Helgarpósturinn - 14.09.1995, Page 14

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Page 14
Tveir af þekktustu snúðum heims, Kenny Dope og Lillu Vega, eru væntanleg- ir til íslands í byrjun október. Þessir tveir DJ-ar þykja mikill og góður hvalreki á ís- landsstrendur enda goð nærri allra starf- andi plötusnúða á ís- landi. Samkvæmt heimildum Póstsins ætla þeir allir að mæta í Tunglið og hlýða á goðin. Fleiri uppákomur standa fyrir dyrum í Tungl- inu í október, því fyr- irhugað er að halda aðra Party-Zone-há- tíð vegna útáfu á samnefndum diski. Það eru DJ-arnir Grétar, Árni E. og Margeir sem hljóð- blanda diskinn en hönnuður hans er eins og síðast Jökull Tómasson, sem þótti þá takast einstak- lega vel upp. Búist er við sama fjörinu nú og í fyrra, en þá troðfylltist húsið af fólki og gleði. lUqrðrinn fegv snöggt ancHát VÍKIIUCASAGA LAUGARÁSBIÓI Nokkrir amerískir kvikmynda- gerðarmenn einhenda sér í að drepa „norðrann" endanlega — en til hvers? Var ekki nóg að Hrafn Gunnlaugsson væri búinn að blása lífsanda í þessa grein á meiði kvikmyndalistarinnar — og reyna að kæfa hana aftur? Er verið að narrast að íslendinga- sögunum? íslenskum leikurum? íslendingum? Eða er það rétt sem heyrst hefur fleygt að mynd- in sé gerð til að útvega framleið- andanum skattatap, til að bók- aldararnir vestra fái eitthvað til að moða úr? Nú hefur maður sannfrétt að myndin verði aldrei sýnd í bíói neins annars staðar en á íslandi. Engin vídeóleiga með sómatil- finningu mun hafa hana í hillum. Raunar bárust fréttir af því að í vetur hefði henni verið hent út með ruslinu í Hollywood. En þeg- ar það kom hingað var kvik- myndagerðarfólkinu ameríska tekið eins og þar væru heims- frægir virðingarmenn á ferð — það breyttist ekki einu sinni þeg- ar kom á daginn að aðalleikarinn væri þýskt kraftatröll sem heitir Möller. Sumir vonuðu kannski að hérna yrði skilinn eftir einhver vottur af raunverulegri kvik- myndafrægð; að minnsta kosti hafa birst lýsingar í blöðum á því hvílíkt ævintýri þessi kvik- myndagerð var og hversu fag- mannlega hafi verið staðið að öllu. Því er haldið fram að leikstjóri myndarinnar, kvikmyndatöku- maður sem einhvern tíma vann með Scorsese, hafi lesið íslend- ingasögur sér til ánægju. Nær væri þó að halda að hann hafi lesið þessar bókmenntir í Sí- gildra sagna-blaði, skoðað myndirnar en látið textann eiga sig. Möller kraftamaður, sem heitir Kjartan í myndinni (borið fram Kjortan), á sjálfsagt að vera einhvers konar hliðstæða við nafna sinn eða Gunnar á Hlíðar- enda. Hann er handhafi „huliðss- verðsins" (the ghost sword) sem enginn getur verið án ef hann á að ráða yfir íslandi. Fúlmennið Ketill (frb. Kettilt) er andlega venslað Merði Valgarðssyni, en Magnús lögsögumaður (frb. Magnus the Lawgiver) minnir á skeggjaðan Njál; hann á soninn Bolla (frb. Bólí) sem ferst með honum í nokkurs konar Njáls- brennu og dótturina Guðrúnu sem er ófeimin við að kasta klæðum fyrir framan myndavél- ar. Sé þetta kjánalegt lið er þó kjánalegust jjularröddin sem liggur eins og mara yfir landinu og segir söguna eins og maður eigi að taka þetta alvarlega: „Þeirra verður minnst sem mestu hetja sem uppi hafa verið á íslandi, o.s.frv..." Listrænar eiga sjálfsagt að telj- ast myndir af þungbúnum fjöll- um, þungu skýjafari og þung- lyndislegum sköflum; það er hið frábæra íslenska landslag sem allir eru sammála um að sé til sóma í hverri kvikmynd. Myndir af íslenska hestinum minna mann hins vegar á að í útlöndum er hann kallaður the Iceland pony. Víkingasaga er öllum til háð- ungar sem nálægt henni komu; næst þegar kemur svpna flokkur frá útlöndum verða íslendingar að kunna að segja nei — og vita að nei þýðir nei... - EGILL HELGASON I Ijós a hjðí þéri - að nóttu degi ‘ET 896 8965 til þin Fáðu hann lánaðan heim i 12 daga fyrir 6.800 kr. - aðeins 570 kr. ádag! •mr Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN KÍMA VEISLUR 06 PARTV FYRIRTÆKI - FJÖLSKyLDUR - STARFSMANNAHÓPAR Frébær matur é góðu verðí Okkar veislum fylgir ýmislegt til aö skapa rétta stemmningu: M.a. spákökur - heitar handþurrkur kínversk stjörnuspeki á diskamottum og að sjálfsögðu prjónar og ofl. og ofl. Leitið tilboða - Sendum frítt heim. Metnaður í matargerð Suðurlandsbraut 6 - Pantanasími 588 9899 - Fax 588 9997 Skólaostur kg/stk. R U M L E G A 15% LÆKKUN VERÐ NU: VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: 585 kr. kílóið. ■ kílóið. 103 kr. á hvert kíló. OSTA 0G SMJÖRSALAN SE

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.