Helgarpósturinn - 17.10.1996, Side 18

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Side 18
FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1996 A Spike Lee Joint... Girl 6 Ari Eldjárn skrifar um Aðalleikendur: Theresa Randle, Naomi Campbell, Madonna, Quentin Tarantino, Spike Lee og fleiri. Leikstjórn: Spike Lee. Einn sérstæðasti bandaríski leikstjóri síðari tíma, Spike Lee, er löngu búinn að skipa sér þann sess í kvikmynda- heiminum að gera ekkert nema voðalega umdeildar kvikmynd- ir, flestar hverjar ágætar og nokkrar frekar misheppnaðar. Nýjasta afurð hans, Girl 6, er kannski misheppnaðasta mynd hans til þessa og leiðin- legt að jafngóður leikstjóri og Spike skuli geta klúðrað hlut- unum svo auðveldlega. Myndin á að sýna að síma- vændi sé varhugaverður bransi og að það geti verið hættulegt að ánetjast honum. Því miður einblínir myndin á alltof margt, leiklistarferil aðal- persónunnar, einkalíf hennar, nágranna hennar, fyrrverandi sambýlismann hennar sem hún elskar og hatar á víxl og vinnu hennar: Símavændi. Langar senur með „fastakúnn- um“ símaþjónustunnar skemma mikið fyrir og hræði- lega lélegur húmor myndarinn- ar ætlar að ríða henni að fullu. Madonna og Quentin Tar- antino (sem leikur sjálfan sig og er kallaður QT) eru í smá- hlutverkum og er erfitt að skera úr um hvort þeirra leikur verr. Það er synd að myndin skuli vera svona mislukkuð því upphaflega átti hún að ryðja leiðina fyrir nýja og djarfari tegund af bíómyndum en ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki upphafið að kynslóð nýrra bíómynda því þá væri það svo sannarlega óbærilegt að horfa framar á kvikmyndir. Það eru þó tvö fyndin atriði í allri myndinni: Draumórar að- alpersónunnar þar sem hún leikur aðalhlutverkið í „blcixploitation“-mynd í ætt við Coffy og einnig draumurinn þar sem hún leikur í sjónvarps- þætti sem minnir á The Cosby Show. Niðurstaða: Girl 6 er senni- lega versta mynd Spikes Lee og myndi ég glaður þiggja aðra mynd af hans hálfu eins og Do The Right Thing“. Myrkar miðaldir v Líffæraflutningar, eldur og brennisteinn Dragonheart er nýjasta af- sprengi leikstjórans Robs Cohen og leikarans Dennis Quaid. Báðir eru harðir naglar í bransanum og í pokahorni leikstjórans er að finna myndir eins og Running Man með Schwarzenegger og Ironweed með Jack Nicholson, auk þess sem hann leikstýrir næstu mynd Sylvesters Stailone. Þetta ævintýri á að gerast á 11. öld og fjallar um samband Quaids og síðasta alvöru drek- ans sem Sean Connery „talar fyrir“. Drekinn er góður, reyndar svo góður að hann gefur hálft hjarta sitt fyrir rétta málstaðinn. Sögusviðið minnir óneitanlega á sögur J.R. Tolkiens og eru aðstand- endur myndarinnar fullkom- lega sáttir við þá samlíkingu. Hinn stórkostlegi Pete Post- lethwaite leikur einnig hlut- verk í myndinni, en erlendis hefur helst verið tekið eftir ungri leikkonu, Dinu Meyer, sem þykir sanna sig rækilega í hlutverki hinnar ungu og næstum óspjölluðu miðaldaj- ómfrúr. Sú staðreynd að dreki leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni ætti að tryggja at- hygli barnsins í okkur, en að sama skapi gæti það valdið vandræðum. Drekinn er teikn- aður í tölvu og fullt af fólki á mjög erfitt með að kyngja þeirri lausn mála — ekki síst eftir hina hryllilegu vitleysu sem Spílberg kallaði Jurassic Park. Dragonheart verður sýnd á næstunni í Háskólabíói. -ak Reynt að vera fyndinn Kevin Kostner í gamanmyndinni Tin Cup Anæstunni gefst íslenskum k .kvikmyndaáhugamönn- um tækifæri til þess að berja Kevin Kostner augum í nýrri gamanmynd. Tin Cup fjallar um kylfinginn Roy (Kostner), sem má muna sinn fífil fegurri, og hvernig honum vegnar í golfmóti þar sem ekki er ein- ungis keppt um verðlaun — Tveir vinir... The Nutty Professor ■k Aðalleikendur: Eddie Murphy í flestum hlutverkum. Leikstjórí: Tom Shadyac. Iargir muna eftir hinni stórskemmtilegu grín- mynd Jerrys Lewis The Nutty Professor, sem kom út 1963, þar sem hann lék prófessor sem var feiminn við stelpur og algjört nörd en breyttist í töf- fara um leið og hann saup á meðali sem hann bjó til. Þessi sniðuga saga var tekin og um- skrifuð fyrir Eddie Murphy af leikstjóra myndarinnar, Tom Shadyac, og Steve Oedekerk (sem leikstýrði, á sinn einstaka og hroðvirknislega máta, mynd Jims Carrey Ace Vent- ura, When Nature Calls) ásamt nokkrum öðrum álíka lélegum handritshöfundum. Murphy er alltaf að hrapa niður á við og er sífellt að reyna að sanna sig með því að sýna hvað hann getur leikið margar persónur í einu. Það getur verið þreytandi að horfa upp á kvöld- verðaratriðin hans þar sem hann leikur næstum allar per- sónurnar og enn meira pirrandi að sjá hann leika leikfimiskenn- arann Lance Parker. Á dögum Saturday Night Live lék Eddie Murphy hvítan mann og gerði það á mjög fyndinn máta en sá karakter verður sífellt ófyndn- ari með árunum. Nóg um það. Hérna er Eddie Murphy ekki nörd heldur er hann feitur en grennist um leið og hann sýpur á meðali (samt skildi ég ekki af hverju hárið á honum varð allt í einu styttra) og verður um leið allt annar persónuleiki. Myndin er sífellt að reyna að vera fyndin og það vella út úr henni vondir brand- arar líkt og á færibandi. En við hverju getur maður svo sem búist þegar maður blandar saman leikstjórn Shadyacs, hræðilegu handriti fullu af lé- legum bröndurum og Eddie Murphy að reyna að vera fynd- inn með sama brandaranum aftur og aftur? Ekki miklu, en það skiptir þessa kalla engu máli, því að þeir stórgræða á þessu hvort sem er. Niðurstaða: The Nutty Pro- fessor er mynd sem er ófyndn- ari en hún er léleg; enn eitt mis- heppnað „remake“. Leitið frek- ar að frumútgáfu Jerrys Lewis á myndbandaleigu til saman- burðar. heldur hylli sálfræðings sem leikinn er af Rene Russo. Þeir sem sáu Happy Gilmore, ung- lingamyndina óborganlegu, í sumar vita líklega hvernig mynd þetta er. En eitt er víst; áhorfandinn verður að búa sig undir óvæntari endalok — það er frekar ólíklegt að gert verði út um leikinn með hnef- unum eins og í fyrrnefndri mynd. Gamli refurinn Cheech Mar- in (Cheech & Chong) leikur aðstoðarmann (caddy) Kostn- ers og herma sögur að hann sé óborganlegur í því hlut- verki. Don Johnson leikur einnig í myndinni, en hann hefur maður ekki séð í al- mennilegri mynd síðan Miami Vice var og hét. Leikstjórinn Ron Shelton ber ábyrgð á Tin Cup, en hann vann síðast með Kostner í myndinni Bull Dur- ham, frekar slappri mynd sem einnig snerist um íþróttir. Shelton þessi hefur þó skrifað nokkur ágætis handrit og verður forvitnilegt að fylgjast með útkomu myndarinnar. Tin Cup verður sýnd í SAM- bíóunum um mánaðamótin.-ak

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.