Helgarpósturinn - 14.11.1996, Page 14

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Page 14
14 FlMIVmJDAGUR 14. NÓVEMBER1996 „Ekki eitt einasta iag sem við vildum sleppa á tónleikunum - þau voru öll svo góð,“ segja þeir félagar Magnús Eiríksson og KK. Nýr geisladiskur með Mannakorninu Magnúsi Eiríkssyni og blús- aranum Kristjáni KK Kristjánsyni er um þessar mundir að komast í plötubúðirnar. Hljóðfærin á plötunni eru öll órafmögnuð og standa kassagítararnir þeirra Magnúsar og KK upp úr. Blaðamað- ur HP hitti þá félaga að máli fyrir stuttu á einu kaffihúsi borgarinn- ar og ræddi við þá um nýja afkvæmið. Við höfum auðvitað átt langt samstarf,“ segir Magnús. „í yfir tuttugu ár,“ segir KK og brosir blítt til Magnúsar. „Ef ég man rétt hófst tónlistarsam- starf okkar með því að Kristján spilaði örlítið með Blúskomp- aníinu, sem var hljómsveit sem ég gerði út hér í gamla daga,“ segir Magnús. „Hann fluttist svo til Svíþjóðar en við héldum góðu sambandi milli okkar. Þegar hann kom heim aftur tókum við upp þráðinn; ég spilaði nokkrum sinnum sem gestagítarleikari hjá hon- um og eins hann hjá mér. En þetta er í fyrsta skiptið sem við gefum út plötu saman.“ „Heyrðu, það var djöfulli gam- an að spila á Borginni í gær,“ segir KK og lítur á Magnús, en kvöldið áður voru þeir einmitt með tónleika á þeim mæta stað Tomma borgara. „Já,“ segir Magnús og hlær. „Ég var nokkuð ánægður með að salur- inn skyldi vera fullur. Nokkuð gott fyrir þriðjudagskvöld." Blús í þessu „Við vorum nú byrjaðir að semja saman fyrir nokkrum árum svo nú í sumar settumst við niður og athuguðum hvað við ættum til af efni. Þá sáum við að við gætum gefið út plötu," segir Magnús. „Við vorum með tuttugu lög, sum eftir mig, sum eftir Magnús og önnur eftir okkur saman,“ seg- ir KK. „Tónlist sem kemur úr þessum venjulega farvegi sem streymir til okkar hingað til ís- lands frá Bretlandi og Banda- ríkjunum," segir Magnús. „Það er blús í þessu,“ segir KK. „Það má hins vegar segja að Tímamótabók Z ástarsaga Vigdís Grímsdóttir löunn 1996 ★★★★ 1/2 Angurværð, hlýja og sú löngun að faðma og vera sínum góður var tilfinningin sem ég fylltist eftir lestur nýj- ustu bókar Vigdísar Grímsdótt- ur; Z ástarsaga, sem var að koma út. henni að lýsa sterku ástarsam- bandi þeirra Önnu og Z á falleg- an, yndislegan og ljúfan hátt. Ur verður sterk og umfram allt fal- leg saga þar sem ekkert ljótt eða ósmekklegt er til. Báðar eru þær Anna og Z ákaflega sterkar en ólíkar per- sónur. Systirin Arnþrúður er á hinn bóginn ekki eins sterk og trúi ég að það hafi verið með Bókin er kynnt sem ástarsaga—xáðum.gert .tlLaÆjJrafia fram og sannarlega er hún það en mótvægi við Önnu. Anna er em ekki á þann hefðbundna hátt sem við þekkjum; heldur um ástir tveggja kvenna. Trúi ég að þar brjóti Vigdís blað í bók- menntahefð okkar og trúlega lengra en sjóndeildarhringur okkar nær, í eiginlegri merk- ingu. Og mér varð ekki ljóst fyrr en ég hafði lesið bókina í annað sinn hve mikið listaverk hún er og hve mikið hugrekki þarf til að skrifa slíka bók. Bókin er skrifuð í 1. persónu og tvær systur; Anna og Arnþrúður, skiptast á að segja frá. Anna á í ástarsambandi við Z, sem á ákaflega erfitt með að horfast í augu við stöðu sína og tilfinn- ingar. Anna hins vegar skamm- ast sín ekki fyrir ást sína og fer ekki í launkofa með kenndir sín- ar. Arnþrúður býr með manni sem hún elskar en hefur stöð- ugar áhyggjur af að missa. Sag- an gerist á einum sólarhring í lífi þeirra systra þar sem þær aðstæður skapast sem neyða þær til að líta til baka. Fyrsta hugsun mín eftir lest- urinn var að það hafði ekki truflað mig að Vigdís var að fjalla um svo viðkvæmt mál sem ástir tveggja kvenna er. Svo stórkostlega tekst henni að fara með efnið að sagan rennur áfram án þess að ég hugleiddi að ég væri að lesa um eitthvað sem er mér ekki eiginlegt eða kunnugt. Af fordómaleysi, smekkvísi og miklu næmi tekst þessara ógleymanlegu persóna sem maður kynnist á lífsleið- inni eða öllu heldur sem maður heldur að maður þekki en nær aldrei að skilja eða kynnast. Frelsið er henni jafn nauðsyn- legt og að draga andann og hún á erfitt með að gefa af sjálfri sér; ekki vegna þess að hún vilji það ekki heldur vegna þess að með því væri hún að skerða frelsi sitt. Hún ber harm sinn í hljóði og treystir ekki þeim sem hún elskar. Fyrir það á hún eftir að gjalda. En hún tjáir sig að hluta með því að yrkja til Z. Arnþrúður og Z eru opnari og einlægari og báðar eru þær haldnar afbrýðisemi og þá sér í lagi Arnþrúður; afbrýðisemi sem dregur úr henni allan mátt og kemur í veg fyrir að hún njóti ástar sinnar. Fyrir vikið hefur hún ekki stjórn á lífi sínu, en Anna er hennar stoð. Z hittir Önnu aðeins einu sinni í viku og alla aðra daga er hún praktuglega gift og elskar sinn mann, en tónninn í lífi hennar er falskur og fyrir það líður hún, eins heiðarleg og hún í hjarta sínu er. Karlmennirnir í bókinni eru dregnir lausum strikum; ákaf- lega einlitir og óspennandi menn. Þeir gjalda líka fyrir að fá ekki orðið en eru nauðsynlegir framvindu sögunnar. Mín eðlis- læga forvitni kallaði þó á nánari kynni við þá, en ég skil hvað það sé blús í öllum dægurlög- um. Án blúsins væri dægur- lagatónlistin ekki eins og við þekkjum hana í dag. Dægur- lagatónlistin byggist mikið upp á Elvis Presley og Chuck Berry en þeir eru bara rhythm & blues-söngvarar. Það hefur ekkert mikið breyst síðan. Menn eru stöðugt að reyna að breyta þessu og bæta einum hljómi hingað og þangað, en rauður þráður í gegnum dægurlagatónlist í dag er blúsinn." „Það þarf eng- inn að skammast sín fyrir að vera undir bandarískum áhrif- um, því Bandaríkin eru alls- herjarbræðslupottur fyrir all- an heiminn og þar er merki- legasta tónlist heims búin til í dag,“ segir Magnús. Hverjir voru til að mynda stórgoð Bítl- anna? Það voru Kanarnir. Bítl- arnir spiluðu amerísk lög á upphafsárum sínurn." „Kansas city,“ bætir KK við. „Paul McCartney er enn með það á prógramminu hjá sér á tón- leikum.“ „Fræg saga er til af því þegar þeir tróðu upp í Bandaríkjunum, en Everly- bræður sungu á undan þeim á þessum tónleikum. Bítlarnir ætluðu varla að þora inn á sviðið af því að Everly-bræð- urnir höfðu sungið svo flott. Þeir voru alveg í rusli,“ segir Magnús og hlær. We’ll be going in and out of style... Platan Ómissandi fólk er órafmögnuð. En er einhver sérstök ástœða fyrir því? „Já, það má segja það,“ seg- ir KK. „Við hittumst daglega í einhverja mánuði með kassa- gítarana og lögin mótuðust svolítið vegna þeirra. Ef raf- magnshljóðfærum er bætt í tónlistina lengist vinnslutím- inn. Ef tíminn lengist fer mað- ur að pæla meira í lögunum, þá breytast þau og þetta verð- ur endalaus stúdíóvinna. Samt voru nokkur lög svolítið rafmögnuð og hefðu verið skemmtileg með rafmagns- hljóðfærum. Það hefði bara ekki passað inn í myndina. Við vildum hafa kassagítarblæ á plötunni. Því notuðum við að- eins kassagítara, kontrabassa, munnhörpu, banjó, mandólín, — allt órafmögnuð hljóðfæri. Meira að segja var aðeins ein sneriltromma notuð. Það stendur á kreditlistanum: Ás- geir Óskarsson tromma.“ Eins og áður segir voru þeir kumpánar að spila á Borginni fyrir stuttu og voru þeir nokk- uð ánægðir með tónleikana, enda báðir þaulreyndir á sviði. „Ja, við erum ekki þaul- reyndir í að spila nýja plötu í fyrsta skiptið,“ segir KK. „Við erum þaulreyndir í að spila gamla efnið aftur og aftur, eins og tvö gömul jukebox," segir Magnús. „En þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég spila heila plötu sem ég er ný- búinn að taka upp.“ Og það var ekki eitt einasta lag sem við vildum sleppa á tónleikun- um af því að það væri svo leið- inlegt," segir KK og hlær. Nú eruð þið báðir komnir yfir fertugt og enn á toppn- um... „Eigum við ekki bara að segja eins og í Bítlatextanum: We’ll be going in and out of style,u segja þeir og hlæja. höfundur er að fara með því að draga þá ekki meira inn. Með því hefði sagan ekki verið söm. Vigdís gefur innsýn í líf þess- ara þriggja kvenna af þeim næmleika sem henni hefur ver- ið eiginlegur í skrifum sínum fram til þessa. Texti hennar er knappur að vanda og ákaflega vel farið með hann; hvernig orðunum er raðað er út af fyrir sig listaverk. Hún teflir fram ólíkum formum og tekst frá- bærlega. Áður hefur hún sann- að sig sem gott ljóðskáld og bregst ekki í þessari bók. Vera má að Vigdís hafi skrifað stærri verk að burðum eða út frá öðr- um gildum. En mín skoðun er að þessi bók eigi eftir að vekja sterk viðbrögð og slá á for- dóma. Einhverjum kann að finnast galli við bókina hve fyr- irséð hún er, en það er ekki sanngjarnt að bera hana saman við aðrar bækur Vigdísar, sam- anber Stúlkuna í skóginum og Grandaveg 7, þar sem hún byggir upp spennu sem heldur allt til loka. Þessi bók er svo gjörólík. Ég las bókina án þess að leggja hana frá mér. Það seg- ir meira en nokkuð annað. Og las hana í tvígang. Nafn bókarinnar olli mér dá- litlum heilabrotum en það skýr- ir sig sjálft við lesturinn og er í raun stórsnjallt. Bergljót Davíðsdóttir Astríðufullur alþýðumaður Dan tel Agiíst in usson w Leijnr Haraldsson ( 'im! <káldin yrkjd itvteói (í/i hess dð gfia futá. Á htgólfshfít iV , r ijaði ;in jifss dd chl þtið. Lífskúnstnerinn Leifur Haraldsson Daníel Ágústínusson Hörpuútgáfan 1996 ★ ★ ífskúnstnerinn Leifur Har- aldsson nefnir Daníel Ág- ústínusson frá Akranesi bók sem hann hefur tekið saman um æviferil Leifs. Þeir ólúst báðir upp á Eyrarbakka og varð vel til vina. Leifur þessi er trúlega ekki mörgum kunnur því hann lést fyrir rúmum 25 árum. Hann mun hafa verið af- ar sérstök manngerð og sett svip á bæinn á árunum 1940- 1970. Samtímamenn hans muna því gjörla eftir honum, en þeir sem yngri eru hafa tæplega heyrst á hann minnst. Bókinni er skipt í þrjá kafla og skrifar Daníel þann fyrsta þar sem hann rekur æviferil hans. í næsta kafla skrifa vinir Leifs og ættingjar auk þess sem fjölda minningargreina er safnað saman; flestar öðrum líkar. í þriðja og síðasta kaflan- um hefur Daníel tekið saman kviðlinga, vísur og ljóð sem Leifur skildi eftir sig. Leifur þessi hefur vafalaust verið afar kúnstugur og sér- lundaður maður; vel gefinn og vel lesinn og sérvitur með af- brigðum. Hann umgekkst tals- vert skáld og rithöfunda og ástríða hans mun hafa verið bækur, skáldskapur og ís- lenskt mál. Hann þýddi fjölda verka eftir norræna höfunda og þá sér í lagi sænska, sem hann hafði miklar mætur á. Það verk sem hann var hvað virtastur fyrir var þýðing hans á Stríði og friði eftir Leo Tol- stqj. I sannleika sagt fannst mér að mörgu leyti gaman að kynnast þess- um manni, en við lestur bók- arinnar skorti mikið á að hún skilaði þeirri mynd sem full- nægði forvitni minni. Mikið er um endur- tekningar og flestir þeir sem skrifa um Leif segja ná- kvæmlega það sama. Ég hefði getað talið hve oft er nefnd þýðing hans á Stríði og friði en hafði ekki nennu í mér til þess að telja. En ég þori að fullyrða að frá því er sagt af hinum ýmsu mönnum sem tjá sig um Leif ekki sjaldnar en tuttugu sinn- um. Hverjir kunna að hafa gaman af þessari bók? Jú, líklega þeir sem þekktu manninn, en ég get ekki ímyndað mér að margir aðrir hafi þolinmæði til að lesa hana til enda. Trúlega hefði góð blaðagrein skilað sér jafn vel eða kafli í bók þar sem nokkrum öðrum hefðu verið gerð skil. En heila bók finnst mér af og frá að skrifa um Leif Haraldsson, þó að um margt hafi hann verið merkilegur maður. Daníel Ágústínusson skrifar lipran texta og skildist mér við lesturinn að hann hefði tekið saman efni um hann fyrst og síðast af væntumþykju og vegna áralangra kynna við mann sem hann mat mikils. Og vissulega á Leifur skilið að hans sé minnst, en ekki í heilli bók, sem er þó ekki nema rúm- ar 140 síður. Þar af er þriðjung- ur bókarinnar kveðskapur Leifs, en hann mun hafa verið með ólíkindum orðheppinn og kastað fram stökum við ýmis tækifæri. Þá orti hann nokkuð af ljóðum sem eru afar misjöfn að gæðum og sum hreinasti leirburður. Seinni hluti bókar- innar finnst mér skemmtileg- astur og eru margar vísur og kviðlingar hnyttilega samin. Prýðilega er gengið frá bók- inni og vel unnin nafnaskrá aft- ast. Daníel mun hafa látist um það bil sem hann lauk verkinu og auðnaðist að koma því frá sér fullunnu áður. Bergljót Davíðsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.