrautseigju, líkamsfegurð og karlmennsku. Ekki er mikið rætt um þá staðreynd að víkingar voru líka þekkt- ir fyrir að ræna og nauðga og að viðhorf þeirra til kvenna var í besta falli vafasamt. Sem sannindamerki þess að íslendingar séu yfirburðaþjóð benda þeir á að ísland sé nafli alheimsins. Ef- ist maður um þessa fullyrðingu þarf maður ekki annað en að fletta upp í íslendingasögunum, merkustu bókmenntaverkum undir sólinni, þar sem þessari skoðun er haldið fram ótal sinn- um meðal langdreginna frásagna af morðum og blóðhefnd." -»

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.