Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 25

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 25
MtÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 vb25 ívar Bjarklind spilar knattspyrnu meö ÍBV og leggur stund á heimspekinám: Fótboltaheimspekingur? Einn af þeim ungu og fríðu piltum sem hófu nám í heimspeki um síð- ustu áramót er ívar Bjark- lind. ívar er reyndar landskunnur fyrir tuðru- spark með ÍBV og því ligg- ur beinast við að spyija fyrst: Hvað er svona „sportidjót“ að gera í heimspeki? „Ég byrjaði í íslensku síðast- liðið haust, en var ekki nógu ánægður með námið og hætti. Ég fann mig aftur á móti helvíti vel í fílunni. Þar fékk ég smjör- þefinn af heimspekinni, þannig að það lá vel við að prófa hana — og ég sé ekki eftir því. Reynd- ar tók ég tvo áfanga í heimspeki við Menntaskólann á Akureyri á sínum tíma, en fagið heillaði mig ekki þá.“ I þessari könnun á högum heimspekinga segir nú ekkert um íþróttamenn, en fer þetta tvennt saman: heimspeki og sport? „Eg beiti heimspekinni að minnsta kosti fremur lítið inni á vellinum og hef ekki lent í heim- spekilegum rökræðum við dómarann. Enda er tæplega boðið upp á slíkt. Að öllu gamni slepptu held ég að það fari ágætlega saman að vera í íþróttum og að hugsa — sér- staklega um heimspekileg mál- efni. Allt annað er bara goð- sögn.“ Hvernig líst þér á fram- lialdið, heldurðu að þú verð- ir frœðimaður eða skáld? „Nei, ég á nú ekki von á því. heimspekingur, en ætla að taka Ég er ekki svona hreinræktaður heimspekina til 30 eininga eða jafnvel 60. Maður er bara rétt að komast inn í þennan heim- spekilega hugsunarhátt. Ég er að minnsta kosti búinn að skrá mig áfram á næsta ár. Þetta er mjög góður grunnur undir ann- að.“ Hefurðu í hyggju að lœra meira eftir að þú útskrifast úr heimspekinni? „Já, stefnan er læra eitthvað frekar og þá halda mig við þetta húmaníska svið áfram. Ég held mig langi mest í sálfræði. Mér finnst hitt allt svo þurrt og leið- inlegt; viðskiptafræði, raun- greihár og þetta dót.“ Ein að lokum: Heldurðu að heimspekinámið eigi eftir að hafa áhrif á hin víðfrœgu „fögn “ Eyjamanna í sumar? „Já, ég efast ekki um það. Við munum gera hvað getum til að ná meiri dýpt í fögnin." Varaþingmaöurinn Magnús Arns Magnússon hefur lagt stund á nám í leiklist, heimspeki og hagfræöi: „Maður gerir allan fjandann“ Magnús Ámi Magnús- son er maður sem hefur prófað ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur. Bakgmnnur hans spannar allt frá leiklistamámi yfir í hagfræði, sem hann les við Háskóla íslands um þessar mundir. í millitíð- inni stundaði Magnús Ámi heimspekinám við Háskól- ann og þeir sem fylgast með stjómmálaumræð- unni kannast líka við nafnið í tengslum við störf hans innan Alþýðuflokks- ins. Hvernig líkaði þér heim- spekin? „Það var mjög gaman að vera í heimspeki og fá tækifæri til að glíma þar við hin fjöl- breytilegustu verkefni. Eftir því sem maður eldist þá beinir maður viðfangsefnum sínum í auknum mæli inn á sértæk áhugasvið. Til dæmis sat ég alla kúrsa sem í boði voru hjá Gunnari Harðarsyni um mið- aldaheimspeki og hafði afar gaman af. Ég skemmti mér einnig konunglega í kúrsi sem ég tók hjá Erlendi Jónssyni um Schopenhauer. Það var gríðarlega áhugaverður kúrs og þar skrifaði ég ritgerð um tengsl Schopenhauers við búddisma, sem voru talsverð. Þetta var sennilega eitt skemmtilegasta verkefnið í heimspekinni.“ Varstu kannski aðallega í heimspeki til að hafa gaman af? „Ég veit það nú ekki... Hvað gerir maður með BA-próf í heimspeki? Þeir sem læra heimspeki geta starfað síðar við allt mögulegt; blaða- mennsku, kennslu og svo fram- vegis. En það sem súmmerar þetta próf kannski einna best upp er að það gefur þér ekkert sérstakt forskot í einhverri starfsgrein umfram önnur próf. Þótt ekki sé farið út í hreina fræðimennsku í heim- speki, þá er þetta mjög gott nám með einhverju öðru. í gamla daga var heimspeki- deildin til dæmis aðfarargrein í Háskólanum; það er að segja fyrir læknisfræði, lögfræði og guðfræði — svipað og kannski menntaskólar í dag. Heimspek- in er traustur bakgrunnur, en BA-prófið eitt og sér er varla nægilegt til að byggja síðan á þátttöku sína á vinnumarkaði. Ég valdi hagfræðina þar sem ég hef brennandi áhuga á þjóð- félagsmálum og er virkur í stjórnmálum. Á þeim slóðum er hagfræðiumræðan yfirgnæf- aridi og mér fannst nauðsyn- legt að hafa einhverja fræði- lega þekkingu á henni.“ Hvað finnst þér um þœr skoðanir fólks að heimspeki geti varla verið eitthvað sem fólk hefur í sig og á með? „Menn verða að skilja tvennt: Annars vegar er það að læra og lesa heimspeki; nokk- uð sem er öllum gagnlegt. Heimspeki fyrir börn er til dæmis einstaklega gott mál; að láta börnin kynnast snemma hinni heimspekilegu hugsun og samræðu er brýnt fyrir þroska mannsins. Hins vegar er það að vera heimspekingur fræðimaður sem ieitast við að ferðast út að endimörkum mannlegrar hugsunar og út- víkka þau. Á þessu tvennu verður að gera mjög skýran greinarmun. Heimspekin er ekki ávísun á neitt ákveðið og Birna Bragadóttir varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1985. Þar lauk hún námi á eðlissviði og vant- aði einn áfanga upp á að hún lyki einnig félags- sviði. Eftir það var hún í tæpt ár í stærðfræði við Háskóla íslands. Hún seg- ist vera mjög hlynnt því að tengja meira saman mann- vísindi og raunvísindi — þannig að báðar greinar hagnist á því. Hún gifti sig og eignaðist dóttur, en á menntabrautinni lá leiðin næst í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, þaðan sem hún lauk prófi og hef- ur haldið eina einkasýn- ingu. Birna var í Hamra- hlíðarkómum lengi eftir að hún lauk MH og segist vera líkamlega háð tónlist- inni: „Það er eitthvað kem- ískt sem gerist innt í manni“. I dag er Bima svo að ljúka 60 einingum í heimspeki og er auk þess á flamengó-námskeiði. umræðan er svolítið á þann veg — sérstaklega með aukinni sérhæfingu í samfélaginu — að menn eigi að stefna í ákveðinn farveg. Þegar menn læra heim- speki þá enda þeir ekki endi- lega sem heimspekingar. Bá- biljur og ekki bábiljur. Ég tel þetta nám fyrst og fremst vera mikilvægt fyrir þroska manns- ins sem einstaklings og það skilar sér á þann hátt út í sam- félagið." Þú talar um kröfuna um sérhœfingu. Það kemur fram í könnun á högum heimspek- inga að enginn þeirra er án atvinnu á sama tíma og at- vinnuleysi er viðvarandi í ýmsum öðrum háskólastétt- um... „Þarna kemurðu að kjarna málsins. Heimspekingar geta farið að starfa við allan fjand- ann meðan lögfræðingar eiga erfitt með að finna störf við sitt Var það leit að einhverju nýju eða framandi sem leiddi þig í heimspekina? „Nei, hið framandi í þessu sambandi er kannski bara inni í okkur — eða að minnsta kosti ekkert svo langt í burtu. Heim- spekin er ein leið til þess að verða heill og fá svör við grund- vallarspurningum um lífið. Annars hef ég miklu mótaðri hugmyndir um hvað ég vil gera við þetta nám í dag en ég hafði fyrir tveimur árum þegar ég fór út í þetta. Upphaflega var það til þess að dýpka menntun mína í myndlist sem ég fór í hæfi. Og hagfræðingar geta kannski helst fengið vinnu í Seðlabankanum eða við sér- hæfðar hagfræðirannsóknir. Hér er einfaldlega ólíku saman að jafna.“ Hverjar eru framtíðarhorf- ur þínar — ertu hugsanlega á leiðinni inn á þing? „Það er í sjálfu sér allt opið ennþá. Ég er náttúrlega í stjórnmálum og er varaþing- maður Alþýðuflokksins í Reykjavík á þessu kjörtímabili — þannig að ég gæti svo sem alveg dottið inn á þing. Annars eru stjórnmálin afar vafasamur vettvangur til að veðja á um at- vinnu í framtíðinni og ekki heil- brigt fyrir unga menn að stefna á hann eingöngu. Ég tel mig að vísu hafa ákveðna köllun og hugsjónir fram að færa, enda væri ég ekki í þessu öðuvísi. En ég hefði alveg eins mikinn áhuga á að starfa hjá einkafyr- heimspekina; til að gera mynd- Iistina akademískari. Raunar ætti Myndlista- og handíðaskól- inn einfaldlega að heita Hand- verksskóli íslands — með fullri virðingu fyrir handverkinu. Námið þar beinist aðallega að stíl, yfirborði og útfærslu á kostnað grundvallarspurninga á borð við: Hver er ég? Hvað hef ég að segja? eða: I hvaða samhengi er ég? Ef þetta vantar getur maður alveg eins verið að tálga eitthvað út eða mála á striga og sagt síðan bara búið, án þess að nokkuð liggi að baki. Annað sem vakti áhuga minn á irtæki sem er að berjast á markaðnum og stuðla að upp- gangi þeim megin við borðið. Svo veit maður ekkert hvernig þetta endar. Þess vegna gæti heimspeki er að það einkennir mörg framsækin fyrirtæki í heiminum í dag að hafa á sín- um snærum mikið af húman- ískt menntuðu fólki. Þetta fólk nálgast vandamálin ekki á eins lærðan og aðferðafræðilegan hátt og til dæmis margt þröng- lega tæknimenntað fólk og fær þannig nýstárlegri og djarfari lausnir. Hér er sennilega komin upp á yfirborðið kveikjan að því að ég fór í þetta nám. Ég vildi breikka bakgrunn minn al- mennt." Fékkstu yfir þig spurning- ar um hvað þú vœrir eigin- lega að hugsa með heim- spekináminu? „Já, að sjálfsögðu, og svarið reynir á fólk. Ég svara því þann- ig, að það vanti andsvar við þröngu tækninámi — með fullri virðingu fyrir tækninni. Alls staðar vantar fólk sem fær hug- myndir á annan hátt en þennan þrönga tillærða. Þetta er and- svar við því að einhver ein leið sé rétt eða geti gefið tæmandi svör við spurningum. Heint- spekin er ekki afmörkuð heldur yfirsjáandi. Hún lýsir upp innan frá — eða hún kemur alls stað- ar að líkt og dagsbirtan en ekki frá einni lilið eins og Ijóskast- ari. Heimspekin er líka leið til þess að endurskoða hugmynd- ir okkar um giidismat, til dæm- is í siðferðismálum, þar sem tæknin ýtir okkur sífellt lengra án þess að fólk hafi fengið tíma til að staldra við til að taka af- stöðu til nýrra siðferðislegra spurninga. Heimurinn er í stöð- ugri endurnýjun og því íylgja nýjar spurningar sem fólk þarf að spyrja sig.“ Myndirðu vilja sjá veg heimspekinnar aukinn kennsla eða eitthvað annað orðið ofan á. í bili stefni þó ég á að fara í framhaldsnám er- lendis eftir að ég hef lokið við hagfræðina hér heima.“ innan veggja Háskólans? „Ég heyrði það frá kennara sem kenndi fíluna í lagadeild og læknadeild að þegar verið var að spá í hversu langt ætti að ganga í nytjahyggju — til dæmis hvort það væri í lagi að taka lifrina úr deyjandi manni til að setja hana í næsta mann við hliðina — þá væri svarið bara JÁ. Og einnig að það væri í lagi að taka líf eins til að bjarga mörgum: fórna einum fyrir fjöldann. Þetta er mjög öfgafuíl nytjahyggja þar sem grundvallarmannréttindi gleymast þegar verið er að hugsa um hag fjöldans. Ef þetta er að gerast í fílunni — ein- hverjum kúrs sem fólk tekur með hundshaus — þá segir það sína sögu. Það ætti kannski að taka inn í forspjalls- vísindin rökfræði, siðfræði og hugmyndasögu. Það yrði að vísu örugglega ekki vinsælt, enda er námið í þessum deild- um nógu langt fyrir. Annars er þessi spurning svolítið eins og hvort það eigi ekki að gefa öll- um lýsi vegna þess hvað það er hollt. Ég ætla ekkert að svara þessu frekar. Annars er ég ný- byrjuð að taka lýsi á hverjum inorgni. Heimspekikennslan ætti ekki að hefjast í háskólum eða menntaskólum. Hún ætti að hefjast fyrr, og hún hefst miklu fyrr. Ég er hér að tala um framkomu okkar við börn. Að hvetja þau til að takast á við spurningar sem snerta þau sjálf, uppruna þeirra. Ef barn elst upp við að hugsa á gagn- rýnin hátt og er hvatt til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir ætti ekki að þurfa að örvænta með einhverja fílu hjá lækna- nemum." Birna Bragadóttir hefur lært eðlisfræði, félagsfræði, stærðfræði, myndlist — og heimspeki: Myndlistarheimspekingur á flamengónámskeiði

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.