Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 17

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 17
FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1996 17 X Öldrun er bara sjúkdómur, segja vísindamenn: fl Ynginga með morgunkaffinu! Im fimmtugt eða jafnvel fyrr er tekið að fyrnast yfir flest það sem við vorum svo hreyknir af fyrr á árum og gerði okkur að hálfgerðum kyntröllum, ef ekki í augum kvenna, þá að minnsta kosti í augum okkar sjálfra. Hárið er tekið að þynnast og grána ef þá nokkuð er eftir af því. Mitt- islínan er ekki beinlínis horfin. Hún er þarna enn, bara með öf- ugum formerkjum. Við erum orðnir gildastir þar sem vorum grennstir fyrrum. Vöðvarnir eru teknir að slappast og lin- ast. Snerpan er ekki lengur söm. Allt þetta gætum við þó sætt okkur við ef sá „vöðvi“ lík- amans sem skiptir okkur mestu máli væri ekki farinn að linast lítils háttar líka. Við er- um ekki lengur þeir víkingar til ásta sem við vorum. Hér áður fyrr, meðan heimurinn var enn ungur og við með honum, vor- um við orðnir gjörsamlega friðlausir ef við höfðum ekki notið ásta í heila viku. Nú er svo komið að það geta liðið tvær vikur — eða jafnvel þrjár án þess að heimurinn sýni nein ummerki þess að hann sé að farast. í sem stystu máli: Bæði kyn- hvötin og kyngetan eru farnar að láta á sjá. En er eitthvað við þessu að gera? Er þetta ekki bara það sem koma skal og við verðum að sætta okkur við? Á síðustu árum eru allmargir vís- indamenn farnir að draga það mjög í efa. ERÖLDRUN SJUKDOMUR? Á undanförnum árum hafa ýmsar stofnanir og lyfjafyrir- tæki, einkum í Bandaríkjunum, gengist fyrir víðtækum tilraun- um til að seinka eða koma í veg fyrir þessi öldrunareinkenni með lyfjagjöf. Það eru sérstak- lega ýmis hormón sem notuð hafa verið í þessu sambandi og fjölmargar þessara tilrauna hafa leitt í ljós verulegan árangur. Einn þeirra sem stað- ið hafa að tilraunum á þessu sviði, dr. William Regelson, sem starfar við læknaháskól- ann í Virginia, kemst svo að orði: Öldrun „er ekki eðlileg þróun lífsins heldur sjúkdóm- ur“. Hann telur að með því að taka inn þau hormón sem lík- aminn dregur úr framleiðslu á eftir fertugt sé unnt að hægja á öldruninni eða jafnvel snúa þróuninni við. Öldrunareinkenni karl- manna á „miðjum aldri“ eru vissulega mjög áþreifanleg. Á aldursbilinu 40-70 ára rýrna vöðvar meðalmanns um 6-10 kíló. Beinamassinn minnkar líka um 15% og við megum reikna með að mælast allt að 5 sentimetrum lægri um sjötugt en þegar við vorum upp á okk- ar besta. Á sama tíma fer blöðruhálskirtillinn að mynda hringvef um þvagrásina, sem í sumum tilvikum getur gert okkur erfitt um vik bæði við þvaglát og sáðlát. í nýlegri bók, The Clock of Ages (Öldr- unarklukkan), nefnir dr. John Medina að hámarkslengd „sáðspýtingar" geti verið um 60 sm hjá ungum karlmönnum en sé oft komin niður í 15 sm hjá eldri mönnum. Limurinn linast með aldrin- um, vefmyndun verður í blóð- hólfunum sem þurfa að fyllast til að koma honum í „rétt- stöðu“ og æðarnar þrengjast. Talið er að um 15% karlmanna séu orðnir alveg getulausir um sjötugt og að þriðjungur allra sjötugra karlmanna geti ekki treyst á getu sína þegar á þarf að halda. Með aldrinum eykur líkam- inn framleiðslu sína á prótíni sem kallast SHBG en það vegur á móti áhrifum testósteróns. Testósterónframleiðslan minnkar með aldrinum en þó mun testósterón í líkama flestra sjötugra manna vera innan marka sem í víðum skiln- ingi myndu kallast eðlileg hjá yngri mönnum. HORMÓN ALYFIN KOMA TIL BJARGAR En geta hormónalyf komið í veg fyrir öldrun karlmanna og leyst þau vandamál sem henni fylgja? Að því er getuleysið varðar er hæpið að treysta því. Rannsókn, sem gerð var á Bostonsvæðinu í Bandaríkjun- um á síðari hluta níunda ára- tugarins og náði til 1.700 karl- manna á aldrinum 40-70 ára, leiddi í ljós að getuleysi mátti nánast alltaf rekja til ástands æðakerfisins. Niðurstöður þessarar sömu rannsóknar sýndu einnig að hjartasjúk- dómar, mikil streita og sykur- sýki höfðu oft getuleysi eða reisnarvanda í för með sér. Aftur á móti fannst ekkert samband milli testósteróns og getuleysis. Að því er önnur öldrunar- einkenni varðar er erfiðara að líta framhjá verkun hormóna- lyfjanna. Testósterón gegnir þýðingarmiklu hlutverki hvað varðar kynhvötina sjálfa. (í Kaliforníuríki í Bandaríkjun- um er nú í athugun að skylda kynferðisafbrotamenn til að sæta lyfjameðferð til að draga úr magni testósteróns í líkam- anum.) Þetta hormón er einn- ig aðalhvatinn að ýmsum dæmigerðum karlmennsku- einkennum, skeggvexti, vöðvastyrk og jafnvel harka- legu aksturslagi. Ungir karlmenn sem ekki framleiða sjálfir nóg af þessu hormóni verða iðulega bein- og vöðvaminni og hafa óveru- lega kynhvöt. Testósterón- meðferð ræður bót á þessum vanda. Það mun líka kunnugt mörgum sem stundað hafa einhverja vaxtarrækt að testó- sterón eykur vöðvamassa, kraft og úthald. Það er sem sagt alls ekki hægt að útiloka að testósterón geti dregið verulega úr áhrifum ellinnar, þótt það sé á hinn bóginn heldur ekki fullsannað. HÆTTUMERKI ALOFTI Lítil bandarísk rannsókn á þrettán eldri mönnum árið 1992 leiddi í ljós að testó- steróngjöf dró úr kólesteróli í blóði en jók vöðvamassa og kynhvöt ásamt því að þátttak- endurnir urðu almennt bjart- sýnni og geðbetri. Aðrar rann- sóknir svipaðs eðlis hafa leitt til áþekkra niðurstaðna. Engu að síður eru viss hættumerki á lofti. Stórskammtanotkun sumra vaxtarræktartrölla hefur leitt í ljós að mjög stórir skammtar af testósteróni leiða til brjóstamyndunar og ófrjó- semi. (Stórir skammtar af testósteróni eru ein þeirra leiða sem menn hafa velt fyrir sér sem getnaðarvörn fyrir karlmenn.) Það er einnig talið Hveriu breytir aldurinn? Heilastarfsemi: Við höldum hæfileikum til einbeitingar og tjáning- ar nokkurn veginn óskertum. Það er minn- ið (sá hæfileiki að setja upplýsingar í geymslu „á harða diskinum" og finna þær aftur) sem minnkar smám saman alit frá tvítugsaldri. Sjón: Um fimmtugt eigum við erfiðara með að sjá í daufri birtu og verðum jafn- framt fjærsýnni. Hjartað: Strax upp úr tvítugu fer að draga úr hæfileikum hjartans til að auka hraðann í samræmi við aukna áreynslu. Súluritið sýnir hvernig dregur úr hámarksslagafjölda á mínútu með aldrinum. Hárið: Höfuðhárum fækkar með aldrinum og þau sem eftir verða vaxa hægar. «ö6í rr» ; r; Útliald: Samhliða því sem dreg- ur úr möguleikum líkamans til að skiia súrefni til frumanna minnkar úthald til líkamslegs erfiðis. Sjötugur maður er að þessu leyti aðeins hálfdrætting- ur á við tvítugan. Fita: Frá 25 til 75 ára aldurs tvöfaldast lík- amsfitan. Stór hluti þessarar viðbótar sest í vöðva og líffæri. Reisn: Margir karlmenn verða að sætta sig við að verða „ris- minni" með árunum. Þróunin er hæg fram að fimmtugu en hraðari eftir það. Æðaþrengsli eiga oftast sökina. Kökuritið sýnir hæð „réttstöðulyftunnar" í gráðum. 40 ára: 1‘ 50 ára:-1" *0 Heyrn: Hljóðhimnurnar þykkna með árunum og okk- ur verður örðugra að greina mjög háa, skæra tóna. Lungu: Brjóstkassinn verður stirðari og stífari. Þetta hefur í för með sér aukið álag á öndun- arvöðvana og meira loft verður kyrrt í lungunum eftir hverja út- öndun. Kynlíf: Það dregur úr kynhvötinni með árunum og framleiðslu lík- amans á kynhormónum. Hversu hratt og hversu mikið er þó mjög persónubundið. Súluritið sýnir hve oft við fáum útrás að meðal- tali á ári á aldrinum 20 til 70 ára. 104 84 m i 20 30 40 •íff- \ Vöðvar og bein: Vöðvar minnka og linast en þeim má þó viðhalda alllengi með góðri þjálfun. Beinabygging veikist en mjög persónu- bundið. hugsanlegt að smáir skammt- ar kunni að auka líkur á krabbameini í blöðruháls- kirtli, sem einmitt er algengur sjúkdómur meðal eldri karl- manna. Testósterón eykur ennfremur framleiðslu líkam- ans á rauðum blóðkornum og gæti af þeim sökum aukið hættu á hjartaáfalli. UNDRALYFIÐ DHEA Annað efni, sem nú þegar er fáanlegt í lyfjaformi, virðist þó líklegra en testósterón til að afla sér almennra vinsælda á næstunni. Þetta er DHEA eða dehydroepiandrosterón. Nýrnahettur bæði karla og kvenna sjá um framleiðslu þessa hormóns í líkamanum en nýrnahettur karlmanna í heldur stærri skömmtum. Rétt eins og testósterónið flæðir þetta efni um líkama okkar á æskuárum en svo dregur úr framleiðslunni með aldrinum. Vegna þess að DHEA ýtir undir framleiðslu líkamans á kynhormónum, þar á meðal testósteróni, er talið að inn- taka þess í lyfjaformi geti haft svipuð áhrif og inntaka testó- steróns, — einungis mun mild- ari. Talsmenn þessa lyfs full- yrða að með því að halda DHEA-magni í líkamanum á því stigi sem eðlilegt er á æskuár- um verðum við skapbetri og okkur aukist orka, minni og kynhvöt ásamt því sem lyfið komi í veg fyrir rýrnun líkam- ans, fækki hrukkunum og vinni auk þess gegn framleiðslu lík- amans á streituhormónum. GOTT VIÐ GAFNATREGÐU Dýratilraunir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum benda eindregið til þess að DHEA verndi og styrki ónæm- iskerfi líkamans (ekki ónýt uppgötvun á þessum válegu tímum eyðniveirunnar), komi í veg fyrir sykursýki með því að halda insúlínframleiðslu líkam- ans í jafnvægi, vinni gegn offitu og síðast en ekki síst hafa þessar rannsóknir leitt í Ijós að heilasellur þróast örar sem aft- ur Ieiðir til aukinna námshæfi- leika og betra minnis. Rannsóknir á áhrifum þessa efnis á mannslíkamann eru enn á byrjunarstigi en virðast þó enn sem komið er einkum benda til jákvæðra áhrifa, jafn- framt því sem hliðaráhrif virð- ast lítil sem engin. Konur sem tekið hafa mjög stóra skammta hafa að vísu fengið unglinga- bólur og vísi að skeggvexti. Um þetta efni gildir þó í raun það sama og testósterón að langtímaáhrifin af inntöku þess í lyfjaformi eru enn að mestu óljós. VAXTARHORMÓN . HÆTTULEGT OG DYRT Vaxtarhormón sem manns- líkaminn framleiðir í ríkum mæli á uppvaxtarárunum hef- ur einnig verið notað til að draga úr öldrunareinkennum karlmanna og með allgóðum árangri. Efnið hefur alllengi verið notað til að örfa vöxt barna sem annars hefðu orðið dvergar en á síðustu árum hef- ur það komið á markað í heilsugeiranum. Vaxtarhormónið er þó mjög dýrt; í Bandaríkjunum getur ársskammtur kostað kringum milljón íslenskra króna og ýmsar hættur eru taldar sam- fara inntöku þessa yngingar- lyfs. Hormónið getur orsakað vöxt einstakra líffæra eða lík- amsvefja með tilheyrandi vaxt- arverkjum og hættum því sam- fara. Þá er talin aukin hætta á sykursýki og jafnvel hjarta- sjúkdómum. NÝ RÁÐ VIÐ GETULEYSI Þótt svo kunni að fara að hormónalyfin standi undir björtustu vonum og áttræðir menn muni í framtíðinni renna sér á skíðum í Ölpunum eða svífa yfir Saharaeyðimörkina í loftbelg er þó eitt algengt vandamál sem þessi lyf munu ekki leysa ein og sér. Það er getuleysið. En jafnvel hér eru vísindin ekki af baki dottin. Bandaríska fyrirtækið Phar- macia & Upjohn hefur nú um eins árs skeið auglýst að allt að því hver einasti karlmaður geti nú unnið bug á getuleysinu. Lyfinu sem þetta fyrirtæki hef- ur á boðstólum er einfaldlega sprautað inn í liminn. EINFÖLD SÖNNUN! Það var raunar árið 1983 sem Bretinn G.S. Brindley sýndi fram á að slakandi lyf sem sprautað er í liminn hafi þau áhrif að víkka æðarnar sem veita blóði fram í liminn. í frægu erindi sem Brindley hélt á fundi bandarískra sérfræð- inga í þvagfæralækningum sýndi hann fram á að áhrifin af þessari aðferð uppfylltu fylli- lega björtustu vonir. I lok erindisins skýrði Brindl- ey frá því að hann hefði gefið sjálfum sér eina sprautu áður en hann steig í ræðustól. Því næst leysti hann niður um sig og sannaði fyrir þingheimi svo ekki varð um villst að lyfið hafði áhrif, jafnvel við mjög erfiðar aðstæður. Það fylgir raunar þessari sögu að sér- fræðingarnir í salnum hafi þyrpst upp á svið til að aðgæta hvort brögð væru í tafli en svo reyndist ekki vera. KOMDU MEÐ SPRAUTUNA, ELSKAN! Fjöldamargir karlmenn fyll- ast hryllingi við þá tilhugsun eina að stinga sprautunál í þetta viðkvæma líffæri. Gildir þá einu þótt unnt sé að sýna fram á að sprautan sé bæði sársaukalítil og hættulaus. Aðrir bregðast ókvæða við þeirri tilhugsun að þurfa fram- vegis að hefja kynferðislega til- burði með því að segja við konuna sína: „Komdu með sprautuna, elskan.“ Mörgum vísindamönnum þykir af þess- um sökum ljóst að srautan muni seint leysa vandamál allra þeirra sem eiga við getu- leysi að stríða. Önnur fyrirtæki, þeirra á meðal lyfjarisinn Pfizer, eru því að þróa ný lyf í pilluformi, lyf sem kynnu í framtíðinni að verða stóra lausnin á þessum vanda. Það lyf sem Pfizer-fyrir- tækið er að þróa er tekið klukkustund fyrir samfarir og auðveldar blóðflæði fram í lim- inn. Þannig er því fyrst og fremst ætlað að auðvelda eðli- leg viðbrögð limsins við ástar- atlotum. Fyrstu tilraunir með þetta lyf sýna verulegan árang- ur hjá 90% þeirra sem taka það. KALDHÆÐNI ORLAGANNA Það er svo auðvitað kald- hæðni örlaganna að þeim árangri sem kann að nást með allri þessari hormóna- og lyfja- meðferð er unnt að ná að stór- um hluta á miklu einfaldari hátt, — nefnilega með hollu líf- ■ erni og hreyfingu. Regluleg lík- amsþjálfun og hollt mataræði viðheldur styrkleika beina- grindarinnar og vöðvanna, auðveldar svefn, heldur okkur geðprúðum og í góðu skapi, dregur úr streitu, viðheldur kynhvöt og kyngetu og getur jafnvel viðhaldið framleiðslu líkamans á þeim hormónum sem æ fleiri munu á næstu ár- um taka í pilluformi með kaffi- bollanum sínum á morgnana.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.