Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 10

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 10
10 RMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 199( :HM HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Ný dagrenrang Framsóknarílokksins Þrátt fyrir nafnið er Framsóknarflokkurinn ekki fram- sækið stjórnmálaafl. Leita verður allt aftur til millistríðs- áranna að róttækum stefnumálum og framsýnni pólitík hjá flokknum. Þjóðfélagsþróunin var andstæð sveita- rómantík Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem hafði ímug- ust á örri stækkun höfuðborgarinnar og vildi efla lands- byggðina svo sem kostur var. Þótt fólk hafi unnvörpum greitt atkvæði með fótunum, flutt á mölina og hafnað stefnu Framsóknarflokksins varð landsbyggðaráhersla flokksins án efa til þess að draga úr „suðurstreyminu“ og bjarga því sem bjargað varð. Fyrir lýðveldisstofnun kom Framsóknarflokkurinn ár sinni vel fyrir borð í stjórnkerfinu og eftir því sem hug- sjónaglóð Jónasar frá Hriflu kulnaði varð fyrirgreiðslu- pólitík meira áberandi. Á áttunda áratugnum mátti flokkurinn sitja undir þungum ásökunum um spillingu og tvinnaðist sú umræða saman við alræmd glæpamál. Undir lok áratugarins galt flokkurinn afhroð í þingkosn- ingum og þegar við bættist hnignun Sambandsins mátti búast við að fjaraði undan landsbyggðarflokknum. En svo fór ekki og má að nokkru leyti rekja það til sterkra forystumanna, veikburða Sjálfstæðisflokks, sem klofn- aði á síðasta áratug, og markvissrar vinnu við að efla flokkinn á suðvesturhorninu er m.a. fólst í þeirri ráðstöf- un að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, færði sig um set frá Vestfjörðum og bauð sig fram í Reykjaneskjördæmi. Framsóknarflokkurinn var lengi skensaður fyrir að eiga hvergi heima í hinu hefðbundna vestræna pólitíska litrófi. Bæði sjálfstæðismenn og A-flokkarnir gerðu gys að framsóknarmönnum þegar þeir reyndu að finna sér bás í erlendu flokkasamstarfi. Nú þegar kennileiti í stjórnmálum eru ógleggri en áður og kenningakerfi í uppnámi er það kostur að vera ekki bendlaður við út- lenda „isma“. Framsóknarflokkurinn er stjórnsæknasti stjórnmála- flokkur landsins og þrífst illa í stjórnarandstöðu. Síðasta kjörtímabil var forysta flokksins klaufsk, t.a.m. í afstöð- unni til EES-samningsins, og Halldór Ásgrímsson fann sig ekki í formennskunni fyrst eftir að hann tók við af Steingrími. Kosningabaráttan tókst á hinn bóginn fjarska vel hjá flokknum og hann stóð uppi sem sigur- vegari. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn er ný dag- renning Framsóknarflokksins. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins vildi ekki hætta á frekara samstarf við Alþýðuflokk- inn sem gerði ítrekuð tilhlaup til að narta í kjörfylgi flokks allra stétta, m.a. með Evrópusambandsstefnu sinni og með neytendaáherslum. Með því að Sjálfstæðis- flokkurinn líkist æ meira borgaralegum íhaldsflokki get- ur Framsóknarflokkurinn leyft sér þann munað að gefa undir fótinn róttækum og umdeildum málum eins og veiðileyfagjaldi og nálgun við Evrópusambandið. Til að bæta enn nýja ímynd Framsóknarflokksins gerir Alþýðuflokkurinn hosur sínar grænar fyrir Halldóri Ás- grimssyni og vill hafa hann með í uppstokkun vinstri vængsins. Fyrir fáeinum árum var Framsóknarflokkur- inn erkióvinur Alþýðuflokksins. Engin furða þótt formaður Framsóknarflokksins brosi breitt þessa dagana. Hann var sýndur sem húsdýr í aug- lýsingu ungra sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni fyrir hálfu öðru ári en fær eftir flokksþingið um síðustu helgi vottorð frá Morgunblaðinu um að hann sé nútíma- stjórnmálamaður með framsækna pólitík. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 5524888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 5524999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. öryggi í landinu, þegar ást sjálfstæði og hlutleysi Hæ i/erið, að Pétur Kr. Ha /araforseti réttarins, slands, Bankastr^ fjársöfnunar fjárframlög þr 'iþr ^erið gerhr iSðy farvatnjr *. vy iórpS mumnna Þorgeir Þorgeirson skrifar Fyrir nokkru barst mér sending í umslagi. Ekki veit ég hver sendandinn er, því þetta er nafnlaust bréf, raunar er það stílað til Alþingis og rit- að í formi fyrirspurnar til dómsmálaráðherra og hefur því, vænti ég, einnig borist þingmönnum og ráðherrum okkar. Bréfið er augsýnilega skrifað af kunnáttumanni, sem fer rétt með tilvitnanir í lagagreinar. Það hefst á þessum orðum: „Hvaða úrræða er að vænta af hálfu hæstvirts dómsmálaráð- herra til að tryggja hæfi, sjálf- stæði og hlutleysi Hæstaréttar íslands í kjölfar þess, að einn hæstaréttardómara og vara- forseti Hæstaréttar hefur opn- að bankareikning til almennrar fjársöfnunar sér til handa og þegið tugmilljóna fjárframlag frá stórfyrirtækjum og öðrum aðilum?“ Nokkur tími er liðinn síðan mér barst þetta ódagsetta bréf, sem bersýnilega hefur verið sent fleirum. Ég hef verið að bíða eftir viðbrögðum Al- þingismanna og dómsmálaráð- herra við þessu skjali, en það- an heyrist hvorki hósti né stuna. Jafnframt hef ég verið að skoða efni bréfsins og furða mig á því að sendandinn skuli þurfa að dyljast bak við nafn- leysi með jafn góðan og heil- brigðan texta. En hann merkir þetta á eng- an hátt sem trúnaðarmál svo ég tel mér frjálst að bregðast opinberlega við sendingunni. Rétt er með það farið í bréf- inu að stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein varaforseta Hæstaréttar íslands hafa opn- að bankareikning (nr. 011100) í Bankastrætisútibúi Lands- banka íslands hér í Reykjavík til almennrar fjársöfnunar. Rétt er það líka að vanaleg bankaleynd er yfir því hverjir leggja inn á þennan reikning, en féð mun, að sögn, renna til greiðslu á skuldum forseta- frambjóðandans Péturs Kr. Hafstein - en þær skipta ein- hverjum milljónum. Rétt er einnig með það farið í bréfinu heimulega að rann- sóknardómaranum Jean Marc Connerotte var nýlega gert að sæta brottvikningu, þar sem hann hafði þegið „spaghetti- disk á góðgerðarsamkomu án þess að greiða fyrir málsverð- inn“. En brottvikning dómarans belgíska mun hafa verið gerð með tilvísun til 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu- ráðsins, sem hefur lagagildi bæði í Belgíu og á íslandi. Sú grein kveður á um það að sakborinn maður skuli fá úr- skurð sinna mála fyrir óháð- um, óhlutdrægum dómstóli. Sé óhlutdrægni dómara ekki hafin yfir allan vafa telst hann vanhæfur. Vanhæfisskilmálar dómara eru mjög strangir í þeim aðild- arlöndum sem taka Mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins alvarlega. Og það virðist Hæstiréttur Belgíu gera, jafn- vel þó almenn uppþot hljótist af. Hæstiréttur íslands hefur þótt mun gamansamari í þess- um efnum. Hérlendis liggja heldur ekki fyrir neinar kröfur um almennt réttaröryggi, sem aldrei hefur verið ástundað í landinu. Og líklega telja menn það móðgun við Pétur Kr. Hafstein að beita á hann sömu reglum og Belgar hafa um sína dómara (og biðja hann að víkja sæti á meðan þessi reikningur stend- „Ef hæstaréttardómarar fá sér nú allir bankareikninga (sem auðvelt væri að muna númerin á) til að taka á móti framlögum fyrirtækja, félaga og einstaklinga sem hlut eiga að máli þá gæti vel safnast inn á þá dágóðar upphæðir með tímanum, jafnvel svo að lækka mætti þau laun sem ríkið greiðir dómurunum (án þess, vita- skuld, að heildarkjör þeirra skertust)". ur opinn). Þess vegna hafa Alþingis- menn og dómsmálaráðherra ekki séð ástæðu til að sinna er- indi huldumannsins, þó það sé fullkomlega sanngjarnt frá sjónarmiði evrópskrar kröfu um réttaröryggi. — Svona belgingi önsum við nú bara ekki, finnst mér eins og ég heyri rödd ráðherrans segja. Eg er líka handviss um það að Pétur er alls trausts verður. Enda sá ég um hann mikið og vandað myndefni í sjónvarp- inu nú í sumar. En það hefur kostað sitt að setja saman þetta efni um alla þá mannkosti sem hann hefur til að bera. Af því spretta, skilst mér, skuldirnar sem nú á að borga með innistæðunni á reikningi 011100 í Bankastræt- isútibúi Landsbanka íslands. Hvað er líka huldufólk sunn- an úr Belgíu að skipta sér af þessu? Hér ríkja einfaldlega aðrar hugmyndir um réttarfar. Og þær „gilda“ svo lengi sem ráðamenn gæta þess að hlusta ekki á annarlegar álfa- raddir. Fleira gæti líka hangið úti í þögninni. Vera má að Fjármálaráðu- neytið (sem lengi hefur ráðið mestu um réttarfar í landinu) sjái í þessu kerfi sparnaðar- leið: Ef hæstaréttardómarar fá sér nú allir bankareikninga (sem auðvelt væri að muna númerin á) til að taka á móti framlögum fyrirtækja, félaga og einstaklinga sem hlut eiga að máli þá gæti vel safnast inn á þá dágóðar upphæðir með tímanum, jafnvel svo að lækka mætti þau laun sem ríkið greiðir dómurunum (án þess, vitaskuld, að heildarkjör þeirra skertust). Þetta mundi skapa jafnræði með öllum dómendum í réttin- um (eins og sagt verður í greinargerð með frumvarpi til nýrra laga um Hæstarétt ís- lands) Og þá gætu sumir málsaðilar þó altént keypt sér réttarör- yggi. Það væri strax framför — úr því almennar borgaralegar réttaröryggisreglur Evrópu finna ekki náð fyrir augum þingheims. En við álfakónginn sem sendi mér bréfið hef ég bara þetta að segja: Ef þú vilt reyna að koma hér á borgaralegu réttarríki þá skrifaðu opinskátt um það málefni undir fullu nafni. Það gæti smátt og smátt komið einhverju til leiðar. En feluleikir vekja ekki traust á neinu málefni. Fra lesendum ■ Á myndrita barst okkur bréf um nýjan Range Rover-jeppa Jóns Ólafssonar, stjórnarfor- manns Stöðvar 2. Bréfritari hefur orðið sér úti um upplýs- ingar um kostnað jeppans, 7,5 milljónir króna, og reiknað út að upphæðin samsvarar mán- aðargjaldi 2.351 áskrifanda Stöðvar 2. Rekstrarkostnaður- inn (eldsneyti, fjármagns- kostnaður, tryggingar o.s.frv.) er tæpar tvær milljónir eða 621 mánaðargjald áskrifenda. Síð- an segir: „Augljóslega er þess- um fjármunum vel varið; í verðugt stöðutákn hins alþýð- lega og sókndjarfa stjórnarfor- manns Stöðvar 2 (ég er ekkert óheiðarlegur). Þúsundir trú- verðugra áskrifenda stöðvar- innar geta horft stoltir á eftir alþýðuvagninum á strætum borginnar og hugsað með sér: Sjáiði, þetta var aðeins mögu- legt með minni hjálp. Hugsið ykkur, annars hefði peningun- um bara verið eytt í innlenda dagskrárgerð, eins og hún get- ur nú verið óttalega leiðinleg." ■ Lesandi fyrir austan fjall sendi myndbréf um umsókn Heimis Steinssonar útvarps- stjóra um stöðu þjóðgarð- svarðar á Þingvöllum „vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í vandræðum með starf fyrir Markús Öm Antonsson, fyrr- verandi útvarpsstjóra [og borgarstjóra ...]. Þegar það svo fréttist að allsherjargoð- inn, Jörmundur Ingi, ætlaði að sækja um stöðu þjóðgarð- svarðar olli það miklu fjaðra- foki. Þingvallanefnd, með Bjöm Bjamason í broddi fylk- ingar, var fengin til að hringja í Jörmund, til að reyna fá hann ofan af þessari „vitleysu“ gegn guðsmanninum. Allsherjargoð- inn lét þessa upphringingu sér í léttu rúmi liggja og spurði nefndina að gamni sínu hvort ekki fylgdu góð fríðindi þessu starfi, t.d. bifreið. Annars hefði hann frétt að staða útvarps- stjóra væri laus og ekki þyrftu menn guðfræðimenntun í það starf“.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.