Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1996 — Fáránlegir fordómar White Man’s Burden ★★ Aðalhlutverk: John Travolta, Harry Belafonte, Kelly Lynch og fleiri Handrít og leikstjórn: Desmond Nakano Leikferill Johns Travolta var kominn langt niður á við fyrir nokkrum árum. Hann hafði helst verið þekktur sem dansari sem gat svo sem mun- að nokkrar setningar, þó að hann væri góður leikari, og þegar baráttan við aukakílóin fór að verða honum erfið hætti hann að fá góð hlutverk. Hann stefndi í að vera algjör- lega búinn að vera þegar Quentin Tarantino bjargaði honum með meistaraverki sínu Pulp Fiction. Þar með var hann kominn hátt upp á stjörnuhimininn á nýjan leik. Við tóku frekar góð hlutverk; Chili Palmer í Get Shorty og ill- mennið í Broken Arrow. En myndin sem fylgdi í kjölfar þeirra, Phenomenon, gekk ekki upp og sama má segja um nýjustu myndina, White Man’s Burden. í sjálfu sér er hug- myndin að myndinni alls ekki slæm, það er að segja að sýna hvítu fólki hvernig það væri ef svart fólk væri í þeirra að- stöðu og hvítt fólk væri í minnihluta. En hins vegar gengur myndin of langt. Sam- kvæmt henni búa þeir hvítu bara í niðurníddum úthverf- um og þeir svörtu eru allir milljónamæringar sem skemmta sér við að ræða um ástæður þess af hverju hvítir eru svona óvandaðir og vit- lausir. Ef maður tekur þetta atriði og breytir því yfir í rétta mynd, þá sér maður að sá hvíti maður sem hugsaði á þennan hátt væri of vitlaus til að geta verið risi í fjármála- heiminum. Þröngsýnin og for- dómarnir sem einkenna svert- ingjana eru eitthvað sem á ekki við gáfað fólk. í þessu slæma hlutverki er Harry Belafonte. Það er sorglegt að sjá hann reyna að gera eitt- hvað úr því, út af því að mað- ur veit að hann getur gert bet- ur. Travolta sjálfur ofleikur rosalega á köflum og er ekki nógu sympatískur sem verka- maðurinn sem missir starfið fyrir tilstilli Belafontes. Mynd sem þessi ætti að ganga út á það að John Travolta kenndi Harry Belafonte eitthvað um raunveruleikann og fengi hann til að hætta þessum for- dómahugsunarhætti, en sama hversu mikið Harry lærir; Tra- volta á alltaf að hafa rétt á að fara í fýlu. Helmingur myndar- innar gengur út á það að Tra- volta fer í fýlu og Harry á að skammast sín. Endirinn er mjög ósanngjarn fyrir Harry og manni fer að finnast sem hann sé svo vondur að hann eigi ekki skiiið að lifa lengur, málið er bara það að hann er ekkert sérstaklega vondur. Þessi mynd hefði átt að geta sýnt fólki hvernig hlutirnir eru, óháð litarhætti, en hún hefur hins vegar þau áhrif að svart fólk á eftir að verða enn reiðara og hvítu fólki finnast svart fólk hafa það allt of gott. Hljómsveitin Unun er nýkomin frá London — og á leiðinni til Köben. Þar spila þau á loka- tónleikum Eurospott- ing; hátíðar sem stendur í fjóra daga og lýkur með tónleikum þar sem fram koma fimmtán hljómsveitir frá tíu löndum. Tónleik- arnir fara fram á stað sem heitir Vega og verða teknir upp af fjölda evrópskra út- varpsstöðva, þar á meðal hinum ríkis- « reknu BBC og RÚV. f Ingibjörg Stefánsdótt- ir kannaði málið. w ^ (o 1 (^cj Blaðamaður Helgarpóstsins ræddi við þrjá meðlimi Un- unar, þá Gunnar Lárus Hjálm- arsson, Þór Eldon og Birgi Baldursson, sem hefur spilað á trommur með Unun frá því nú í júií. En hvað voru þau að gera í London? Gunnar: Við spiluðum á skítaholu í Camden sem heitir Monarch. Þar vorum við bara enn einu sinni að spila fyrir þetta fólk í London sem hefur áhuga á okkur, blaðamenn og útgáfufólk - bransafólkið. Það var hundleiðinlegt. Við vorum reyndar líka að prófa nýja hljóðmanninn okkar, hann David Lamb. Kvöldið eftir, þann 15. október, hituðuðum við upp fyrir sænsku hljóm- sveitina Wannadies. Þá spiluð- um við fyrir 1.000 manns í kjall- aranum á Astoria. Við vildum fá eitthvert pláss til að geta hreyft okkur — almennilegt svið, fengum það þar, ákváðum að vera góð og vorum það. Hvenœr œtlið þið nœst að halda tónleika hér á landi? Gunnar: Ég myndi gefa því að minnsta kosti ár. Þór: Tveir af hljómsveitar- meðlimum búa úti í London, þau Heiða og Valgeir (Sigurðs- son, hljómborðsleikari), og það er út í hött að þau séu að koma heim til þess að spila fyr- ir 50 manns. Biggi: Það vantar tilefni, t.d. plötuútgáfu. Já, hvenœr kemur nœsta plata? Þór: Við unnum dálítið af efni úti, en höfum ekki enn ákveðið hvenær við förum í stúdíó. Við eigum nóg efni á góða plötu, en ekki á nýja frábæra plötu. Við ætlum að taka næstu plötu upp einhvers staðar þar sem hitinn „Við ætlum að lifa á þessu. Við viljum ekki gera þetta þannig að við þurfum að fara að syngja „Mjólk er góð“ ef næsta plata selst ekki.“ er fyrir ofan frostmark. Gunnar: íslensk stúdíó eru heldur ekki alveg nógu góð fyr- ir Unun. En þið tókuð fyrstu plöt- una ykkar „Æ“ upp hér. Þór: Það var líka vondur hljómur á henni. í haust hefur umboðsmaður hljómsveitarinnar, Ámi Bene- diktsson, verið að setja upp skrifstofu Whoops Manage- ment-umboðsfyrirtækisins í London, sem aðeins hefur eina hljómsveit á sinni könnu; Unun. Árni er að raða tilboðum um samninga í skrifborðsskúffu. Gunni: Síðan er það bara Ugla sat á kvisti... Ætlið þið þá ekki að fara að skrifa undir hjá einhverju útgáfufyrirtœkinu, — hvern- ig ganga samningaviðrceð- ur? Þór: Þær ganga vel, eins og þær hafa gert síðastliðið ár. Við gætum hæglega verið búin að gera samning, en á meðan áhugi er fyrir Unun þarna úti þá spennum við bogann eins hátt og unnt er. Það er alltaf hægt að gera vondan samning, en við höfum ekki áhuga á því. Við erum búin að gera höfund- arréttarsamning við Island-fyr- irtækið. Gunni: Það er einn af risun- um og ræður 30% af Evrópu- markaðinum. Þór: Samningurinn var okkur það hagstæður að við getum beðið róleg. Eins og fólkið hjá Island hamrar á endalaust þá erum við ekki á síðasta sölu- degi. Þau biðja okkur þess lengstra orða að bíða og vilja fá miklu meira fyrir okkur en við látum okkur dreyma um. Gunni: Það er ekki bara að þessi fyrirtæki séu að skoða okkur — við erum að skoða þau. Þór: Þetta er fólkið sem við komum til með að hafa vikuleg samskipti við næstu árin. Það eru líka milljón varnaglar sem þarf að slá — af því við ætlum að lifa á þessu. Við viljum ekki gera þetta þannig að við þurf- um að fara að syngja „Mjólk er góð“ ef næsta plata selst ekki. Crush frá Dead Sea Apple Crush er heitið á nýútkom- inni plötu hljómsveitar sem áður hét Barátta en heitir nú Dead Sea Apple. Hljóm- sveitin ber enskt nafn, platan ber enskt heiti og svo er sung- ið á ensku. Blaðamann HP langaði að vita: Af hverju öll þessi engilsaxneska? „Það er engin sérstök ástæða fyrir því,“ segir Stein- arr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar, hásri röddu í símann, en flensan hef- ur herjað á hann eins og marg- an góðan íslendinginn þessa köldu nóvemberdaga. „Þegar við byrjuðum fyrir þremur ár- um sungum við bæði á ensku og íslensku og eins vorum við með stefnur í allar áttir. Svo ákváðum við einn daginn að setjast niður og finna eina stefnu sem hentaði okkur og enskan fylgdi í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Önnur ástæða fyrir enskunni er að við stefn- um út fyrir landsteinana með tónlistina okkar. Ég veit ekki hvað á að kalla tónlistina sem við spilum. Við erum til dæmis ekkert hræddir við að nota önnur hljóðfæri á plötunni en þessi hefðbundnu. Til að mynda er nokkuð um strengjahljóðfæri í lögunum og eins heyrist í sítar í nokkrum þeirra. En þetta er náttúrulega bara rokk hjá okkur. Þetta er fyrsta platan okkar og við erum að koma inn á markaðinn á allt öðrum grund- velli en þeir sem eru að gefa út þriðju, fjórðu, fimmtu eða sjöttu plötuna sína. Við gerum okkur því ekkert allt of miklar væntingar, þó svo að vonandi gangi platan okkar vel í fólk- ið,“ segir Steinarr og hóstar svolítið að lokum. Ari Eldjárn skrifar um kvikmyndir Bíóin í bænum KtásMaföfiá) The Nutty Professor ★ Murphy eins og hann geríst verstur. Horfid frekar á frummyndina eða leigid „Eddie Murphy Delerious“. The Arrival ★ Handritið er fáránlega paranoid, leik- stjórn slöpp og geimverurnar hlægilegar. Djöflaeyjan ★ ★★★ íslensk kvikmyndagerð á uppleið. Von- andi koma fleiri svona. Breaking The Waves ★ ★★★ Lars von Trier er séní. Dead Man ★ ★★★ Jim Jarmusch aftur kominn á kreik. Sennilega besta mynd hans til þessa. A Time To Kill ★ ★★ Effektift réttardrama með góðum leikur- um. Matthew McConaughey er bestur. Phenomenon ★★ Myndin byrjar vel og er skemmtileg fyrir hlé en rennur svo eftir það alveg út í sandinn. Djöflaeyjan (Sjð Hðskólabíó) Lamerica ★ ★★★ Snilldarverk frá leikstjóranum Gianni Amelio. The Island of Dr. Moreau. ★ Hryllileg vísindaskáldsögu-adaption. Marion Brando er eins og trúður. Escape From LA ★ John Carpenter vinnur greinilega bara vel með Irtinn pening á milli handanna. Striptease ★ ★ Ekkert hræðileg og ekkert frábær. Burt Reynolds er fyndinn en endirinn absúrd. ID4 ★ Þjóðremba og tölvubrellur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.