Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 4

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 OHga Romanho Juuho Shiokauia Andre/s Serrano Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 Nokkrir tugir kjósenda hafa þegar greitt atkvæöi utan kjörstaða í forsetakosn- ingunum þótt framboðsfrestur sé ekki útrunninn. Sæmundur Guövinsson ræddi við Jón Steinar Gunnlaugsson, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, sem segir að undir- búningur forsetakosninga sé nokkuð frábrugð- inn því sem gerist fyrir þingkosningar. Tugir búnir að kjósa Samkvæmt lögum skal skila framboð- um til forsetakjörs í hendur dóms- málaráðuneytinu ásamt samþykki for- setaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórnar um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Sá frestur rennur út 24. maí. Við óskum eftir því að þessum meðmælendalistum verði komið til okk- ar á föstudaginn eða mánudaginn svo manntalsskrifstofan í Reykjavík geti ver- ið búin að fara yfir þetta fyrir fund sem við höldum næstkomandi þriðjudag," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, for- maður yfirkjörstjórnar, í Reykjavík. Nú er ekki nema rúm vika þar til fram- boðsfrestur fyrir forsetakosningarnar, sem fram fara 29. júní, rennur út. Yfir- kjörstjórnir eru því í óða önn að undir- búa sín störf. Það hefur vakið nokkra undrun að utankjörstaðaatkvæða- greiðsja við forsetakjörið er hafin hjá sýslumönnum þótt framboðsfrestur sé ekki útrunninn. Hjá embætti sýslu- manns Reykjavíkur fengust þær upplýs- ingar að lögum samkvæmt megi utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla hefjast átta vikum fyrir kjördag. Kjósendur riti jafn- framt undir yíirlýsingu um að þeir verði ekki heima á kjördag. í Reykjavík hafa nokkrir tugir manna þegar greitt at- kvæði utan kjörstaðar í forsetakosning- unum. Sérstaða forsetakosninga Jón Steinar Gunnlaugsson sagði það vissulega nokkuð sérstakt að kjósendur gætu farið að greiða atkvæði áður en framboðsfrestur rennur út og því óvíst að allir frambjóðendur væru komnir fram. En þetta væri til þess að þeir sem væru á förum af landinu og yrðu ekki heima á kjördag gætu greitt atkvæði. Ef kjósandi verður síðan kominn heim fyrir kjördag geti hann mætt á kjörstað og greitt atkvæði á ný, hafi honum snúist hugur. Þá yrði utankjörstaðaratkvæði hans ekki talið með. En forsetakosningar og undirbúningur þeirra er í nokkru frá- brugðinn þingkosningum. „Framboð til forsetakjörs taka til landsins alls, en í alþingiskosningum eru framboð bundin við kjördæmi. Fram- boðum við forsetakosningar er þar af leiðandi skilað til dómsmálaráðuneytis- ins en ekki til yfirskjörstjórna. Lögin um kjör forseta íslands eru óbreytt frá því þau voru sett 1945 og orðin nokkuð gamalleg. Það er gert ráð fyrir að yfir- kjörstjórnir gefi vottorð um meðmæl- endalista, sem er nokkuð erfitt í fram- kvæmd, því jafnframt er gert ráð fyrir að fjöldi meðmælenda sé að lágmarki og hámarki úr hverjum landsfjórðungi, en ekki úr kjördæmum," sagði Jón Steinar. En það eru ekki yfirkjörstjórnir yfir hverjum landsfjórðungi við forseta- kjör? „Nei, það eru átta yfirkjörstjórnir í landinu sem stjórna þessum kosningum, ein í hverju kjördæmi eins og í alþingis- kosningum. Frambjóðendur eiga því að koma með lista meðmælenda úr Reykja- vík til okkar í yfirkjörstjórninni hér og fá vottorð. Sama á við um önnur kjördæmi, en þetta er nokkuð erfitt í framkvæmd.“ Hæstiréttur sem landskjörstjórn Til að skýra þetta nánar nefndi Jón Steinar Gunnlaugsson dæmi um Suður- landsfjórðung. „í Suðurlandsfjórðungi eru hvorki fleiri né færri en fjögur kjördæmi sem koma við sögu: Suðurlandskjördæmi, Reykjaneskjördæmi, Reykjavík og hluti af Vesturlandskjördæmi. Frambjóðend- ur þurfa því að koma með meðmælend- ur til yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi, því Reykjavík getur til dæmis ekki gefið út vottorð um aðra en Reykvíkinga. Síð- an er þetta talið saman eftir fjórðungum þegar þessu er skilað til dómsmálaráðu- neytisins. Þetta er fyrirkomulag sem er sérstakt fyrir forsetakosningar. Þá er það einnig sérstakt að við þær kosning- ar er engin landskjörstjórn starfandi heldur er það Hæstiréttur sem gegnir störfum landskjörstjórnar. En að öðru leyti eru allar venjulegar reglur í gildi er varða kjördeildir, kosningaathöfnina og talningu atkvæða. Það verður alit með hefðbundnu formi sem við þekkjum úr þingkosningum." Má mæla með ölium Einn þeirra sem bjóða sig fram til kosninga og eru að safna meðmælend- um, Guðmundur Rafn Geirdal, hefur skráð sig á meðmælendalista allra hinna frambjóðendanna. Jón Steinar var í Austfirðingafjórðungi þurfa frambjóðendur minnst 77 meðmælendur, segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og forinaður yfirkjörstjórnar i Reykjavík. spurður hvort þetta væri heimilt. „Mér er ekki kunnugt um að neinn formlegur úrskurður hafi gengið um það. En það er ekkert í lögunum sem bannar það í sjálfu sér. Þar er hvergi tek- ið fram berum orðum að hver og einn megi bara mæla með einum frambjóð- anda.“ En getið þið sannreynt að nöfn á meðmœlendalistum séu ekki bara heimatilbúin? „Það er ekki auðvelt. Við verðum bara að álykta að nafnritanir séu ófalsaðar og höfum enga aðstöðu til að gera neina könnun á þessu. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík getur aðeins vottað að með- mælendur úr borginni séu þar búsettir." Hvernig skiptist fjöldi meðmœlenda frambjóðenda eftir fjórðungum? „Úr Sunnlendingafjórðungi, það er Vestur-Skaftafellssýsla til Borgarfjarðar- sýslu að báðum meðtöldum, skal vera minnst 1.141 meðmælandi og mest 2.282. Úr Vestfirðingafjórðungi, það er Mýrasýsla til Strandasýslu, skal lág- markið vera 88 meðmælendur og að há- marki 176. í Norðlendingafjórðungi, það er Húnavatnssýsla til Suður-Þingeyjar- sýslu, er lágmarkið 194 meðmælendur og hámark 387. í Austfirðingafjórðungi, sem er Norður-Þingeyjarsýsla til Austur- Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum, er lágmarkið 77 meðmælendur og að há- marki 155.“ Þú sagðir í upphafi að þið vilduð fá lista yfir meðmœlendur um nœstu helgi, föstudag eða mánudag. En er ekki nœgilegt að skila fyrir lokun 24. maí, þegar framboðsfrestur rennur út? „Eins og ég sagði þá viljum við að manntalsskrifstofan geti farið yfir þetta fyrir fund yfirkjörstjórnar á þriðjudag. Frambjóðendur hafa þá ráðrúm til að bæta úr ef eitthvað er að meðmælenda- listunum. Við reynum því að vinna þetta af einhverri skynsemi; en vitaskuld er hægt að skila inn alveg þar til framboðs- frestur rennur út. En ég vona samt að enginn láti sér detta í hug að skila ekki inn 1.500 nöfnun fyrr en síðdegis föstu- daginn 24. maí.“ Fyrstu tölur Sem fyrr segir fer kosning til forseta síðan fram með hefðbundnum hætti laugardaginn 29. júní. Talning fer fram í kjördæmunum átta og tölur birtar það- an. Hvenœr má búast við að úrslit liggi fyrir? „Við reynum að venju að undirbúa taininguna vel svo hún gangi sem greið- legast. Hér í Reykjavík verður safnað saman atkvæðum úr öllum kjördeildum sem hafa verið greidd fram til klukkan 17 eða svo. Flokkur manna verður síðan lokaður inni til að byrja að telja þau at- kvæði. Það má því búast við að talning þeirra atkvæða verði langt komin klukk- an 22, þegar kjörfundi lýkur, og þá verða þær tölur birtar. Síðan heldur talning áfram og ef allt gengur vel gæti þetta verið búið milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina. Það verður ekki talið í Ráðhúsinu eins og í síðustu borgarstjórnar- og þing- kosningum, því húsnæðið hefur ekki reynst heppilegt fyrir þetta. Við erum að reyna að fara með talninguna inn í Kjar- valsstaði og telja í austursalnum. Þessi talning er bara í kosningu milli einstak- linga og því ekki þær flækjur sem eru í alþingiskosningum um úthlutun þing- sæta, uppbótarmanna og flakkara. Sá verður kjörinn forseti sem flest atkvæði hlýtur og í þessum kosningum ganga all- ir landsmenn jafnir til leiks. Vægi at- kvæða er það sama hvar á landinu sem kjósendur búa,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson. æskuhetjan • Birna Þórðardóttir Samkomulag um ekki neitt Æskuhetja ungra róttæklinga á sínum tíma var tvímælalaust Bima Þórðardóttir. Hún var jafnan í fremstu víglínu þegar verið var aö mótmæla hernum, aðildinni að NATO og öðru því sem vinstra fólk vildi ekki sætta sig við. Birna tók virkan þátt í bardögum við lögregl- una sem brutust stundum út í kjölfar mót- mælaaögerða og þótti afar herská. Hún var starfsmaður Fylkingarinnar fyrir um tuttugu árum og ritstjóri málgagns hennar, Neista. Birna átti sæti í miðstjórn Samtaka her- stöðvaandstæöinga og sat sömuleiðis I mið- stjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins um skeiö. Nú er Birna ritstjóri Frétta- bréfs lækna og það fer ekki jafnmikið fyrir henni og áður, enda virðast mótmælagöngur hafa lagst af. Wsló á þráðinn til Birnu og spuröi hvort hún hefði lagt baráttuna á hill- una. „Ég veit ekki hvaö skal segja. Svo er aö sjá að það séu ekki ýkja margir sem vilja vera menn í dag. En öll barátta gengur mikið I bylgjum. Diskókynslóðin og allt það lið var ekki mikið að spekúlera í því sem var fyrir ut- an eigin nafla. En mér finnst unga fólkið í dag horfa aðeins víðar." Hvað erþér minnisstœðast frá baráttuárun- um þar sem þú varst í fytkingarbrjósti? „Þaö var ofsalega gaman þegar við tókum sjónvarpsstöð hersins á Keflavíkurflugvelli og lokuðum henni. Svo eru átökin vlö Árnagarö þegar Rogers, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, kom hingaö og náði ekki að skoða þessi gömlu skinnblöö. Þá tókst okkur að virkja fólk mjög vel. Við notfæröum okkur þaö að lögreglan hleraöi slmana hjá okkur. Hringdum hvert I annað til aö skammast yfir því aö enginn nennti að gera nokkuð til að mótmæla heimsókninni. Lögreglan var því næsta grandalaus þegar við létum til skarar skrföa." Hvernig kanntu oið að stýra blaði lœkna? „Þaö er aö mörgu leyti gott starf. Þetta eru ágætismenn sem ég á samskipti við, en viö ræðum ekki mikið um pólitík. En það að þeir skuli hafa mig I vinnu ber þess vott hversu margir þeirra eru frjálslyndir. Ég hef ekki get- að gengiö I vinnu hvar sem er I samfélag- inu.“ Þú ert ennþá íAlþýðubandalaginu? „Þaö er á mörkunum. Ég hætti aö starfa þar þegar Ólafur Ragnar setti bráöabirgöalög á opinbera starfsmenn og ég hef aldrei kunnað mjög vel við mig I návist hans. En ég hef ekki starfað I Alþýðubandalaginu eftir slðasta landsfund þar sem hann lét af formennsku. Ég rekst illa I samtökum þar sem málin ganga oft út á það að gefa skoðanir upp á bátinn til þess að ná samkomulagi um eitt- hvaö sem er ekki samkomulag um neitt, nema þá aö þegja," sagði Birna Þórðardóttir. -SG

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.