Helgarpósturinn - 14.11.1996, Page 4

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Page 4
4 h FlMIVmJDAGUR 14. NÓVEMBER1996 'H Ertu að ganga til liðs við Alþýðubandalagið, Lára Margrét? ■ Leiöarahöfundur Morgun- blaösins fór mikinn í umfjöllun sinni um kosningabandalög sl. þriöjudag. Niöurstaöa hans varö sú aö Alþýðuflokkurinn ætti í erf- iöleikum meö að finna sér stað í íslenskum stjómmálum og fram- sóknarmenn virtust vera aö nálgast jafnaöarmenn í málflutn- ingi. Mun meiri gerjun væri f fs- ienskum stjórnmálum en ætla mætti við fýrstu sýn og ekki ólík- legt aö Sjálfstæðisflokkur og Al- Þýöubandalag gætu náð saman þar sem báöir flokkar efuðust um aöild aö Evrópusambandinu og sennilega væri meirihluti inn- an þeirra gegn veiðileyfagjaldi. Viö spyrjum: Er Sjálfstæöisflokk- urinn virkilega á leiöinni í elna sæng með Alþýöubandalaginu, Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaöur? „Eg er nú ekki sammála leið- arahöfundi Morgunblaðsins. í fyrsta lagi er Alþýðubandalagið flokkur miðstýringar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki. Mjög skiptar skoðanir eru innan flokksins um veiðileyfagjaldið og sama er með Evrópusambandið. Margir innan Sjálfstæðisflokksins vilja kanna hvað er í pottinum og þótt jreir séu ekki tilbúnir að ganga inn á stundinni þá vilja þeir virkari umræðu og skoðana- skipti." Sýnir það ekki að gamla flokkaskiptingin dugar ekki lengur, það er greinilega mikil gerjun í gangi og allt mögulegt i pólitikinni... „Sjálfstæðisflokkurinn er ákaf- lega breiður flokkur, enda með um 40% fylgi. Það hlýtur að vera að fólk sé ekki jafnsammáJa um alla hluti og í litlu flokkunum, en í öllum grundvailaratriðum eru menn sammála og þá er ég að tala um atriði á borð við frelsi einstaklingsins, frelsi til athafna og sjálfstæði.“ Er þó ekki best að kalla Sjálfstceðisflokkinn bara kosn- ingabandalag? „Það má eflaust kalla hann það, en ég held að það séu ákveðin gen í sjálfstæðismönn- um.“ Þetta er þá arfgengt? „Ekki endilega arfgengt, en ákveðnir karakterar sjá sig ekki annars staðar.“ Hinn nýi formaður Alþýðu- flokksins virtist líka vera með það á hreinu að það vœri ekki mikið sem héldi sjálfstœðis- mönnum í flokknum, hann virtist að minnsta kosti vera að reyna að fá einhverja þeirra yfir í stóra jafnaðar- mannaflokkinn. Heldurðu að margir fari? „Nei, það held ég ekki. Sjálf- stæðismenn hafa verið mjög flokkshollir. Við höfum viljað hafa það þannig að menn gætu talað innan fiokksins um málefni sem þeir væru kannski ekki alveg sammála um. Það hefur heyrst að einhverjir ætli að fara, en ég held að þetta sé aðallega í nösun- um á fólki." Hvað ef það kemur kosn- ingabandalag á borð við ykk- ur á hinum vœngnum, þar sem fólk helst saman á sterkum meginlinum. Óttist þið það? „Nei, ég held að við gerum það ekki. Það er oft þannig þegar þessir litlu flokkar fara að vinna saman að það eru of margir smá- kóngar sein vilja koma sínu sjón- armiði á framfæri. Þetta gengi ekki upp strax. Ástæðan fyrir vel- gengni R-listans er fyrst og fremst að þeir tóku einn vinsæl- asta alþingismanninn, Ingibjörgu Sólrúnu — sem er nú af sjálf- stæðisættum — til forystu- manns. Hún hefur örugglega gert ýmislegt sem hefur haldið listan- um saman.“ Gœti það ekki gerst á lands- vísu? „Ef þau fyndu hæfan foringja, en ég veit ekki hvort það héldi til lengri tíma.“ V Fjáröflunarnefnd vegna forsetaframboös Ólafs Ragnars Grímssonar hefur fundið gullnámu þar sem útgáfa bókar um forsetaframboðið er. Hún hefur selst T þúsundum eintaka fyrirfram og eru miklar vonir bundnar við sölu hennar yfir jólin. Svo kann því að fara að bókin skili framboðinu mörgum milljónum í hagnað og hreinsi jafnvel upp flestar skuldir forsetans... Bókin um Ólaf selst í stóru upplagi — herforingjaráðið segist vilja skila framboðinu í hagnað Forsetaframbjóðendunum fimm hefur gengið misvel að ganga frá skuldum sínum vegna kosninganna. Ýmsar leiðir hafa verið farnar, en svo virðist sem sú leið að skrifa bók um framboðið sé vænleg- ust. í síðari hluta nóvember kemur út bók um framboð Ól- afs Ragnars Grímssonar og hefur sala á henni gengið fram- ar öllum vonum. Talið er að rúmlega tvö þúsund eintök séu seld og er það varlega áætlað. Því er áætlað að framboðið geti hagnast um fjölmargar milljónir þegar upp er staðið. Nöfn kaupenda letruð í bokina Sala bókarinnar um forseta- framboð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem ber hið frumlega nafn Forseti íslands, virðist hafa gengið ótrúlega vel, en samkvæmt heimildum HP hef- ur hún selst í á þriðja þúsund eintaka — ef ekki meira. Bókin er gefin út forsetahjónunum til heilla, en einnig til að styrkja fjárfrekt framboð forsetans. Síðan í september hefur bókin verið seld í símasölu hjá fyrir- tækinu Markaðsmönnum og hafa væntanlegum kaupendum verið boðnir tveir valkostir. Annar kosturinn er bók með innifalinni mynd af forseta- hjónunum, svipaðri þeirri sem dreift var til kjósenda rétt fyrir kosningar, og barmmerki í fánalitunum fyrir krónur 7.900. í hinu tilboðinu eru bókin og myndin í boði á krónur 5.900.1 kaupbæti fá kaupendur enn- fremur nafn sitt letrað í bókina góðu. Einkum hefur stuðnings- mönnum Ólafs verið boðin bókin til kaups, en fjölmörgum öðrum hefur staðið hún til boða. Ekki liggja nákvæmar tölur fyrir um hvað bókin hef- ur selst í mörgum eintökum, en til gamans má geta þess að ef framboðið seldi í símasölu tvö þúsund eintök á 5.900 til 7.900 krónur yrðu tekjur frá tæpum tólf til tæplega sextán milljóna króna. Ef seld yrðu þrjú þúsund eintök yrðu tekj- urnar af henni frá tæpum átján milljónum til tæpra 24 milljóna króna. Frá þessari tölu dregst síðan allur kostnaður sem fylg- ir ritun og útgáfu bókarinnar. lUedanmáls Engu að síður er hér um drjúg- ar tekjur fyrir framboðið að ræða. Hrannar Arnarsson hjá Markaðsmönnum varðist allra frétta þegar HP spurðist fyrir um bókina, en sagði að salan á henni hefði gengið samkvæmt áætlun frá því í september. Hrannar sagði að þeim hefði ekki verið sett neitt hámark í sölu en símasölunni væri að mestu leyti lokið. „Fólk hefur tíma fram í næstu viku ef það vill skrá sig í bókina, en við er- um í raun búin að klára þetta verkefni.“ Samstæður hópur Karl Th. Birgisson, fyrrver- andi ritstjóri Pressunnar, Helg- arpóstsins og Heimsmyndar, er höfundur bókarinnar „Forseti íslands" en Einar Ksu-! Har- aldsson, framkvæmdastjóri verkefnisins um samstarf jafn- aðarmanna, hefur verið hon- um til aðstoðar. Samkvæmt heimildum blaðsins er bókin nú í útlitshönnun og fer brátt í prentun. Hún mun því koma út í síðari hluta nóvember og verður þá seld í bókaverslun- um. Ekki er ljóst hvað hún mun kosta, en sennilega mótast það af markaðsverði. Hugmyndin um útgáfu bókarinnar þykir stórsnjöll og mun án efa létta byrðum af hópnum sem skipu- lagt hefur fjáröflun fyrir fram- boðið. Hér er um að ræða fimm manna hóp, sem er hin eiginlega stjórn félags stuðn- ingsmanna um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Formaður þess er Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eigin- kona Ólafs Ragnars, og vara- formaður Sigurður G. Guð- jónsson. Aðrir í nefndinni eru Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarvara, Már Guðmundsson, yfirmaður hagfræðideildar Seðlabanka ís- lands, og Þórólfur Ámason, markaðsstjóri olíufélagsins Es- só. Guðrún hefur nú slitið sig frá hópnum eftir að framboð- inu lauk en Sigurður hefur ver- ið í forsvari fyrir hópinn og starfað með hinum þremur. Þetta „herforingjaráð" sem Sig- urður hefur í kringum sig hefur góða reynslu af fjáröflun úr ýmsu félagsstarfi. Sumir hafa starfað I íþróttahreyfingunni, aðrir í stjórnmálum eða enn öðru félagsstarfi. Samanlögð reynsla þessa fólks virðist því ætla að skila sínu og gott betur ef salan á bókinni verður mikil fyrir jól. Hvort bókin nær að hreinsa upp skuldir framboðs- ins skal ósagt látið, en Sigurð- ur hefur áður sagt að búast megi við að kosningabaráttan komi út á jöfnu, eða jafnvel gott betur, þegar allt kemur til alls. Framboð Ólafs Ragnars kost- aði um 35 milljónir og ennþá vantar rúmlega 16 milljónir upp á að endar nái saman. Mestur kostnaður var við kynningarstarfsemi ýmiss kon- ar; auglýsingar og útgáfu bæk- linga, sem kostaði framboðið 23 til 24 milljónir króna. Greinilegt er að þessi leikur stuðningsmanna Olafs Ragn- ars að gefa út bók um forseta- framboðið er sterkur, enda vænlegra að leita eftir stuðn- ingi með þessum hætti en með beinum fjárframlögum einstak- Iinga og fyrirtækja, sem gefist hefur frambjóðendum misvel. Flestir frambjóðendur skuldugir upp fyrir haus Ekki virðist ganga eins vel hjá öðrum frambjóðendum að hreinsa skuldir sínar vegna forsetakosninganna, að Ast- þóri Magnússyni friðarpostula undanskildum. Hann hefur fyr- ir nokkru gert grein fyrir sínum reikningum og í ljós kom að hann stóð skil á öllum skuld- um framboðsins með fjárfram- lagi úr eigin vasa og sótti lítið til stuðningsaðila eða stórfyrir- tækja. Guðrúnu Agnarsdóttur hefur orðið nokkuð ágengt að Bókin um Olaf Ragnar Grímsson forseta hefur selst í rúmlega tvö þúsund eintökum. undanförnu, en hún hélt fyrir skömmu fjáröflunarkvöldverð sem skilaði um einni milljón króna. Skuld hennar hefur því minnkað niður í fjórar milljón- ir. Kostnaðurinn við framboð Guðrúnar jókst verulega á síð- ustu dögunum fyrir kosningar, meðal annars vegna þess að stuðningur við hana óx þegar nafna hennar Pétursdóttir dró sig út úr baráttunni. Stuðnings- fólki Guðrúnar Agnarsdóttur hljóp þá kapp í kinn og var flest reynt til að fá kjósendur til að styðja hana. Óneitanlega losnaði aðeins um budduna í hamaganginum, en fram að því hafði framboðið staðið skil á öllum sínum reikningum. Kostnaðurinn varð því ívið hærri en ráð hafði verið fyrir gert. Að sögn Sindra Sindrason- ar, sem fór með fjármál for- setaframboðs Péturs Hafstein, voru skuldir framboðsins um 10 milljónir þegar yfir lauk en heildarkostnaðurinn var um 30 milljónir króna. Skuldirnar voru brúaðar með lántöku á ábyrgð Péturs og í framhaldi gert upp við alla sem áttu inni hjá framboðinu. Framboð Guðrúnar Péturs- dóttur útheimti um það bil 10 milljónir og samkvæmt heim- ildum blaðsins vantar enn um fimm milljónir til að endar nái saman. Rúmlega tvö þúsund eintök seld Sigurður G. Guðjónsson, I.. rfjárhaldsmaður forseta- framboðsins, sagði í samtali við HP að bókin um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar væri örugglega sú söluhæsta það sem af er fyrir þessi jól. Hann sagðist ekki vita nákvæma tölu en gerði ráð fyrir að búið væri að selja rúmlega tvö þús- und eintök fyrirfram. Sigurður sagði að bóksalan mundi skila framboðinu sex milljónum og er það síst ofmetið. Sigurður G. Guðjónsson segir að bókin muni skila framboðinu um sex milljónum í tekjur. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands, var að koma heim frá Sarajevó þar sem hann heilsaði upp á bosníska kollega sína og tilkynnti þeim um afrakstur söfnunarátaks íslenskra stúdenta. Háskólinn í Sarajevó missti nær allar eigur sínarí stríðinu en hefur nú hafið störf á ný í hálfónýtu húsnæði. íslenskir námsmenn eiga sinn þátt í því að háskólalífið kemst á skrið á ný, enda náðist að senda út um 80 tölvur, 50 prentara, 5 Ijósritunarvélar, 2.000 bækur, pappír, skriffæri og annað sem námsmenn þurfa á að halda. Hvaða listamaður hefur haft mest áhrif á þig? Þeir eru margir og yfirleitt eru það frumkvööl- arnir í hverri grein sem hafa mest áhrif á mig. Hins vegar get ég líka verið íhaldssamur stund- um, einkum hvað varðar dálæti á listmálurum. Hvaða stjórnmálamaður, lifandi eða látinn, er í mestu uppáhaldi hjá þér? Jónas frá Hriflu. Hann var svolítiö sérstakur... Hvaða skáldsagna- eða kvikmyndapersónu vildirðu helst líkjast? Ég hef ekki átt neina uppáhaldspersónu lengi en þegar ég var yngri var það ýmist Morgan Kane eöa Tarzan. Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa verið? Ja, Leifur heppni. Ef þú fengir að lifa lífinu aftur, mundirðu þá breyta einhverju? Ég mundi sennilega ekki setja systur mína aftan á bögglaberann á hjólinu þegar ég væri tíu ára því þá mundi hún ekki fingur- brotna. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifaö? Fæðing sonar míns. Hver er merkilegasti atburður sem þú ætlar að upplifa? Það er svo margt sem erfitt er aö gera upp á milli. Það sem kemur fyrst upp í hugann ger- ist í náinni framtíö þegar Ólafur Ragnar und- irritar ný lánasjóöslög. Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt framar öðru? Ætli það sé ekki hún amma mín. Ef þú ættir þess kost að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eða umhverfinu, hvað yrði fyrir valinu? Efst í huga nú er aö breyta forgangsrööun ríkisútgjalda á þann hátt að menntun verði framar öðru. Innifaliö í því er auövitaö breytt- ur Lánasjóöur íslenskra námsmanna. Sérðu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur? Hugarfar ráöamanna gagnvart aöstæöum ungs fólks í landinu, kynslóöabiliö er allt of mikiö. Mottó? Þú uppskerö eins og þú sáir.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.