Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 19

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 19
FlMIVrnJDAGUR 14. NÓVEMBER1996 19 ■MH langt í frá slakur markmaður, þeir líða hins vegar dálítið fyrir slappa vörn á stundum. Ná langt ef svo heldur rram sem horfir Gera má ráð fyrir að nýfeng- inn árangur í Evrópukeppninni verði til að auka Stjörnumönn- um sjálfstraust. Sumir mega varla við því, en í heildina er það jákvætt og liðið kemst pottþétt í úrslitakeppnina og er til alls trúandi þar. Hampa KR-ingar dollu eða verða það Suðurnesjaliðin sem vinna allt eins og vanalega? Grindavík, Keflavík, Njarð- vík og KR hafa öll tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum lengjubikarkeppninnar. Það er því sýnt að einungis KR-ingar eiga möguleika á að hnekkja veldi Suðurnesjaliðanna í körfu í bikarnum þetta árið. Segja má að þetta séu fjögur bestu körfuboltalið landsins í dag, önnur eru talsvert slakari, að Haukum undanskildum. Möguleikar liðanna fjögurra virðast nokkuð jafnir þegar grannt er skoðað. Samsetning liðanna er þó ólík. Keflvíkingar hafa „tvíhleypuna“, þá Guðjón Skúlason og Kristin Friðriks- son. Þeir félagar eru ótrúlega hittnir og yfirleitt þarf ekki nema annar þeirra að eiga góð- an dag til að sigra. Guðjón er sá leikmaður sem öll lið verða að stoppa, en fá geta. Hann þarf lítinn tíma til að skjóta og er svo yfirfullur af sjálfstrausti að hann lánar félögunum til hægri og vinstri og munar ekk- ert um það. Kristinn er að ná sér upp eftir að hafa verið í línudansi eða snúrudansi (hvað sem menn vilja kalla það) undanfarin ár. Kristinn er ótrúleg skytta og það er eins og það hvarfli aldrei að honum að hann muni ekki hitta, hann er einn af fáum mönnum á landinu sem taka skot marga metra fyrir utan þriggja stiga línuna og komast upp með það. Spurningin er um hver út- hlutar skotleyfum í Keflavík. Auk áðurnefnds sóknardúetts eru þeir Falur og Hjörtur Harðarsynir miklar skyttur (ekki bræður, a.m.k. ekki hvor annars) og segja má að það sé aðalhöfuðverkur Keflavíkur að einungis einn bolti skuli vera í gangi í einu, allir vilja skjóta. Albert Óskarsson er liðinu ómetanlegur. Hann er frábær varnarmaður og ódrepandi vinnuhestur, hann skilar sín- um tíu stigum í leik og öðru eins af fráköstum. Það er fáa veikleika að finna á Kefiavíkur- liðinu. Draumaúrslitaleikurinn er að sjálfsögðu KR-Keflavík. Líkur eru á að hvorki Óskar Kristjánsson né mamma Guð- jóns Skúlasonar yrðu í aðal- hlutverkum þá, — og þó. Ekki yngsta liðið, en reynslan segir sitt Ekkert annað lið á landinu myndi þola áfall eins og að missa Val Ingimundarson og Teit Örlygsson með svo skömmu millibili. Reyndar fengu þeir einn albesta útlend- inginn, Torrey John, en það er leikmaður sem skorar sjaldan eða aldrei undir 25 stigum í Ieik — tekur fjölda frákasta og á mýmargar stoðsendingar. Þar að auki styrkir Keflvíking- urinn Sverrir Sverrisson liðið talsvert, en hann er glúrinn leikmaður sem hefur reynt sitt- hvað í boltanum þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir eru svo Rúnar Árnason, Friðrik Ragn- arsson, Kristinn Einarsson og Jóhann „skemmtikraftur“ Kristbjörnsson. Allt leikmenn sem þekkja fátt annað en sigur. Spurningin er bara hvort hinn síungi ísak tekur fram skóna að nýju. Njarðvíkinga fer að þyrsta í alvörutitil, enda er grunsamlega langt síðan þeir hafa unnið til verðlauna. Enginn Bragason, bara Helgi og Marel Grindíánarnir ættu að vera vel þjálfaðir. Friðrik Rúnars- son þjálfar þá og með liðinu leikur landsliðsþjálfarinn Jón Kr. Gíslason. Það er því sýnt að Grindavíkurpiltarnir mæta vel peppaðir í alla leiki. Brott- för Guðmundar Bragasonar hefur skipt minna máli en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þeir Helgi Jónasson, Herman Myers og Marel Guð- laugsson hafa verið potturinn, pannan og sleifin í leik liðsins. Pétur Guðmundsson er mikill stemmningsstrákur og liðinu geysimikilvægur. Hans hlut- verk er að taka eitthvað af þeim fráköstum sem Guð- mundur Bragason tæki annars. Liðið er eins og áður segir vel þjálfað og skyttur liðsins mjög góðar, en liðið er ekki sérlega hávaxið. Metnaðurinn er þó til staðar og ætli Grindvíkingar vilji ekki eiga sem flesta leik- menn í landsliðinu. Jón Kr. ætti að minnsta kosti að þekkja styrkleika þeirra og veikleika út og inn. Mikið lagt undir — krafa um árangur KR-ingar hafa löngum haft það orð á sér að vera eingöngu fótboltaklúbbur. Það er reynd- ar hálfhlálegt ef miða á við árangur knattspyrnuliðsins undanfarin 28 ár. Hvað um það. Handknattleiksdeildin er týnd og tröllum gefin og titill í körfunni í vor gæti verið fyrir- boði betri tíma hjá félaginu. KR-ingar tefla fram geysiöflugu liði. Fremstir í flokki fara þeir Hermann Hauksson, Ingvar Ormarsson, Jonathan Bow, Hinrik Gunnarsson og ÓskcU" Kristjánsson. Þessir strákar eru allir ungir, utan Jonathan Bow, en eru metnaðarfullir og allir við eða í landsliði. Fyrir utan þessa stráka má svo nefna þriðja Tindastólsmann- inn, Björgvin Reynisson, að ógleymdum blökkumanninum David Edwards og Birgi Mika- elssyni. Liðið er eins og sjá má firnasterkt og það verða mikil vonbrigði fyrir vesturbæinga ef enginn titill vinnst í körfunni þetta árið. Háum fjárhæðum var eytt til að styrkja liðið fyrir tímabilið og strákarnir vita vel af pressunni. KR-ingar unnu sterkasta mótherjann í átta liða úrslitum; Hauka, og eru til alls líklegir. Hinn kjaftagleiði og stórgóði leikmaður Pétur Ingvarsson sagði reyndar í út- varpsviðtali fyrir leikinn að KR væri heimavallarlið og því kviði hann ekki kvöldinu. Spurningin er hvort KR ætti ekki að fara að spila heimaleik- ina sína í Strandgötunni, því þar ná þeir oftast hagstæðum úrslitum. Stjaman skín í Evrópu Flestir handboltaspámenn landsins gerðu ráð fyrir að Stjarnan yrði um miðja deild. Kannski aðeins aftar ef eitt- hvað væri. Stjörnumenn hafa aftur á móti komið hrakspá- mönnum á óvart og verið firna- sterkir í vetur. Þeir þurfa auð- vitað að ná örlítið meiri stöð- ugleika í liðið, en mótið er rétt byrjað þannig að þeir eru í góðum málum. Garðabær hef- ur alltaf verið meira fyrir hand- bolta en fótbolta, þó eru áhorf- endur í Garðabænum ekki þeir bestu á landinu. En Stjörnu- menn hafa sýnt með frábærum árangri í Evrópu að þeir eiga stuðning heimamanna vísan. Frábærir hornamenn Aðalstyrkur liðsins er auð- vitað hinn ódrepandi, skot- glaði baráttuhundur Valdimar Grímsson. Hann hefur sýnt og sannað að hann er einn besti handknattleiksmaður lands- ins. Þjálfarinn Valdimar hefur og sannað sig; hann stóð sig vel með Selfyssinga. Þá eru ótalin þau áhrif sem hann hafði á KA-liðið með leik- reynslu og sigurvilja. Konráð Olavsson er auðvitað góður leikmaður, en hann hefur hugsað meira um hárið á sér en handbolta undanfarið. Þetta gengur ekki með stríp- urnar Konni! Að öllu gamni slepptu þá er hann feikiöflugur leikmaður og er búinn að stimpla sig inn í landsliðið að nýju. Þeir félagar hafa skorað mikið og lögðu grunninn að Evrópusigrinum. Metnaðurinn er til stað- ar en hvar er vörnin? Aðrir leikmenn Stjörnunnar eru nokkuð góðir og virðast hafa viljann til að ná lengra. Jón Þórðarson, Magnús Magnússon og Hilmar Þór- lindsson eru allt frambærilegir leikmenn og menn sem geta skorað og gera talsvert af því. Stjarnan er sóknarlega sinnað lið og þeir hafa skorað mikið af mörkum í vetur en að sama skapi fengið dágóðan slatta til- baka. Það sést best í Evrópu- leikjunum gegn Spark, þar sem liðið skoraði 65 mörk í tveimur leikjum og fékk á sig 59 kvik- indi. Það hefur verið talað um að markverðir Stjörnunnar séu slakir, en því er ég ekki sam- Jjykkur. Norðanmaðurinn Axel Stefánsson var í læri hjá Guð- mundi Hrafnkelssyni í nokkur ár og hefur án efa lært af hon- um og Ingvar Ragnarsson er Körfubolti Suðumes eða KR? Lesendur láta Ijós sitt Kæri Póstur. Ég vil byrja á að þakka góða dálka síðustu misseri og megi blaðið dafna eftir eigendaskipt- in, — tekur þetta engan enda? Hvernig vœri að láta blaðið bara kosta 1.000-kall? Framtíð- in tryggð. Hver myndi ekki fórna einni vídeóspólu, snakki og kóki í viku hverri til að lesa dálkana hjá kónginum? Hvað um það. Það er með ólíkindum að a la Ólafsson sé enn á launum hjá KSÍ, eða borgar KSÍ honum kannski ekki laun? Ef svo er þá spyr ég bara fyrir hvað? Kannski borgar KSÍ hon- um nú eftir jafnteflið gegn írum. Mér er skítsama hvað hver seg- ir; mér fannst leikurinn grútlé- legur og leiðinlegur. Maður velt- ir því líka fyrir sér út af hverju Logi velur Einar Dan. í liðið? Hann notar hann aldrei. Þetta er eins og klisjan með Sigga Sveins þegar Bóbó Konráðs var einkavinur hans um árið. Ætli það vœri ekki best fyrir Einar að skipta um nafn, heita t.d. Ólafur Þórðar Dan eða Kristján Jón Dan? Það mundi örugglega svínvirka í landslið- ið. Takk fyrir. Landsbyggðar-Lýður. Lýður??? Ég sem hélt að ég væri hvassyrtur. Það er greini- lega misskilningur. Ég get ver- ið þér sammála um að blaðið er orðið allgott og vonandi verða nýir eigendur við stjórn lengur en þeir sem síðast voru. Veit ekki alveg með 1.000-kall- inn. KSÍ borgar Loga áreiðanlega góðan bónus fyrir stigið gegn Irum. Þarna er komið óvænta stigið í keppnninni. (Ef við hefðum verið búnir að spila eins og menn í keppninni ...) Þetta gerist hins vegar ekki aft- ur að ég held. Bæði léku írar af- spyrnuilla og það sem verra var; við sköpuðum okkur varla færi. En það eru stigin sem spurt er um, ekki gæði knatt- spyrnunnar. Þetta fer þó oftast saman og þannig verður það að vera ef árangur á að nást, utan sigur í vináttuleikjum. Þeir Sammi og Dolli hjá RÚV kepptust við að segja leikinn frábæran. Það er ekki á þá log- ið; þeir hafa ekki hundsvit á fótbolta. Leikurinn var skelfi- lega lélegur, en úrslitin voru mjög góð, því verður ekki móti mælt. Hvað varðar Einsa Dan, þá get ég ekki séð að hann spili með landsliðinu fyrir Loga. Maður veltir því hins vegar fyr- ir sér af hverju hann valdi ekki Hadda Ingólfs Aberdeen-mann, því það var borðleggjandi að hann myndi aldrei nota Einar. 77/ HP c/o íþróttir. Ég er ekkert sérlega hrifinn af þessum snepli ykkar, en ég er búinn að tala við tvö önnur blöð og þar fékk ég engin við- brögð, því sendi ég ykkur þess- ar línur. Hversu marga erlenda leik- menn er œskilegt að hafa í lið- um hérlendis? Er þessi þróun sérlega gáfuleg? Vænt þœtti mér um efþið gætuð grafist fyr- ir um þetta og veltykkur upp úr því. Kveðja, Margrét Sigurðardóttir. Við þökkum hólið. Hafi ég skilið bréfið rétt þá finnst þér vitlaust að leyfa fleirum en einum útlendingi að spila með hverju liði. Sé það inntak bréfsins þá er ég þér sam- mála. Það er hálffáránlegt, en á móti kemur að fáir eða engir góðir körfuboltamenn nenna að hanga á stöðum eins og ísafirði, Sauðárkróki og álíka stöðum. Reyndar mætti ætla að ekki einu sinni íslendingar vildu búa á Króknum miðað við fjölda útlendinga í liðinu. Liðum með fleiri en einn út- lending væri hollara að hugsa sinn gang og styrkja frekar hjá sér unglingastarfið fyrir pen- ingana.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.