Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.10.1996, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR17. OKTOBER1396 wmm Kaldar kalkúna- bringur og ítölsk sælkerakaka þegar það er orðið svona kalt úti verður maður að láta það eftir sér að fá sér eitthvað almennilegt að borða. Skiptir þá engu hvort maturinn er fitandi; bara að hann sé góður. Þannig þjónar hann þeim tilgangi sínum að ylja manni á köldum vetrar- kvöldum. Svo er jú bráðnauð- synlegt í öllum þessum kulda að búa yfir einhverjum auka- forða. Þetta varð ég svo sannarlega vör við um helgina þegar ég einu sinni sem oftar hitti vini mína yfir ölkrús á einum af börum bæjarins. Eftir að hafa setið þar í mestu makindum og uppbyggjandi samræðum var barnum skyndilega lokað og ljósin kveikt og litlu síðar öll- um smalað út. Klukkan var orðin þrjú. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að þessum bar var lokað á sama tíma og öllum öðrum börum og skemmtihúsum bæj- arins. Þessi leiðindastaðreynd hefur í för með sér að það lýtur lögmálum rússneskrar rúllettu að ná sér í leigubíl. En sem bet- ur fer bý nú í góðu göngufæri frá barnum þannig að þrátt fyr- ir leigubílaleysi komst ég heim fyrir rest. Þegar maður þarf að ganga heim í öðrum eins kulda og var aðfaranótt sunnudags, illa klæddur og á háum hælum, er það besta sem ég geri að ylja mér við tilhugsunina um góð- an mat. Ég hafði reyndar bak- að þennan sama dag ítalska sælkeraköku í fyrsta sinn sem reyndist afbragðsgóð og svo verður mér mikið hugsað til kalkúnakjöts þessa dagana, enda að renna upp sá árstími þegar íslendingar fara að leggja sér slíkt kjet til munns, að amerískum þakkargjörðar- sið. Jafnvel þó að manni finnist stundum nóg um amerísk áhrif á íslandi get ég ekki annað en fagnað því að Islendingar skuli hafa tekið þakkargjörðardag Bandaríkjamanna upp á sína arma, því honum fylgir hreint ágætis matarmenning. Einhver besti matur sem ég fæ er smjörsprautaði jóla- kalkúninn hennar mömmu og er hann runninn undan amer- ískum rifjum. Þegar nær dreg- ur þakkargjörðarhátíð skal ég gefa ykkur uppskrift að heilum kalkúni — afar góðum — en best er að fara varlega í sakirn- ar og byrja á köldum kalkúna- bringum með rjómakenndri basilikusósu. Fylltar kalkúnabringur með basilikusósu 10 stórir tómatar 1 msk. plús ein tsk. ólífuolía pipar og salt 2/3 bollar brauömylsna (úr sirka tveimur hvítum brauðsneið- um) 2/3 bollar fersk steinselja 2 hvítlauksrif 2 tsk. ferskt tímían Ein væn kalkúnabringa á beini, dugar fyrir fjóra 60 g reykt skinka eða beikon, skorið í næfurþunnar sneiðar Sósan 500 g sýrður rjómi 1/2 fersk basilikulauf 1/2 bolli steinselja 1 hvítlauksrif, kramið 2 tsk. sítrónusafi salt og pipar Forhitið ofninn í 180’ og berið olíu í djúpa ofn- skúffu. Skerið tómatana í báta og raðið í skúffuna þannig að hýðið snúi nið- ur. Skvettið yfir smáolíu, kryddið með salti og pip- ar og steikið í ofninum í 50 til 60 mínútur, eða þar til tómaturinn er farinn að brúnast. Takið úr ofninum og kælið. í millitíðinni takið þið skorpuna utan af brauð- sneiðunum og stingið inn í ofn í fimm mínútur. Kælið og setjið í skál. Blandið saman við steinselju, hvítlauk og 1/2 tsk. af tímían. Rífið skinnið af kalkúna- bringunni, snúið henni við og skerið beinið með beittum hníf fólk ítölsk sælkerakaka með espresso 1/2 bolli hveiti 2 msk. kakó 1 tsk. kanill 1/4 tsk. kóríander, fínmalaður 1/4 tsk. múskat 1/2 tsk. negull, malaöur örlítið af hvítum pipar 1 og 1/2 bolli saxaðar valhnet- ur 1 og 1/2 bolli þurrkaður fíkjur, saxaöar 1/2 bolli rifinn appelsínubörkur 1/2 bolli rifinn sítrónubörkur 2/3 bollar sykur 1/2 bolli hunang smávegis af sigtuöum flórsykri Forhitið ofninn í 150’. Smyrj- ið meðalstórt form eða setjið í það smjörpappír. Hrærið saman hveiti, kakó, kanil, kóríander, múskat, negul og hvítan pipar. Blandið sam- an í stærri skál heilum valhnet- um, gróft skornun gráfíkjum, sítrónu- og appelsínuberki. Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið vel. Hitið nú litla pönnu á lágum hita og blandið saman hunangi og sykri. Hitið í um það bil tíu mínútur. Hellið þeim massa yf- ir hveitiblönduna. Setjið nú deigið í form og bakið í 45 mín- útur. Látið kólna á grind og færið svo upp á kökudisk. Dustið flórsykur yfir áður en þið berið hana fram. Þessi kaka er stökk og nokk- uð beisk og því mjög góð með sterkum bolla af espresso, að ekki sé tala um með góðum líkjör. Þó er líka annað hægt að gera við þessa köku; en það er bleyta reglulega upp í henni með t.d. Grand Marnier eða Napóleón- mandarínulíkjör. Þannig má geyma hana í mán- uð eða lengur. Hellið þá yfir hana um það bil einum tvö- földum vikulega og snúið henni við. Þarna eruð þið þá komin með í hendurnar girni- lega ítalska jólaköku. Ekki er þó hægt að mæla með að sest verði undir stýri eftir að hafa innbyrt hana. Skál! Guðrún Kristjánsdóttir flott Brynja Nordquist flugfreyja og fyrrverandi fyrirsæta frá og fjarlægið fitu. Hyljið kjöt- ið með plastfilmu og berjið það vel. Fjarlægið plastfilmuna og kryddið kjötið með salti og pipar. Smyrjið nú helmingnum af brauðmylsnunni yfir kjötið en skiljið smápláss eftir við endana og setjið skink- una yfir. Makið svo tóm- ötum á og á endanum restinni af brauðblönd- unni. Rúllið nú kjötinu upp. Til að forðast að allt leki út notið þið plast- filmu til að styðja við endana. Brúnið nú rúlluna á pönnu, á öllum hliðum, í fimm til sjö mínútur. Kryddið svo með tímíani og vefjið inn í álpappír. Bakið í 60 til 70 mínútur við 180". Látið kólna. Kjötið má geyma í kæli í allt að tvo daga. Gerið sósuna í bland- ara. Hendið í hann sýrð- um rjóma, basiliku, stein- selju, hvítlauk og sítrónu- safa. Blandið mjög vel, eða uns sósan er orðin græn- leit. Kryddið með salti og pip- ar. Gott er láta sósuna brjóta sig um stund í ísskáp. Þetta er, skal ég segja ykkur, firnagott með góðu salati og brauði og/eða kartöflusalati. Gudrún Kristjánsdóttir skrifar um mat og aðrar lífsins lystisemdir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.