Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 11

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 wmm 11 \(0(k. | Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæð- '' Jb ismanna, er ekki hress með stöðu mála í slagnum um forseta- [ ^ 1 embættið. Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi við hann. Ólafur Ragnar hefur þagað með prýði Porsetaframbjóðendur hægrimanna hafa aldrei farið með sigur af hólmi og samkvæmt skoð- anakönnunum verður eng- in breyting á því nú. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi formaður Alþýðu- bandalagsins, hefur yfir- burðastöðu og þrátt fyrir að tveir flokksbundnir sjálfstæðismenn séu í framboði virðist Jón Bald- vin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, vera sá eini sem getur ógnað stöðu Ólafs. Sjálfstæðis- menn eru að vonum óhressir með þetta. HP ræddi því við Guðlaug Þór Þórðarson, formann Scun- bands ungra sjálfstæðis- manna. Segðu mér Guðlaugur, er þetta ekki erfið staða fyrir sjálfstœðismenn að fyrrver- andi marxistarnir tveir, Ól- afur Ragnar og Jón Baldvin, séu þeir einu sem virðast eiga möguleika í forsetaemb- œttið? „Þeir eru nú ekki lengur marxistar. Ég held að flestir sjálfstæðismenn líti þannig á að embætti forseta íslands eigi ekki að vera pólitískt og það er ekkert sérstakt markmið að koma flokksbundnum sjálf- stæðismanni á Bessastaði. Menn vilja bara fá einhverja góða og heilsteypta manneskju í embættið." Samkvœmt skoðanakönn- unum virðist mikill meiri- hluti þjóðarinnar líta á Ólaf Ragnar sem þessa góðu og heilsteyptu manneskju... „Já. Miðað við þá valkosti sem eru í boði virðist þjóðin nú helst líta til Ólafs Ragnars. Ég tel þetta einkennast aðallega af breyttum forsendum í þjóðfé- laginu. Við kjósum sjaldan for- seta og þær forsendur sem giltu í fyrri kosningum gilda ekki endilega nú. Til dæmis hefur lengi verið útilokað að stjórnmálamaður nái kjöri. Síð- ast var baráttan á milli fólks úr öðrum lögum þjóðfélagsins. En í nútíma fjölmiðlaþjóðfélagi virðist svipað fólk, sem nú býð- ur sig fram, vera óþekkt meðal almennings, sem virðist aðeins kjósa þá sem hann þekkir. Og af þeim sem fram eru komnir er aðeins stjórnmálamaðurinn Ól- afur Ragnar nógu þekktur. Það hefur ekkert breyst að menn hafa allar skoðanir á Ólafi Ragnari, en hann er eini maður- inn sem menn vita eitthvað um. Svo virðist sem þekktir að- ilar úr hringiðu stjórnmálanna eigi nú helst möguleika." Fólk kýs því þann sem það þekkir, þótt því hafi ekki lík- að vel við hann? „Það er nú kannsi ekki bara það. Ólafur Ragnar hefur spilað þetta skynsamlega. Það hefur verið lagt að honum að þegja til að eiga möguleika á embætt- inu, — sem segir nú ýmislegt um manninn. Það hefur hann gert með prýði og fjölmiðlar virðast hafa tekið þátt í því með honum. Eins og Atli Rún- ar Halldórsson sagði í útvarp- inu fór fjölmiðlabyltingin fram- hjá fjölmiðlum varðandi for- setakosningarnar. Eini fram- bjóðandinn sem eitthvað hefur verið krufinn er Ragnar Jóns- son, en annars hefur gagnrýn- islítil umræða verið á þessum vettvangi. Þess í stað er efsti maður skoðanakönnunar feng- inn í sjónvarpssal þar sem hann sat í forsetafötunum sín- um og reyndi að sannfæra jrjóðina um að kosningarnar væru búnar. Ég man ekki til þess að aðrir stjórnmálamenn, sem hafa komið vel út úr skoð- anakönnunum, hafi fengið svo höfðinglegar móttökur. Einnig hefur honum tekist að planta því inn hjá þjóðinni að hann sé svo voðalega frægur í útlönd- um. Það virðast margir vera á þeirri skoðun að flugeldasýn- ingar verði haldnar í Suðaust- ur-Asíu ef Ólafur Ragnar Gríms- son verður kosinn forseti á ís- landi! Ég held þó að þegar á líð- ur og fleiri frambjóðendur koma fram verði siegið mikið á þetta.“ Allar líkur eru á því að hinn umdeildi stjórnmála- maður Jón Baldvin Hanni- balsson gefi kost á sér. Munu sjálfstœðismenn fylkja sér á bak við hann til höfuðs Ólafi Ragnari? „Munurinn á þeim liggur í því að það er styttra síðan Jón Baldvin var í ríkisstjórn. Þegar Ólafur Ragnar var í ríkisstjórn á sínum tíma var enginn maður óvinsælli. Það hefur verið sagt að Ólafur Ragnar hafi sjaldan farið með pólitískt embætti án þess að misnota það. Þegar óvinsældir hafa verið mældar á annað borð hefur enginn mað- ur slegið Ólaf Ragnar Grímsson út þegar hann hefur fengið að njóta sín. Hann hefur hins veg- ar ekki verið í neinum embætt- um að undanförnu sem mæla óvinsældir og hefur unnið sam- viskusamlega í nær heilt ár að því að láta lítið á sér bera. Þeg- ar Ólafur Ragnar fékk að láta ljós sitt skína í ríkisstjórn var enginn maður óvinsælli. Þótt Ólafur spili núna nýja rullu með nýrri taktík hefur hann ekkert breyst. Þetta er sami maðurinn og hefur alls staðar kveikt elda og alltaf komið sér illa í pólitík. Ef leitað er að sam- bærilegum stjórnmálamanni er það helst Jónas frá Hrifiu. Hann hefði aldrei verið í um- ræðunni um embætti sem á að vera sameiningartákn þjóðar- innar. Burtséð frá þessu held ég að sjálfstæðismenn sem aðr- ir telji að Jón Baldvin og Bryn- dís Schram yrðu mjög glæsileg forsetahjón. Ég held að flestir treysti Jóni Baldvini til að sinna embættinu og því kæmi mikið fylgi við hann mér ekki á óvart.“ Þá virðist tala sem svo að Jón Baldvin sé fysilegur kost- ur fyrir sjálfstœðismenn. Verður ekki erfitt fyrir þá marga að ganga framhjá Guðrúnu Pétursdóttur og Pétri Hafstein? „Það eru engin fordæmi fyrir því að sjálfstæðismenn hafi sameinast um einhvern einn forseta og þeim hefur heldur ekki gengið sérlega vel í for- setakosningum. En ég held að Jón Baldvin höfði vel til fjölda landsmanna, þar á meðal sjálf- stæðismanna. Það kemur flokksforsendum ekkert við.“ Nú er gósentíð íslenskra stjórnmálakenningasmiða og hálf þjóðin dundar sér við stjórnmálaskýringar. HP heyrði samtal tveggja frægra spekúlanta á hægri kantinum sem sögðu að þegar Jón Bald- vin færi fram myndi hann ná nær helmingnum af fylgi Ólafs Ragnars. Þar með væri kominn grundvöllur fyrir Davíð Oddsson að stíga fram að nýju og slá þá báða út og hirða for- setaembættið úr höndum þess- ara gömlu marxista, en Davíð mun ekki geta hugsað sér að annar hvor þessara erkifjanda hans yerði forseti. En hvað finnst Guðlaugi um þessa speki? „Það má segja um þessa kenningasmiði að þeir gera mikið út á skemmtigildið og það er örugglega gaman að umgangast þá. En ég myndi nú ekki veðja á kenningar þeirra.“ rþingmannsefni m forsetaefni vistaskipti Heiðrún Anna Björnsdóttir að er svo sannarlega við hæfi að stinga upp á Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur sem þingmannsefni meðan hin íslenska æska er enn í sig- urvímu eftir glæsiiegan sigur Funk-listans á Isafirði. Heið- rún Anna er að sönnu ekki nema um hálfþrítugt, en hins vegar nokkrum árum eldri en Gunnar Thoroddsen þegar hann settist á þing. Eysteinn Jónsson var sömuieiðis litiu eldri en Heiðrún Anna þegar hann tók við ráðherraemb- ætti. „First we take Manhatt- an... then we take Berlin,“ söngiaði Leonard Cohen fyrir nokkrum árum og Ingibjörg Sólrún einnig þegar hún var spurð að því á kosninganótt- ina fyrir tveimur og hálfu ári hvort Reykjavíkurlistinn væri upphafið að útþenslu á lands- vísu. Þessi útjaskaði frasi á prýðilega við í dag og hefði allt eins getað verið slagorð aðstandenda Funk-listans, sem nú hljóta að stefna á framboð á landsvísu í næstu alþingiskosn- ingum. Meira stuð, meira fjör, meira funk, fleiri partí, meiri gleði og svo framvegis! Þetta dót rýkur í æskulýðinn sem veit eins og er, að lífið er leikrit þar sem illa er skipað í hlut- verkin og auk þess er lífið alltof mikilvægt til að vera tekið alvarlega. Að þessum gildum hæðast gamlingjarnir sem ótt- ast æskunnar uppreisn. HP gerir það að tillögu sinni að Heiðrún Anna leiði landsframboð Funksins og fái GusGus- hópinn í ímyndcismíði með bjútíkvínum og poppurum. Garanteraður stuðsigur á kosninganótt... Margrét Frímannsdóttir að er rækilega móðins að fara í forsetaframboð til að bjarga stjórnmálaferli á fall- anda fæti; Ólafur Ragnar Grímsson var öllum gleymdur áður en hann rauk fram, Guð- rún Agnars líka og hvað má þá segja um Ráðhúsbanann Gunnu Pé? Jón Baldvin á einnig í stökustu vandræðum með trúboðsstöðina og hyggst sjálfsagt redda því með fram- boði. Inn í þennan pakka pass- ar Margrét Frímannsdóttir af- bragðsvel að mörgu leyti. Hún er jú rammlega týnd, hvað sem líður yfirlýsingum í Mannlífi mánaðarins — alveg eins og Kolfinnu líður ekkert sérstak- lega vel einni þótt hún sé með látalæti í þá áttina í sama blaði. Margrét þarf því á pólitískri andlitslyftingu að tialda; hressi- legri fundaherferð, greinaskrif- um í blöðin og rifrildi upp á hvern dag við kosningastjóra og andstæðinga. En hvaða möguleika á hún? Að sjálfsögðu ekki nokkra, en það eiga svo sem ekki aðrir frambjóðendur en svarthvíta hetjan Ólaf- ur Ragnar. Tilgangurinn er að komast í sviðsljósið og hala inn eitthvað á bilinu tíu til tuttugu prósent atkvæða. Eitt- hvað hirðir hún af vinstra fylginu, það er óumflýjanlegt, og gæti jafnframt smáslatta tekið af kvennafylginu. Og þá er þetta barasta komið! Það eru ekki nema gallhörðustu sér- vitringar og furðufuglar sem hanga í núllkommaeitthvað prósentunum og svo illa er nú ekki komið fyrir henni Möggu okkar — ekki ennþá að minnsta kosti... Logi Bergmann Eiðsson Dogs/y'óss-liðið er óðum að finna sér ný störf eftir gloppóttan vetur og harða baráttu við formið — en þó yf- irleitt ágæta þætti: Svanhildur hefur verið ráðin ritstjóri Dagsljóss næsta vetur; Áslaug Dóra starfar sem fjölmiðlafull- trúi Listahátíðar og Sigurður er nýráðinn æðstiprestur inn- lendrar dagskrárdeildar sjón- varpsins. Síðastur en fráleitt sístur af umsjónargengi Dags- ljóssins er Logi Bergmann Eiðsson og enn á huldu til hvaða slóða hann leitar. Logi fær alltént ekki fréttamanns- stöðu vegna menntunarleysis og sömu lögmál gilda um íþróttafréttirnar. Hann er að vísu á góðri leið með að klára stjórnmálafræðina í Háskólan- um, en óvíst með útkomu þar og ekki vitað hvort BA-gráðan dugar til. Ástandið er orðið þannig á íslenskum fjölmiðlum af stærri gerðinni að reynsla, þekking, færni og brilljans duga ekki til ef menn vilja vinnu fá, því þar er framar öllu öðru spurt um menntun og prófskírteini. Hvar skal þá finna Loga stað ef ekki á fjölmiðlunum? Jú, það vill svo skemmti- lega til að staða formanns Alþýðuflokksins er laus næsta haust ef Jón Baldvin fer í forsetaframboð og hlýtur aðra hvora niðurstöðuna: geldur afhroð eða sigrar. Það er tími til kominn að Alþýðuflokkurinn yngi upp í forystunni, nái sér í vel kynntan einstakling sem ekki hefur á sér fortíðarbletti og er greindur, skemmtilegur — og myndó... Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Borgin hefur samþykkt jafnrétt- isáætlun sem ætlaö er aö jafna stööu kynjanna hvaö varðar störf og fleira á vegum borgar- innar. Þá er kannski von til að karlménn eigi séns í toppstööurnar... Ámi Johnsen Þykkvabæjarskáldiö er alveg dottiö í töffarapakkann: tekinn aö þeysa um stræti og torg á mótorhjóli — helst meö hjálmiausa þingmenn til meöreiöar — og sækir nektarbúllurnar stíft... Hörður Sigurgestsson Æöstiprestur „Óskabarns þjóö- arinnar" tók sig til eftir oröuveit- ingu Danadrottningar og gleypti öll hlutabréf i Tollvöru- geymslunni fyrir hönd fyrirtækisins... Bjöm Bjamason Aðalstuökarl, nethaus og popp- ari ríkisstjórnarinnar var hálf- aögeröalaus um daginn og fór í opinbera heimsókn í Mótor- smiöjuna, spjallaöi viö Sniglana og horföi löngunaraugum á stálfákana... Bolli Gústavsson Vígslubiskupinn situr nú meö sveittan skallann viö aö dikta upp úrskurö í kærumáli á hend- ur biskupi vegna meints trúnaö- arbrots. Vafalaust veröur þetta jafnmikill ekki-Salómonsdómur og um daginn... Ólafur Skúlason Hvaö er oröiö af upprætingu hins illa og málsókn á hendur meintum hatursmönnum? Jú, þetta hefur allt saman dagaö uppi f kerfinu og þjóöin lítur á sekt hans sem tiltölulega sjálfgefinn hlut. Vigdís Finnbogadóttir Er jafn vandlega týnd — og flest- um gleymd — og Margrét Frí- mannsdóttir. Nú bíöum viö bara eftir viötali í glanstímariti þar sem forsetinn núverandi segist „alls ekki vera týnd“... Pálmi Matthíasson Þaö er hálfsorglegt aö veröa langsíöastur allra væntanlegra forsetaframbjóöenda til aö upp- götva aö hann á ekki nokkra möguleika á aö ná kjöri til forseta, „þrátt fyrir mikinn þrýsting"...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.