Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 22
22
FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1996
The Pilgrimage
Paulo Coelho
Harper Collins 1995
Vegurmn
tilviskunnar
The Pilgrimage kom fyrst út I Bras-
illu áriö 1987. Bókin fjallar um píla-
grímsferö höfundar um veginn frá
Saint-Jean-Pied-de-Port í Frakklandi til
Santiago á Noröur-Spáni. Vegurinn er
einn af þremur elstu leiöum sem píla-
grimar kristinnar trúar hafa gengiö.
Höfundur fór feröina á 58 dögum
ásamt leiösögumanni sem er jafn-
framt trúarlegur leiöbeinandi. Feröin
er farin til eflingar andlegum þroska
en þaö getur stundum verið snúiö, til
dæmis kemst sögumaöurinn aö þvi í
upphafi feröar aö hann hefur gengiö í
hringi í sex daga og klifiö sama fjallið
á ótal mismunandi vegu.
í bókinni eru fjölmargar æfingar
ætlaöar til andlegs þroska og I henni
er jafnvel uppskrift aö því hvernig
hægt sé og beri aö hafa samband viö
djöfulinn í jákvæöum tilgangi. Hinar
andlegu æfingar minna mjög á ind-
verska trúar- og heimspeki, t.d. önd-
unar- og slökunaræfingarnar, en sum-
um þeirra er auk þess ætlaö aö efla
Imyndunarafliö, losa menn viö afbrýði
og relöi og hjálpa þeim aö ná betra
sambandi viö hinn andlega og efnis-
lega heim. Bókin er afskaplega
skemmtileg aflestrar og afar fræö-
andi um hinn kaþólska hugarheim.
The Pilgrimage er fyrsta bók
Coelho, sem náöi endanlega heims-
frægö meö bók sinni The Alchemist
áriö 1988, en samanlagt hafa þær
selst í tiu milljónum eintaka. Bækur
Coelho hafa veriö þýddar á 26 tungu-
mál og ef Gabriel Garcia Márques er
undanskilinn þá nýturvart nokkur
suöur-ameriskur höfundur meiri hylli
og almennra vinsælda nú um stundir.
Bókin er 226 siöur, fæst hjá Máli
og mennlngu og kostar 1.630 krónur.
TheMerjnaids
Singing
Val McDermid
Harper Collins 1996
Hugarórar
fiöMamorðingia
í bænum Bradfield á Englarioi hafa
fjórir menn veriö myrtir. Likin hafa
fundist illa útleikin á víöavangi.
Hræðsla heltekur borgarbúa og eng-
inn er öruggur. Sálfræöingurinn Tony
Hill er kvaddur til af lögreglu tll þess
aö finna út mynstur moröingjans.
Meö aöstoö lögreglukonunnar Carol
Jordan tekst Tony sífellt aö þrengja
hringinn um hinn geösjúka moröingja,
en án þess aö vita þaö hefur honum
tekist aö gera sjálfan sig tilvalinn
sem næsta fórnarlamb. Á þessa lund
hljómar söguþráöur bókarinnar The
Mermaids Singing eftir skosku skáld-
konuna Val McDermid.
Val McDermid fer svo sannarlega
á kostum i þessari bók, en hún hefur
áöur sent frá sér sex glæpasögur.
Höfundi tekst allan tímann aö halda
uppi magnaöri spennu og ekki nóg
meö aö frásögn af sjálfri rannsókn
fjöldamoröanna sé hrikaleg heldur
bætir McDermid um betur, því aö i
stuttum milliköflum opnar hún les-
andum sjúklegan og afskræmdan
hugarheim moröingjans, en hann
beitir vægast sagt viðbjóöslegum aö-
feröum viö aö murka liftóruna úr fórn-
arlömbum sinum. Val McDermid
tekst hvaö eftir annaö aö láta hár
lesandans rlsa.
The Mermaids Singing var kosin
besta glæpasaga árslns 1995 af
samtökum glæpasöguhöfunda í
Bandarikjunum.
Bókin er 387 siður, fæst hjá Máli
og menningu og kostar 990 krónur.
Réttur almennings til vitneskju
Rétturinn til að vita“ er
orðalag, sem oft er notað
til að styðja þá hugsun, að
sinna skuli almannamálum í
heyranda hljóði og opinber-
lega. Opinberar athafnir
stjórnvalda hafa í sögulegum
skilningi verið eitt af grund-
vallaratriðum lýðræðishug-
sjónarinnar. Jafnvel á Alþingi
hinu forna, sem var bæði dóm-
stóll og löggjafarsamkunda,
gilti sú regla að þingið skyldi
heyja í heyranda hljóði. Þetta
er sú grundvallarhugsun, sem
liggur til grundvallar þeirri lýð-
ræðislegu mannréttindareglu,
að almenningur eigi ekki að-
eins rétt, heldur beri hinu op-
inbera valdi skylda til að veita
þegnunum aðgang að þeim
upplýsingum, sem lagðar eru
til grundvallar ákvörðunum.
Þetta er regla, sem má rekja
til Grikklands hins forna. í ald-
anna rás hefur þessi regla eigi
ógjarnan verið fótum troðin.
Það var svo ekki fyrr en með
mannréttindayfirlýsingu
Frakka á síðari hluta 18. aldar
og stjórnarskrá Bandaríkj-
anna, sem þetta grundvallarat-
riði lýðræðishugsjónarinnar
fékk hljómgrunn á ný. Raunar
var reglan um upplýsingafrelsi
bundin í lög sem sérstakur
kafli sænsku stjórnarskrárinn-
ar frá 1766. Þetta má því kalla
tæplega tveggja alda framsýni
Svía, því ekki var almennt farið
að samþykkja sérstök lög á
sviði upplýsingafrelsis fyrr en
um miðja þessa öld! Krafan um
upplýsingafrelsi er þannig ekki
beinlínis nútímafyrirbæri, þótt
þörf á skýrum reglum hafi
ágerzt vegna flóknari stjórn-
sýslu lýðræðisríkja nútímans.
Án upplýsingafrelsis er ein-
staklingurinn ófær um að taka
ákvarðanir eða gera upp hug
sinn af viti eða þekkingu. Lýð-
ræðið væri lítils virði án upp-
Fjölmiðlar
Halldór Halldórsson
skrifar
lýsingafrelsis. Hið unga ís-
lenzka lýðveldi hefur ein-
kennzt af verulegri leynd og
það var ekki fyrr en fyrr á
þessu ári, sem Alþingi sam-
þykkti loksins svokölluð upp-
lýsingalög, sem eiga að tryggja
okkur þessi grundvallarmann-
réttindi. Það er satt að segja
með eindæmum, að það skuli
hafa tekið um aldarfjórðung að
koma lögum um upplýsinga-
frelsi á koppinn. En um leið er
lagasaga þess e.t.v. dæmi um
þann lága sess, sem lýðræðis-
legar grundvallarreglur hafa
skipað hérlendis.
„Hið unga íslenzka
lýðveldi hefur einkennzt
af verulegri leynd og það
var ekki fyrr en fyrr á
þessu ári, sem Alþingi
samþykkti loksins svo-
kölluð upplýsingalög,
sem eiga að tryggja
okkur þessi grundvallar-
mannréttindi. “
Vinnureglur á tvist og bast
Lítil reynsla er komin á upp-
lýsingalögin nýju. Þau eiga að
tryggja ríkari rétt til upplýs-
inga í stjórnsýslunni og tak-
markanir á aðgang að skjölum
hjá hinu opinbera hafa verið
þrengdar. Ánnars eru upplýs-
ingalögin talsvert spurningar-
merki, enn sem komið er, því
ekki er ennþá komið í ljós það
notagildi, sem þau eiga að hafa
fyrir almenning, fjölmiðla,
sagnfræðinga o.s.frv. Almenn-
ar vinnureglur eru í raun ekki
til, heldur er gert ráð fyrir að
þær mótist af starfi úrskurðar-
nefndar um ágreiningsmál.
Stöku ráðuneyti búa við ein-
faldar vinnureglur, s.s. um það
hversu rösklega skuli svara
bréfum og fyrirspurnum, en
því miður er reynsla mín ákaf-
lega misgóð eftir ráðuneytum.
Ég hef þurft að bíða eftir svari í
2-4 mánuði og jafnvel lengur
án þess að fá svar við ósk um
efni, sem engin rök mæla með
að skuli fara leynt. Önnur ráðu-
neyti hafa reynzt til fyrirmynd-
ar.
Megingallinn er sá, að af
upplýsingalögunum er alls
ekki kleift að svara með óyggj-
andi hætti hvort tilteknar upp-
lýsingar eru aðgengilegar eða
ekki. Mér sýnist vanta í lögin
ótvíræð ákvæði um aðgang
auk þess, sem kveðið er á um
skjalaleynd í áratugi af ástæð-
um, sem ég fæ illa séð hvernig
geta staðizt grundvallaratriði
og -tilgang upplýsingalaganna.
allir þeir sem komið hafa að
lagasögu upplýsingaskyldu
eða upplýsingafrelsis hérlend-
is og nú síðast samningu upp-
lýsingalaganna geri sér grein
fyrir því, að þessi lög þurfa að
vera undir stöðugu eftirliti og í
stöðugri endurskoðun. Is-
„Vinnuskjöl" —
leyniplögg framtíðarinnar
Ég trúi ekki öðru en því, ;
lenzkt skrifræði er t.d. ekki
mjög háþróað og viðbúið að
gera verði bragarbót á skrif-
finnskunni til þess að upplýs-
ingalög þjóni tilgangi sínum. Á
sama hátt verður að gera ráð
fyrir því, að laga þurfi upplýs-
ingalögin að frumstæðu skrif-
ræði.
Ég hef áður nefnt nokkur at-
riði, sem vöktu með mér efa-
semdir um notagildi laganna,
s.s. svokölluð vinnuskjöl, sem
„stjórnvald hefur ritað til eigin
nota“. í þennan skjalaflokk
væri með góðum vilja hægt að
flokka því sem næst öll plögg,
sem verða til í stjórnsýslunni.
Fram til þessa hafa skjöl af
þessum toga m.a. verið kölluð
„innanhússplögg" og starfs-
menn í stjórnsýslunni skotið
sér á bak við slíkar nafngiftir.
Algengast er, að ráðherrar hafi
lokað slík skjöl niðri með þess-
ari töfranafngift, en um hitt eru
líka til dæmi, að embættis-
menn hafi haldið upplýsingum
leyndum fyrir fjölmiðlum og
ráðherrum með því að nota
þetta heiti. Anzi er ég hræddur
um, að nýja töfraheitið verði
„vinnuskjal".
í kvöld verður efnt til kynn-
ingarfundar á nýju lögunum.
Vonandi er það þó ekki til
marks um ætlað notagildi lag-
anna, að fundurinn er haldinn í
Þjóðskjalasafninu! Vissulega
hafa aðgangsreglur að gömlum
skjölum verið rýmkaðar, en
fyrir blaða- og fréttamenn er
einkum forvitnilegt að heyra
hvernig lögin koma til með að
breyta aðgangi fjölmiðla að
upplýsingum, sem varða
ákvarðanir um málefni al-
mennings í samtímanum. Þess
vegna þykir mér það heldur
naumt skammtað að ætla að
setja litla milljón í kynningu á
nýju upplýsingalögunum. Það
á að kynna þau af krafti.
. Bókmenntagetraun
Isíðustu viku birtum við texta úr íslandsklukku Halldórs Lax-
ness og úr réttum lausnum var dregið nafn Atla Viðars Þor-
steinssonar, Vífilsgötu 11, 105 Reykjavík. Atli fær senda bókina
Blóðakur eftir Ólaf Gunnarsson. Áð þessu sinni birtum við Ijóð
og biðjum um nafn skáldsins. Ljóðið er tekið úr bók sem kom út
um miðjan síðasta áratug. Þeir sem vita nafn höfundar ættu að
senda okkur línu, annaðhvort í pósti til HP Borgartúni 27, 105
Reykjavík, eða á myndrita 552 23 11. Svörin þurfa að hafa borist
fyrir þriðjudag. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningshafa
send bókin Undir hœlinn lagt eftir Gylfa Gröndal, sem Forlagið
gefur út.
Hver orti?
Sköpun heimsins
/ mannlegri viðleitni
munar um lítið handtak.
í kvöld brenn ég í skinninu
að skapa heiminn.
Mest að gera á morgun:
nóttin fer í efnisflutninga.
En hálfnað verk þá hafið er.
Horfumst í augu.
Fascism. A History
Roger Eatwell
Verso
Fasisininn
IHirgóðulíf
Víða á Vesturlöndum er fas-
isminn í uppgangi. Á meginlandi
Evrópu og í Bandaríkjunum eru
stærri og smærri hópar og
stjórnmálasamtök sem sækja
fyrirmynd sína til fasískrar hug-
myndafræöi.
Höfundurinn bendir á aö ekki
aöeins sé stjórnmálamenning
okkar menguö af þessari hug-
myndafræöi, sem náöi árangri á
fyrrihluta aldarinnar sem valkost-
ur viö andstæðurnar kapítalismi
og kommúnismi, heldur er ímynd
fasismans víöar aö finna. Til-
gangslaust ofbeldi meö kynferö-
islegum undirtón er þekkt úr
táknheimi fasista og þemu af
þessu tagi birtast með ýmsum
hætti í dægurmenningunni.
Oft er kenningasafniö sem
Hitler og Mussolini og Franco
geröu alræmt á fjóröa og fimmta
áratugnum afgreitt meö þeim
oröum aö þaö höföi aöeins til
vanþroska einstaklinga og ruglu-
dalla. En þaö er hættulegt viö-
horf. Sagan kennir aö mennta-
menn eru ginnkeyptir fyrir hug-
myndum um heildrænt samfélag
undir styrkri stjórn foringja. Þýski
heimspekingurinn og einn af
frumkvöölum tilvistarstefnunnar,
Martin Heidegger, ánetjaöist
kenningum nasista í Þýskalandi
og svo var um fleiri gáfumenn á
Ítalíu og Spáni þar sem fasískar
ríkisstjórnir sátu á fýrrihluta ald-
arinnar.
Bókin fjallar ítarlega um síö-
fasískar hreyfingar á Vesturlönd-
um og grefst fyrir um menningar-
legar forsendur fýrir uppgangi
þeirra.
Bókin fæst hjá Máli og menn-
ingu og kostar 1.795 kr.
30% afsláttur
Mál og menning býður 30%
afslátt af erlendum skáld-
sögum í kiljubroti
Fjölmiðlar í tölum
Færri
dagblöð
en fleiri
tímarít
Blaðaútgáfan frá 1965
Fjöldi útgefinna titla
1965 1980 1990 1992 1995 1996
Dagblöð 5 6 6 5 5 4
Blöð alm. eðlis
útg. 1-3 í vihu 11 6 15 17 13 vantar
útg. sjaldnar 51 49 43 55 100 vantar
Tímaritaútgáfan frá 1965
Fjöldi útgefinna titla
1965 1980 1990 1992 1995
Timarit alls 163 380 562 598 829
þar af útg. viku- til
mánaðariega 32 32 70 62 68
á tveggja mán. fresti
tiláriega 81 146 477 529 829
úreglulega 50 202 15 7 61
Heimild: Hagstofa Islands, Landshagir