Helgarpósturinn - 13.03.1997, Page 2

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR13. MARS1997 Landlæknir skrifar út lyfeeðla fyrir síbrotalækni Olafur Ólafsson landlæknir hefur ítrekað símsent lyfseðla í apótek að beiðni Hauks Jónas- sonar læknis, sem ekki hefur leyfí til að vísa á róandi lyf, ávanalyf né sveftilyf. Ólafur er með þessum hætti sagður nánast hafa lánað Hauki læknisnúmer sitt. Sjálfur segir Ólafur þetta aðeins hafa gerst í einstaka tilfellum og í öll- um tilvikum hafí hann þekkt sjálf- ur til sjúklinganna. Auk misferlis varðandi ávanalyf hefur Haukur Jónasson alloft gerst brotlegur gagnvart Tryggingastofnun ríkis- ins og oftar en einu sinni verið settur þar út af sakramentinu. Tryggingastofnun hefur nú um all- langt skeið neitað öllum viðskipt- um við Hauk. Helgarpósturinn hefur fengið staðfest að Haukur Jónasson hafi símsent lyfseðla í apótek og jafnframt tilkynnt að Olafur Ól- afsson landlæknir myndi hringja inn annan lyfseðil handa sama sjúklingi. Ólafur hefur síðan hringt inn lyfseðil þar sem um var að ræða lyf sem Haukur hefur ekki réttindi til að vísa á. Viðmælandi HP í læknastétt telur Ólaf Ólafsson með þessu hafa stigið yfir eðlileg mörk og segir þetta í raun jafngilda því að hann sé að lána Hauki sitt eigið læknanúmer, eftir að hafa áður svipt hann rétti til að skrifa út lyfseðla á ákveðin lyf. Haukur margbrotlegur Haukur Jónasson er tæpra 68 ára og sér- fræðingur í lyflækningum og meltingarsjúk- dómum. Hann hefur ítrekað gerst brotlegur bæði í starfi og gagnvart Tryggingastofnun ríkisins með því að framvísa fölskum reikn- ingum. Að minnsta kosti í einhverjum þess- ara tilvika var bætt inn á reikningana lækn- isverkum sem aldrei voru unnin. Að því er heimildir HP herma var Haukur að minnsta kosti einu sinni „tekinn í sátt“ hjá Tryggingastofnun „en þá brá svo við að hann var strax á fyrsta ári aftur orðinn einn af altekjuhæstu læknum í viðskiptum við stofnunina", eins og viðmælandi okkar orð- aði það. Tryggingastofnun hefur nú um allnokkra hríð neitað að greiða fyrir læknisverk Hauks en hann hefur samt haldið áfram læknisstörfum og hefur í vissum tilvikum verið talinn fara út fyrir ramma þess sem eðlilegt getur talist. Þannig skýrði DV frá því 7. febrúar sl. að Haukur léti Trygginga- stofnun greiða fokdýrar blóðrannsóknir á fullfrísku fólki. Samkvæmt frásögn DV sendi Haukur hópa fólks af vinnustöðum sem hann hafði til umsjónar í rándýrar blóðrannsóknir án þess að fyrir því væru gildar ástæður. Þessa starfsemi Hauks hefur Landlæknis- embættið einmitt haft til rannsóknar að undanförnu og kvað Ólafur Ólafsson hana langt komna þegar HP ræddi við hann í gærkvöldi. Skrifaöi út lyf handa fíklum Haukur hefur einnig gerst sekur um gróf brot á viðurkenndum starfsreglum lækna með því að skrifa ótæpilega út vanabind- andi lyf handa fólki sem fengið hafði neitun hjá öðrum læknum. „Hann skrifaði út lyf handa fíklurn," sagði einn viðmælandi blaðsins. Það var landlæknir sjálfur, Ólafur Ólafs- son, sem mörgum læknum þykir reyndar seinþreyttur til vandræða, sem á endanum skarst í leikinn og svipti Hauk í raun leyfi til að ávísa á þessi lyf. í orði kveðnu mun vera um að ræða samkomulag milli Hauks og Landlæknisembættisins um að Haukur vísi ekki á róandi lyf, vanabindandi lyf né svefn- lyf. „Sjúklingar sem ég þekkti” Þeim mun undarlegra kann það að virðast að Ólaf- ur Ólafsson skuli sjálfur ólafur: Eitthvað smávegis hlaupa undir verjj um þetta bagga með Hauki og vísa fyrir hann á lyf sem Haukur hefur ekki leyfi til að gefa út lyfseðla fyrir sjálfur. Helgarpósturinn hefur fyrir því heimildir úr tveimur apótekum að Ólafur hafi hlaupið undir bagga með Hauki á þennan hátt. í öðru tilvikinu sagði lyfsali sem blaðið ræddi við að Haukur hefði hringt inn lyfseð- il þar sem tilgreind voru lyf sem hann hefur rétt til að vísa á. Jafnframt tilkynnti Haukur að Ólafur Ólafsson myndi hringja inn annan lyfseðil handa sama sjúklingi. Þetta gerði Ólafur og var þá um að ræða lyf sem Hauk- ur má ekki vísa á. íhinu tilvikinu sem HP hefur haft spurnir af var Haukur sagður hafa hringt inn lyfseð- il og tilkynnt að Ólafur myndi hringja skömmu síðar til að staðfesta að nota mætti sitt læknisnúmer. Ólafur Ólafsson segir fráleitt að hann hafi „lánað“ Hauki læknanúmer sitt á þennan hátt. Hann segir það aftur á móti hafa kom- ið fyrir einstöku sinnum að hann hafi skrif- að út lyfseðla á lyf sem Haukur hefur ekki heimild til að vísa á. „Þegar það hefur gerst hefur í öllum tilvikum verið um að ræða sjúklinga sem ég þekkti sjálfur." Ólafur seg- ir það fullkomlega heimilt samkvæmt lög- um að menn leiti til „kollega" varðandi sjúk- linga sem báðir þekki. „Það hefur eitthvað smávegis verið um þetta," sagði hann. „í iangflestum tilvikum hefur þá verið um að ræða sjúklinga, gjarna eldra fólk, sem um Iengri tíma hafa tekið svefnlyf í smáum skömmtum.“ Virðisaukaskattsmál forsetaframbjóðenda: FjáHaganefhd o g Smdra ber ekki saman Sindri Sindrason kveðst aldrei hafa farið fram á það við fjárlaganefnd Alþingis að fá endurgreiddan virðisauka- skatt vegna framboðs Péturs Hafstein. Gögn frá fjárlaga- nefnd Alþingis sýna að Sindri gekk á fund starfshóps nefnd- arinnar þann 15. október í haust ásamt Elínu Þ. Þor- steinsdóttur og Sigurði G. Guðjónssyni, fulltrúum Guð- rúnar Agnarsdóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar. Saman óskuðu þau eftir að á fjárlög- um yrði veittur styrkur til framboðanna og á minnisblöð- um nefndarmanna kemur fram að þau hafi talið eðlilegast að virðisaukaskatturinn yrði greiddur til baka í einhverju formi. Sindri Sindrason hefur að undanförnu ítrekað neitað því í fjölmiðlum að sótt hafi verið um endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna framboðs Péturs Hafstein. í handskrifuðum gögnum sem Helgarpósturinn hefur undir höndum og komin eru frá fjárlaganefnd Alþingis, kemur skýrt fram að forsvars- menn framboðanna gengu upphaflega á fund starfshóps nefndarinnar 15. október í haust. Þar voru á ferð Sindri Sindrason, Elín Þ. Þorsteins- dóttir og Sigurður G. Guðjóns- son. í handskrifuðum minnis- punktum frá þessum fundi er erindi þremenninganna skil- greint orðrétt sem „endurgr. vsk.“. Þar segir einnig að skuldir framboðanna séu veru- legar og fulltrúar þeirra fari fram á að styrkur verði veittur til þeirra eins og annarrar stjórnmálastarfsemi. Haft er eftir fulltrúum framboðanna að virðisaukaskattur hafi verið greiddur af starfseminni og því liggi beint við að endurgreiða hana í einhverju formi. í þessum minnispunktum kemur ennfremur fram það álit Sindra Sindrasonar að rétt sé að sama upphæð renni í hlut allra framboðanna. Elín Þ. Þor- steinsdóttir er sögð sammála Sindra í þessu efni. Á þessu sama minnisblaði kemur fram að óskað hafi ver- ið eftir skriflegu erindi frá full- trúum framboðanna. Þetta er- indi barst fjárlaganefnd Alþing- is allnokkru síðar. Það er dag- sett 5. nóvember og þar kveð- ur við allt annan tón. Hvergi er minnst á virðisaukaskatt held- ur talað um greiðslu allt að 35 milljónum samtals til allra frambjóðenda, annars vegar jafna fjárhæð til að standa straum af útgáfukostnaði, hins vegar yrði styrknum skipti í samræmi við atkvæðahlutfall. Sindri Sindrason segir um þetta misræmi að þótt hug- myndir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti hafi á sínum tíma verið viðraðar af for- svarsmönnum framboðs Guð- rúnar Agnarsdóttur, þá hafi sér aldrei dottið í hug að til greina kæmi að virðisauka- skatturinn yrði endurgreiddur. Sindri segir einnig að hann geti ekki talist ábyrgur fyrir óform- legum minnispunktum fjár- laganefndarmanna. Hið form- lega erindi hafi verið sent fjár- laganefnd 5. nóvember og þar sé hvergi talað um endur- greiðslu á virðisaukaskatti heldur styrk á svipuðum for- sendum og stjórnmálaflokk- arnir eru styrktir. [ Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 26. útdráttur 1. flokki 1990 - 23. útdráttur 2. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1991 - 20. útdráttur 3. flokki 1992 - 15. útdráttur 2. flokki 1993 - 11. útdráttur 2. flokki 1994 - 8. útdráttur 3. flokki 1994 - 7. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 7. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSd húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 690 Ósigur réttflætisins í Hæstarétti - segir Hreinn Loftsson um úrskurð í vanhæfismáli Péturs Kr. Hafstein Hæstiréttur sló skjaldborg um Pétur Kr. Hafstein þegar dómurinn úrskurðaði í kærumáli Hreins Loftssonar, lögmanns Vífilfells. Hreinn krafðist endurupptöku á hæstaréttarmáli Vífilfells hf. gegn Gjaldheimtunni, sem Vífilfell tapaði og þurfti að greiða ríkissjóði á þriðja hundrað milíjónir. Hreinn færði rök fyrir því að Pétur Kr. Hafstein væri vanhæfur til að dæma í máli Vífilfells hf. en starfsbræður Péturs voru á öðru máli og höfnuðu kröfu Hreins. Forsetaframboð Péturs Kr. Hafstein fór ítrekað fram á fjárhagslegan stuðning frá Vífilfelli í kosningabaráttunni síðastliðið sumar en fékk neit- un í flestum tilfellum. Pétur Kr. Hafstein hefur í verki við- urkennt að kosningabaráttan litar sjónarmið hans sem hæstaréttardómara. Hann vék úr dómarasæti þegar Hæstiréttur fjallaði um skattamál eins stuðnings- manna hans, Magnúsar Hreggviðssonar, forstjóra tímaritaútgáfunnar Fróða hf. Þrátt fyrir þetta fordæmi tel- ur Hæstiréttur í úrskurði sín- um að ekki sé ástæða til að ætla að Pétri hafi verið kunn- ugt um það hvert stuðnings- menn hans leituðu og hvaða viðtökur þeir fengu. Hreinn bendir á að það sé nánast útilokað að færa sönn- ur á hlutdrægni dómara því að um er að ræða huglæga af- stöðu hans. Þess vegna verð- ur að spyrja um almennt traust á dómstólum og gera kröfur til að ekki sé hægt frá sjónarmiði hlutlauss aðila að efast um óhlutdrægni þeirra. Hagsmunir almennings eiga ao vega þyngra en domarans „Ekki er rétt að skoða málið einvörðungu út frá hagsmun- um Péturs Kr. Hafstein," skrif- ar Hreinn í greinargerð vegna úrskurðar Hæstaréttar. „Skoða ber málið út frá sjón- armiðum réttaröryggis og trausts borgaranna gagnvart dómstólum. Með því að taka þátt í forsetakosningunum gerði Pétur Kr. Hafstein sig þátttakanda í þjóðfélagslegri hringiðu, sem fylgir framboði til forseta. Forsetakosningar eru í eðli sínu persónukosn- Hreinn: Almennt traust almenn- ings til Hæstaréttar skiptir meira máli en hagsmunir Péturs Kr. Hafstein. ingar þar sem kjósendur skipa sér í fylkingar um ein- staka frambjóðendur og lýsa margir opinberlega afstöðu sinni til persónu og fram- boðs. Þar með verða slíkir að- ilar að tjá sig um persónuna Pétur Kr. Hafstein, ýmist með eða á móti. Það gengur ein- faldlega ekki upp að fram- bjóðandi taki sæti í Hæsta- rétti íslands, eins og ekkert hafi í skorist, þegar litið er til allra þeirra yfirlýsinga, vin- áttutengsla og andúðar, lof- orða og afneitana, sem óhjá- kvæmilega fylgja framboðinu. Hér verður að líta til sjónar- miða almenns trausts gagn- vart Hæstarétti íslands, en ekki til huglægrar afstöðu Péturs Kr. Hafstein í einstaka málum. Hagsmunir almenn- ings vega hér þyngra en hags- munir dómarans." Með úrskurði Hæstaréttar um að Pétur Kr. Hafstein sé ekki vanhæfur „hefur réttlæt- ið beðið ósigur", skrifar Hreinn í greinargerðinni, sem verður birt opinberlega næstu daga. í samtali við HP sagði Hreinn ekki ákveðið hvort far- ið verður með málið fyrir Mannréttindanefndina í Strassborg, en það er eina úr- ræðið sem eftir stendur. Fjölmiðlar hafa lítið sinnt umræðunni um vanhæfi Pét- urs Kr. Hafstein og þar með óbeint tekið undir það sjónar- mið að málið sé ekki mikil- vægt fyrir réttarfarið í land- inu. „Þetta er samsæri þagnar- innar,“ segir Hreinn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.