Helgarpósturinn - 17.10.1996, Síða 6

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Síða 6
6 FIMIVmiDAGUR 17. OKTÓBER1996 Lögfræðingar Húsnæöisstofnunar glata milljónatekjum Starfsmenn og endurskoðendur Húsnæðisstofnunar sleppa með skrekkinn. Ríkisendurskoðun kaus að „núllstilla" vandamál á bak við tjöldin Hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins var tekin sú ákvörðun að innheimtuþóknun vegna vinnu lögfræðinga við upp- boðsbeiðnir og kröfulýsingar skyldi renna í sérstakan sjóð sem yrði notaður sem launa- uppbót fyrir lögfræðinga Hús- næðisstofnunar. Einn lögfræð- inganna hyggst gera kröfu um sinn hlut upp á nokkrar millj- ónir en bæði Hákon Hákonar- son, formaður stjórnar HR, og Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi segja slíkan sjóð heyra sögunni til. „Þetta fé er hvergi til á bók núna. Það var gert þannig að allt var núll- stillt,“ sagði ríkisendurskoð- andi. Heimildir HP innan Hús- næðisstofnunar staðhæfa að sjóðurinn hafi verið til og num- ið milljónum króna. Bókhald- slykill hans hafi verið nr. 352405 og peningarnir varð- veittir á sérstökum banka- reikningi. Sé búið að núllstilla reikninginn telja bókhaldsfróð- ir menn að það hljóti að hafa verið gert fyrir skömmu. Lofað hlutdeild Samkvæmt heimildum innan úr Húsnæðisstofnun var það árið 1990 sem lögfræðingar stofnunarinnar hófu inn- heimtu vegna vinnu við upp- boðsbeiðnir og innheimtu- þóknun samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands. Tóku þeir þar við af lögmönnum veðdeildar Landsbankans, Sigurður Þórðarson, forstjóri Ríkisendurskoðunar: Peningarnir farnir í rekstur Við vorum búnir að afgreiða mál tvímenninganna með skýrslugerð og úttekt á lög- fræðideildinni á sínum tíma. Málið er nú komið til RLR og er þar í meðhöndlun. Við töldum okkur því búna að afgreiða þann þátt sem sneri að veð- flutningum og þau hættumerki sem voru innan stofnunarinnar hvað það varðar," sagði Sigurð- ur Þórðarson, forstjóri Ríkis- endurskoðunar, í samtali við HP. KPMG Endurskoðun er samn- ingsbundinn endurskoðandi Húsnæðisstofnunar ríkisins og hefur fyrirtækið verið sakað um hagsmunaárekstur þegar það tók að sér sérstaka rannsókn á störfum og bókhaldi lögfræði- deildar. Helgarpósturinn spurði Sigurð um þetta atriði, hvort ekkert væri aðfinnsluvert við að KPMG færi með fjárhagsend- urskoðun í umboði Ríkisendur- skoðunar. „Við kaupum þjónustu þeirra til þess að vinna endurskoðun á Húsnæðisstofnun fyrir okkur. Við kaupum ennfremur þjón- ustu af mörgum endurskoðun- arskrifstofum sem sjá um end- Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi: „Þessir peningar eru ekkert inni og það er sennilega búið að eyða þeim í rekstrargjöld." urskoðun í okkar umboði. Það gildir um 10% af okkar heildar- vinnupakka.“ Um fjárhæðirnar sem söfnuð- ust upp vegna gjaldtöku lög- manna Húsnæðisstofnunar sagði Sigurður að ekkert yrði gert með þær fjárhæðir. „Þessir peningar eru ekkert inni og það er sennilega búið að eyða þeim í rekstrargjöld. Einn af þeim aðilum sem lentu í vandræðum hefur haldið því fram að hann ætti inni fé hjá stofnuninni fyrir innheimtu- störf. Því var meðal annars haldið fram að peningarnir hefðu verið settir í einhvern pott en það var skoðað og í ljós kom að svo var ekki. Þetta fé er hvergi til á bók núna. Það var gert þannig að allt var núllstillt. Þetta fór í gegnum ákveðinn bankareikning, en það liggja engir sjóðir þar inni. Við skoð- uðum það sérstaklega. Þessar kröfur mannsins áttu sér því ekki stoð í raunveruleikanum." sem fram til þessa höfðu séð um slíka innheimtu. Með því að nota starfsréttindi lög- manna gat Húsnæðisstofnun notast við gjaldskrá Lög- mannafélags íslands (því stofnunin sjálf hafði vitanlega ekki lögmannsréttindi). Lög- fræðingarnir áttu að fá inn- heimtukostnað í sinn hlut ef lán stofnunarinnar færu í van- skil eða til uppboðs kæmi. Uppboð táknaði að þóknun til þeirra hækkaði. í staðinn borg- aði stofnunin ársgjald í Lög- mannafélaginu fyrir alla lög- fræðingana. Að loknu uppboði fóru vanskilin inn á lánið en þóknun lögfræðinganna var varðveitt samkvæmt sérstök- um bókhaldslykli hjá HR. Sama heimild HP sagði blað- inu að samhliða ritun kröfulýs- inga hefðu fjórir lögfræðingar stofnunarinnar séð um inn- heimtu skyldusparnaðar fyrir- tækja. Á hann lagðist kostnað- ur og vanskil samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags íslands, sem kom í hlut þessara starfs- manna lögfræðideildarinnar. „Þar kann fordæmið að því að þeir fengu ofangreindan kostn- að greiddan sem launauppbót að hafa skapast," segir viðmæl- andi Helgarpðstsins. Að sögn hans hækkaði þessi inn- heimtuþóknun stöðugt vegna fjölda, en innheimtur gátu hlaupið á tugum í viku hverri. Engar greiðslur voru hins veg- ar inntar af hendi en árið 1990 var álagning Húsnæðisstofn- unar á vanskilin kærð til um- boðsmanns Alþingis. Engin lagaheimild í skýrslu umboðsmanns Al- þingis árið 1992 kemur fram að árið 1990 hafi borist kvartanir til hans um að lagður hafi verið innheimtukostnaður á bygg- ingarsjóðslán sem hafði kom- ist í vanskil. Skuldararnir töldu að lögmenn Húsnæðisstofnun- ar hefðu ekki lagaheimild til gjaldtöku vegna vanskila skuldara. Lögmenn væru ríkis- starfsmenn sem ekki hefðu heimild til gjaldtöku af neinu tagi og laun þeirra ættu að greiðast úr ríkissjóði sam- kvæmt gildandi kjarasamning- um. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að stofnunin hefði ekki heimild í lögum til að beita fyrir sig taxta starfandi manna í einka- geiranum til innheimtu. í því efni skipti ekki máli þótt þeir starfsmenn stofnunarinnar sem nú störfuðu að innheimtu hefðu fengið leyfi til málflutn- ings. Lögum breytt Umboðsmaður taldi hins veg- ar að Húsnæðisstofnun gæti krafið skuldara um greiðslu kostnaðar við innheimtu lána sem væru í vanskilum við þá sjóði sem stofnunin féll undir, þannig að stofnunin yrði ekki fyrir neinu tjóni. Þeir áttu hins vegar ekki að geta hagnast á gjörðum sínum. Umboðsmaður taldi að engin lagaheimild væri Hákon Hákonarson, stjórnarformaöur Húsnæöisstofnunar: Lögmenn Mei, mér er ekki kunnugt um að umtalsvert fé hafi safnast saman á sérstökum bankareikningi sem kom til vegna gjaldtöku lögmanna Húsnæðisstofnunar. Ég veit að allir peningar sem koma inn í stofnunina renna saman við allar tekjur hennar. Gert er upp um hver áramót og þessir peningar renna hreinlega sam- an við aðra gjaldstofna stofn- unarinnar. Þessu er haidið eyrnamerktu í tekjuflæðinu á einhverjum bókhaldslykli til aðgreiningar, til að menn átti aldrei fengid neitt ____________... , .: -. . Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar: „Mér er ekki kunnugt um að umtalsvert fé hafi safnast saman á sérstökum bankareikningi...“ sig á hvað kemur inn í gegnum þessa þætti." Hákon sagði að lögmenn stofnunarinnar hefðu aldrei fengið neitt af þeirri upphæð sem kom inn vegna gjaldtök- unnar. „Ég segi þetta sam- kvæmt bestu samvisku vegna þess að reikningar stofnunar- innar eru endurskoðaðir af lög- giltum endurskoðendum. Það er því ekki neitt óeðlilegt þar á ferð.“ Ekki náðist í Sigurð E. Guð- mundsson en hann var erlend- is.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.