Helgarpósturinn - 28.11.1996, Síða 19
RMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996
19
Handbolti
Karfa
„ Alltaf sami vællinn í D ”
að fimm. Ja, ef sigurinn gegn
Dönum í gærkvöldi reiknast
með þá eru það átján sigurleik-
ir. Það verður að viðurkennast
að nokkrir leikir inni í þessari
upptalningu eru gegn slökum
þjóðum eins og Grænlending-
um og Færeyingum, en það
þarf víst að vinna svoleiðis
leiki líka.
Harka, sannjgirni og
ódrepandi sigurvilji
(Minning um mann!!)
- einkenna Þorbjörn Jens-
son, leikmanninn og þjálfar-
ann. Tobbi hefur aldrei fegrað
eigin handboltahæfileika.
„Ég dreg ekki dul á að ég var
ekki sá flinkasti í boltanum eða
sá teknískasti en ég var alltaf
tilbúinn til að selja mig dýrt til
að sigra.“
Fyrrverandi samherji hans
segist alltaf hafa dáðst að hon-
um, hann hafi ekki haft sama
hæfileika og margir til að ná
varnarhreyfingum og sóknar-
fléttum á augabragði, en fáir
hafi á endanum kunnað betur
til verka en Tobbi, slíkur hafi
viljinn og sjálfsaginn verið.
„Hann æfði og æfði þangað til
an honum, hann gat verið
helv... harður í öll horn og
skanka að taka.“
Líklega eru ummæli Leifs
Mikkelsen, fyrrverandi lands-
liðsþjálfara Dana, besta lýsing-
in sem til er á Tobba og um
leið lýsir hún hvaða hug Danir
báru til hans; óttablandna virð-
ingu.
Þorbjörn Jensson rifjaði
þessa sögu upp fyrir HP.
„Við höfðum nýlokið við að
spila tvo leiki gegn Dönum úti
og unnið báða og á blaða-
mannafundi eftir leikinn var
Leif Mikkelsen að kvarta og
kveina yfir því að íslendingar
hefðu spilað með vöðvunum
og einhverra hluta vegna
nefndi hann mitt nafn sérstak-
lega (gjörsamlega óskiljanlegt,
innsk. blm.). Einn blaðamann-
anna tók upp hanskann fyrir
mig og segir á ensku: „Well, he
is a fighter." Þá svarar Leif:
„No, no, he is a killer!"
Lífsnauðsynlegl að vera
með á stormoium
Ólíkt knattspyrnunni er
heimsmeistarakeppni í hand-
bolta haldin á tveggja ára fresti
í leiM kvöldsins og helgarinnar
Karls Jónssonar, þjálfara fyrstudeildarliðs Snæfells, en hann fékk á dögunum styrk frá
ÍSÍ til að kynna sér körfuboltaþjálfun í Bandaríkjunum. Karl kvaðst óhræddur við að spá í leiki um-
ferðarinnar og hér á eftir fer spá hans:
„Siggi Ingimundar og Kefl-
víkingar verða að halda ein-
beitingu, því það er auðvelt að
missa hana eftir sigur í keppni
eins og Lengjubikarnum. Tak-
ist það vinna Keflvíkingar leik-
inn. Helsta von Borgnesinga er
að halda hraðanum niðri og
reyna að koma boltanum inn í
boxið á Curtis og nýja útlend-
inginn. Bakverðirnir verða að
hafa sig alla við til að stoppa
þriggja stiga skyttur Keflvík-
inga og mikið kemur til með að
mæða á Tómasi Holton. Þá er
líka lífsspursmál fyrir Borgnes-
inga að Bragi Magnússon eigi
toppleik, en mikill óstöðugleiki
virðist vera í leik hans. Ég hall-
ast frekar að sigri Keflvíkinga,
en á ekki von á að hann verði
stór.“
KR sigrar Stólana fyrir
noroan
„Heimavöllur Stólanna er
gríðarlega sterkur, sérstaklega
gegn KR, en áhorfendur á
Króknum hafa alltaf haft horn í
síðu KR-inga. KR-ingar eru á
góðum degi eitt allra besta lið
landsins og Vesturbæingar
vilja áreiðanlega ná góðum úr-
slitum á Króknum eftir hrakfar-
irnar í úrslitum Lengjubikars-
ins. Það er vænlegt fyrir Stól-
ana að leika svæðisvörn gegn
KR, því ótrúlegt úrræðaleysi í
sókn þeirra gegn svæðisvörn
Keflvíkinga varð þeim að falli
síðustu helgi. Það var hlægi-
legt að þeir skyldu ekki reyna
að sækja meira inn í boxið og
sækja fimmtu villuna á útlend-
ing Keflvíkinga. Ég tippa samt
á KR-sigur. Þeir eru betri.“
Þrátt fyrir að vera með
gott lio tapar IR fyrir
„ÍR-ingar leika kröftuga og
skemmtilega vörn og eru með
einn besta erlenda leikmann-
inn í sínum röðum, hann virð-
ist geta unnið leiki á eigin spýt-
ur, en leikur þó vel fyrir liðið.
Hæðin er vandamál hjá þeim
eins og fleiri liðum í deildinni.
Njarðvíkingar kunna að nýta
sér slíkt og leggi þjálfarinn,
Hrannar Hólm, upp með það
að koma boltanum undir körf-
una uppskera þeir að lokum
sigur. Hraður bolti hentar
Njarðvíkingum ekki vel gegn ÍR
að mínu mati og þeir ættu að
varast að hleypa hraðanum
um of upp. Njarðvíkursigur
þar.“
Nóg komið af niðurlæg-
ingu Grindvíkinga
„Þarna býst ég við að sigur-
ganga Skagamanna verði
stöðvuð. Friðrik Ingi lætur
sína menn ekki komast upp
með að leika annan eins hörm-
ungarleik og í undanúrslitum
Lengjubikarsins gegn KR.
Skagamenn eru með mislita
hjörð og þeir fá að kenna á því
gegn reiðum og sárum Grind-
víkingum. Öruggur sigur hjá
Grindavík."
ísfirðingar á uppleið
„Þetta verður erfið ferð fyrir
Haukana vestur. Gegn fullu
húsi á Torfunesi og Isfirðing-
um kolvitlausum lield ég að
Haukar lúti í parket. Nýi út-
lendingurinn hjá KFÍ fellur bet-
ur og betur að leik liðsins og
Friðrik Stefáns hefur leikið vel
undir körfunni. Þarna verða
óvæntustu úrslit umferðarinn-
ar. Heimasigur."
Þrautleiðinlegur leikur
lélegra liða
„Þetta verður trúlega hund-
leiðinlegur leikur á að horfa og
hrein skotkeppni milli útlend-
inga liðanna. Aðrir eru ekki
beysnir skotmenn. Fred Willi-
ams býr þó að því að leika
meira undir körfunni og þar
eiga Blikar engan til að stoppa
hann og því vinnur Þór örugg-
lega.“
Hann er kallaður Tobbi af
þeim sem til þekkja og er um
margt sérstakur karakter. Yfir-
varaskeggið, úfið strýið og
grimmur varnarleikurinn voru
vörumerki hans og eru enn.
Tja, að minnsta kosti strýið og
víkingayfirvaraskeggið. Þá er
hann einnig þekktur fyrir „360-
vítið“ sem hann tók um árið.
Tobbi var sigursæll sem leik-
maður og ekki snerist stríðs-
gæfan gegn honum eftir að
hann tók að sér þjálfun. Frá-
bær árangur hans með Valslið-
ið tryggði honum landsliðs-
þjálfarastöðuna síðastliðið
sumar. Undir hans stjórn hefur
liðið unnið sautján leiki og tap-
„No, no, he is not
a fighter, he is a
killer!“ sagði Leif
Mikkelsen um hinn
„leikna og léttleik-
andjl^obba.
hann skildi og gat. Á endanum
varð hann toppleikmaður sem
var óþolandi að spila á móti en
frábært að spila með,“ sagði
fyrrverandi mótherji Tobba og
samherji í landsliðinu. „Ég skil
vel að menn hafi kveinað und-
og það jjýðir að ef svo ólíklega
fer að Islendingar komist ekki
til Japans á HM 1997, þá er
næsta keppni EM 1998, þá HM í
Egyptalandi árið 1999 og loks
ÓL 2000 í Sydney. Þannig að ef
vel er á spöðum haldið eiga ís-
lendingar að geta verið í
fremstu röð fram yfir aldamót.
Að sögn Tobba gerir ekki jafn-
mikið til ef lið detta úr A-klassa
nú og áður. Það er styttra í
næstu keppni nú til að hífa sig
upp en þá. Þetta er rétt hjá
Þorbirni, en það var engu að
síður slakt hjá okkar mönnum
að klúðra seinni leiknum gegn
Grikkjum úti. Það hefur Tobbi
viðurkennt og er fyrstur
manna til að segja þann leik
hafa verið afspyrnuslakan af
liðsins hálfu, varla þarf að rifja
upp blaðaskrif eftir þann leik.
„Sævar Árna hefur
komið mest á óvart en
Ragnar Oskars og Hlyn-
ur Jóhanns og Arnar
Péturs mestu efnin“
Það kom mörgum á óvart að
Björgvin Björgvinsson úr KA
skyldi valinn í hópinn, en hann
er rétt að komast á skrið eftir
að hafa varið mark Völsunga í
fótbolta í sumar. Stöðu hans
hefur Sævar Árnason tekið og
hann undirstrikaði að hann á
að fá séns með landsliðinu um
síðustu helgi. Þorbjörn sagði
skýringuna á vali Björgvins
einfalda; Björgvin hefði tekið
þátt í undirbúningi fyrir þessa
leiki í sumar og það réði úrslit-
um. Hann bætti við að ef Sævar
héldi uppteknum hætti fengi
hann sinn séns.
„Staðan er einfaldlega sú að
nú þurfum við á reynslumestu
leikmönnum okkar að halda og
ég hef trú á að með þessum
mönnum nái ég árangri og ég
veit að ég mun gera það,“ sagði
Þorbjörn, sem reyndar er ekki
með samning nema til miðs árs
1997.
Líklegt verður þó að teljast
að samningur hans verði end-
urnýjaður í ljósi góðs sigurs
gegn Dönum.
Danir þekkja Þorbjörn
vel
Leikurinn sem við unnum í
gær er einungis annar af tveim-
ur sem þjóðirnar leika. Seinni
leikurinn fer fram í Danmörku
um helgina og þar duga heldur
ekki nein vettlingatök. Danirnir
sjálfir segjast vita vel að íslend-
ingar komi til með að leika með
vöðvunum og séu undir það
búnir. Það er áhyggjuefni að at-
vinnumenn Dana spila nú allir
mjög vel með liðum sínum,
toppliðum í Evrópu. Hvað sem
því líður verðum við að vinna
Dani um helgina og tryggja að
við verðum meðal þeirra bestu
um ókomna tíð, annars er hætt
við að styrkveitingar og pen;
ingaútlát hvers konar til HSÍ
minnki um allt að 100%. Krafan
er sigur.
Tobbi er yfirtöffari landsins, harður nagli sem þekkir vart annað en sigur
og lofaði HP á þriðjudaginn sigri gegn Dönum!
íþróttir
Siqurður Ágústsson
sknfar
Róbert „Dúndranúna" Dur-
anona er kominn aftur í
landsliðshópinn og leikmað-
ur sem skorar um tíu mörk í
hverjum leik ætti auðvitað
alltaf að vera í liðinu þótt
skotnýting hans sé ekki allt-
af til fyrirmyndar.
Lesendur láta Ijós sitt
HP hafa borist eftirfar-
andi bréf. Eins og alltaf
fjölyröum viö um inni-
hald bréfanna viö til-
skrifendur.
Tobbi langflottastur
Handbolta-Tobbi er maður
að mínu skapi Qandsliðsþjálf-
ari í handbolta, innsk. HP).
Hann er allt það sem Logi er
ekki (landsliðsþjálfari í fót-
bolta, innsk. HP).
a) Hann er svalur
b) Hann spilar til að vinna
c) Hann tekur menn sem
ekkert geta út úr liðinu
d) Yngir liðið upp, velur eftir
getu en ekki hefð
e) Hefur smitandi sjálfs-
traust
f) Er frískari og unglegri en
Logi (eins og það sé erfitt)
g) Tobbi er greinilega búinn
að stúdera John Travolta og
Ford Farlane betur
Niðurstaða: Tobbi er ein-
faldlega einvaldur sem trúir á
að ekkert sé ómögulegt og því
síður ósigrandi. Hann smitar
út frá sér öryggi og yfirvegun.
Enda gildir eitt lögmál öðru
fremur í íþróttum, eftir því
sem ég best veit; að vera nógu
djö... svalur. í það minnsta lét
Dagur Sigurðsson hafa það
eftir sér í blaðaviðtali eitt sinn
að til að vinna Svíana gilti ein-
ungis eitt: „Stay cool!“
Kær kveðja,
Landsbyggðar-Lýður.
Enn og aftur kveður Lands-
byggðar-Lýður sér hljóðs á síð-
um blaðsins. Til að taka af all-
an vafa vill undirritaður taka
fram að ekki er um að ræða
dulnefni starfsmanna HP.
Hvað um það. Reyndar er ég
að verða þreyttur á þessu fjasi
um Loga, en tek fagnandi undir
að Tobbi sé flottur. Tobbi
myndi jafnvel ganga sem
þungarokkari í dag. Hann er í
það minnsta jafn úfinn og
yggldur og margir stórspá-
manna í grungeinu. Annars
vísa ég til viðtalsins og umfjöll-
unarinnar um Þorbjörn Jens-
son á síðunni.
Meiri fótbolta takk!
HP fékk símhringingu frá les-
anda sem ekki vildi láta nafns
getið, en var afar óánægður
með að HP fjallaði um hand-
bolta og körfubolta. Taldi það
óæðri íþróttir og að blaðinu
væri hollara að fjalla bara um
fótbolta. Lét þessi ágæti les-
andi þau orð falla að við „gæt-
um alveg eins fjallað um
kvennaíþróttir eingöngu, eng-
inn myndi kaupa blaðið bara
til að lesa um kvennaíþróttir,
— hvað þá handbolta og körfu-
bolta“.
Þessu verður best svarað á
þann hátt að það er ekkert
ólíklegt að kvennaboltinn
myndi selja vel, enda gerir ekk-
ert blað stelpunum skil svo
nokkru nemi. Hitt er rétt að að-
sókn að leikjum í körfubolta og
handbolta er vægast sagt léleg
og segja má að ekki nokkur
maður láti sjá sig fyrr en í úr-
slitakeppnunum. Þetta fyrir-
komulag er rotið og ekki væn-
leg þróun sem á sér stað. Iðk-
endafjöldinn í þessum grein-
um er talsverður og ótrúlegt
annað en menn og konur fylg-
ist með sínum liðum.